Morgunblaðið - 20.11.1992, Page 24

Morgunblaðið - 20.11.1992, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992 Borís Jeltsín heimsækir Suður-Kóreu Segir að Rússar kiuini að hætta kafbátasmí ði Seoul. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti er í þriggja daga opinberri heimsókn í Suður-Kóreu og afhenti í gær þarlendum yfirvöldum flugritana úr suður-kóresku farþegaþotunni sem sovésk herþota skaut niður árið 1983 með þeim afleiðingum að 269 manns létu lífið. Hann lét einnig svo ummælt að Rússar kynnu að hætta framleiðslu kafbáta. Reuter Borís Jeltsín, forseti Rússlands, og Roh Tae-woo, forseti Suður- Kóreu, skiptast á undirrituðum eintökum af samningi um aukna samvinnu ríkjanna. Jeltsín er fyrsti rússneski leiðtog- inn fyrr og síðar sem heimsækir Seoul. Jafnframt er þetta fyrsta ferð Jeltsíns til Asíulanda. Förin er fyrsta skrefið í þeirri viðleitni stjómvalda í Moskvu að laða til sín fjárfestingar frá Asíuríkjum. Borís Jeltsín kvaðst harma árás sovésku herþotunnar á suður-kór- esku farþegaþotuna og vera fullviss um að slíkt myndi ekki gerast aft- ur. Þá kvað hann rússnesk stjórn- völd ætla að minnka herafla sinn í Austurlöndum fjær til að stuðla að bættum samskiptum við Asíuríkin. „Ég tel að við hættum að framleiða kafbáta innan tveggja til þriggja ára,“ bætti hann við. Innanhússrannsókn fordæmir bandaríska utanríkisráðuneytið Leitiii í vegabréfaskrám Clintons sögð „svívirðileg“ Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. EFTIRLITSMAÐUR bandariska utanríkisráðuneytisins, Sherman M. Funk, fordæmdi á miðvikudag „svivirðilega“ tilraun starfsmanna ráðuneytisins til að koma höggi á næsta forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton, með því að gramsa í vegabréfsskrám hans meðan á kosningabaráttunni stóð. Funk kvaðst hins vegar ekki hafa fundið neitt, sem bæri því vitni að leitinni hefði verið stjórnað eða ýtt und- ir hana úr Hvita húsinu eða kosningaherbúðum Georges Bush, fráfar- andi forseta. Lawrence S. Eagleburger, settur utanríkisráðherra, baðst á miðviku- dagskvöld opinberlega afsökunar á því að „ráðuneytið hefði komið sér í þennan vanda“ og sagði að það hefði seilst inn á svið stjómmála, þar sem það ætti síst heima. Eagle- burger greindi frá því að hann hefði boðist til að segja af sér vegna þess að atvikið hefði átt sér stað eftir að hann tók við embættinu, en Bush hefði neitað að taka af- sagnarbeiðnina til greina. Funk sagði við blaðamenn að nokkrir aðstoðarmenn í utanríkis- ráðuneytinu hefðu hafið leit, sem var meiri að umfangi og nákvæmni og framfylgt af meiri hraða og háttsettari embættismönnum, en dæmi þekktust um. Hann bætti við að þeir, sem að leitinni stóðu, hefðu verið knúðir voninni um' að kippa fótunum undan Clinton og tryggja Bush endurkjör. Tilgangur leitarinnar var að komast að því hvort Clinton hefði haft í hyggju að taka sér annað ríkisfang í lok sjöunda áratugarins er hann hefði getað þurft að gegna herþjónustu í Yíetnam og þegar ekkert fannst um forsetaframbjóð- andann beindust augu hinna kapps- fullu embættismanna að skjölum um móður Clintons. Tveir embættismenn undir ámæli Funk sakaði eftir innanhússrann- sóknina tvo háttsetta embættis- menn um að hafa átt hlut að máli. Elizabeth M. Tamposi, aðstoðar- utanríkisráðherra um málefni sendiráða, var vikið úr starfi í síð- ustu viku eins og ýmsum öðrum embættismönnum, sem Bush skip- aði er hann tók við embætti. Munur- inn var aðeins sá að uppsögn Tam- posi tók gildi tafarlaust, en ekki við lok valdasetu Bush eins og venja er. Tamposi segir nú að aðstoðar- maður James Bakers, starfsmanna- stjóra forsetans, hafí beitt hana þrýstingi og hún hafí verið látin taka pokann sinn til þess að bjarga skinni annarra. Hinn embættismaðurinn er Stev- en K. Berry, aðstoðarutanríkisráð- herra um lög og rétt, sem nú hefur verið lækkaður í tign. Janet Mull- ins, aðstoðarmaður Bakers, er sögð hafa þrýst á Berry um að hraða rannsókninni. Mullins bar hins veg- ar af sér alla aðild að máli þessu er Funk yfírheyrði hana. Funk ræddi einnig.við Baker, sem kvaðst ekki hafa vitað af leitinni fyrr en daginn eftir að hún fór fram. „Grunur minn er sá að þeir hafí vitað af þessu á þeim tíma,“ sagði Funk er gengið var á hann um það hvort aðstoðarmenn forsetans hefðu vitað að leita átti í gögnum um Clinton í utanríkisráðuneytinu fyrir einum og hálfum mánuði. En Funk bætti við að munur væri á „aðild og vitneslqu". Demókratar, repúblikanar og fyrrum starfsmenn utanríkisráðu- neytisins hafa hlaðið Funk lofi fyrir frammistöðu hans í þessu máli. Þeir benda hins vegar á að rann- sókn Funks hafí beinst að utanríkis- ráðuneytinu og hlutverki þess í vegabréfsmálinu, en þáttur emb- ættis forsetans væri enn ókannað- ur. Þá má einnig spyija hvort vitn- eskja án aðgerða jafnist ekki á við þögult samþykki. Einn fréttaskýr- andi sagði að nú ætti Bush að láta fara fram rannsókn í sínum röðum til þess að komast til botns í mál- inu. Ekki er vitað á þessari stundu hvort demókratar á þingi hafa í hyggju að krefjast frekari rann- sóknar, en mál manna er að Baker og Bush séu svo sneyptir um þessar mundir að slíkt mundi jafnast á við að sparka í liggjandi menn. Fulltrúi samtaka íranskra sljómarandstæðiiiga Stjómarherrarnir í Teheran flytja út hryðiuverkastefnu SEX helstu flokkar stjórnarandstæðinga auk ýmissa hópa og einstak- linga í íran eru í Þjóðlega andspyrnuráðinu (NCRÍ), samtökum sem hafa það að markmiði að stjóm trúarofstækismanna múslima í Teher- an verði velt og efnt verði til frjálsra kosninga. Fulltrúi samtakanna á Norðurlöndum, Per Viz. S. Khazai, er staddur hér á Iandi til að kynna málstað þeirra og biðja um aðstoð íslendinga. Hann segir að mannréttindaglæpir og hryðjjuverk klerkastjórnarinnar beinist ekki einvörðungu gegn írönum og þjóðabrotum í landinu heldur allri heimsbyggðinni eins og ljóst sé meðal annars af dauðadómnum yfir Salman Rushdie, rithöfundi og breskum þegni. Biskupa- kirkjumenn stofni nýja kirkju AUKNAR líkur voru í gær á klofningi ensku biskupakirkj- unnar vegna þeirrar ákvörðun- ar hennar að heimila konum að taka prestvígslu. Rúmlega sjötugur biskup, Graham Leon- ard, sem var þriðji valdamesti biskup kirkjunnar áður en hann settist í helgan stein fyrir þrem- ur árum, hvatti óánægða bisk- upakirkjumenn til að stofna nýja' kirkju sem myndi heyra undir páfann í Róm en njóta mikillar sjálfstjómar líkt og kaþólsku alþjóðasamtökin Opus Dei. Sjö mánaða umsátri lokið BRESKIR hermenn á vegum Sameinuðu þjóðanna komu í gær með matvæla- og lyíja- birgðir til múslimska bæjarins Tuzla í norðurhluta Bosníu. Þetta er í fyrsta sinn sem Sam- einuðu þjóðimar koma birgðum til borgarinnar frá því Serbar hófu umsátur um hana fyrir sjö mánuðum. íbúar Tuzla em um 200.000 og mikill fögnuður var í borginni þegar hermennimir komu. Blóðbanka- hneyksli SIMON Upton, heilbrigðisráð- herra Nýja Sjálands, kann að verða sóttur til saka þar sem komið hefur í ljós að Iifrar- bólguveira var í blóði sem blæðarar fengu. Talið er að 70% af 350 blæðurum landsins hafí smitast af lifrarbólgu C vegna storknunarefnis sem notað er í blóðbönkum landsins. Lifrar- bólga C eykur hættuna á lifrar- krabbameini. Ný sljóm í Rúmeníu RÚMENAR fengu í gær nýja ríkisstjóm sem hyggst hægja á efnahagsumbótum og tryggja að þær valdi sem minnstri lífs- kjaraskerðingu. Stjómarand- staðan gagnrýndi Nicolae Vac- aroiu forsætisráðherra fyrir að velja nokkra ráðherra, sem gegndu mikilvægum embætt- um á valdatíma Nicolae Ceaus- escu, fyrrverandi einræðis- herra. Þrjú tonn af kókaíni finnast ÞRJÚ tonn af kókaíni fundust í gær í lítilli flugvél, sem áhöfn kanadískrar orrustuþotu neyddu til að lenda á afskekkt- um flugvelli í Quebec. Fjórir menn vom í flugvélinni, sem kom frá Suður-Ameríku, og vom handteknir. Kókaínfarm- urinn er metinn á milljarð kana- dískra dala (rúmlega 46 millj- arða ÍSK) og er þetta einn mesti kókaínfundur í sögu Kanada. Hitlerssýningn mótmælt YFIRVÖLD í Berlín mótmæltu í gær áformum borgaryfírvalda í Flórens á Ítalíu um að hafa málverk eftir Adolf Hitler til sýnis á Uffízi-safninu. „Þetta er óþolandi ögmn við góðan smekk og fómarlömb fasism- ans,“ sagði Ulrich Roloff-Mom- in, menningarmálaráðherra Berlínar, í bréfí til borgarstjóra Flórens, Giorgio Morales. Aðalstöðvar samtakanna em í París. Khazai, sem er Kúrdi að uppruna, var sendiherra írans í Stokkhólmi og Ósló en sagði af sér 1981, fékk pólitískt hæli í Noregi 1982 og síðar ríkisborgararétt. Hann segir byltinguna gegn keisar- anum 1979 hafa beinst gegn ein- ræði hans og harðstjórn, markmiðið hafí verið að lýðræði en ekki ein- ræði trúarofstækismanna tæki við. Ajatollah Khomeini erkiklerkur og stuðningsmenn hans hafí svikið byltinguna. Khazai var spurður hvort stjómvöld í Teheran hefðu mildað stefnu sína eftir að Hashemi Rafsanjani tók við forsetaembætti. „Þetta vildu nýju stjómendumir í fyrstu að yrði álit manna á Vestur- löndum. Þeir ætluðu að fá fjárhags- lega aðstoð frá alþjóðlegum lána- stofnunum. Reyndin er sú að þeir hafa enn hert tökin. Aftökum hefur íjölgað stórlega, sama er að segja um handtökur og pyntingar, þær hafa færst í vöxt. Allt er gert til að hræða fólk en stöðugt em nú skipulögð fjöldamótmæli þeirra sem fengið hafa nóg, á hveijum degi er skýrt frá mótmælum einhvers staðar í Iandinu. Mannréttindasam- tökin Amnesty Intemational hafa gefíð út skýrslur sem sanna að stjómarfarið hefur ekkert batnað. Dæmi vom um það á síðasta ári að konur voru grýttar til bana fyrir lauslæti, miðaldarefsingar vom þama sannanlega við lýði árið 1991! Það er engin von um að þessi stjóm bæti ráð sitt, þetta er fasistastjóm og það verður að steypa henni. A hveiju ári em samþykktar ályktanir hjá Sameinuðu þjóðunum þar sem framferði stjómvalda er fordæmt, meirihluti fulltrúa í báð- um deildum Bandaríkjaþings hefur lýst stuðningi við baráttu samtaka okkar, einnig fjölmargir stjómmála- leiðtogar í Evrópu og víðar. En við viljum að SÞ gangi lengra. Sjálfur starfaði ég sem lögfræði- legur ráðunautur hjá SÞ og ég tel að nú, þegar Sovétríkin og misnotað neitunarvald þeirra era góðu heilli úr sögunni, sé hægt að koma á þeirri gmndvallarreglu að ríkis- stjórnir séu ekki taldar löglegar nema þær séu lýðræðislega kjöm- ar. Við viljum að öryggisráðið lýsi klerkastjómina ólöglega. Allir ættu að skilja að stjórn sem iætur myrða japanskan þýðanda Sálma satans eftir Salman Rushdie, gera morðtil- raun við þýðandann á Ítalíu og neyðir stjómvöld á Norðurlöndum til að veita þýðendum þar lögreglu- vernd er ekki aðeins að misþyrma eigin þjóð. Hún er líka að flytja hryðjuverkastefnuna út til annarra landa. Áhrifín frá Teheran berast nú til annarra múslimalanda, þeirra á meðal Alsír og Jórdaníu. Teheran- stjórnin er í stríði við allt siðmennt- að samfélag á jörðunni. Samtök mín em í fremstu vamarlínu og þess vegna biðjum við ykkur og aðrar þjóðir um aðstoð, ekki ein- göngu í orði heldur einnig með fjárstuðningi". Mujahedin berst gegn kvennakúgun Khazai er spurður hvort öflug- asta hreyfingin í samtökunum, mujahedin-skæruliðamir, sem eru mjög virkir í íran, séu ofsatrúar-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.