Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 11
Þórdís Rögrivaldsdóttir Skólavörðustígur 5 OPNIJÐ verður formlega laugardag- inn 21. nóvember gullsmíðaverslun á Skólavörðustíg 5, hún bcr heitið Ofeigur — gullsmiðja og listmunahús. Eigendur hennar eru hjónin Hildur Bolladóttir og Ófeigur Björnsson gidl- smiður og myndhöggvari. Húsið Skólavörðustígur 5 var byggt árið 1881 og er því eitt hundrað og ell- efu ára gamalt. Undanfarið ár hefur verið unnið að lagfæringum á því og umhverfi þess og leitast við að færa það til eldra horfs. í tilefni opnunarinnar verður efnt til myndlistarsýningar á verkum félaga Ófeigs sem störfuðu í Gallerí Gijót-hópn- um árið ’89. Myndlistarmennirnir eru: Jónína Guðnadóttir, Magnús Tómasson, Ófeigur Bjömsson, Páll Guðmundsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurður Þórir Sigurðsson, Þorbjörg Höskuldsdóttir og Örn Þorsteinsson. Fold DAGANA 21.-22. nóvember eru síð- ustu dagar sérstakrar kynningar á verkum Hafdísar Ólafsdóttur í Fold, listmunasölu, Austurstræti 3, Reykja- vík. Hafdís fæddist 1956. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla fs- lands 1975-1981 og lauk prófi úr kenn- ara- og grafíkdeild. Undanfarin ár hefur hún kennt við skólann. Hafdís hefur haldið einkasýningar meðal annars í Norræna húsinu og tekið þátt. í fjölda samsýninga innanlands og utan. Myndir eftir hana eru í opinberri eigu bæði hér heima og erlendis. í fréttatilkynningu segir að allar lii myndirnar séu til sölu. Opið er í Fold daglega kl. 11-18, nema á sunnudag kl. 14-18, meðan á kynningunni stendur. FEM-salurinn SÝNING á vatnslitamyndum Eyjólfs Einarssonar í FÍM-salnum laugardag- inn 21. nóvember kl. 14.00. Þetta er í fyrsta skipti sem Eyjólfur er ein- göngu með vatnslitamyndir á sýningu. Myndirnar eru allar unnar á þessu ári. Eyjólfur hefur haldið fjölda einkasýn- inga og tekið þátt í fjölmörgum einkasýn- ingum, bæði heima og erlendis. Verk hans eru víða í opinberri eigu. Sýningin er opin kl. 14-18 alla daga og henni lýkur sunnudaginn 13. desem- ber. Upplestur Gallerí Nýhöfn STEINÞÓR Jóhannsson Ijóðskáld og Daði Guðmundsson listmálari eru með útgáfuhátíð i tilefni af útgáfu ljóða- bókarinnar „Eigum við“ laugardag- inn 21. nóvember milli klukkan 16 og 18 í listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti i8. f fréttatilkynningu segir að ljóðskáldið muni lesa upp úr nýútkominni bók sinni á hátíðinni og í innri sal verði myndlýs- ingar Daða við ljóðin, ásamt ljóðabókum skáldsins til sýnis og sölu. Sýningin er opin á opnunartíma Ný- hafnar kl. 14-18 um helgar, kl. 12-18 virka daga. Lokað mánudaga. Sýningin stendur til 25. nóvember. Sólon Islandus Á LIÐNU vori fannst bunki af bréfum Jóhanns Jónssonar skálds uppi á háa- lofti norður á Húsavík. Bréf þessi skrifaði Jóhann til æskuvinar síns, séra Friðriks A. Friðrikssonar, á ár- unum 1912-25. Bréfin eru birt í bók- inni „Undarlegt er líf mitt“ sem bóka- útgáfan Vaka-Helgafell gefur út í dag. I tilefni af útkomu bókarinnar verður í fyrsta skipti lesið upp úr þeim á Sólon íslandus, nýopnuðu kaffihúsi og galleríi á homi Ingólfsstrætis og Bankastrætis, fimmtudaginn 19. nóvember kl. 17. I fréttatilkynningu segir að reynt verði að skapa þar svipaða stemmningu og ríkti á samkomum, sem Jóhann Jónsson las upp á úti í Múnchen á árum áður. í kynningu þá var hann kallaður „Der is- landische Meistersprecher" eða íslenski mælskumeistarinn. Auk þess sem lesið verður úr bréfunum mun Ingi Bogi Bogason bókmenntafræð- ingur fjalla um skáldið. Og Pétur Már Ólafsson útgáfustjóri mun segja frá til- urð bókarinnar. Þá verður leikin tónlist frá fyrstu áratugum aldarinnar. Bókmenntavakan í Sólon Islandus hefst kl. 17 á fímmtudag. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Fógetinn ÞÝÐENDAKVÖLD verður á háalofti Fógetans fimmtudagskvöldið 26. nóv- ember og hefst kl. 20.30. Eftirtaldir þýðendur lesa úr verkum sínum: Þorgeir Þorgeirsson, Vilborg Dagbjartsdóttir, Jón Hallur Stefánsson, Berglind Gunnarsdóttir, Gyrðir Elíasson og Ingibjörg Haraldsdóttir. Akureyri Fjáröflunarátak Gilfélagsins er þegar hafið og nær hápunkti sínum með Desembervöku, sem hefst í byij- un desember með myndlistarsýning- um og uppákomum. Átakinu er ætlað að fullgera gestavinnustofu, sýning- arsal fyrir ýmiskonar listsýningar og þjónustumiðstöð í Listagili. Gilfélagið er hópur áhugamanna sem vinna að uppbyggingu lista og menning- arstarfsemi í Grófargili á Akureyri. Fé- Iagið vinnur að því að koma á fót listsýn- ingarsal, gestavinnustofu og þjónustu- miðstöð og mun annast þann rekstur í framtíðinni. Þetta starf er nú langt kom- ið og af því tilefni er efnt til söfnunará- taks með það að markmiði að hefja megi starfsemi þegar á næsta ári. Myndlistarmenn landsins hafa sýnt starfí og uppbyggingu í Listagilinu ein- stakan stuðning og velvilja. A sýningu sem haldin verður í húsnæðinu er söfnun- arféð rennur til, verða sýnd og boðin til sölu um 90 listaverk sem Gilfélaginu hafa verið gefin af þessu tilefni. Meðan á sýningunni stendur verða ýmsar uppá- komur, svo sem tónlist, söngur, dans og upplestur. Þessi atriði verða auglýst síð- ar. 1 fréttatilkynningu segir: Meðan á átakinu stendur verður haft samband við fyrirtæki og einstaklinga með bón um liðveislu. Ýmsir kostir eru fyrir velunn- ara lista og menningar til að hjálpa Gilfé- laginu síðasta spölinn. Fyrir utan fjölda listaverka, sem kosta á bilinu 4.000- 150.000 krónur, eru seldar auglýsingar og styrktarlínur í sýningarskrá sem dreift verður í öll hús á Akureyri. Einnig er hægt að freista gæfunnar í listaverka- happdrætti. (----------------------------------------------\ C\ NORRÆNI * MENNINGARSJÓÐURINN veitir fé til norrænna samstarfsverkefna á sviði rannsókna, menntamála og menningar í breiðri merkingu þess orðs. Styrkir eru einnig veittir til samstarfs á alþjóðlegum vettvangi sem á sér það markmið að kynna norræna menningu og menn- ingarstefnu. Fé er fyrst og fremst veitt til tímabundinna verk- efna með breiðri norrænni þátttöku, þar sem að minnsta kosti þrjú lönd eiga hlut að máli. Með styrkveitingum óskar stjórn sjóðsins að stuðla að • aukinni þátttöku almennings í norrænu menn- ingarsamstarfi, • þróun menningarlífs á Norðurlöndum, • nýsköpun, tilraunastarfi og þverfaglegu sam- starfi. Sjóðsstjórnin leggur sérstaka áherslu á • samstarfsverkefni fyrir og með börnum og unglingum, sérstaklega þar sem lögð er áhersla á beina þátttöku þessa hóps, • menningarmiðlun Norðurlandanna á milli, þ.á m. stærri sýningar, • samstarfsverkefni sem stuðla að auknum málskilningi á Norðurlöndum, . • samnorrænt menningarstarf sem dregur úr tortryggni gagnvart útlendingum og kynþátta- hatri. Umsóknareyðublöð með leiðbeiningum og frekari upplýsingum um styrkveitingar sjóðsins fást hjá Norræna menningarsjóðnum: Nordisk Kulturfond, Store Strandstræde 18, DK-1255 Kobenhavn K Sími: +45 33 11 47 11. eða Menntamálaráðuneytið, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Sími: 91-60 95 00. <______________________________________________> skáldið. Ólafur Haukur Símonarson býr til útgáfu æfiminningar afa síns, Guðjóns Símonarsonar, bók um út- gerð og sjómennsku sem nefnist Stormur strýkur vanga. Nína Björk Árnadóttir er með Ævintýrabókin um Alfreð Flóka og Gylfi Gröndal skrifar bókina, Ásgeir Ásgeirsson - ævisaga, sem er önnur bók Forlags- ins um íslenska.forseta. Óttar Guðmundsson læknir skoð- ar drykkjusiði íslendinga í 1.100 ár í bókinni, Tíminn og tárið. Kristján Gislason rifjar upp ævintýri í lax- veiðiám landsins í Áin niðar. Guðrún Finnbogadóttir þýðir bækurnar Seld, sanna sögu um konu í ánauð sem er þýdd á öll Evrópumál um þessar mundir, og Lífið framundan, sem hlotið hefur frönsku Goncourt-verð- launin. Og Veðraþytur er 3. bindi í sagnabálki Doris Lessing um Mörtu Quest. í ljósmyndabókinni íslandslag er Sigurgeir Siguijónsson á bak við myndavélina, Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands skrifar formála og Sigurður Stéindórsson jarðfræðing- ur lýsir landi og staðháttum. Og fimm frumsamdar barnabækur eru komnar út eftir þau Sigrúnu Eld- járn, Þórarinn Eldjárn, Gylfa Gísla- son og Trýggva Olafsson. HÖRPUÚTGÁFAN Ljóðasafn Vilhjálms frá Skáholti Hörpuútgáfan sendir frá sér 14 nýjar bækur á þessu ári og tvær endurprentanir. Helgi Sæmundsson sér um að búa heildarljóðasafn Vil- hjálms frá Skáholti til prentunar og ritar inngang um ævi og sérstöðu skáldsins. Ljóðasafnið nefnist Rósir í mjöll. Gimsteinar er annað Ijóðasafn 16 höfunda sem gáfu bækur sínar út á árunum 1918-1944. Ólafur Haukur Árnason valdi ljóðin og bjó til prent- unar. Allsherjargoðinn nefnist ævisaga Sveinbjörns Beinteinssonar allsheij- argoða, skálds, bónda og kvæða- manns, sem Berglind Gunnarsdóttir vann að ásamt Sveinbirni. Enn hlær þingheimur er önnur bók eftir Árna Johnsen og Sigmund Jóhannsson um gamanmál og skopmyndir af stjórn- málamönnum. Bókin Lífsgleði birtir viðtöl og frásagnir um ánægjulega og óvænta reynslu á efri árum; einnig góðar upplýsingar og leiðbeiningar fyrir eldri borgara. Þórir S. Guðbergsson skráði viðtöl og bjó bókina til prent- unar. Séra Bragi Skúlason, sjúkra- húsprestur er með bókina, Von, um sorg og sorgarviðbrögð. Bókin, Tendraðu ljós, birtir söngva og sög- ur Hrefnu Tynes, fyrrverandi skáta- höfðingja. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir sem stjórnaði spurningaþáttum fram- haldsskóla, hefur tekið saman 700 spurningar fyrir eldri sem yngri í bókinni, Gettu nú. Silungsveiði í Ameríku er ný bók eftir bandaríska rithöfundinn Richard Brautigan, sem Gyrðir Elíasson þýðir. Dagbók barnsins er ný íslensk minningabók sem nær til skólaaldurs, mynd- skreytt af Erlu Sigurðardóttur. Að auki koma út fjórar þýddar skáld- sögur. Fyrr á árinu kom út 80. prentun á Passíusálmum Hallgríms Péturs- sonar og 3. prentun á Gullkornum dagsins sem eru fleyg orð og erindi. ÆSKAN Öll börn fædd 1983 fá bók Útgáfan gefur út sjö titla á þessu ári og í tilefni af 95 ára afmæli Æskunnar, fá öll börn sem fædd eru 1983 senda bókina „Við erum heppnir við Víðir." Eðvar Ingólfsson er með viðtals- bókina Lífssaga Ragga Bjarna, söngvara og spaugara. Vilhjálmur Hjálmarsson sendir frá sér bókina Blítt og strítt, 10 þætti úr Mjóafirði um ólík efni. Hrafnhildur Valgarðs- dóttir er með unglingabókina í heimavist. Fjórða bindi af Enn meira skólaskop sem kennararnir Jón Sig- uijónsson og Guðjón Ingi Eiríksson hafa safnað saman og eftir sömu höfunda er bókin Spurningakeppnin okkar. Einnig kemur út alþjóðleg verðlaunabók fyrir börn eftir Jane Goodall, sem ber heitið Bókin um simpansana, í þýðingu Guðna Kol- beinssonar. ÖRLAGIÐ Flugfiskur Örlagið gefur út skáldsöguna Flugfisk sem er fyrsta skáldsaga Berglindar Gunnarsdóttur. Hún hef- ur áður gefið út þijár ljóðabækur. Fyrr á árinu gaf Örlagið út 2. hefti í ritröðinni Smáprent Órlagsins með ljóðinu Skuggar eftir Jóhann Hjálmarsson. MÁL OG MENNING Nýtt heimspekirit Þorsteins Gylfasonar Mál og menning gefur út yfir 80 titla í haust, þar af um 48 barna- og unglingabækur. Ljóðabækurnar sex koma ekki allar út fyrir jól, en útgáfu verður dreift yfir veturinn með áskriftarkerfi. Fyrir jól koma út eftirtaldar bækur: Mold í skuggadal eftir Gyrði Elíasson; Klakabörnin eftir Lindu Vilhjálms- dóttur og Kristján Karlsson hefur annast útgáfu á Limrum Jóhanns S. Hannessonar. A vegum Heims- kringlu (háskólaforlags) kemur út heimspekiritið Tilraun um heiminn, eftir Þorstein Gylfason. Minninga- bók Thors Vilhjálmssonar, Raddir í garðinum, er komin út. Og Odyss- eifur I eftir James Jopyce í íslenskri þýðingu Sigurðar A. Magnússonar. íslenskar skáldsögur eru .tvær: Heimskra manna ráð eftir Einar Kárason og Svartir brúðarkjólar eft- ir Kristínu Ómarsdóttur sem ér fyrsta skáldsaga hennar. Einnig kemur út smásagnasafn Böðvars Guðmundssonar sem ber heitið Kynjasögur. Meðal fjölmargra bókmenntaþýð- inga má nefna nýjustu skáldsögu Isabel Allende sem ber heitið Sann- leikur allífsins í þýðingu Tómasar R. Einarssonar og Kveðjuvalsinn eftir Milan Kundera sem Friðrik Rafnar þýðir. Svonefndar stórbækur eru: Úrval Jóhannesar úr Kötlum og Þjóðskáld- in, úrval úr bókmenntum 19. aldar. Fimm ára vinna liggur að baki fyrsta bindi af íslenskri bókmennta- sögu en bindin verða fjögur. Rit- stjóri er Vésteinn Ólason. Inga Huld Hákonardóttir er með bókina „Fjarri hlýju hjónasængur - öðru vísi ís- landssaga" og fjallar þar um stóra- dóm og fleira sem tengist hjóna- bandsmálum fyrri alda. Einnig má nefna myndlistarbók um Kristján Davíðsson með texta eftir Aðalstein Ingólfsson. Jón Ormur Halldórsson skrifar um stjórnmál þriðja heimsins í bókinni Löndin í suðri. Meðal klassískra ís- lenskra bóka eru: Grágás, lagasafn íslenska þjóðveldisins, og Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara. Um 50 barnabækur koma út hjá Máli og menningu og meirihlutinn þýddar bækur. Af nýjum, íslenskum bókum má nefna unglingabókina, Milli vita eftir Þorstein Marelsson; Helgi Guðmundsson er með aðra bók sína um Markús Árelíus; Gunnar Helgason skrifar Goggi og Grjóni fyrir 7-10 ára börn; og Sögustund í samantekt Silju Áðalsteinsdóttur hefur að geyma 365 valda kafla úr íslenskum barnabókmenntum. ÖRN OG ÖRLYGUR Hjá Báru og Mamma, ég var kosinn Örn og Örlygur gefa út 15 titla. Ingólfur Margeirsson skráir endur- minningar Báru Sigurjónsdóttur kaupkonu, bók sem nefnist Hjá Báru. Guðmundur Einarsson, fyrr- verandi þingmaður skrifar bókina Mamma, ég var kosinn. Bókin er blanda af heimildarsögu um veröld stjórnmálamanna, en líka skáldsaga sem segir frá ungum manni er dett- ur óvænt inn á þing. í kröppum sjó nefnist bók Helga Hallvarðssonar skipherra Landhelg- isgæslunnar sem segir frá sægörp- um og svaðilförum. Atli Magnússon blaðamaður skráði. Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir er með bókina Islensk- ar lækningajurtir, söfnun þeirra, notkun og áhrif. Á annað hundrað litmyndir af jurtum prýða bókina sem auðvelda greiningu þeirra. Árni Matthíasson skrifar bókina Sykurmolarnir. Þar segir frá stofnun hljómsveitarinnar og ferill hennar er rakinn í máli og myndum allt fram til miðs nóvembers á þessu ári. Einn- ig má nefna bókina Fjörið blikar augum í 1.000 hestavísur í saman- tekt Alberts Jóhannssonar í Skóg- um. Og bókin, Grín er gott mál, er safn af skemmtisögum og bröndur- um sem Bjarni V. Bergmann og Guðjón Ingi Eiríksson tóku saman. Að auki koma út 6 þýddar barnabækur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.