Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 40
MÓRriimftLAfím ^StimAniIR^Q^ÍNÓVRMRRR-ia^ 4Ö féik f fréttum að meta atriðið og fengu að heilsa upp á dýrið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Það voru leikarar frá EuroDisney skemmti- garðinum I Frakklandi sem túlkuðu Fríðu og dýrið. -SKEMMTANIR Fríða og dýríð heim- sóttu Island + ISambíóunum og Kringlunni laug- ardaginn 14. nóvember sl. átti sér stað skemmtileg uppákoma í tengslum við frumsýningu myndar- innar Fríða og dýrið. Aðalsöguhetjur myndarinnar komu í heimsókn til Islands og skemmtu börnum og full- orðnum. • Það voru leikarar frá EuroDisney skemmtigarðinum í Frakklandi sem komu og settu á svið atriði úr kvik- myndinni. Þetta vakti kátínu hjá_. gestum og gangandi enda búning- amir skemmtilegir og dýrið sérlega ábúðarmikið þegar það gnæfði yfir mannfjöldanum. Atriðið er tekið úr viðamikilli skemmtidagskrá sem sýnd er í EuroDisney og var ekkert til hennar sparað. Þess má geta að búningur dýrsins er metinn á hálfa milljón svo fátt eitt sé nefnt. JOLA -BASAR í safnaðarheimilinu, Laufásvegi 13 á morgun, 21. nóvember, kl. 14.00 Handunnir jólamunir, happdrætti (engin núll) Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík. MÁLAKUNNÁTTA Hraðinn gildir Franski leikarinn Gerard Dep- ardieu, sem fer með hlutverk Kristófers Kólumbusar í samnefndri og væntanlegri kvikmynd, er ekki í vafa um hvað reyndist honum erfiðast við tökurnar; að tala ensku. Depardieu er einn þekktasti og vin- sælasti leikari Frakka og hafði leik- ið í einni mynd vestan hafs. Þá fór hann með hlutverk Frakka í mála- myndahjónabandi með bandarískri konu í myndinni Green Card og átti hinn sterki franski hreimur því vel við. Annað var upp á teningnum þegar sæfarinn frækni var annars vegar, því ætlast var til þess að talandi hans væri næsta lipur. „Ég lá andvaka fyrstu næturnar og fór með það sem ég átti að segja, aftur og aftur án þess að gera minnstu tilraun til að skilja það,“ segir leik- arinn og þessi aðferð hans virðist Gérard Depardieu er ekki mikill málamaður. hafa heppnast. Gagnrýnendur eru á einu máli um að honum hafi tek- ist býsna vel upp. Depardieu var því ekki í vafa þegar bandaríska leikkonan Sigourney Weaver bað um góð ráð er hún var við tökur í Frakklandi. „Talaðu bara eins hratt og þú getur. Ef þú reynir að skilja það sem þú segir, hægir þú á tal- andanum og þá fer allt í vaskinn.“ Svo mörg voru þau orð. Sharon Stone og William Baldwin í myndinni „Sliver“. SESS Sljama Sharon Stone fer rísandi Bandarísku leikkonunni Sharon Stone hefur haldist vel á frægðinni sem hún hlaut fyrir hlut- verk sitt í spennumyndinni „Ógnar- eðli“, en það var þess eðlis að brugð- ið gat til beggja vona. En ungfrúin sýndi þar bæði þor og kunnáttu og nýtur nú góðs af því. Hún fékk mýgrút hlutverka að velja úr og varpaði fjölda þeirra frá sér. Ekki þó framhaldi á „Basic Instinct" þar sem mótleikari hennar, Michael Douglas, verður hins vegar fjarri góðu gamni. En til marks um sess þann sem Stone skipar nú er að nefna tilhög- un í nýjustu mynd hennar, spennu- myndinni „Sliver". Þar eru mótleik- ararnir þeir William Baldwin og Tom Berenger, báðir ríkulega metn- ir Hollywood-kappar og karlkyns að auki. Engu að síður er nafn Sharon Stone efst á stjörnulistanum í öllum kynningum. Og segir það mikla sögu, þvi yfirleitt eru það karlarnir sem þar tróna. Royal LYFTIDUFT Kökurnar verða góðar og fallegar þegar notuð eru full- komnustu hráefni í baksturinn. Morgunblaðið/Alfons í lok námskeiðsins var haldin heljarmikil danssýning. Hér er Jón Pétur í hópi yngstu nemendanna. KENNSLA Dansað í Olafsvík Fjölmennt dansnámskeið var haldið fyrir skömmu á Ólafs- vík. Kennararnir komu úr Reykja- vík, þau Kara Amgrímsdóttir og Jón Pétur, frá samnefndum dans- skóla en þau hafa kennt dans á Ólafsvík undanfarin sjö ár. Nem- endur urðu alls 168 talsins, þeir yngstu 4 ára. í lok danskennslunn- ar var haldin nemendasýning í fé- lagsheimilinu og var húsfyllir, um 450 manns. Sýndu nemendur og kennarar glæsileg tilþrif, enda Jón Pétur og Kara margfaldir Islands- meistarar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.