Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20: NÓVEMBER 1992 49 Merktar gönguleiðir á Hengilssvæðinu ...alltafþegar O það er betra Frá Eggerti Lárussyni Að gefnu tilefni er rétt að fara fyrst örfáum orðum um tilefni og tilgang þess að Hitaveita Reykja- víkur réðst í það að láta merkja gönguleiðir á Hengilssvæðinu. Reykjavíkurborg og stofnanir hennar eiga fjórar allstórar jarðir á Hengilssvæðinu. Þær eru: Nesja- vellir, Ólfusvatn, og Úlfljótsvatn í Grafningshreppi og Kolviðarhóll í Ölfushreppi. í framhaldi af umfangsmiklu landgræðslu- og trjáplöntunará- taki sem hófst á Nesjavöllum 1989 og á Ölfusvatni 1990, var ákveðið að byggja upp gott og aðgengilegt útivistarsvæði á jörðum borgarinn- ar, fyrir alla þá sem þess vildu njóta. Hundruð unglinga á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur og og Hitaveitu Reykjavíkur hafa á und- anförnum fjórum árum haft sum- arvinnu á svæðinu við margskonar landgræðslu- og skógræktarstörf. Haustið 1990 var síðan hafíst handa um könnun og skipulag vel merktra sumargönguleiða á Heng- ilssvæðinu. Verkið var unnið með aðstoð Borgarskipulags Reykja- víkur, og í samráði við ráðgjafa um svæðisskipulag í Grafnings- hreppi og Ölfushreppi á vegum Skipulags ríkisins. Fljótlega kom í Ijós að nokkrum annmörkum var háð að byggja upp heilstætt net gönguleiða á jörðum borgarinnar einnar þó ekki væri vegna annars en að landamerki jarðanna liggja hvergi saman. Því var ákveðið að láta mörk skipu- lagsins ná yfír Hengilssvæðið allt. Frá Mosfellsheiði í vestri og allt austur að Úlfljótsvatni og frá Hellisheiði í suðri að Þingvalla- vatni í norðri. Þetta svæði allt, sem telja má náttúrufarslega og land- fræðilega heild, er sérlega vel fall- ið til hverskonar útivistar sumar sem vetur. Aðkomumöguleikar eru yfirleitt góðir og margskonar að- staða tengd útivist, ferðamennsku og náttúruvernd, hefur þegar byggst upp allt í kringum Hengils- svæðið. Gönguleiðaskipulagið var kynnt samráðsnefndum um svæðisskipu- lag í báðum þeim hreppum sem í hlut eiga, svo og þeim landeigend- um þar sem leiðir hafa þegar ver- ið lagðar um. Þá hafa Náttúru- vemdarráð og Skipulag ríkisins fylgst með málinu frá upphafí. Gönguleiðaskipulagið er í sam- ræmi við drög að svæðisskipulagi beggja hreppa þar sem gert er ráð fyrir að Hengilssvæðið verði gert að fólkvangi eða skipulögðu úti- vistarsvæði. Merking sumargönguleiða hófst á jörðum borgarinnar sumrið 1991 og var haldið áfram síðastliðið sumar. Samanlögð lengd sumar- gönguleiða skv. skipulaginu er um 125 km og hafa þegar verið merkt- ir upp um 80 km auk þess sem settar hafa verið upp undirstöður fyrir vegvísa þar sem leiðir sker- ast, og stigar yfir girðingar þar sem leiðir liggja yfír. Þá hafa verið settar upp til bráðabirgða upplýsingatöflur á sjö stöðum umhverfís Hengilssvæðið með uppdrætti af fyrirhuguðum sumargönguleiðum, þ.e. bæði þeim sem búið er að merkja, og eins þeim sem eftir á að merkja. Gert er ráð fyrir að merkingu sumargönguleiða verði í aðalatrið- um hægt að ljúka sumarið 1994. Þá er einnig áformað að merkja upp reiðleiðir um svæðið svo og skíðagönguleiðir. Mikið er af gömlum menningarminjum á svæðinu og er unnið að því að kortleggja þær og skrá það það sem um þær er vitað. Áformað er að gefa út gott gönguleiðakort af svæðinu með margskonar upplýs- ingum, eins fljótt og auðið er. Hafa verður í huga að leiðakerfíð er ennþá í uppbyggingu og á eflaust eftir að taka einhveijum breytingum í ljósi fenginnar reynslu. Eftirfarandi atriði voru m.a. höfð í huga við ákvarðanatöku vegna merkinga gönguleiða: 1. Aðgengi: Miðað er við að svæðið sé opið og aðgengilegt sem allra flestu sæmilega frísku fólki með eða án reynslu af fjallaferð- um, og ekki síst fjölskyldufólki með böm til lengri eða styttri gönguferða. Meðal annars þess vegna verða settar upplýsingatöfl- ur við helstu aðkomustaði með kortum af leiðakerfum þar sem eru skráðar vegalengdir á milli helstu staða. Kortunum verður skipt út árlega eftir því sem fleiri leiðir verða tilbúnar, eða nýjar upplýsingar koma fram sem eiga erindi á kortin. 2. Einfaldleiki: Leiðakerfíð er byggt á neti gamalla og nýrra slóða og stíga sem fyrir eru í land- inu, t.d. fjárgötum og reiðgötum. Efnisval í stikum og vegvísum er nánast það sama og notað hefur verið um langt árabil í þjóðgörðum og fólkvöngum hérlendis. Leiðim- ar em stikaðar tréstikum sem standa u.þ.b. 60-70 cm upp úr jarðveginum. Efsti hluti stikanna, um 20 cm er ýmist málaður í blá- um lit sem þýðir meginleið, í rauð- um lit sem þýðir tengileið inn á meginleið, eða svörtum lit sem þýðir erfíðari leið. Þar sem leiðir skerast em vandaðir mosagrænir vegvísar úr áli sem festir em á gráa jámstöng. Vegvísamir gefa til kynna áttir og mismunandi ijar- lægðir á ýmsa ákvörðurnarstði. Gera má ráð fyrir að líftími tréstik- anna verði 4-5 ár eftir veðurá- lagi. Vel má hugsa sér að einhveij- um þeirra verði á síðari stigum skipt út fyrir t.d. steinvörður. í byijun er fjarlægð milli stika 50-80 m eftir landslagi, en eftir því sem leiðir skýrast verða þær grisjaðar, og etv. minnkaðar. Reynt er eftir megni að hafa merk- irigar eins einfaldar og auðskiljan- legar og frekast er kostur, en jafn- framt upplýsandi. 3. Náttúmvernd: með auknum frítíma fólks hefur þörfín fyrir skipulögð útivistarsvæði í ná- grenni þéttbýlis aukist. Hengils- svæðið hefur upp á flesta þá kosti að bjóða sem prýtt geta gott úti- vistarsvæði. Ásókn inn á svæðið hefur á síðari ámm aukist mikið, en því miður ekki alltaf í æskileg- ar áttir. Til dæmis hafa á seinni ámm myndast í landinu margs- konar slóðar og djúp sár, aðallega eftir akstur torfæmtækja, en einn- ig eftir umferð hrossa yfír við- kvæm svæði. Ýmis mannvirki hafa verið byggð og annaðhvort ekki klámð eða ekki haldið við. Efnis- taka hefur farið fram sem valdið hefur miklum spjöllum á landi, og á a.m.k. einum stað hefur gamalli námu rétt við fjölfarinn þjóðveg, verið breytt í ruslahaug. Með vel skipulögðum, merktum og að- greindum göngu- og reiðleiðum vill Hitaveita Reykjavíkur freista þess að snúa þessari þróun við. Leitast er við að nýta þær götur sem fyrir em í landinu, þar sem útsýni er gott og þar sem ekki er hætta á frekari gróðurskemmdum. Reynt er að sneiða hjá viðkvæm- ustu svæðunum, eða fara í útjöðr- um þeirra. Með öðmm orðum, þá verður reynt að stýra þeirri gang- andi og ríðandi umferð, sem er og verður á svæðinu inn á ákveðn- ar leiðir. Ef það tekst minnka lík- ur á því að landið vaðist allt út í illa ígrunduðum slóðum. 4. Öryggi: Hengilssvæðið er meðal úrkomumestu svæða lands- ins. Þar skiptast á fjöll og dalir, hraun og heiðaflákar. Það gefur augaleið að þegar veður gerast válynd, dimm þoka brestur skyndi- lega á, eða degi tekur að halla er ekki alltaf auðratað á þessum slóð- um, jafnvel ekki fyrir kunnuga. Þeir sem þarna eiga leið um verða og eiga að geta treyst því að allar merktar leiðir séu færar og ömgg- ar sé farið með gát, og merkingar séu eins vel úr garði gerðar og hægt er að ætlast til á víðavangi. Því hefur verið leitast við að gera leiðamerkingar þannig, að þær sjáist sæmilega þó eitthvað sé að skyggni, en falli þó eins vel að landinu og kostur er þegar sól skín í heiði. Neðri hluti stikanna er því málaður í gulleitum jarðar- lit. Á tvær hliðar gula flatarins eru síðan fest samlit glitmerki, sem ætlað er að gefí svömn sé t.d. vasaljósi beint að stikunni í myrkri eða slæmu skyggni. Hafa ber í huga að sjaldnast er um beinar leiðir að raeða milli stika, og því ætlum við að lítil glitmerki geti við vissar aðstæður komið sér vel fyrir ferðamenn á svæðinu. F.h. Hitaveitu Reylqavíkur EGGERT LÁRUSSON umsjónarmaður landareigna Pennavinir Áiján ára Nígeríupiltur með áhuga á tónlist og íþróttum: Isaac Annobil, c/o Mr. Matthew Annobil, Eiectricity Corp. of Ghana, P.O. Box 154, Cape Coast, Ghana. Átján ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist o.fl.: Yuka Kenmochi, 2170 Kawatsuma Goka-mura, Ibarakiken 306-03, Japan. LEIÐRÉTTIN GAR Tvær meinlegar prentvillur í grein Unnar Hebu Steingríms- dóttur hjúkmnarfræðings og deild- arstjóra á Geðdeild Landspítalans á bls. 16 í gær, slæddust inn tvær meinlegar villur, sem gera textan nær óskiljanlegan. Neðst í fyrsta dálki átti að standa: „En núna síð- ast, þegar fréttist að Borgarspítal- inn væri farinn að borga betur en Landspítalinn, þ.e. hjúkmnarfræð- ingum í fullri vinnu (sem em rúm- lega 50 hj.fr. af 300), varð það dropinn sem fyllti mælinn“. Ská- letruð er setningin, sem féll niður. Ennfremur slæddist inn orðið „Hvaða“ í upphafi málsgreinar í fjórða dálki næst á eftir feitletraðri millifyrirsögn. Þar átti að standa: „Hjúkmnarfræðingar hafa í gegn- um árin mjög lítil kynnt í fjölmiðl- um. hvað liggur að baki því að vera hjúkrunarfræðingur." Beðist er vel- virðingar á þessum villum. SVARTA PANNAN Hraórétta veitingastaður •'hiartaboraarinnar O Sími 16480 •acr Þú getur bæði tekib matinn meb þér heim eba borbab hann á stabnum Nýjung! Barheque kjúklingar Gómsœtir Borbeque kjúklingar bcetast nú ó matsebilinn Velkomin í kjúklingakrœsingarnar okkar Fjölskyldupakki fyrir 5. 10 kjúklingabitar (BARBEQUE eba SOUTHERN FRIED), franskar, sósa og salat Verb 2000 kr. Fjölskyldupakki fyrir 3. 6 kjúklingabitar (BARBEQUE eba SOUTHERN FRIED), franskar, sósa og salat Verb 1300 kr. Pakki fyrirl. 2 kjúklingabitar (BARBEQUE eba SOUTHERN FRIED), franskar, sósa og salat Verb 500 kr. Sími 29117 Snyrtifræðingur kynnir nýju haust- og vetrarlitina í dag kl. 14-19 Hygea Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.