Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Hvatí tíl framkvæmda Islendingar eru ekki einir þjóða, að beijast við efna- hagssamdrátt og vaxandi at- vinnuleysi. Langt frá því. Flest- ar þjóðir Vesturlanda eiga við sama vandamál að stríða og er svo reyndar víðast um heiminn. Efnahagskreppan sýnir ljóslega, hversu þjóðimar eru háðar hver annarri í verzlun og viðskiptum og það er helzta ástæðan fyrir þeim vonum, að nýkjörinn for- seti Bandaríkjanna geti hleypt nýju lífí í efnahag landsins og þar með haft jákvæð áhrif á þróun heimsviðskipta almennt. Hins sama er vænzt af undirrit- un nýs GATT-samkomulags, sem talið er verða mikil lyfti- stöng fyrir öll alþjóðaviðskipti og hvati til hagvaxtar. í Evrópu er einnig horft sérStaklega til stofnunar Evrópsks efnahags- svæðis sem slíks hagvaxtar- hvata og reyndar þróunar innri markaðar Evrópubandalagsins. Ríkisstjómir margra Evrópu- landa kljást nú við efnahags- samdráttinn og atvinnuleyslð og leita leiða til að blása nýju lífí í atvinnustarfsemina. Sums staðar eru vandamálin svo erfið viðfangs, að leitað hefur verið eins konar þjóðarsáttar um nauðsynlegar aðgerðir. Er þar skemmst að minnast samkomu- lags stjórnar og stjórnarand- stöðu í Svíþjóð og í Þýzkalandi fara fram viðræður helztu stjómmálaafla um stefnumótun næstu ára í efnahags- og ríkis- íjármálum. Mestu máli skiptir um at- vinnuþróunina, að atvinnufyrir- tækin hafí styrk og áræði til að hefja nýja framfarasókn, því þau halda að sér höndum og bíða átekta með áætlanir sínar, þar til merki sjást um nýtt hagvaxt- arskeið. Traust forráðamanna atvinnufyrirtækjanna á áætlun- um stjómvalda í efnahags- og ríkisíjármálum geta ráðið úrslit- um um framvinduna. Dæmi um tilraunir stjómvalda til að öðlast slíkt traust er útgjaldaáætlun brezku ríkisstjómarinnar fyrir næsta ár. í stefnumörkun fjár- málaráðherrans er gert ráð fyr- ir, að útgjöldin aukist óveralega, þrátt fyrir kröfur um stóraukin ríkisútgjöld til að hleypa nýjum krafti í atvinnulífíð. Slíkar að- gerðir ykju hins vegar mjög á hættuna á verðbólguskriðu. í staðinn tilkynnti fjármálaráð- herrann tilflutning fjármuna. Fé verður flutt frá almennri eyðslu til nýrra fjárfestinga, t.d. vega- gerðar og jámbrautafram- kvæmda, svo og verður stuðlað að því sama hjá sveitarfélögum. Þetta er fyrst og fremst gert til að skapa ný störf. En brezki fjármálaráðherrann boðaði einnig aðgerðir til að hvetja einkafyrirtækin til auk- inna fjárfestinga og fram- kvæmda. Þeim verða boðnar tímabundnar skattaívilnanir í því skyni. Hið sama áformar Clinton, nýkjörinn Bandaríkja- forseti, að gera. Þetta leiðir hugann að því, hvort íslenzk stjómvöld, jafnt ríki sem sveitar- félög, geti gripið til svipaðra aðgerða til að vinna gegn at- vinnuleysinu. Vafalaust em mörg fyrirtæki með ráðagerðir á pijónunum um nýjar fjárfest- ingar og framkvæmdir þegar betur árar. Hvati af hálfu ríkis og sveitarfélaga gæti orðið til þess að fyrirtækin flýttu áætlun- um sínum. Þar með sköpuðust ný störf og aukin umsvif hefðu jákvæð áhrif á efnahagslífíð al- mennt. Morgunblaðið hefur skýrt frá samkomulagi Reykjavíkurborg- ar og Eimskipafélags íslands um nýtingu á lóð fyrirtækisins við Borgartún. Þar er ráðgert að rísi 200 íbúða byggð, auk bygginga fyrir atvinnuhúsnæði. Samkomulagið gerir ráð fyrir, að framkvæmdir geti hafízt í fyrsta lagi vorið 1994. Hér er greinilega um stórverkefni að ræða á íslenzkan mælikvarða og vafalaust mun fjöldi manna fá atvinnu við þessar fram- kvæmdir, bæði beint og óbeint. Spurningin er því sú, hvort opin- berir aðilar geti með einhveijum ráðum ýtt undir það, að verkefn- inu verði flýtt. Helzt þannig að vinna geti hafízt þegar á næsta ári, en þá er einmitt spáð að atvinnuleysið verði hvað mest. Eimskipafélagið er traust og öflugt fyrirtæki, sem vafalaust hefur bolmagn til að ráðast í þessar framkvæmdir, en þar sem flýting framkvæmda hefur trúlega aukinn kostnað í för með sér er líklegt, að fyrirtækið þurfi sérstakan hvata til þess. Og það sama á áreiðanlega við um fleiri fyrirtæki. Við núverandi að- stæður í efnahags- og atvinnu- málum er engin goðgá, þótt ríki og sveitarfélög ýti á eftir fram- kvæmdum með tímabundinni hvatningu til einkafyrirtækja til þess að leggja út í Q'árfestingar og framkvæmdir. í hvaða formi hún á að vera skal ósagt látið, enda geta aðstæður verið mis- munandi eftir sveitarfélögum, t.d. stig atvinnuleysis. Stjómvöld hafa áður gripið til ýmiss konar fyrirgreiðslu í efnahagssamdrætti til að hvetja fyrirtæki til fjárfestinga. í því sambandi má minna á, að í kreppunni 1967-1969 voru stofnaðar atvinnumálanefndir um allt land og ríki og sveitarfé- lög veittu þá fjölmörgum aðilum fyrirgreiðslu til uppbyggingar. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992 27 , LJósmynd/Halldór B. Nellet A þessari mynd, sem tekin var úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í gær, sjást bátarnir Heppinn og Vilborg við Búðir. Búið er að hífa Áma Þórðar- son upp úr Heppnum og verið að undirbúa björgun Þórðar Stefánssonar úr Vilborgu. 3 Við Arnarstapa slitnar Eiður aftan úr Gladda. Bárður, bátur sem þeir höfðu kallað sér til fylgdar, nær að bjarga Eiði. Gladdi fær í skrúfuna og Bárður dregur báða bátana til hafnar á Arnarstapa. 2 Heppin og Vilborgu ber af leið, Vilborg bilar og rekur bátana í átt að landi við Búðir. Mönnunum er bjargað í þyrtu Landhelgisgæslunnar á sjöunda .tímanum í gær. 1 Eiður bilar í gærmorgun og Heppinn verður olíulaus. Vilborg tekur Heppin í tog og er ferðinni heitið til Arnarstapa. Gladdi tekur síðar um daginn Eið í tog og er þeirra ferð einnig heitið til Arnarstapa. Fjórum smábátum hlekktist á við Arnarstapa og Búðir Bj örgim okkar er kraftaverki líkust - segir Þórður Stefánsson sem bjarg- að var í þyrlu Landhelgisgæslunnar FJÓRIR smábátar Ientu í erfiðleikum við Snæfellsnes í gær. Tveir bát- anna urðu vélarvana rétt utan við Búðir og bjargaði þyrla Landhelgis- gæslunnar mönnunum tveimur. Tveir aðrir bátar urðu vélarvana á þess- um slóðum og dró trillan Bárður þá til Arnarstapa. Litlu munaði að annan bátinn ræki upp í klettana utan við Amarstapa þegar Bárður náði honum. ana þá og þegar. Hann sagði að erf- Þórður Stefánsson t.v. og Ami Þórðarson. Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Þorkell Þyrluáhöfnin við TF-SIF, f.v. Halldór B. Nellet spilmaður, Magni Ósk- arsson sigmaður, Pétur Steinþórsson flugmaður og Páll Halldórsson flugstjóri. Þrír bátanna, Vilborg, Heppinn og Eiður, voru í samfloti á leið frá Pat- reksfírði til Akraness og Reykjavíkur. Gerðu þeir hlé á ferðinni suður af Snæfellsnesi til að Ieggja línu. Þar bilaði Eiður og síðar varð Heppinn olíulaus. Vilborg tók Heppin í tog og ætlaði að fara með hann til Amar- stapa til að fá olíu. Þeir fundu ekki Eið í fyrstu og ætluðu að taka hann í bakaleiðinni. Feðgar frá Akranesi eru á Vilborgu og Heppnum, Þórður Stefánsson og Árni Þórðarson. í sam- tali við Morgunblaðið í gær sagðist Þórður sem minnst vilja segja um hvað gerðist fyrr en eftir sjópróf, sagði aðeins að röð óhappa hefði valdið þessum erfiðleikum. „Sá rétt fram fyrir stefnið“ Þórður sagði að leiðindaveður hefði verið á þessum slóðum, það hefði gengið á með éljum öðru hveiju. Hann sagði að m.a. vegna bilunar í tækjum hefði hann tekið skakka stefnu og verið kominn inn á Búðavík þegar hann hélt sig vera kominn að Geltinum við Amarstapa. Þórður sagði að þegar vél Vilborgar stöðvaðist hefði þá borið hratt að landi. Þeir hefðu sett út ank- erin en ankeri Vilborgar slitnað og ankeri Heppins hélt ekki alveg og bátamir mjökuðust hægt að landi undan öldunni. Sagði hann að mikill sjór hefði verið og skyggni svo lélegt að hann hefði ekki séð nema rétt fram fyrir stefnið á bátnum. Þá hefði hann tvisvar orðið að fara út til að skafa snjó af rúðunum. Þórður sagðist hafa verið í sam- bandi við Reykjavík um talstöð allan tímann. Sagðist hann telja að þeir hafi yerið 50-70 metra frá fyrstu brimsköflunum þegar þyrla Landhelg- isgæslunnar kom og bjargaði þeim úr bátunum. Hann sagði að björgunin væri kraftaverki líkust. Élið hefði stytt upp og þyrlan komið yflr þá eins og hendi væri veifað og ákaflega vel hefði gengið að ná þeim upp í hana. Síðan hefði aftur komið él. Þórður sagði Ijóst að miðað við aðstæður hefðu engir aðrir möguleikar verið að ná þeim feðgum og þeir orðið að hí- rast í bátunum um nóttina með þá hættu yfirvofandi að reka upp í klett- itt hefði orðið fyrir þyrluflugmennina að fínna þá ef þeir hefðu ekki séð þá þegar skyndilega létti til. Þórður sagðist hafa verið orðinn blautur og kaldur þegar honum var bjargað í þyrluna en hefði jafnað sig fljótt þar. Hann sagðist vilja þakka þyrluáhöfninni, starfsmönnum á Reykjavíkurradíói og öðrum sem að- stoðuðu við björgunina. Vildi hann láta þess getið að þyrluáhöfnin hefði borið sig fagmannlega að við björgun- ina og sagði slæmt að þeir skyldu enn ekki hafa fengið stærri þyrlu. „Sáum bátana fyrir tilviljun“ Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- SIF, var á æfíngaflugi í Skeijafirði þegar kallið kom frá Tilkynninga- skyldunni klukkan 15.26 í gærdag. Hún þurfti að taka eldsneyti í Reykja- vík og hélt síðan strax af stað vestur. Páll Halldórsson flugstjóri sagði að þeir hefðu fengið boð um að bát væri að reka upp í kletta við Amarstapa í álandsvindi og væri stórhætta á ferð- um. Páll sagði að él hefðu verið á Faxaflóa og þeir orðið að fara kráku- stíga til að forðast þau. Þegar þeir voru að krækja fyrir él sá Halldór B. Nellet spilmaður bátana, sem reyndust vera tveir, fyrir tilviljun við Búðir, á allt öðrum stað en þeir áttu von á. Páll sagði að mennimir hefðu verið í hættu og ekki eftir neinu að bíða með að taka þá um borð. Sagði hann að haugasjór hefði verið á Flóan- um og mikil hreyfing á bátunum. Seinlegt hefði verið að hífa mennina upp en það gengið að óskum. Magni Óskarsson sigmaður seig niður í bát- ana og tók Þórð og Áma með sér upp í tveimur ferðum. Flugmaður á þyrl- unni með Páli var Pétur Steinþórsson. Lentu þeir með feðgana á Reykjavík- urflugvelli um klukkan 17. Þar tók Rannsóknarlögreglan við mönnunum til skýrslutöku um atburðinn. Páll sagði ljóst að ekki hefði mátt tæpara standa með þessa björgun og fátt um aðra björgunarmöguleika. Hann sagði þetta góða afmælisgjöf til þyrlunnar, en í gær voru einmitt liðin sjö ár frá því hún kom til landsins. „Ekki mátti tæpara standa“ Smábáturinn Gladdi frá Reykjavík tók Eið, sem er frá Grenivík, í tog og sigldi áleiðis til Amarstapa. Vegna ókunnugleika treystu þeir sér ekki til að sigla inn í höfnina við þær aðstæð- ur sem vom þarna í gær og fékk björg- unardeild Slysavamafélags íslands Bárð, 8 tonna trillu frá Amarstapa, til að fylgja þeim til hafnar. Pétur Pétursson skipstjóri á Bárði og skips- félagi hans fóm á móti bátunum og ætluðu að sigla með þeim inn. Pétur sagði að dálítið kröpp bára hefði verið á Stapavíkinni og um klukkan 20, þegar bátarnir áttu stutt eftir, hefði taugin á milli bátanna slitnað. Pétur sagðist hafa ákveðið að taka Eið í tog en gengið illa að finna hann vegna þess að báturinn var rafmagnslaus og þar með ljóslaus. Pétur og félagi hans leituðu Eið uppi með ljóskastara og sagði Pétur að þá hefði hann verið kominn ansi nálægt landi. Taldi hann að báturinn hefði verið innan við 100 metra frá klettunum þegar hann gat komið taug á milli og dregið hann frá. Sagði Pétur að Eið hefði rekið upp í þverhnípta klettana á nokkmm mínútum ef hann hefði ekki fundið hann. Gladdi ætlaði að fylgja þeim til hafnar en þá fékk hann taugina í skrúfuna og varð vélarvana. Bárður gat tekið hann í tog og tókst að draga báða bátana til hafnar á Amarstapa. Pétur sagði að það hefði verið erfítt, háfjara var og því gmnnt í höfninni auk þess sem sunnankvika var og hliðarvindur. Yfír gengu dimm él. Einn maður var á Eiði og Gladda. Hálfdán Henrysson deildarstjóri björgunardeildar Slysavamafélags ís- lands var í sambandi við bátana á meðan á þessu stóð. Hann sagði að félagar í björgunarsveitinni Elliða á Snæfellsnesi hefðu ekki séð Vilborgu og Heppin i gærkvöldi. Þeir vom fastir þegar Þórður og Ámi yfírgáfu þá. Hálfdán sagði að björgunarsveit- armennimir myndu líta til með þeim í dag. Þórður sagðist hafa gengið frá bátunum þannig að hægt yrði að draga þá út í dag ef veður skánaði. SÆNSKA KRONAN FELLUR UM 10% Gengisfelling-1 Noregi hefði strax áhrif á fiskmörkuðum okkar - segja Magnús Gunnarsson SÍF og Friðrik Pálsson SH FARI svo að Norðmenn felli gengi norsku krónunnar í kjöl- far sænsku gengisfellingarinnar mun það strax hafa áhrif á fisk- mörkuðum okkar um alla Evr- ópu. Þetta kemur fram í sam- tölum Morgunblaðsins við Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóra SÍF og Friðrik Pálsson forsljóra SH. Norðmenn eru höfuðkeppinautar okkar á þessum fiskmörkuðum og þeir selja afurðir sínar að mestu í norskum krónum. Bæði Magnús og Friðrik segja að reynslan sýni að við svona aðstæður áður hafi Norðmenn ekki notað tæki- færið til að hækka vöru sína á móti gengisfellingu. Því muni samkeppnisstaða íslenskra af- urða versna strax sem nemur stærð gengisfellingarinnar. Magnús Gunnarsson segir að það sé Ijóst að Norðmenn hafí fyr- ir sterkari stöðu á fiskmörkuðum þeim sem íslendingar keppa við þá í krafti þess að þeir hafí meiri físk að bjóða. „Það er einnig ljóst að íslensku fyrirtækin eru engan veginn í stakk búin til að mæta aukinni samkeppni af völdum gengisfalls norsku krónunnar við óbreyttar aðstæður," segir Magn- ús. „Gengisfelling norsku krónunar hefði því alvarleg áhrif fyrir út- flutningsgreinamar á öllum þeim mörkuðum sem við keppum við Norðmenn á.“ Friðrik Pálsson segir að áhrifin af hugsanlegri gengisfellingu norsku krónunnar færi að sjálf- sögðu eftir því hve gengið yrði fellt mikið. „En við getum ekki mætt slíkri gengisfellingu nema að annað hvort lækka verð okkar eða fella gengi krónunnar," segir Friðrik. „Og hvað verðlækkun varðar má nefna að gengisfall á öðrum myntum eins og pundsins hefur skert stöðu okkar.“ Friðrik telur afskaplega líklegt að Norðmenn myndu ekki nota tækifærið til að hækka verð sín á mörkuðunum í kjölfar gengislækk- unar enda hefði reynslan sýnt að slíkt gerðu þeir yfírleitt ekki. „Samkeppni þeirra við okkur yrði því skeinuhættari sem næmi geng- isfellingunni," segir Friðrik. Overuleg áhríf hér - segir Jóhannes Nordal seðlabankastjóri JÓHANNES Nordal seðlabanka- stjóri segir að gengisfall sænsku krónunnar hafi óveruleg bein áhrif hér á landi. Sænska krónan sé ekki það mikilvægur gjaldmiðill í utan- rikisviðskiptum eða innanríkis hér á landi. Hinsvegar gæti gætt óbeinna áhrifa að þvi marki að gengisfallið skapi óróa á gjaldeyris- mörkuðum ytra en erfitt sé að spá í þau mál i augnablikinu. „Sænska myntin hefur lítið vægi hér á landi, sérstaklega í útflutningi," segir Jóhannes Nordal. „En hvað óró- an á mörkuðunum varðar í kjölfar þessarar gengisfellingar er ómögulegt að spá um. Gengisfellingin er visst sálrænt áfall." Aðspurður um hver áhrifin yrðu ef viðbættist gengisfall norsku krónunn- ar eins og spáð heffur verið segir Jóhannes að bein áhrif slíkrar gengis- fellingar yrðu heldur ekki mikil en óbein þess mun meiri þar sem Norð- menn eru einir af okkar aðalkeppi- nautum í sjávarútvegi. „Norðmenn eru hinsvegar í mun sterkari stöðu en Svíar til að veija gjaldmiðil sinn,“ segir Jóhannes. „Og samkvæmt upp- lýsingum sem við höfum fengið frá Noregsbanka stendur ekki til að fella gengið núna.“ AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Ná aðilar vinnu- markaðarins saman í dag? Reynt til þrautar með eða án stjómvalda TIL ÚRSLITA kann að draga í dag um það hvort aðilum vinnu- markaðarins tekst að ná saman um þá tillögugerð sem hefur verið í vinnslu hjá þeim, til lausnar efnahags- og atvinnuvanda þeim sem nú blasir við. í gær var ekki Ijóst hvort ríkisstjórnin eða aðilar á hennar vegum yrðu með í þessari úrslitatilraun VSÍ og ASÍ, sem gerð er nú, áður en þing Alþýðusambands íslands hefst á Akureyri á mánudag. Ljóst var þó að fulltrúar beggja aðila töldu að reyna bæri til þrautar í dag að ná saman um tillögur, alveg burtséð frá því hvort ríkisstjórnin tæki þátt í því starfi eða ekki. Fundur sem Davíð Oddsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra héldu í gærkveldi með Friðrik Sophussyni fíármálaráðherra og Jóni Sigurðssyni viðskiptaráð- herra kann þó að gefa vísbend- ingu um að ríkisstjómin hyggist taka fullan þátt í þessari úrslitatil- raun, því þegar líða tók á kvöldið voru Ásmundur Stefánsson, for- seti Alþýðusambands íslands, og Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, boðaðir til fundar- ins. Tíðindin af fíármálamörkuðum nágrannalandanna í gær gerðu það að verkum að fulltrúar vinnu- markaðarins sögðust i gær bíða með eftirvæntingu eftir fregnum af því hvort Norðmönnum tækist að halda gengi norsku krónunnar óbreyttu, eftir að gengi þeirrar sænsku féll um tíu af hundraði í gær, þrátt fyrir róttækar ráðstaf- anir sænskra stjórnvalda til þess að standa vörð um gengi sænsku krónunnar og að létta álögum af fyrirtækjum. Talið er að ef norskum stjórn- völdum tekst ekki það ætlunar- verk að halda gengi norsku krón- unnar óbreyttu, séu miklar hremmingar framundan hjá ís- lenskum útflutningsgreinum, sem flytja jú út og keppa um sömu markaði og Norðmenn gera í Evr- ópu. Við fall norsku krónunnar myndi samkeppnisstaða útflutn- ingsgreina hér á landi versna til muna, og kæmi til með að hafa mun.alvarlegri áhrif á samkeppn- isstöðuna en verðfall breska pundsins hafði. Fjölmargir úr röð- um atvinnurekenda telja að mis- takist Norðmönnum, jafngildi það því að gengi íslensku krónunnar verði að falla. Þó benda menn á að norskur efnahagur standi traustum fótum og hafí mikið bakland og stuðning í olíuauði Norðmanna. Jafnframt sé vilji norskra stjórnvalda til þess að halda genginu óbreyttu ótvíræð- ur. Fundahöld voru flest með óformlegum hætti í gær og ekki ýkja árangursrík, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins. Einn formlegur fundur var þó haldinn með aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúum stjómarandstöðunnar í húsakynnum Alþýðusambands ís- lands í gær. Honum var lýst á þann veg að gagnlegar umræður hefðu farið fram og menn skipst á skoðunum. Aðilar vinnumarkaðarins telja að. forsætisráðherra hafí nú með öllu fallið frá þeirri hugmynd sinni, sem hann reifaði á ríkis- stjórnarfundi síðastliðið sunnu- dagskvöld, að hækka tekjuskatt allra tekjuskattsgreiðenda um lið- lega tvö prósentustig og bæta þannig sveitarfélögum þann tekjumissi sem þau verða fyrir, þegar aðstöðugjald verður afnum- ið. Aðilar vinnumarkaðarins munu hafa greint forsætisráðherra frá þeirri skoðun sinni, að slík aðgerð næði aldrei neinu fylgi meðal verkalýðshreyfíngarinnar og væri þannig vonlaus í framkvæmd. Raunar er það einnig skoðun aðila vinnumarkaðarins, eftir því sem næst verður komist, að borg- arstjórnarflokkur Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík þvælist mjög fyrir í þeirri tillögu- og samninga- gerð sem nú fer fram. Andstaða borgarstjómarflokksins við niður- fellingu aðstöðugjalds á fyrirtæki sé svo megn, að hún hafí bæði mikil og neikvæð áhrif á það starf sem nú er unnið. Telja aðilar vinnumarkaðarins að nú sé sá tími sem til stefnu er, til þess að ná lendingu í málinu, á þrotum. Svo kunni að fara að í dag muni ASÍ og VSÍ reyna að semja sameigin- legar tillögur til lausnar vandan- um, án þess að stjómarflokkamir eða fulltrúar þeirra verði aðilar að þeim samningum sem slíkum. Þó var ekki að heyra á viðmæl- endum Morgunblaðsins í gær úr röðum ASÍ og VSÍ að óskir stæðu til þess að upp úr samstarfi við fulltrúa stjórnarflokkanna slitn- aði. Miklu fremur mátti skilja orð þeirra á þann veg, að þar sem mikill áherslumunur væri á milli stjómarflokkanna um hvað gera bæri, hversu mikið og með hvaða hætti, væri vonlítið að Alþýðu- flokki og Sjálfstæðisflokki tækist á þeim tíma sem til stefnu væri, að samræma svo skoðanir sínar og sjónarmið, að ríkisstjómin gæti komið fram sem ein heild í þessu erfiða máli. Það em enn sem fyrr mál eins og fíármagnstekju- skattur og hátekjuskattur sem stjómarflokkamir hafa mismun- andi afstöðu til. Mikil vinna hefur farið fram á vegum stjórnarflokk- anna undanfama daga í þá veru að leita sameiginlegrar leiðar um hvernig brugðist skuli við vanda sjávarútvegsins, en enn er ekki fengin endanleg niðurstaða. Meta því aðilar vinnumarkaðar- ins stöðuna á þann veg, að ef ein- hver von eigi að vera til þess að þingflokkar stjómarflokkanna samþykki efnahagsráðstafana- pakka, verði það aðeins vegna breiðrar samstöðu í þjóðfélaginu um aðgerðir og vegna utanaðkom- andi þrýstings frá atvinnulífinu og verkalýðshreyfíngunni. Raunar vom aðilar vinnumark- aðarins, sem rætt var við í gær, mjög óvissir um það hvort þeim tækist í dag að ljúka tillögugerð sinni, eða nálgast niðurstöðu. Sögðu þó allir að ef norska krón- an héldi velli, væm þeir bjart- sýnni en ella. Ef hún félli, þýddi nú lítið að halda áfram að tala um óbreytt gengi íslensku krón- unnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.