Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992 Morgnnblaðið og atvinnustefna eftir Sigmar Þormar Morgunblaðið hefur áhuga á nýj- um hugmyndum á sviði þjóðfélags- mála. Frjálshyggja, einkavæðing og tilraunir til að draga úr ríkisumsvif- um víða um lönd hafa ekki skilað okkur því draumaþjóðfélagi sem Milton Friedman lofaði. Efnahags- örðugleikar fara vaxandi í Banda- ríkjunum og Bretlandi, tilrauna- löndum markaðshyggju. Hjá þess- um þjóðum eru að koma upp þjóðfé- lagsvandamál sem fáa hefði órað fyrir. Fræðimenn á borð við Robert B. Reich og Kevin Philips hafa stungið uppá nýjum lausnum í heimalandi sínu Bandaríkjunum. Morgunblaðið hefur greint frá þess- um hugmyndum í leiðurum, Reykja- víkurbréfi og í tengslum við al- mennar fréttir. En þegar Morgunblaðið veltir fyrir sér hvort „samráð" í atvinnu- lífi sé betra en samkeppni þarf að- eins að staldra við. Rannsóknir á atvinnustefnu og félagslegu sam- ráði um uppbyggingu íslenskra efnahagslífsins hafa því miður verið vanræktar. Okkur skortir því þekk- ingu til þess að átta okkur á hvað hugtakið atvinnustefna (industrial policy) merkir í íslensku samhengi. Skoðum þetta nánar. Hvað er atvinnustefna? Atvinnustefna er mótun áætlun- ar eða stefnu tii uppbyggingar efna- hagslífs. Atvinnustefna felur í sér að gripið er inn í starfsemi markað- ar í þjóðfélögum þar sem. einka- rekstur og frjáls viðskipti eru þó meginregla. Oft gerist þetta vegna samstarfs ríkis, samtaka vinnu- markaðar og/eða Qármálastofnana. Atvinnustefna er ekki það sama og efnahagsaðgerðir ríkisstjómar. Með atvinnustefnu er tíðum verið að hugsa til lengri tíma, gerð er áætl- un um vöxt og uppbyggingu efna- hagslffs og litið svo á að þessi vöxt- ur sé til hagsbóta fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Stefna af þessu tagi tengist oft fjárfestingum í efna- hagslífi. Atvinnustefna er árangur sam- starfs aðila úr atvinnulífínu við rík- isvaldið. Helstu óvinir atvinnu- stefnu era öfgamenn til viiistri og hægri, þeir sem vilja hreinan ríkis- rekstur annars vegar og hinsvegar þeir sem halda að einkarekstur leysi allan vanda. Segja má að hér á áram áður hafi þeir fyrmefndu skemmt fyrir mótun skynsamlegrar atvinnustefnu á íslandi. Þessa dag- ana vinna öfgafullir frjálshyggju- menn tjón. Atvinnustefna á íslandi íslensk atvinnustefna hefur lítið verið rannsökuð sem slík. Er þetta þó kjörið viðfangsefni félags- og stjómmálafræðinga. Ánægjuleg undantekning frá þessu sinnuleysi er tímamótaverk dr. Gunnars Ág- ústs Gunnarssonar, stjómmála- fræðings, (Industrial Policy in Ice- land 1944-1974). Gunnar tekur fimm dæmi um mótun atvinnu- stefnu frá lokum stríðsins til 1974. Hann tekur fyrir starfsemi nýbygg- ingarráðs í stríðslok, fjárhagsráðs stuttu þar á eftir, nýtingu Marshall- aðstoðar, Framkvæmdabanka ís- lands og Stóriðjunefnd. Verk dr. Gunnars er allt hið vandaðasta og ætti að vera okkur fyrirmynd frek- ari rannsókna á þessu sviði. Sjávarútvegsdeild HA Við sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri era að hefjast rannsókn- ir sem ættu að nýtast í umræðunni um mótun atvinnustefnu hér á landi. Erfitt er að hugsa sér ís- lenska atvinnustefnu án þess að slík stefna taki sterklega tillit til hagsmuna sjávarútvegs. Ástæðan er einfaldlega umfanggreinarinnar, ekki síst í utanríkisviðskiptum þjóð- arinnar. „Samráð frekar en samkeppni í samskiptum við aðrar sjávarútvegs- þjóðir" nefnist athugun sem fór af stað sl. sumar. Sérstök áhersla er í þessari rannsókn á að kanna nýja samstarfsmöguleika íslands og Kanada á sjávarútvegssviðinu. Þró- un alþjóðviðskipta hefur gert þá hugmynd okkar íslendinga úrelta að Kanadamenn séu keppinautar í físksölu. Fjölmörg samráðsverkefni íslands og Kanada liggja fyrir en hefur lítið verið sinnt. Má þar nefna samstarf á sviði gæðamála, um- hverfismála og jafnvel sameiginleg- ar markaðssóknar með sjávarafurð- ir. Þá má nefna viðfangsefni tengt íslenskri atvinnusögu. Verið er að leggja grann að athugun á ákvarð- anatöku varðandi sjávarútvegsmál á áranum milli stríða. Á þeim tíma í fréttatilkynningu frá Félagi fósturforeldra segir að félagið sé ætlað þeim, sem hafi börn í varan- legu fóstri. Þegar séu um 50 manns í félaginu. „Vænzt er þátttöku nýrra félagsmanna á fundinum og era nýir fósturforeldrar hvattir til að koma,“ segir í tilkynningunni. „Félag sem þetta er mikilvægur vettvangur fyrir fósturforeldra að koma saman og ræða mál sín og styðja hvorir aðra. Upp úr því sprettur væntanlega málsvari fóst- urbama og fósturforeldra út á við. Meðal málefna sem nefnd hafa verið sem verkefni félagsins er rétt- Sigmar Þormar „Þó atvinnustefna feli í sér ákveðið samráð at- vinnulífs og ríkisvalds hafa fleiri hlutverki að gegna í uppbyggingar- starfinu. Þekking og fagleg vinnubrögð eru mikilvægir þættir í mótun slíkrar stefnu. Þörf er á fræðilegri vinnu, rannsóknum og ráðgjöf og vönduðu ky nningarstarfi. “ var m.a. stofnuð opinber nefnd, Fiskimálanefnd, sem tekur að sér að þróa hinn unga frystiiðnað lands- manna. Fiskimálanefnd gekk einnig hart fram í því að fá landsmenn til að taka aftur upp skreiðarverkun, en hún hafði lagst af sem vinnslu- grein hér á landi. í gegnum samráð hagsmunaaðila og ríkisvalds lögðu íslendingar granninn að fiskvinnslu og útflutn- ingskerfi sem útlendingar kalla „sveigjanlega fiskvinnslumöguleika Islendinga“. Þetta kerfí varð síðan grannurinn að lífskjarabyltingu og þróun til nútímaþjóðfélags á eftir- stríðsáram. Líkt og með hugtakið atvinnustefna vita fáir hvað sveigj- anlegir fiskvinnslumöguleikar yfir- leitt era. Mikið verk er því óunnið, bæði við rannsóknir og kynningu á mikilvægum þáttum í íslenskri at- vinnuþróun. Einkarekstur vill atvinnustefnu Atvinnustefna er ekki hugarfóst- ur háskólafólks. Samráð af þessu tagi tíðkast víða í efnahagslífí ná- grannalanda okkar. Erlendis kemur Stuðningur við atvinnustefnu ekki síst frá einkagreiranum. Ég man enn undrunarsvipinn á fundargestum Verslunarráðs ís- lands við málflutning Þjóðveijans Heinz Durr, framkvæmdastjóra fyr- arstaða fósturforeldra, t.d. hvað varðar forsjá barnanna. Einnig rétt- ur barnanna gagnvart fósturforeld- rum hvað varðar erfðir. Mikilvægi fræðslu hefur einnig verið rætt og mun félagið standa fyrir fræðslu- fundum og útgáfu fréttabréfs og væntanlega einnig stuðla að út- breiðslu fræðsluefnis." Aðalfundurinn hefst kl. 14 á sunnudaginn. Hann verður haldinn á 4. hæð Hafnarhússins við Tryggvagötu. Gengið er inn um austurinngang. Nánari upplýsingar um félagið er að fá hjá Þóru Steph- ensen og Ingu Sigurðardóttur. irtækisins AEG, hér fyrir nokkram áram. Hann átti að tala á morgun- verðarfundi Verslunarráðs um Evr- ópubandalagið og hagsmuni fyrir- tækja við samrana Evrópu. Heinz Durr vildi frekar tala um atvinnu- stefnu. Þessi merki maður, sem hafði á skömmum tíma endurreist stórfyr- irtæki, taldi samstarf atvinnurek- enda, verkalýðs og ríkisvalds við mótun samræmdrar langtímastefnu í efnahagsmálum vera mikilvæg- asta viðfangsefni framtíðarinnar. Atvinnustefna í einstaka Evrópu- löndum hefði gefist vel og þessi hugsun næði einnig til samstarfs Evrópuþjóða. Hann tók dæmi af smíði Airbus- þotunnar sem atvinnustefnu á sviði Evrópusamstarfs. Ákvörðunina um að hanna og smíða farþegaþotuna var ekki unnt að réttlæta útfrá hagnaðarsjónarmiði. Það var hins- vegar talið að almennur ávinningvr yrði af slíku stórverkefni fyrir efna- hagslífið í heild. Á grandvelli þessa var ákveðið að ráðast í smíðina. Þetta er dæmi um þá hugsun sem atvinnustefna byggir á. Bandarísku forseta- kosningarnar „Atvinnustefna er nauðsynleg, hún er að koma og hún verður áhrifalaus". Með þessum orðum var hagfræðingurinn Kevin Philips að lýsa aðstæðum í heimalandi sínu, Bandaríkjunum. Philips átti við að atvinnustefna þarfnast góðs undir- búnings og uppbyggingarstarfs í mörg ár áður en árangurs yrði vart. Fyrstu tilraunir til mótunar at- vinnustefnu í Bandaríkjunum munu mistakast að hans mati vegna þess hve jarðvegurinn er erfíður. Öfga- full fijálshyggja er einn versti óvin- ur atvinnustefnu, líkt og tekið var fram áður. Reagan/Bush-árin eiga því eftir að skilja eftir sig enn meiri eyðileggingu. Nýjar leiðir í atvinnumálum var eitt helsta átakamál forsetakosn- inganna í Bandaríkjunum. Atvinnu- stefnumenn urðu sífellt sterkari í herbúðum Clintons en Bush vildi ekkert með slíkt hafa. Nú þegar demókratar hafa unnið forsetaemb- ættið verður fróðlegt fyrir okkur íslendinga að fylgjast með þróun mála þar í landi. Endurreisn félagshyggju Umræðan um atvinnustefnu sem valkost í efnahagsmálum íslend- inga þarf að vera ábyrg. Þeir aðilar sem koma að málinu verða að gera sér grein fyrir að atvinnustefna felur í sér sérstaka hugsun. Mikill munur er á ríkisrekstri og fyrirgre- iðslupólitík í atvinnulífi annars veg- ar og hinsvegar samráði hagsmuna- aðila við ríkisvald, atvinnustefnu. Því miður skilja allt of fáir þennan mun. Mótun nýrrar atvinnustefnu á Islandi er eina færa leiðin til að mæta viðfangsefnum í íslenskum efnahagsmálum. Hér er um róttæka kröfu að ræða. Atvinnustefna boðar í raun „endurreisn félagshyggjunn- ar og aðra óvinsæla spádóma" en þetta er einmitt heitið á nýjustu bók Roberts Reich. Félagshyggja þessi er þó ærið ólík því sósíalismabrölti sem einkenndi gömlu félagshyggj- una. Þessi nýja félagshyggjuhugsun leggur m.a. áherslu á félagsleg við- fangsefni sem nýtast fijálsum einkarekstri. Þó atvinnustefna feli í sér ákveð- ið samráð atvinnulífs og ríkisvalds hafa fleiri hlutverki að gegna í upp- byggingarstarfinu. Þekking og fag- leg vinnubrögð era mikilvægír þættir í mótun slíkrar stefnu. Þörf er á fræðilegri vinnu, rannsóknum og ráðgjöf og vönduðu kynningar- starfi. Félagsvísindastofnun Háskóla íslands hefur gefið út ágætis inn- gangsrit um íslenska atvinnustefnu. Morgunblaðið hefur kynnt það áhugaverðasta í erlendum skrifum um þessi mál. Starfíð er hinsvegar aðeins rétt að byija. Spennandi við- fangsefni bíða á tímum mikillar óvissu í íslenskum efnahagsmálum. Höfundur er félagsfræðingur og kennir við sjávarútvcgsdeild Háskólans á Akureyri. Frábært úrval!! Hanskar og treflar í fjölbreyttum litum Samkvœmishanskar frá kr. 1.790,- Dömu- og herraleðurhanskar frá kr. 3.998,- Prjónahanskar frá kr. 598,- s^p;. ^ leöurtöskur Opið Iaugardag kl. 10 — 16 Laugavegl 80, sími 61 13 30 Aðalfundur Félags fósturforeldra FÉLAG fósturforeldra, sem stofnað var i vor, heldur fyrsta aðalfund sinn næstkomandi sunnudag, 22. nóvember. Kosið verður I fyrstu sfjóm félagsins og lög þess samþykkt. Á fundinum mun Þorgeir Magnússon sálfræðingur halda fyrirlestur um efnið „Tengslamyndun barna".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.