Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 51
.FOLK ■ ÞRIR leikmenn Dynamo í Moskvu voru í gær úrskurðaðir í leiks bann í Evrópukeppni félagsliða vegna tveggja gulra spjalda. Þeir missa því af fyrri leiknum gegn Benfica í 3. umferð n.k. miðviku- dag. ■ FJÓRIR leikmenn verða í banni, þegar riðlakeppni Evrópu- móts meistaraliða hefst á miðviku- dag. þeir eru Sergej Fókín hjá Víkingsbönum CSKA Moskva, Ian Ferguson hjá Glasgow Ran- gers, Berry van Aerle hjá PSV og Stephane Van der Heyden hjá Briigge í Belgíu. I JEAN Femandez, sem var sagt að taka sér hvfld frá þjálfun Marseille í mánuð, sagði í gær að hann og Raymond Goethals hefðu skipst á störfum. Femandez verð- ur því í hlutverki „njósnara" franska knattspymuliðsins út tímabilið. ■ HOLLENDINGARNIR þrír, Ruud Gullit, Marco van Basten og Frank Rykaard eiga að sjá tíl þess að AC Milan haldi sigurgöngu sinni áfram í ítölsku deildinni á sunnudaginn, þegar liðið mætir nágrönnunum, Intemazionale. Milan hefur leikið 43 leiki í röð án taps, sem er met á Ítalíu. ■ RUBEN Sosa, kantmaður Int- er frá Uruguay trúir á sigur gegn Milan. „Ef við sigrum sýnum við að Milan getur tapað og að við Btum orðið meistarar.“_ SEX landsliðsmenn Ítalíu, sem gerði markalaust jafntefli við Skot- land í fyrrakvöld, verða í hópnum hjá Milan; vamarmennimir Franco Baresi, Alessandro Costacurta og Paolo Maldini og framheijamir Gigji Lentini, Roberto Donadoni og Stefano Eranio. ■ CARLOS Aguilera, miðheiji Tórínó frá Umguay, verður í banni í nágrannaslagnum gegn Juventus og miðheijinn Walter Casagrande er meiddur. Roberto Baggio meiddist í landsleiknum gegn Skotum og leikur því ekki með Juve frekar en markvörðurinn Angelo Peruzzi, sem verður í banni. ■ BERN Schuster, sem hefur verið frá í mánuð vegna meiðsla, verður sennilega með Atletico Madrid á sunnudaginn, þegar liðið tekur á móti Deportivo Comna, sem er í efsta sæti spænsku deild- arinnar. ■ LOTHAR Matthiius gerir ráð fyrir að leika með Bayera Miinc- hen, sem sækir Leverkusen heim í þýsku deildinni á morgun. Hins vegar er Roland Wohlfarth tæpur og Olaf Thon er meiddur. ■ CHRISTIAN Karembeu verð- ur í banni og leikur ekki með Nant- es, efsta liðinu í frönsku deildinni, Sgn Caen í kvöld. ROMARIO frá Brasilíu, lýkur þriggja leikja banni með PSV í hollensku deildinni á morgun. ■ LEE Chapman, miðheiji Eng- landsmeistara Leeds, segir að lið- ið verði að taka Arsenal sér til fyrirmyndar og bretta upp ermam- ar til að veija titilinn. Leeds fær Arsenal í heimsókn á morgun. ■ CHAPMAN sagði að sami doði væri yfir leikmönnum Leeds í ár og Arsenal í fyrra — báðum liðum reyndist erfiðara að veija titilinn en ná honum. Arsenal gekk allt í óhag eftir að hafa dottið úr Evrópu- keppninni í fyrra, en tapaði ekki leik í síðustu 17 umferðunum. „Við þurfum að leika þetta eftir,“ sagði Chapman. ■ HOWARD Wilkinson, stjóri Leeds, hefur samþykkt að greiða um 99 millj. ÍSK fyrir sænsku vam- armennina Patrik Andersson hjá Malmö og Joachim Björklund hjá Brann, en varla verður gengið frá samningum fyrir helgi. H ALAN Shearer leikur í fyrsta sinn gegn fyrrverandi félagi sinu, Southampton í Southampton á sunnudag, þegar Blackburn fer suður á bóginn. MORdotóLÍBÍÐ ÍÞKÓTTUlW C ’ FOSTUDAGUR 20. NOVEMBER 1992 51 KÖRFUKNATTLEIKUR / ÍSLANDSMÓTIÐ Jonathan Bow var góður eins og aðrir í Keflavíkurliðinu og skoraði 17 stig. Keflvíkingar. óstöðvandi „HVAÐ er hægt aö gera gegn svona stórskotahríð? Þeir léku sér að okkur ífyrri hálfleik, hittnin hjá þeim var með ólíkindum og þar fyrir utan gekk allt upp sem þeir reyndu," sagði Sigurð- ur Hjörleifsson þjálfari Blikanna eftir að íslandsmeistarar Kefl- víkinga höfðu unnið léttan sigur á liði hans í Keflavík í gær- kvöldi, 127:92. Þetta var ellefti sigur Keflvíkinga í röð og sagði Sigurður Hjörleifsson að á meðan liðið léki á þessum nótum þá væri ekkért lið sem gæti sigrað meistarana. skrifar frá Keflavík Keflvíkingar hófu leikinn í gær- kvöldi með miklum látum líkt og að undanfomu og þegar flautað var til leikhlés Bjöm höfðu þeir náð 37 Blöndal stiga forystu 76:39 - og ljóst að róður- inn yrði erfíður hjá Blikunum. Þeir komu hins vegar tvíefldir til leiks eftir hlé og héldu þá alveg í við meistarana og gott betur því þeir höfðu betur í síðari hálfleik skorðu þá 53 stig gegn 51 stigi Keflvíkinga. „Við vorum búnir að ákveða að halda hraðan- um eins mikið niðri og nokkur kostur væri í fyrri hálfleik en það tókst ekki. í síðari hálfleik gekk okkur betur enda vorum við ákveðnir í að láta þá ekki alveg rúlla yfír okkur," sagði Sigurður Hjörleifsson. Guðjón Skúlason var besti mað- ur vallarins í þessum leik, skoraði 39 stig og þar af voru 8 3ja stiga körfur. Jonatahn Bow, Nökkvi M. Jónsson, Jón Kr. Gíslason og Al- bert Óskarsson voru líka góðir. Blikamir voru ákaflega slakir í fyrri hálfleik en eins og allt annað lið í þeim síðari. Bestir voru þeir HANDKNATTLEIKUR Þorbergur „njósnara um mótherja í Þýskalandi Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari í handknatt- leik, er á föram til Þýskalands til að fylgjast með Risakeppninni, „Super Cup“. Þar leika allar þær þjóðir sem hafa orðið heims- og/eða ólympíumeistarar í hand- knattleik og mun Þorbergur sjá þijá væntanlega mótheija íslend- inga í HM-keppninni í Svíþjóð - Svía, Rússa og Þjóðveija. Leikur Svía og íslendinga verð- ur opnunarleikurinn í HM, en aðr- ar þjóðir í riðlinum eru Ungveijar og Bandaríkjamenn. í milliriðli kemur íslenska liðið til með að leika gegn Rússum, Þjóðvetjum og S-Kóreumönnum eða Dönum. Næsta verkefni landsliðsins er fjögurra þjóða mót í Danmörku í byijun desember, en auk íslend- inga og Dana leika þar Hollend- ingar og Portúgalir. Nú þegar er ljóst að þeir leikmenn sem leika í Þýskalandi og Frakklandi geta ekki tekið þátt í mótinu, þar sem þeir era að leika með félagsliðum sínum á sama tíma. Það era Kon- ráð Olavson, Sigurður Bjamason, Héðinn Gilsson og Júlíus Jónasson. Liðið sem leikur í Danmörku verður því eingöngu skipað leik- mönnum sem leika hér heima. Pétur Guðmundsson og David Grissom. URSLIT IBK-UBK 127:92 íþróttahúsið í Keflavík, úrvalsdeildin í körfuknattleik, fimmtud. 19. nóvember. Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 20:11, 89:23, 51:23, 52:39, 64:34, 76:41, 85:49, 90:53, 93:61. 104:69, 110:75, 121:86, 127:92. Stig IBK: Guðjón Skúlason 39, Nökkvi M. Jónsson 26, Jonathan Bow 17, Jón Kr. Gislason 14, Albert Óskarsson 12, Hjörtur Harðarson 8, Kristinn Friðriksson 7, Birgir Guðfinnsson 2, Sigurvin Pálsson 2. Stig UBK: Pétur Guðmundsson 19, David Grissom 15, Hjörleifur Sigþórsson 10, Bjöm Sigtryggsson 10, Egill Viðarsson 8, Brynjar Sigurðsson 6, ívar Webster 6, Bjöm Hjör- leifsson 4, Eiríkur Guðmundsson 2. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Bergur Steingrímssón sem dæmdu ágætlega. Áhorfendur: Um 500. ÍBK-UMFG 100:63 Keflavík, íslandsmótið f körfuknattleik, 1. deild kvenna. Gangur leiksins: 9:0, 39:17, 56:29, 64:31, 75:42 90:50, 100:63. Stig ÍBK: Kristfn Blöndal 21, Hanna Kjart- ansdóttir 15, Anna María Sigurðardóttir 13, Olga Færseth 18, Elínborg Herberts.-- dóttir 11, Guðlaug Sveinsdóttir 8, Sigrún Skarphéðinsdóttir 7, Lóa Björg Gestsdóttir 6, Anna María Sveinsdóttir 6. Stig UMFG: Guðrún Sigurðardóttir 14, Hafdfs Hafberg 12, María Jóhannsdóttir 10, Svanhildur Káradóttir 9, Stefanfa Jóns- dóttir 8, Hafdís Sveinbjömsdóttir 6, Ther- esa Spinkes 4. ■ Keflavíkurstúlkumar gefa körlunum f ÍBK ekkert eftir og eins og þeir hafa þær unnið alla sfna leiki í vetur. í gærkvöldi unnu þær nágranna sfna frá Grindavík ör- ugglega með 37 stiga mun, 100:63. Kefla- víkurstúlkumar byijuðu mjög vel og kom- ust í 9:0 og sfðan í 22 stiga mun, 39:17. Sfðan jókst munurinn þar til f síðari hálf- leik að Grindavíkurstúlkunum tókst að koma meira inn f leikinn en þær náðu samt aldrei að ógna sigri ÍBK sem þá lá þegar í loftinu. Björn Blöndal Handknattleikur 2. deild karla * Ögri - Fjölnir UMFA - Grótta 18:32 Ármann - ÍA Knattspyrna æfingalandsleikur Monte Carlo: 23:23 i?n Christian Perez (15.). 8.000. Frakkland PSG - Auxerre 2:0 FRJALSIÞROTTIR / BANDARIKIN Fríða Rún vinnur hvert háskólahlaupið af öðru FríAa Rún Þórðardóttir hefur ver- ið sigursæl í bandarískum háskólamót- um að undanfömu. „ÞAÐ hefur gengið mjög vel hjá mér og ég vona að fram- haldið verði það líka,“ sagði Fríða Rún Þórðardóttir, hlaupa- kona úr Aftureldingu í Mos- fellsbæ í samtali við Morgun- blaðið. Hún hefur náð mjög góðum árangri í víðavangs- hlaupum bandarískra háskóla undanfarna tvo mánuði, keppt í níu hlaupum, unnið sex þeirra og aðeins f einu þeírra komst hún ekki á verðlaunapall. Um síðustu helgi stóð Fríða Rún sig vel á svæðismeistaramóti háskóla í Suðurríkjum Bandarikj- anna, varð þriðja eftir mikla keppni fremstu kvenna af 274 sem luku hlaupi. Hlaupið var 5 km langt og fór fram í bænum Greenville í Suð- ur-Karólínu. Með árangrinum vann Fríða Rún sér rétt til keppni á bandaríska háskólameistaramótinu sem fram fer í Bloomington í Indianaríki í næstu viku. Þar keppa rúmlega 200 hlaupakonur, flestar fulltrúar bestu skólasveita landsins en Fríða Rún verður þó ein frá skóla sínum þar sem skólasveitinni tókst ekki að vinna sér þátttökurétt. „Það var mjög mikil keppni í hlaupinu. Ég hélt mig allan tímann í fremstu fylkingu,“ sagði Fríða Rún sem stundar nám í næringar- ráðgjöf við Georgíuháskólann í borginni Athens sem er skammt frá Atlanta. Hún sagði miklar æfíngar frá í sumar vera að skila sér en hún kveðst hlaupa kvölds og morgna á hveijum degi; æfa meira nú ert nokkra sinni fyrr. „Ég vona bara að næstu mánuð- ir gangi jafn vel og að ég bæti árangur minn innanhúss í vetur og á hlaupabrautinni næsta sumar,“ sagði Fríða Rún sem varð háskóla- meistari Georgíuríkis í víðavangs- hlaupi í síðasta mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.