Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992 Blaðamannafélag Islands 95 ára Tveir félagar heiðraðir fyrir 40 ára óslitið starf ELÍN Pálmadóttir, blaðamaður, og Matthías Johannessen, rit- stjóri, voru heiðruð fyrir 40 ára óslitið starf við biaðamennsku á 95 ára afmæli Blaðamannafélags íslands í gær. Elín tók við viður- kenningu sinni en Matthías var fjarstaddur. Jafnframt var skrifað undir samning um ritun og útgáfu sögu íslenskrar fjölmiðlunar, blaðamannatals og ágrips af sögu Blaðamannafélags tslands. Guð- jón Friðriksson, sagnfræðingur, ritar verkið og er gert ráð fyrir að það verði komið út á 100 ára afmæli Blaðamannafélagsins. Ið- unn sér um útgáfu verksins. Við stutta athöfn í Listasafni ASÍ sagði Lúðvík Geirsson, for- maður Blaðamannafélagsins, að stjóm félagsins hefði fyrir réttu ári samþykkt að hefja undirbúning að ritverkinu með því að skipa 6 manna afmælissögunefnd. Hana skipa Bjöm Vignir Sigurpálsson, Kári Jónasson, Sigurður Hreiðar, Siguijón Jóhannesson, Vilborg Harðardóttir og Þorbjöm Guð- mundsson. Lúðvík sagði að vinna sexmenn- inganna hefði skilað sér í samningi þeim sem undirritaður yrði að loknu ávarpinu og notaði tækifær- ið til að þakka nefndinni ágætt starf að undirbúningi málsins. „Á afmælum sem þessu hefur Blaða- mannafélagið einnig notað tæki- færið og heiðrað þá félaga sem náð hafa þeim merka áfanga að hafa starfað óslitið við blaða- mennsku í 40 ár. Að þessu sinni em það tveir góðir og gegnir fé- lagsmenn og starfsfélagar um ára- tugaskeið, þau Matthías Johannes- sen, ritstjóri, og Elín Pálmadóttir, blaðamaður. Bæði hafa þau gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Blaðamannafélagið á sínum starfsferli sem vert er að þakka af heilum hug,“ sagði Lúðvík með- al annars. Elín tók þá við viðurkenningu sinni og þakkaði þann mikla heiður sem hún sagði að sér væri sýndur, en Matthías var fjarstaddur at- höfnina. Áð lokum skrifuðu þeir Lúðvík Geirsson, Guðjón Friðriks- son sagnfræðingur, Þorbjöm Guð- mundsson úr ritnefnd og Sigurður Valgeirsson útgáfustjóri hjá Bóka- útgáfunni Iðunni undir samning um ritun og útgáfu sögu íslenskrar fjölmiðlunar, blaðamannatals og ágrips af sögu Blaðamannafélags- ins. VEÐUR / DAG kl. 12.00 Heimild: VeOurslofa ísiands (Byggl é veðurapé ki. 16.15 (gær) VEÐURHÖRFUR / MG, 2Ö. NÓVEMBER YFIRLIT: Á Grænlandshafi er 985 mb nærri kyrrstæð lægð sem grynnist. SPÁ: Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt. Él verða vestanlands, við suður- og austurströndina en víða verður léttskýjað annars staðar. Vægt frost verður við strendur en inn til landsins verður allt að 10 stiga frost. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGAi HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg breytileg ótt. Smáél austanlands, en snjókoma á annesjum suðvestanlands. Annars staðar að mestu úrkomu- laust. Frost 4-6 stig. HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Suðaustanátt, víðast fremur hæg. Snjókoma austan- og sunnanlands, en bjartviðri um norðvestan- og vestanvert iandið. Hiti frá tveggja stiga hita niður í eins stigs frost. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarstmi Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað V ^ Ý Skúrir Slydduél Él / / / * / * / / * / / / / / * / Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstigv 10° Hitastig V Súld = Þoka riig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30ígær) Flestir vegir á landinu eru nú færir en víða er talsverð hálka. Þannig er fært um Hellisheiði og Þrengsli. Vegir á Suðurlandi eru einnig færir og fært með ströndinni austur á Austfirði. Mosfellsheiði er fær en Gjá- bakkavegur ófær. Vegir eru einnig færir um Borgarfjörð, Snæfellsnes, Dalasýslu og um Barðastrandarsýslu til Patreksfjarðar og þaðan til Bíldu- dals, Þingeyrar og Isafjarðar. Vegurinn um Klettsháls í Austur-Barða- strandarsýslu er þó þungfær. Brattabrekka er fær. Fært er frá Bolungar- vík og Isafirði, um ísafjarðardjúp og Steingrímsfjarðaiheiði til Hólmavtk- ur og þaðan suður til Reykjavíkur. Vegir á Noröurlandi eru færir. Svo sem til Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Akureyrar og þaðan í Mývatnssveit og einnig með ströndinni til Vopnafjaröar. Vegir á Austfjöröum eru yfir- leitt færir og fært er um Vopnafjarðarheiöi og Hellisheiði eystri. Þung- fært er um Oddskarð og jeppafært um Möðrudalsöræfi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og á grænni línu 99-6315. Vegageröin. VEÐUR VIÐA UM HEIM ki. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +4 léttskýjað Reykjavlk +2 snjóél Bergen 6 skúr Heléinki 2 rigning Kaupmannahöfn 7 léttskýjað Narssarssuaq +21 heiðskírt Nuuk +9 hálfskýjað Ósló 3 rigning Stokkhólmur 2 skýjað Þórshöfn 3 rigning Algarve 18 heiðskirt Amsterdam 8 léttskýjað Barceiona 18 léttakýjsð Berlín 6 skýjað Chicago 4 rigning Feneyjar 10 heiðskírt Frankfurt 6 skúr Glasgow 6 hagtél Hamborg 6 skúr London 9 léttskýjað LosAngeles vantar Lúxemborg 7 skýjað Madríd 13 heiðskírt Malaga 20 heiðskirt Mallorca 19 léttskýjað Montreal +8 hálfskýjað NewYork 1 léttskýjað Orlando 18 skýjað París 11 skýjað Madeira 19 skýjað Róm 15 heiðskírt Vín 4 akýjað Washington 6 þokumóða Winnipeg +7 þokumóða MorgunDiadiö/Knstinn Elín Pálmadóttir, blaðamaður, tekur við viðurkenningu Blaðamanna- félags Islands af Lúðvík Geirssyni formanni félagsins. Hæstiréttur Samningi Þórðar frá Sæbóli og Kópavogs- kaupstaðar breytt HÆSTIRÉTTUR breytti í gær atriði í samningi Kópavogskaupstaðar og Þórðar heitins Þorsteinssonar á Sæbóli, konu hans og tengdasonar. í héraði var samningurinn ógiltur í heild sinni á grundvelli heilsu Þórðar þegar hann var gerður, en lokaniðurstaða málsins varð önnur. Með samningnum frá 1980 af- henti Þórður kaupstaðnum réttindi yfir erfðafestulandi sem hann hafði haft frá 1937 og tókst á hendur nokkrar aðrar skuldbindingar ásamt tengdasyni sínum, en í staðinn fengu ýmsir í fjölskyldu Þórðar leigulóðir með sérstökum kjörum frá kaup- staðnum. Fljótlega eftir samnings- gerðina kom upp óánægja í fjölskyldu Þórðar vegna skiptingar réttindanna innan hennar. Þórður sjálfur, kona hans og tengdadóttir höfðuðu dóms- mál til ógildingar samningnum, en tengdasonurinn höfðaði annað mál út af þessum viðskiptum. Héraðsdómurinn í Kópavogi dæmdi samninginn frá 1980 ógildan og byggðist niðurstaðan á heilsu Þórðar þegar hann var gerður. í Hæstarétti urðu úrslit með nokkuð öðrum hætti og var samningurinn dæmdur gildur nema um eitt ákvæði. í því sagði að tengdasonurinn skyldi fá fyölbýlishúsalóð án gatnagerðar- gjalds og raðhúsalóð. Dómurinn kvað upp úr um að ákvæðið skyldi breyt- ast þannig að réttindi samkvæmt lóðaúthlutun þessari rynnu að hálfu til dánarbús Þórðar og að hálfu til tengdasonarins. Niðurstaðan byggð- ist á ákvæði sem sett var í samninga- lög 1986 um að víkja megi samningi til hliðar í heild eða að hiuta ef talið yrði ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Málið dæmdu Guðrún Erlendsdótt- ir forseti Hæstaréttar, Garðar Gísla- son, Hjörtur Torfason, Þór Vilhjálms- son og Guðmundur Jónsson fyrrver- andi dómari við réttinn. ♦ ♦ ♦ Að sögn Ólínu Þorvarðardóttur, borgarfulltrúa Nýs vettvangs, hefur Framsóknarflokkurinn þegar gefíð afsvar um þátttöku í sameiginlegu framboði, en Kvennalistinn tók mál- inu hins vegar ekki ólíklega. Þar hefur þó ekki verið tekin afstaða til þess hvort ástæða sé til að ganga tii formlegra viðræðna um samstarf. Svar hefur ekki borizt frá Alþýðu- bandalaginu. Málið hefur ekki verið afgreitt í Alþýðuflokknum. Á aðalfundi full- trúaráðs Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík á miðvikudagskvöld lögðu sex fundarmenn fram tillögu undir liðnum „önnur mái“, um að Aiþýðu- flokkurinn skyldi bjóða fram í eigin nafni við næstu borgarstjómarkosn- Innbrot í Gerðaskóla Garði. BROTIST var inn í Gerðaskóla í fyrrinótt og var húsnæðið skemmt auk þess sem hlutum var stolið. Þjófarnir spenntu eða' spörkuðu upp hurðir og tóku m.a. tvær tölvur, myndbandsupptökuvél, tvo prentara, tvö ferðaútvarpstæki og tæki sem notað er við tungumálakennslu. Þá stálu þeir peningakassa með nokkur hundruð krónum. Að sögn Eiríks Hermannssonar, skólastjóra Gerðaskóla, er það ekki hvað síst gögnin sem voru inn á tölv- unum sem sárast er saknað. Meðal þess sem skráð var í tölvurnar var öll skráning nemenda og fleira sem langan tíma tekur að vinna upp. Arnór Borgarstjórnarkosningar Nýr vettvangnr vill viðræður við full- trúa minnihlutaflokka NÝR vettvangur hefur sent þeim flokkum, sem eiga fulltrúa í borgar- stjórn, öðrum en Sjálfstæðisflokknum, bréf þar sem óskað er viðræðna um sameiginlegt framboð fyrir næstu borgarstjómarkosningar sumar- ið 1994. ingar. Fyrsti flutningsmaður var Sig- ' urður Jónsson, sem var sta.rfsmaður I kosningastjómar Alþýðuflokksins í j síðustu alþingiskosningum. Sam- I þykkt var á fundinum að vísa tillög- j unni til nýkjörinnar stjómar fulltrú- aráðsins og fela henni að boða til sérstaks fundar fuiltrúaráðsins, þar sem tillagan verði á dagskrá. Að sögn Cecils Haraldssonar, eins flutningsmanna tillögunnar, telja þeir að sá háttur, sem hafður var á framboði til borgarstjómar í síðustu kosningum, hafí ekki gefið þá raun, sem menn höfðu vonazt til. Cecil sagði í samtali við Morgunblaðið að störf borgarfulltrúa Nýs vettvangs í borgarstjóm hefðu engin áhrif haft á það, að tillagan var flutt. » * I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.