Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992 Lítill ísbjöm eignast vin kemst hann að því, að hann er ekki einn fangi á ókunnum stað. Rostungur, stór og mikill, verður honum vinur, og saman leysa þeir fjölda dýra úr prísund. Ekkert þeirra veldur Lassa jafnmikilli gleði og skógarbirna, á líku reki og hann sjálfur. Dýrin halda á vit frelsis. Rostungurinn ákveður að ná til fjölskyldu sinnar á ný, býður góðvininum Lassa með, og Bima, sem engan átti að, slæst í för til Norðurpólsins. Ekki eru þau, bjarnaskötuhjúin, aðeins ólík að lit, heldur ráða þau yfír erfðaþekk- ing ólíkra stofna, sem sameinaðar gera þau æði snjöll. Öll þijú ná þau heim, og kvíði Birnu litlu, vegna litarháttar síns, hverfur eins og dögg fyrir sólu er faðir Lassa rymur: Björn er björn. Teikningar eru listilega gerðar, umvafðar hlýju til alls er lifir - ásamt samúð með smælingjum sem græðgi mannsins reynir að færa í hlekki. Textinn fellur vel að myndum, auðveldar barni að skynja í dýri bróður og systur. Þýðing er skemmtilega lipur - vönduð. Fann ekki, hvar bókin er prent- uð, en allur frágangur bókarinnar er útgáfunni til mikils sóma. Bók sem gleðja mun börn, auðvelda eldri að ná eyrum þeirra með fróð- leik sinn. Myndir: Hans de Beer. Texti: Jurgen Lassing. Þýðing: Helga K. Einarsdóttir. Filmuumbrot: G. Ben. prentstofa hf. Útgef- andi: Örn og Örlygur. Sigurður Haukur Guðjónsson Þetta er þriðja bókin um litla húninn Lassa, og þeir sem kynnzt hafa hinum fyrri, munu opna þessa með eftirvænting. Það er svo und- urgott að hafa pabba eða mömmu, stóru systur eða bróður á rúm- stokknum, með bókina í höndum, glíma við gátur ævintýranna með þeim, safna flugfjöðrum til ferða um draumheim. Ög eftir að hafa. heyrt ævintýrið aftur og aftur taka þessi undarlegu tákn, stafirnir, á sig svo vinalega mynd, að staut verður lestur - orð lokkandi vinir til gagns í skóla. Lassi er einmana á ísbreiðunni, leikfélaga vantar, þó pabbi og mamma séu þar með honum. Lífið er að vísu ekki aðeins leikur, þar er gjáin breiðust milli flestra ungra og fullorðinna. Lassi ráfar frá amstri hinna eldri. Tálbeita gráð- ugra manna lokkar hann í búr. Flugvél flytur hann yfir höf og lönd. Heilladísir hafa þó ekki yfir- gefið hann, búrið brotnar, og þá Bókmenntir Nýjar plötur Sigrún Eðvaldsdóttir og Selma Guðmundsdóttir leika Ljúflingslög KOMIN er út geislaplata þar sem Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari leika 21 íslenskt sönglag sem Atli Heimir Sveinsson hefur útsett sérstaklega fyrir fiðlu og píanó. Sigrún Eðvaldsdóttir Selma Guðmundsdóttir Áður hefur komið út geislaplatan Cantabile með leik þeirra Selmu og Sigrúnu. í kynningu útgefanda seg- ir m.a.: „Polygram-útgáfan í Asíu, sem hefur höfuðstöðvar í Hong Kong, hefur staðfest að fyrirtækið muni gefa geislaplötuna Cantabile út innan skamms og dreifa henni víðs vegar í Austurlöndum fjær.“ Sigrún og Selma munu halda útgáfutónleika í íslensku óperunni föstudagskvöldið 11. desember kl. 21 og fjölskyldutónleika á sama stað sunnudaginn 13. desember kl. 15. Allur ágó'ði af miðasölunni renn- ur í Fiðlusjóð Sigrúnar Eðvaldsdótt- ur. Hljóðritun fór fram í Víði- staðakirkju og annaðist Bjami Rúnar Bjarnason tónmeistari það verk. Ljósmyndir tók Bragi Þór Jósefsson, umbúðir hannaði Guð- mundur Jón Guðjónsson og um- sjón með útgáfu hafði Jónatan Garðarsson. Hljómplötuútgáfan Steinar hf. gefur Ljúflingslög út og annast dreifingu. 11 milljómr hafa bor- ist í málræktarsjóð ENN heldur áfram að berast fé til Málræktarsjóðs. Þeir teljast stofnendur sem leggja sjóðnum til fjármuni í einhverri mynd fyr- ir árslok 1992. Stofnendur Málræktarsjóðs eru nú orðnir 169 auk íslenskrar málnefndar. Af þeim eru 38 samtök, fyrirtæki og stofn- anir og 131 einstaklingur. Flest framlög einstaklinga hafa verið minningargjafir, en nokkrar heiðursgjafir hafa einnig borist. Bókverk eftir Magnús Pálsson myndlistarmann. Fyrirlestur í Rými um sögu bóklista AÐALSTEINN Ingólfsson listfræðingur heldur fyrirlestur í Rými galleríi laugardaginn 21. nóvember kl. 17.30. Fyrirlesturinn nefnist Saga bók- lista og fjallar um bókverk fyrr og nú. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Rými er til húsa í Listhúsinu í Laugardal, Engjateigi 17-19. Þessi fyrirtæki, samtök og stofnanir hafa lagt fram fé í sjóð- inn: Akureyrarbær, Alþýðuflokk- urinn, Auglýsingastofan Hvíta húsið hf., Bandalag háskóla- manna, Búnaðarfélag íslands, Dalvíkurbær, Félag kennara á eft- irlaunum, Félag löggiltra dóm- túlka og skjalaþýðenda, Félag sjónvarpsþýðenda, Félag verslun- ar- og skrifstofufólks á Akureyri, Fjölritunarstofa Daníels Halldórs- sonar hf., Grindavíkurbær, Húsa- víkurkaupstaður, Húsnæðisstofn- un ríkisins, íslenska málfræði- félagið, Málvísindastofnun Há- skólans, Menntaskólinn í Kópa- vogi, Menntaskólinn við Hamra- hlíð, Morgunblaðið, Mosfellsbær, Njarðvíkurbær, Orðabók Háskól- ans, Orðabókaútgáfan, Orðanefnd rafmagnsverkfræðinga, Ólafs- fjarðarbær, Prestafélag íslands, Rithöfundasamband íslands, Sam- band íslenskra sparisjóða, Samtök móðurmálskennara, Seltjarnar- nessbær, Skýrsluvélar ríkisins og Reykj avíkurborgar, Starfsmanna- félag Ríkisútvarpsins, Tölvuskóli Reykjavíkur, Verzlunarmannafé- lag Reykjavíkur, Visa-ísland og Örnefnastofnun Þjóðminjasafns. Samtök, fyrirtæki og stofnanir sem teljast stofnendur Málræktar- sjóðs eiga rétt á að tilnefna full- trúa í fulltrúaráð sjóðsins og geta þannig haft áhrif á stjórnarkjör og stefnumótun. Eftir áramót er of seint að gerast stofnandi. Þegar hafa bcirist tilkynningar um 8 full- trúa. í sjóði eru nú tæpar 11 milljónir króna. (Úr fréttatilkynningu) ----»■" ♦.-- Fimmtu verðlaunin fyrir Svo á jörðu sem áhimni KVIKMYND Kristínar Jóhannes- dóttur Svo á jörðu sem á himni fékk aðalverðlaun alþjóðlegrar dómnefndar (Interfilm Jury Award) á kvikmyndahátíðinni í Mannheim I Þýskalandi sem haldin var frá 19. til 14. nóvem- ber. 1992. Myndin var sýnd þar tvisvar í yfirfullum sal og í bæði skiptin ætlaði fagnaðarlátum aldrei að linna. Þetta eru fimmtu verðlaunin sem Svo á jörðu sem á himni fær á þeim þremur kvikmyndahátíðum sem hún hefur verið sýnd undan- farna tvo mánuði. Nú er hún á sýn- ingum á kvikmyndahátíðinni í Brugge í Belgíu og verður sýnd bráðlega í London Film Festival í Lundúnum og ennfremur á Barbic- an-listamiðstöðinni í sömu borg á norrænu listahátíðinni sem var opn- uð þar nýverið. Píanóleikur í Listasafninu Tónlist Ragnar Björnsson Johan Duijck er merkur tón- listamaður, kominn frá Bretlandi og mun n.k. sunnudag stjóma Hamrahlíðarkómum á tónleikum í Hallgrímskirkju, num enda vera þekktur kórstjóri. En Duijck er einnig tónskáíd og píanóleikari, og þá hliðina sýndi hann aðallega á tónleikunum sl. miðvikudags- kvöld. Það er fljótsagt að Duijck er virtúós á píanóið. Tónleikana byijaði hann á Passakalíu op. 6 eftir Ernst von Dohnanyi, þann mikla píanóvirtúós. Strax á fyrstu nótunum var auðheyrt að fyrir píanóleik er salur Listasafnsins afar óhentugur, svo að hljóðfærið virtist illa tónstillt vegna glymj- anda og endurkasts. Það fer að verða sérstakt rannsóknarefni hvers vegna góð hljóðfæri, hjá okkur, em fyrst og fremst stað- sett í salarkynnum þar sem píanó nýtur sín illa. Píanóið þarf miklu þurrari sali. En hvað um það, fljótt kom í ljós, að Duijck er virtúós í píanóið. Tæplega er hægt að segja að Passakalían sé áhugaverð tón- smíð, og vekur jafnframt furðu að svona útþynnt rómantík skuli skrifuð á þessari öld, en Dohnahyi lézt 1960. En höfundurinn skilur eftir tæknibrellur í verkinu sem Duijck kunni vel að nýta. Recogn- itio op. 10, frá 1990, eftir Duijck sjálfan, er mikil fingraleikfimi, en sem tónsmíð dálítið úr einu í ann- að. Verk Césars Francks, Prélude, Aria et Final, er þrælerfitt verk og ekki átti Duijck í erfiðleikum með þá hliðina, en einhvernvegin náði ég aldrei sambandi við César Franck. Balöðuna nr. 2 í h-moll eftir Franz Liszt lék Duijck af djúpu innsæi og var það kannske hápunktur tónleikanna. Ekki fór á milli mála að á ferðinni var mjög góður píanóleikari, en Nove- letturnar op. 21 nr. 8 eftir Schum- ann, hefði ég viljað heyra í einfald- ari meðferð, og þá um Ieið kannske einlægari. Nýjar bækur ■ Óðurinn um Evu eftir ít- alska mannfræðinginn Manu- elu Dunn Macetti. Sr. Hanna María Pétursdóttir ritar for- mála að íslensku útgáfunni en Guðrún I. Bachmann þýddi. I kynningu útgefanda segir m.a.: „í þessari bók er fjallað um hinar kvenlegu rætur vest- rænnar menningar í því skyni að örva skilning lesenda á inn- taki fornra sagna um gyðjur og konur. Gyðjan var eitt sinn ráðandi afl i vestrænni menn- ingu en hefur síðan nær horfið í þoku áranna. Nú á dögum hefur áhugi á þessum fomu sögum vaknað á ný og í ljós komið að þær geta enn veitt leiðsögn í daglegu lífi okkar.“ Útgefandi er Forlagið. Bókin er 240 bls., prýdd tæp- lega 200 myndum, sem flest- ar eru í lit, prentuð á Spáni. Verð 2880 krónur. H Veðraþytur eftirDoris Lessing er sjálfstætt framhald bókanna Marta Quest og I góðu hjónabandi sem út hafa komið á íslensku og þriðja bindið af fímm í sagnabálkn- um Börn of- beldisins. Hjörtur Páls- son þýddi. í kynningu útgefanda segir m.a. um söguefnið: „Heimsstyijöldin Síð- ari er í algleymingi. Marta Qu- est hefur yfirgefið eiginmann sinn og dóttur og eignast pilt í flughernum að elskhuga. Þau eru systkini í alþjóðlegu bræðrabandi ungra róttæklinga og fyrirlíta þjóðfélag Suður- Afríku sem þau hrærast í. En hvert stefna þau? Og þetta unga og róttæka fólk virðist jafn ráðalaust í einkalífi sínu því Marta hafnar aftur í hjónabandi sem hún kærir sig í rauninni ekki um, leiksoppur draumór- anna.“ Útgefandi er Forlagið. Bókin er 302 bls., prentuð í Danmörku. Verð 1980 krónur innbundið, 990 krónur kilja. ■ Silungsveiði í Ámeríku eftir Richard Brautigan í þýð- ingu Gyrðis Elíassonar. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Skáldsagan Silungsveiði í Ámeríku varð undir eins metsölu- bók þegar hún kom út í San Francisco árið 1967. Þetta sígræna skáldverk á ekki síður er- indi við okkar tíma en þegar það birtist fyrst, því þekkt er að góðar bækur eiga sér mörg Iíf, hvert ætlað sínum tíma. Sagan er skrifuð af mikilli frá- sagnargleði, kímin og óútreikn- anleg á köflum, en eins og í öðrum verkum Brautigans leyn- ir sér ekki skuddadimmur und- irtónninn. Silungsveiði og sil- ungsdauði, dauðar ár og spor okkar á bakkanum. Silungsárn- ar renna gegnum ótal heima, og í öllum þessum heimum lýsir töfralampi höfundarins. Gyrðir Elíasson þýddi og ritaði eftir- rriála. Hann hefur- áður þýtt tvær skáldsögur fetir Richard Brautigan: Svo berist ekki burt með vinum og Vatnsmelónusyk- ur. Útgefandi er Hörpuútgáf- an. Bókin er 184 bls. Bókin er unnin í prentsmiðjunni Odda hf. og kostar 1480 krón- ur. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.