Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992 Vátryggingafélagið og sam- gönguráðuneytið á villigötum eftir Albert Jensen Viljirðu kynnast hluta af ís- lenskri menningar og hetjusögu, skaltu lesa um gömlu póstferðimar. Þar segir frá, er farið var með póst milli Q'arða, yfir heiðar, eyðidali og sjávarmegin undir snarbröttum hlíðum. Menn ýmist báru farangur- inn, notuðu báta eða hesta, allt eft- ir aðstæðum. Á vetrum voru póstferðir í öllum tilfellum þrekraun og þá eins og nú, voru snjóflóðin hættulegust. En þessir æðrulausu kjarkmenn, sem sáu um að flytja póst, gerðu ein- angrun afskekldra staða bærilegri. En það er ekki síður hættuiegt og nauðsynlegt að ferðast í hlíðum hárra íjalla nú, en þá, þó búið sé að sprengja farveg nútímatækni. Á vetmm verða margar leiðir kolófærar vegna snjóa, eins og heið- ar og dalir sem tengja saman byggðir. Allt eru þetta vegir, sem nánast lífsnauðsyn er að halda opnum. Ekki vegur lítið t.d. læknishjálp og hjúkrun, á þá nauðsyn. Það er því ekki lítil ábyrgð sem lögð er þeim á herðar er halda skulu leiðum þess- um opnum í hvaða veðri og færð sem er. Ég hef undrast kjark og dugnað þessara fómfúsu moksturs- manna, við að greiða leið manna til öryggis og betra lífs. Maður getur vart ímyndað sér, hvemig er að vera einn, fjarri byggð í slæmu veðri á stóru og þunglamalegu ruðningstæki við þær aðstæður sem þessum mönnum er gert að vinna. Vegir í hlíðum snarbrattra flaila, jafnvel í sjó fram, er þeirra starfs- vettvangur, þar sem stórgrýti, aur eða snjóflóð, geta hrifíð stærstu tæki fram af, niður stórgrýtta hlíð og út í sjó. Kaldur janúardagur. Vegurinn milli Hnífsdals og Isa- fjarðar þakinn þykkum snjó, skyggni slæmt eins og oft, vegna snjófoks úr hlíðinni, en verst af öllu, hin sífellt óútreiknanlega snjóflóða- hætta. Við slíkar aðstæður var Jak- ob Þorsteinsson að vinna 27. janúar 1990 er snjóruðningstæki sem hann stjórnaði varð fýrir snjóflóði á Hnífsdalsvegi, sem hreif tæki og mann nálægt 30 metra niður í fjöru, þar sem snjóruðningsbíllinn endaði ferðina á hliðinni, kaffærður í sjó. Á leiðinni niður, missti Jakob með- vitund, en rankaði við sér í ísköldum sjónum og svartamyrkri, því snjór úr flóðinu var yfír bíinum, en öldur skoluðu snjónum burt svo hann sá hvemig komið var. Það hafði losnað um hliðarrúðu og gat hann slegið hana úr um leið og sjó fyilti húsið. Blautur og illa búinn, komst Jakob til Hnífsdals, en það voru nokkrir kílómetrar í frosti og snjófjúki. Mið- að við meiðsli Jakobs og aðstæður „Það ætti því að vera umhugsunarefni starfs- mönnum vegagerðar ríkisins, hvort trygg- ingar þeirra hafí nokk- urt gildi.“ allar, kulda, vosbúð, veðurlag o.s.frv. er kraftaverki líkast, að hann skuli vera lifandi. Það má með öðm, þakka nákvæmlega réttum ákvarðanatökum hans allan tímann. Jakob er nú skyndilega orðinn 30% öryrki og gerir kröfur á vinnu- veitanda sinn um bætur. En þá kemur í ljós, hvað valdhafar vega- gerðar og snjómoksturs, hafa lítinn skilning á þeim vandamálum og hættum sem við er að glíma í þess- ari vinnu. Reykjavík, þaðan sem setulið þetta, án ábyrgðar í þægi- legheitum, á notalegu kaupi, fjar- stýrir oft, án staðlegrar þekkingar, verkstjómm fjarlægra staða. Af hálfu vegagerðar ríkisins, sem er vinnuveitandi Jakobs, er lýst ábyrgð á Vátryggingafélagið, en það fírri sig ábyrgð á þeirri for- sendu að um náttúruhamfarir hafi verið að ræða. (En hvað, ef tækið hefði fokið útaf, em það ekki nátt- úruhamfarir?). Nú kem ég að væm- kærð og áhugaleysi setuliðsins í RVK um öryggi og velferð starfs- manna sinna á landsbyggðinni. Er hugsanlegt, að vegagerð hafí svo vita gagnslausa menn í svoköll- uðum ábyrgða- og yfirmannastöð- um, að þeim sé ekki treystandi til að gera ömgga samninga við trygg- ingar. Em þeir svo vanhæfír að vita ekki að snjóflóð era nokkuð, sem aldrei er hægt að vita fyrirfram um, með fullri vissu, og það em þau sem mokstursmönnum stafar fyrst og fremst hætta af, og því þurfti sérstaklega að hafa þau í samningum, svo tryggingafélögun- um gefíst ekki færi á að skjóta sér á bak við smáa letrið með ómerki- legum hártogunum. Ef trygging sú, er vinnuveitandi kaupir mönnum sínum heldur ekki, er hann ábyrgur. En ef Vátrygg- ingafélagið kemst með brögðum hjá að greiða Jakobi, þá hefur trygging verið seld vegagerð á fölskum for- sendum. Vegagerðin getur því sagt upp öllum tryggingum af þessu tagi og krafíst endurgreiðslna iðgjalda aftur í tímann. Menn sem vinna jafn hættuleg störf fyrir almenning og Jakob gerir, vita af hættunni en vinna af æðraleysi þrátt fyrir það og í þeirri trú, að þeir geti treyst vinnuveitanda sínum. Vegagerð og Vátryggingafélag eiga að sjá sóma sinn í því, að standa undanbragða- laust við skuldbindingar sínar gagn- AJbert Jensen vart þessum mönnum, sem daglega hætta lífí sínu við skyldustörf og em gmnlausir um að reynt verði að gera þá tortryggilega, ef þeir slasast, eða deyja af slysfömm. Að athuguðu máli má ætla, að hefði slysið valdið dauða, hefði ekkjan tæpast fengið fyrir jarðarför mannsins. Það ætti því að vera umhugsunarefni starfsmönnum vegagerðar ríkisins, hvort trygging- ar þeirra hafi nokkurt gildi. Undanfarið hefur dómgreind lög- fræðinga vakið meiri eftirtekt en oft áður, aðallega fyrir hvað hinir brotlegu sleppa vel. Ég vona, að þó lögfræðingamir vinni fyrir vold- uga aðila, láti þeir ekki skerða dóm- greind sína. Höfundur er byggingameiatari. Flestir íslendingar 10 til 50 ára hafa fengið Nýja testa- mentið frá Gídeonfélögum eftír Sigurbjöm Þorkelsson Á haustin gengur jafnan mikið á í starfsemi Gídeonfélagsins á ís- landi. Haustið er sá tími sem við notum til þess að heimsækja gmnn- skóla landsins, um 200 að tölu, eða alla skóla sem hafa 10 ára böm eða nemendur 5. bekkjar til þess að gefa þeim eintak af Nýja testament- inu. Að hausti 1992 loknu ættu flestir íslendingar á aldrinum 10 til 50 ára að hafa fengið Nýja testa- mentið að gjöf frá Gídeonfélögum. Það er því orðinn stór hópur lands- manna sem man eftir komu Gídeon- félaga í þeirra skóla til þess að gefa Nýja testamentið. Úthlutun Nýja testamentis til bama hófst árið 1954, en þá hafði Gídeonfélagið verið starfandi hér á landi í níu ár eða frá 1945. Fyrstu árin vora það 12 ára böm sem fengu Nýja testamentið, en síðan var ald- við erum vandlát m. tk ...alltafþegar # co Vá m K0MIÐ 0G DftNSlÐ! iRÐU LÉTTA DANSSVEIFLU Á TVEIM DÖGUMt Næstu námskeið 28. og 29. nóv. '92 Áhugahópur um almenna dansþátttöku á Islandi §620700 H 20010 eða 21618 hringdu núna urinn færður niður í 11 ár og nú hin síðustu ár niður í 10 ára. Var það m.a. gert að beiðni skólayfír- valda svo mögulegt væri að not- færa sér bókina í einhveijum tilfell- um við kennslu. Nýja testamentið Nýja testamentið er eins og flest- um mun kunnugt hluti af Biblí- unni. Nýja testamentið er ekki fyrir- ferðarmikil bók, en hefur samt að geyma verðmæti, sem enginn mað- ur má vera án. Innihald Nýja testa- mentisins er það mikilvægasta sem Gideonfélagar hafa kynnst og vilj- um við með því að gefa landsmönn- um þessa litlu bók koma því til leið- ar að sem flestir kynnist verðmæt- um bókarinnar, sem þó verður aldr- ei metin til fjár. Nýja testamentið hefur að geyma lifandi orð Guðs, sem mun vara að eilífu. Jesús sagði: „Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða.“ (Lúkas 21:33.) Nýja testamentið segir okkur m.a. sannleikann um okkur sjálf, en hann má fínna t.d. í 3. kafla Rómveijabréfsins. En það sem dýr- mætast er þá segir Nýja testament- ið okkur sannleikann um Guð föð- Sigurbjöm Þorkelsson „Nýja testamentið eða Biblían hefur orðið mörgum til blessunar, hjálpar og styrktar í hinum margvíslegustu aðstæðum lífsins. “ ur, skapara okkar. „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafí eilíft líf.“ (Jóh. 3:16.) Þetta vers kallaði Marteinn Luther „Litlu Biblíuna" vegna þess að í þessum orðum felst kjami Biblíunnar. Gídeonfélagið Gídeonfélagið er alþjóðasamtök, stofnuð Í Bandríkjunum árið 1899. Fyrsta Gídeonfélagið á íslandi var stofnað árið 1945, en ísland er þriðja landið þar sem Gídeonfélag var stofnað. Gídeonfélagar era allir meðlimir kristinnar kirkju og má segja að félagið starfí sem framlengdur ann- ar armur hennar. Auk þess að gefa 10 ára bömum Nýja testamentið hafa félagsmenn komið Biblíunni eða Nýja testamentinu fyrir á hótel- herbergjum, við sjúkrarúm, við rúm aldraðra, sem dvelja á dvalarheimil- um, í fangaklefa auk þess að gefa bókina hjúkranarfólki. Gídeon er nafn á manni sem sagt er frá í 6. og 7. kafla Dómarabók- arinnar í Gamla testamentinu. Þar er sagt frá manni sem hét Gídeon og hlýðnaðist kalli Guðs er Guð vildi senda hann í ákveðin verkefni. Gídeonfélagið á íslandi starfar nú í 14 félagsdeildum. Að lokum Nýja testamentið eða Biblían hefur orðið mörgum til blessunar, hjálpar og styrktar í hinum marg- víslegustu aðstæðum lífsins. Um leið og Gídeonfélagar þakka lands- mönnum móttökumar í gegnum árin viljum við hvetja fólk til lestrar í Orðinu reglulega svo það mætti verða sem lampi fóta okkar og ljós á lífsleið okkar. Megi Guð halda áfram að blessa íslenska þjóð. Höfundur er framkvæmdastjóri Gídeonfélagsina á íslandi. Vélstj órafélagið mótmælir hug- myndum um tvö skattþrep MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Vél- stjórafélagi íslands: „Almennur félagsfundur Vél- stjórafélags íslands, haldinn á Ak- ureyri 18. nóvember 1992, mótmæl- ir öllum hugmyndum um að ijár- munir séu fluttir frá launafólki til vel stæðra fyrirtækja og fyrirtækja sem em það illa stödd efnahagslega að óraunhæft er að halda rekstri þeirra gangandi. Einnig mótmælir fundurinn framkomnum hugmyndum um tvö skattþrep og bendir á að með því væri fyrst og fremst verið að sækja fjármuni til launþega en ekki til þess hóps í þjóðfélaginu sem getur stöðu sinnar vegna skammtað sér skráð laun sjálfur og greiðir þess vegna aðeins skatta og skyldur af hluta launa sinna. Til þessa hóps ber að ná, áður en raunhæft er að hækka álögur á almennt launafólk. Þá skorar fundurinn á stjómvöld að grípa til hliðstæðra ráðstafana og aðrar Norðurlandaþjóðir hafa gert til þess að kauþskip á vegum Islendinga séu mönnuð íslending- um. Fundurinn telur eðlilegt að stutt sé við innlendan skipasmíðaiðnað með jöfnunartollum svo skipasmíð- ar og viðhald fari sem mest fram hérlendis." I * < i i í i i i ( ( < ( ( (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.