Morgunblaðið - 20.11.1992, Page 33

Morgunblaðið - 20.11.1992, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992 33 Nyjar plötur I Plata Mannakorns, í gegnum tíðina sem kom út árið 1977 er komin út á geisla- plötu. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Hér má finna dægurperl- ur úr penna Magnúsar Eiríks- sonar við texta hans sem hafa lifað með þjóðinni í 15 ár og eiga án efa eftir að ylja fólki um hjartarætumar næstu ára- tugina. Nægir að nefna lögin sem þessi plata geymir til að sannfæra hvern einasta unn- anda íslenskrar popptónlistar um ágæti gripsins en það eru lögin: Reyndu aftur, Braggabl- ús, Garún, Sölvi Helgason, Gamli góði vinur, Ef þú er mér hjá, Ræfilskvæði, Bót á rass- inn, Fyrir utan gluggann þinn og síðast en ekki síst Göngum yfir brúna.“ Þeir sem skipuðu Mannakom á þessum tíma voru auk Magn- úsar Eiríkssonar, gítarleik- ara, söngvara og munn- hörpuleikara; Pálmi Gunn- arsson, bassi og söngur, Baldur Már Arngrímsson, gítar, söngur, slagverk og upptökustjórn og Björn Björnsson, trommur. Að auki nutu þeir liðsinnis m.a.: Karls Sighvatssonar, Guðmundar Steingrímssonar, Péturs Kristjánssonar, Ölafs Gauks, Helga Guðmundssonar, Magnúsar Kjartanssonar, Jóns Kristins Cortes og HaU- dórs Pálssonar, Útgefandi er Steinar hf. ■ Hljómplatan ...undir áhrifum sem Trúbrot hljóðrit- aði og gaf út haustið 1970 hefur verið endurútgefin á geislaplötu. í kynningu útgefanda áegir m.a.: „Þetta var fyrsta íslenska rokkbreiðskífan sem hafði ein- vörðungu að geyma tónlist eft- ir íslenska höfunda og það sem meira var, tónlistin var öll eftir meðlimi hljómsveitarinnar. Trúbrot hafði gengið í gegnum nokkrar mannabreytingar síð- sumars 1970 er Gunnar Jök- ull Hákonarson, Shady Ow- ens og Karl Sighvatsson yf- irgáfu sveitina og í þeirra stað komu Magnús Kjartansson, orgel, píanó, söngur og Ólaf- ur Garðarsson, trommur. Fyrir voru í Trúbrot þeir Gunn- ar Þórðarson, gitar, þver- flauta og söngur og Rúnar Júlíusson, bassi og söngur. Svona skipuð samdi hljómsveit- in og æfði upp nýtt efni í hrein- ræktuðum hippastíl, skellti sér síðan til Danmerkur og hljóðrit- aði efni á plötuna ...undir áhrif- um, í október 1970.“ Utgefandi er Steinar hf. Morgunbiaðið/Úlfar Ágústsson Mikill áhugi kvenna var á námskeiðinu á ísafírði. Fimm tilraunafyrirtæki voru stofnuð og atvinna fengin fyrir 40-50 konur. Tuttugu athafnakonur á námskeiði á ísafirði fsafirði. Iðntæknistofnun íslands hélt um síðustu helgi á ísafirði nám- skeið fyrir konur í hagnýtum vinnubrögðum við stofnun og rekstur fyrirtækja. Yfir tuttugu konur á svæðinu frá Tálknafírði norður um til Hólmavíkur tóku þátt í námskeiðinu. Að sögn Hansínu B. Einarsdóttur verkefnisstjóra er hugmyndin að fara með námskeiðið í öll kjördæmi lands- ins og er áætlað að næsta námskeið verði í vikulokin á Löngumýri í Skagafírði fyrir Norðurland vestra. Hún sagði að prufunámskeið hafi verið haldið í Reykjavík fyrr á árinu, en síðan hafi því verið breytt eftir að metinn hafi verið árangur þess og í samvinnu við þá nemendur sem þar voru og aðra. Astæða þess að byijað er með námskeiðið í minnsta kjördæminu er sú að þar hefur verið starfandi nefnd kvenna við upplýsingaöflun og undir- búning að stefnumörkun í atvinnu- málum kvenna, en ein úr nefndinni, Jósefína Gísladóttir á ísafirði, hafði einmitt tekið þátt í námskeiðinu hjá Iðntæknistofnun. Mikill áhugi var meðal kvenna á námskeiðinu, en meðal annars voru þær látnar stofna fyrirtæki með öllu sem því fylgir, en síðan voru verkefn- in tekin fyrir á gagnrýninn hátt. Hansína sagði að það hefði komið sér á óvart hversu langt konumar væru komnar bæði í atvinnurekstri og í undirbúningi að stofnun nýrra fyrirtækja. Þannig væru konur komnar í samstarf við útfærslu á verkefnum og sölukerfum þótt þær ynnu hver í sínu byggðarlaginu. í stuttu spjalli við nokkra þátttak- endur kom í ljós að áhugi fyrir nýj- ungum í atvinnumálum er mikill og skilningur á telq'uþætti atvinnustarf- seminnar augljós. I lok námskeiðsins gerði ung ís- firsk athafnakona grein fyrir at- vinnustarfsemi sinni, sem nú hefur verið í gangi á þriðja ár við góðan orðstír. Það sló þó nokkuð á bjart- sýni þátttakenda þegar hún upplýsti, að ennþá hefði hún ekki getað greitt sér neitt kaup og sagðist ekki enn sjá fram á að geta það. Þátttakendur í námskeiðinu voru frá flestum þéttbýlissvæðunum á Vestfjörðum auk kvenna úr sveitum. Afráðið er að fara með námskeið- ið, sem er styrkt af félagsmálaráðu- neytinu, í öll kjördæmi landsins og verður næsta námskeið á Löngumýri í Skagafirði nú um helgina._ - Úlfar Hafnarfjörður Tónlistar- skólinn endurvíg- ir flygil TÓNLISTARSKÓLINN í Hafn- arfirði ætlar í kvöld, föstudag, kl. 20.30 að endurvígja flygil sem skólinn var að fá úr viðgerð frá Danmörku. Hér er um að ræða Hindsberg flygil sem Tónlistarfélagið í Hafnar- firði keypti 1946 og var á sínum tíma talinn eitt besta hljóðfæri landsins enda héldu ekki ófrægari snillingar en Rudolf Serkin og Rögnvaldur Siguijónsson marga tónleika og spiluðu á þetta hljóð- færi. Það er samdóma álit allra þeirra sem til þekkja að viðgerðin hafi tekist einstaklega vel og að hljóð- færið sé sem nýtt. Við vígsluna á föstudagskvöldið leika þau Jónas Ingimundarson, Gísli Magnússon, Ástríður Alda Sig- urðardóttir, Sigurður Marteinsspn, Guðrún Guðmundsdóttir og Ár- mann Heigason stutt verk til að gefa hlustendum tækifæri til að heyra að nýju í þessu merkilega hljóðfæri. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. ♦ ♦ ♦ Jólabasar Sólheima í Grímsnesi HINN árlegi jólabasar foreldra- og vinafélags Sólheima í Gríms- nesi verður í Templarahöllinni við Eiriksgötu 5 í Reykjavík, sunnu- daginn 22. nóvember kl. 14. Sólheimar eru sjálfseignarstofnun á vegum þjóðkirkjunnar. Heimilið var stofnað árið 1930 af Sesselju Hreind- ísi Sigmundsdóttur. Hlutverk heimil- isins er og hefur ávallt verið að ann- ast meðferð og umönnun þroska- heftra. Á Sólheimum eru vinnustofur þar sem heimilisfólk vinnur við hin ýmsu störf, s.s kertagerð, trésmíðar, vefn- að, búskap og garðyrkju. í garðyrkj- unni er lögð áhersla á lífræna rækt- un og var Sesselja brautryðjandi í þess konar rætkun á íslandi. I kerta- gerð og á vefstofu er einungis notað náttúrulegt, ómengað hráefni. Á jólabasar Sólheima eru á boð- stólum sýnishom af framleiðsluvör- um heimilisins. Við þetta tækifæri gefst fólki kostur á að kaupa þær vörur sem framleiddar eru á vinnu- stofum heimilisins. Til sölu verður m.a. lífrænt ræktað grænmeti, hand- steypt bývaxkerti, tréleikföng, mott- ur, dúkar og töskur. Einnig verður á boðstólum lífrænt ræktað krydd og te, mjólkursýrt grænmeti og pip- arkökuhús verður aðalvinningur hlutaveltunnar. Foreldra- og vinafé- lagið verður jafnframt með hefð- bundinn kökubasar og fatasölu auk kaffiveitinga en basarinn er og hefur verið helsta tekjulind félagsins. Öllum ágóða af sölunni er varið til eflingar á starfsemi Sólheima. (Fréttatilkynning) Lúðrasveit verkalýðs- ins leikur í Askirkju LÚÐRASVEIT verkalýðsins heldur sína árlegu hausttónleika laugardaginn 21. nóvember nk. kl. 17 í Askirkju. Efnisskráin er að vanda Qöl- breytt, bæði innlend og erlend verk. Hljóðfæraleikarar með sveitinni eru 50 og stjómandi Malcolm Holloway. Aðgangur er ókeypis. I.O.O.F. 3 = 174112112 = 11 I.O.O.F. 12 = 17411208A =. I.O.O.F. 1 = 1741120872 =Sp. NY-UNG KFUM & KFUK Suðurhólum 35 Hver er Guð? Sr. Ólafur Jóhannsson fjallar um grundvallaratriði kristinnar trúar á samverunni í kvöld kl. 20.30. Ungt fólk á öllum aldri er velkomiö. Frá Guöspeki félaginu Ingóffsstrmti 22. Aslcrlftarmlml Ganglera er 39673. i kvöld kl. 21 veröur Birgir Bjarnason með spjall í húsi fé- lagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15 til 17 með fræðslu og umræð- um i umsjá Önnu S. Bjarnadótt- ur. Á sunnudag kl. 17-18 er kyrrðarstund með tónlist. Allir eru velkomnir og aögangur ókeypis. ___STEINAR WAAGE_ SKÓVERSLUN MOONBOOIS Verð: 1.995,- Stærðir: 23—35. 5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum samdægurs. STEINAR WAAGE A SKÓVERSLUN jí SlMI IS5IS> <P STEINAR WAAGE ^ SKÓVERSLUN SlMlftáWU oppskórinn VfUUSUSD! ■ SlMI: 11312

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.