Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 35
MOTIGUNBLAÐIÐ FÖSTUDaGUR 20. NOVÉMbER 1992 £8 35 Afmæliskveðja: Málfríður Einars- dóttir frá Steinum í dag, 20. nóvember 1992, fyllir áttunda áratuginn Málfríður Krist- jánsdóttir frá Steinum í Stafholts- tungum. Af því tilefni viljum við vinnufélagar hennar í Blómavali senda henni kveðjur okkar. Malla er fullgildur fulltrúi hinna yndislegu íslensku kvenna eldri kynslóðarinnar. Kvennanna sem aídrei hafa látið mikið á sér bera dags daglega. Ætíð boðnar og bún- ar til að taka til höndum svo ð um munar og er ekkert um það gefíð að eyða dögunum við iðjuleysi og pjatt. Á átta áratugum hefur margt breyst í þjóðfélaginu. Viðhorf ekki síst. Á uppvaxtarárum Möllu var bömum haldið að verki. Hin dag- legu störf vora sá skóli sem börn fengu að veganesti út í lífsbarátt- una. „Vinnan göfgar manninn" seg- ir máltækið. Víst er um það að Malla hefur ekki beðið tjón á sálu sinni vegna þessara einkunnarorða. Glaðlegt leifturtillit og kímin til- svör, jafnvel dálítið sposk, einkenna fas hennar allt. Og í gegn um þraut- seigjuna og dugnaðinn skín alltaf í hjartahlýjuna og umhyggjusemina. Þrátt fyrir háan aldur og langan vinnudag við vörumóttöku og merk- ingar á annatímunum í Blómavali hefur Malla ekki ósjaldan mætt með hlaðna dunka af kleinum, brauði eða öðra heimabökuðu góðgæti til að bjóða okkur vinnufélögunum. Satt að segja þá era „brauðdagam- ir hennar Möllu“ oftar en ósjaldan, — þeir era regla og sífellt tilhlökk- unarefni, en skella á fyrirvaralaust. Án þeirra væra dagarnir viðburða- snauðari og þeir efla félagsandann. En við höfum ekki einvörðungu matarást á henni Möllu. Hún er okkur „amman" í félaginu. Engin skemmtun eða samkoma vinnufé- laganna er fullkomlega vel heppnuð nema að Malla láti sjá sig. Nærvera hennar og glaðvær, hispurslaus framkoman er mikils virði og teng- ir saman kynslóðimar. Á þessum tímamótum á æviske- iði hennar óskum við Möllu til ham- ingju og vonumst eftir að fá að njóta hennar lengi enn, heillrar heilsu! Vinnufélagar í Blómavali. Brids Umsjón Arnór,G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyrar Akureyrarmót í tvímenningi. Stað- an eftir 22 umferðir af 27. JakobKristinsson-PéturGuðjónsson 321 HermannTómasson-ÁsgeirStefánsson 256 MagnúsMagnússon-ReynirHelgason 202 Gylfi Pálsson - Helgi Steinsson 140 HörðurBlöndal-ÓlafurÁgústsson v 139 Hæsta skor síðasta kvöldið. SveinbjömJónsson-ÁmiBjamason 90 ■ Gylfi Pálsson — Helgi Steinsson 74 JakobKristinsson-PéturGuðjónsson 64 Dynheimabrids. ÖmEinarsson-HörðurSteinbergsson 72 TryggviGunnarsson-JakobKristinsson 63 AntonHaraldsson-KristjánGuðjónsson 62 Vegna svæðamótsins í tvímenningi næsta sunnudag er ekki gert ráð fyr- ir spilamennsku, en þó verður opið hús og hægt að fara yfir spil dagsins, eða taka slag. Við minnum á kvennabrids næsta mánudagskvöld í Dynheimum. Bikarkeppni Norðurlands. Umsjónarmaður hefur frétt af 1. leik í bikarkeppninni. Gylfi Pálsson vann Guðmund H. Sigurðsson í frekar jöfnum leik. Svæðamót Norðurlands eystra í tvímenningi verður haldið í Hamri, félagsheimili Þórs, næsta sunnudag 22. nóvember. Spilaðar verða tvær umferðir Mitchell og er byijað kl. 10. Spilað er um silfurstig og gefa efstu 3 sætin bónus, 60-40-30. Efsta sæt- ið gefur rétt í úrslit á íslandsmótinu. Skráning stendur fram á laugardag 21. nóvember hjá Hauki Jónssyni vs. 11710 hs. 25134 og Jakobi Kristins- syni hs. 24171. Sparisjóðsmót Kinnunga var hald- ið í Ljósvetningabúð um helgina. TryggviBessason-TorfiAðalsteinsson 535 GuðlaugurBcssason-ÓliKristinsson 497 Kristján Guðjónsson - Stefán Ragnarsson 495 22 pör mættu til leiks og keppnis- stjóri var Páll H. Jónsson. Bridsdeiid Skagfirðinga Stöðug góð þátttaka er á sunnudög- um hjá Skagfirðingum. Rúmlega 30 spilarar mættu til leiks síðasta sunnu- dag. Úrslit urðu: Helgi Hermannsson - Kjartan Jóhannsson 280 Gylfi Ólafsson — Pétur Sigurðsson 238 JónasElíasson-ÓlafurJóhannesson 229 Ámi Alexandersson - Stefán Amgrímsson 229 Vakin er athygli á því að ekki verð- ur spilað næsta sunnudag, vegna Reykjavíkurmótsins í tvímenningi. Spilað verður sunnudaginn 29. nóvem- ber. Nánar auglýst síðar. Lokið er 8 umferðum af 11 í aðal- sveitakeppni Skagfirðinga. Sveit Ár- manns J. Lárussonar er með góða forystu, en nokkrir innbyrðis leikir efstu sveita eru eftir. Staða efstu sveita er: SveitÁrmannsJ.Lámssonar 171 sveitLárusarHermannssonar 153 sveitAronsÞorfinnssonar 144 sveit Hjáhnars S. Pálssonar 132 sveitJónsViðarsJónmundssonar 129 Að lokinni sveitakeppninni verða konfektspilakvöld hjá Skagfirðingum til jóla (eins kvölds tvímenningur og konfekt í verðlaun). Bridsfélag Tálknafjarðar Þriðja umferðin í aðaltvímenningi félagsins var spiluð mánudagskvöldið 16. nóvember. Úrslitin það kvöld urðu þessi: Ldlja Magnúsdóttir—Guðný Lúðvígsdóttir 102 Kristín Magnúsdóttir - Guðlaug Friðriksdóttir 96 SímonViggósson-FriðgeirGuðmundsson 89 Staðan í tvímenningskeppninni er þá þessi þegar eitt kvöld er eftir: Snæbjöm Geir og Símon Viggóssynir - FriðgeirGuðmundss. Rafn Hafliðasón - Sveinn Vilhjámsson Ævar Jónasson - Jón H. Gíslason Brynjar Olgeirsson - Þóiður Reimarsson Lilja Magnúsdóttir - Guðný Lúðvígsdóttir 289 282 260 258 252 Bridsbækur Bridssambandið hefur verið að fá mikið úrval af bridsbókum, bæði nýj- um og eldri titlum. Skrifstofan er opin frá kl. 9-12 f.h. og 14-17 e.h. Einn- ig er hægt að hringja í síma 91- 689360 og fá bækur sendar í póst- kröfu. \J y MATUR GlAflR FÖNDUR Árlegt jólablað Morgunblaðsins kemur út þriðjudaginn 1. desember. Eins og myndirnar sýna verður efni blaðsins fjölbreytt. Vegleg umfjöllun um jólamat og bakstur með uppskriftum og viðtölum við mataráhugafólk og meistarakokka verður á sínum stað. Auk þess verður fjallað með ýmsu móti um jólagjafir og ekki síst jólaföndur og { þeim efnum verður af nógu að taka. Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í þessu blaði er bent á auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 691111, en tekið verður við auglýsingapöntunum til kl. 17.00, mánudaginn 23. nóvember. ’ ■■ t SÓi/H/M/Gx Islensk og betri { 5 * Pantaðu tíma - encjin bið! SÓLNING Smiðjuvegi 34, sími: 44880 og 43988 M9211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.