Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 39
ösku sem hann varð sér úti um á langvinnum drykkjuleiðöngrum. Steinar var einn af fáum drykkju- mönnum af ásetningi. Neyslan var honum rökrétt niðurstaða af því að vera til við þau kjör sem honum voru búin í lífinu, á þeim stað og þeirri stund sem hann lifði. Hann var einn mesti reglumaður sem ég hef kynnst og einmitt nákvæmnin til orðs og æðis hafði leitt hann að fáránlegri niðurstöðu: maðurinn er helst með sjálfum sér þegar hann er það ekki. Steinar vissi að hann var leik- soppur mannlífs sem vildi hann ekki, mannfélags sem hafnaði því í sjálfu sér sem hann stóð fyrir, vildi leggja rækt við, og að kergja hans var því öðrum storkun. Félagsþörf sinni svalaði hann því með því að sitja að sumbli með sem flestum og sem víðast og halda sig þá á því strikinu að hann væri ekki fyllilega viðver- andi en þó ekki svo drukkinn að hann væri fjarverandi. Þrátt fyrir nýlunduna af verkum hans og að aldrei gekk saman með honum og kynslóð hans finnst mér hann ein- hver hæfasti fulltrúi kynslóðar sinnar sem ég veit dæmi um. Lét hömlulítilli lífsástæðu eftir verksvið sitt og hafði gert sér lífsspeki úr sóuninni sjálfri. Með þessum hætti seildist hann til meðbræðra sinna. Sjálfur var maðurinn lítillátur og óframfærinn í eðli sínu, og ekki fyrirferðarmikill í sjón heldur, í meðallagi hár, grann- ur og nettlega vaxinn, kvikur á fæti. Hann hafði einfaldlega til að bera of fáa eðliskosti sem teljast björgulegir en of mikið af hinum sem fram á síðustu ár hafa verið lítils metnir meðal okkar landa. Bíð- lyndinu. Samviskuseminni. Hinni frjóu greind sem kann sér ekki hóf í forvitni sinni. Getuleysinu að erfa misgerðir. Til að hallmæla nokkrum manni. Næmleikanum á mannkosti sem þarfnaðist ekki orða eða um- hugsunar. • Við hjón kölluðum hann Ijúflinginn, enda bar hann þess merki að hafa villst inn í borgarlífið úr öðrum heimi. Og mikið gefur sá maður sem kennir öðrum að þykja vænt um sig. Steinar átti bara einn óvin. En þessi óvinur var gríðar fyrirferðar- mikill og varð oft í vegi hans um dagana. Stundum persónugerði þessi óvinur sjálft valdið fyrir hon- um. Og hann varð stundum í vegi hans þegar síst skyldi og Steinari lá mest við að koma málum sínum áfram. Þessi óvinur var hörkutólið sem • treður á smælingjanum eða gerir hann að hirðfífli. Hinn harð- lyndi baráttumaður sem trúir því síst að viðkvæmni og óvissa séu til nokkurs annars hæf en hrekja út í ystu myrkur. Steinar var ekki kjark- maður og þessa manngerð óttaðist hann. Hann fann dauðann í viðkynn- ingunni, sálardrepið og milli hans og slíkra manna myndaðist með tím- anum samband sem minnir á sjálfspínslir og kvalalosta. Og setti svip á bækur hans um skeið. Hann kallaði andstæðinginn „Tjúlla“ í sögum sínum og hvöt hans varð ómótstæðileg að rugla söguþráð sinn svo að Tjúlli næði ekki í hann sem hann var þó að ögra. Hann sá þennan andstæðing í sumum útgef- endum en ekki öllum, „það er óþol- andi að þurfa að skríða upp í skegg- ið á þessum mönnum," sagði hann. Enn ekkert verra. Og vissi hversu mikið hann átti undir þvílíkum mönnum. Á þeim tíma sem ég þekkti hann átti hann sér afdrep á hælinu Víði- nesi, í kjallaraskonsu í gömlu stein- MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992 39 húsi niður í fjöru, spölkorn frá sjálfri hælisbyggingunni. Við hjónin heim- sóttum hann nokkrum sinnum í skonsuna. Mér er eftirminnileg ein slík ferð þegar við höfðum farið villt vegar í hríðarbyl en loks fundið af- leggjarann niður að hælinu. Við fikruðum okkar ofan svellbunka nið- ur fyrir húsið og ofaní djúpar kjall- aratröppurnar. Hurðin sýndist mér engu líkari en hlera eins og þeim sem hafðir voru fýrir fjárhúsum í sveitinni áður fyrr, og hún var skökk á hjörunum, féll ekki fyllilega að stöfum. Inn af var gangstubbur og eldunarhella. Til hliðar einar dyr. Þar inni bjó Steinar. í kytrunni var rúmfleti og lítið borð þar sem hann hafði komið tölv- unni sinni fyrir, og til hliðar við dyrnar dálítill bókaskápur þar sem handrit hans stóðu í möppum, þar í meðal endurskriftir á sumu af því sem komið hafði út á árum áður, en Steinar var alltaf að betrumbæta skrif sín. Gestirnir urðu að setjast á rúmið. Veggirnir voru hvítmálaður steinninn og lágt til lofts. Ég hafði uppgötvað að Steinar var stórsnjall á tölvur. Og það má heita að hann hafi kennt mér á slíkt verkfæri þótt aðrir hefðu haft tilburði til þess. Steinar lærði prentiðn á sínum yngri árum og stundaði hana um tíma. Hann var afbragðsgóður kennari þótt ekki starfaði hann við slíkt nokkru sinni. Inni var snyrtilegt því að Steinar var kattþrifinn. Reyndar bera skrif hans þess vott að hann hafi með þeim verið að þvo af sér óhreinindi. Hann lánaði mér smásögur og prósaljóð eftir sig sem enginn útgef- andi hafði viljað líta við. Sumt af þessu efni hefur síðan verið flutt í útvarp. Meðan við sátum held ég helst að sælöður hafi gengið upp í húsið á vindhviðunum. Inn í þennan kima hafði Steinar ratað á ráðleysisrangli um samfé- lagið meðan það gekk í gegnum hver hamskiptin af öðrum, frá dreif- býlismennsku til velferðarþjóðfé- lags, frá þeirri uppstokkun sem var á áttunda áratugnum til fijálshyggj- unnar sem nú ríkir. Velferðin gaf honum þessi lágmarksgrið sem stað- festust hveiju sinni sem hann skil- aði sér aftur eftir flæking og fyllerí- istúra sem réttlættu veru hans þama. Hann fór í flæking með nokk- urra mánaða millibili en sat þess í milli við tölvuna. Loks fór aldurinn að segja til sín með því að Steinar varð áhugaminni um drykkjuskap og samtímis vék velferðarsjónarmið- ið í samfélaginu íslenska fyrir fijáls- hyggjunni. Einn dag í júní á síðast- liðnu sumri var Steinar útskrifaður af hælinu. Og jafnvel var ólíklegt að hann fengi inni þar aftur þótt hann héldi háttum sínum og legðist í drykkjuskap. Hann var því feginn að vera loks farinn úr Víðinesi, skrif- aði hann mér í bréfi. í haust hringdi hann til jnín og var þá á sjúkrahúsi, hafði fengið kransæðastíflu. Hann sagði mér í símann að hann yrði að hætta að reykja en hafði áhyggjur af því að þá myndi hann fitna. Ákefðin var sú sama og í vor að „stinga sér suður í löndin“. Steinar flutti jafnan með sér tölvuna í slíkum leiðöngr- um, skrifaði og hélt sér rökum. Hafði byijað á átta verkum í vetur þegar hann vaknaði úr miðsvetr- ardvalanum. Nú átti að ljúka við eitthvert þeirra. Og víst helst öll. Svo frétti ég að hann hefði látist úti í Hollandi. Ég sem átti eftir að spyija hann svo margs. Þorsteinn Antonsson. Hjónaminning Guðbjörg’ Björnsdótt- ir — Sveinn Sörensen Sveinn: Fæddur 26. maí 1920 Dáinn 12. nóvember 1992 Guðbjörg: Fædd 7. september 1923 Dáin 21. maí 1988 Ég lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey. Þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt í Kristí krafti’ eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson) Okkur systumar langar að minn- ast uppáhalds frænku og frænda, Duddu og Svenna, með fáum orðum. Dudda lést 21. maí 1988 en Svenni 12. nóvember sl. og verður hann jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju í dag. Við systurnar vomm ekki háar í loftinu þegar við fómm að hlakka til ferðanna austur á Eskifjörð til Duddu og Svenna. Steinasafnið þeirra Duddu og Svenna var gulli líkast í augum okkar og þótti okkur mikið til koma að fá að skoða og handfjatla steinana. Alltaf vom nýir steinar komnir í safnið þegar við komum. Ekki var eftirvæntingin minni þegar von var á þeim á Lyng- ás. Þá drifum við okkur í fínustu kjólana okkar og settum fallegustu slaufumar í hárið, því við vildum DAGBOK FRETTIR FÉL. eldri borgara. Göngu- Hrólfar fara úr Risinu kl. 10. BREIÐFIRÐINGAFEL. hefur frestað árshátíð sinni. KVENFÉL. Freyja, Kópa- vogi, heldur kökubasar laug- ardag kl. 10 í Hamraborg 14. KIRKJUSTARF GRENSÁSKIRKJA: Starf 10-12 ára bama í dag kl. 17. LAUGARNESKIRKJA: Mömmumorgunn kl. 10-12 í dag. AÐVENTSÖFNUÐIRNIR, laugardag: Aðventkirkjan: Biblíurann- sókn kl. 9.45 og guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Skúli Torfason. Safnaðarheimilið, Keflavík: Biblíurannsókn kl. 10 og guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Einar V. Ara- son. Hlíðardalsskóli: Biblíu- rannsókn kl. 10 og guðsþjón- usta kl. 11. Ræðumaður: Þröstur B. Steinþórsson. Hafnarfírði: Samkoma kl. 10. Ræðumaður: Steinþór Þórð- arson. Akureyri: Samkoma kl. 10. Ræðumaður: Jón Hjör- leifur Jónsson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, (áður Langagerði 72), Naustahlein 8, Garðabæ, sem lést 15. nóvember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. nóvember kl. 13.30. Sigurjón Sigurðsson, Sigurður Óli Sigurðsson, Ingvi Rafn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Guðrún Gunnarsdóttir, Guðrún Þórbjarnardóttir, vera sem fínastar þegar þau kæmu. í augum okkar var Dudda alltaf alveg eins og drottning og ekki máttu prinsessumar vera síðri. Þegar farið var í ferðalög víða um landið með þeim Duddu og Svenna lágu þau ekki á liði sínu með að fræða litlu hnáturnar um allt sem fyrir augu bar. Alltaf átti Dudda ný ævintýri að segja okkur, hún kenndi okkur að fara varlega þegar við vomm í-beija- mó svo við myndum ekki tmfla öll litlu dýrin og álfana sem þar bjuggu. í öllum gönguferðunum sem farið var í urðu Iitlu fætumir okkar oft þreyttir og þá var nú gott að fá að tylla sér á háhest hjá Svenna, því hann var alltaf tilbúinn að létta gönguferðina þegar þreyta fór að segja til sín í okkar stuttu fótum. Við minnumst þessara ævintýra- ferða með eftirsjá. Eftir að Dudda lést hélt Svenni uppteknum hætti og kom árlega að Lyngási og gisti þá iðulega. Okkar síðustu fundir vom í sumar þegar hann kom í sína árlegu ferð og þá var margt rifjað upp frá liðnum stundum. Það verður tómlegt í Dagsbrún, litla húsinu á Eskifirði, þegar þau em bæði horfin á braut. Við samhryggjumst frændum okkar, þeim Bimi Grétari, Magnúsi, Skúla og íjölskyldum þeirra. Því veldur mér trega tónanna slagur, sem töfrar og dregur og er svo fagur? Ég veit það og finn, hvers sál mín saknar. Söngvanna minning af gleymsku raknar. Ómur af lögum og brot úr brögum, bergmál frá ævinnar liðnu dögum, af hljómgrunni hugans vaknar. (Einar Benediktsson) Með þessum orðum skáldsins kveðjum við Duddu og Svenna að sinni með þökk og virðingu. Minn- ingin um þau mun ávallt eiga sinn stað í hjörtum okkar. Hrafnhildur og Kolbrún Bjömsdætur. t Ástkaer eiginkona mín, LÁRA BJÖRG ÓLAFSDÓTTIR frá Ketilsstöðum, Hvammssveit, Dalasýslu, lést þriðjudaginn 17. nóvemberí Heilsuverndarstöð Reykjavikur. Magnús Halldórsson. t Astkær eiginmaður minn, EINAR JÓHANNESSON, Strandgötu 19, Hafnarfirði, andaðist í Landspítalanum 19. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Vigfúsdóttir. t Faðir okkar, ÓSKAR FRIÐBJÖRNSSON fyrrv. lögregluþjónn, lést í Landspítalanum þann 18. nóvember. Birna Óskarsdóttir Fawcett, Sigþór Óskarsson. t Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURBJÖRNS BJÖRNSSONAR, Aðalgötu 56, Ólafsfirði, ferfram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 21. nóvember kl. 11.00 árdegis. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á dvalarheimilið Horn- brekku, Ólafsfirði, eða Slysavarnafélag íslands. Ármannía Kristjánsdóttir, Kristín Björg Sigurbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson, Óskar Þór Sigurbjörnsson, Ásta Sigurbjörnsdóttir, Gunnar Sigurbjörnsson, Sigurlina Sigurbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn Soffía M. Eggertsdóttir, Guðrún Sigurbjörnsdóttir, Hermann Guðmundsson, t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐBJARGAR EINARSDÓTTUR, Stigahlíð 30. Oddgeir Ólafsson, EinarOddgeirsson, Valgerður Brand, Oddgerður Oddgeirsdóttir, Daníel Pétursson, Ólöf Oddgeirsdóttir, Magnús Magnússon og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.