Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992 29CI aatíM' ;Vp/ .02 íTJOAaiítHCö OJUAJHHU þá eða siðar a ntferlinum, enda fleygði hann fyrrnefndum skissum, þó ég hefði haft góð orð um þær og gert honum ljóst, að þær bæru vott um að hann væri efni í rithöf- und. Þær voru nýstárlegar, en ég held að hann hafi ekki trúað því sjálfur og viljað gera eitthvað sem hann væri viss um að enginn hefði gert fyrr. Og það tókst honum vissulega með skáldsögu sinni, Ást- arsögu, sem út kom 1958 og vakti nægílega athygli til þess að höfund- urinn gleymdist ekki upp frá því, en fyrsta bók hans, Hér erum við (smásögur), hafði komið út 1955 án þess að vekja neina athygli. í Ástarsögu er fjallað um sjóara, þorpslíf og kynlíf á nýstárlegan hátt sem hreif ýmsa, en hneykslaði suma sem fundu henni það meðal annars til foráttu að höfundur hafði stafsett talmál eins og talmál. Slíkt hneykslaði þá sem ekki kunnu að lesa talmál og höfundur komst ekki upp með þann rithátt þegar fram í sótti, því útgefendur neituðu að láta prenta bók með þess. konar stafsetningu. Bækur Steinars urðu margar áður en yfir lauk, skáldsögur um séríslensk fyrirbæri eins og líf sjó- manna og fólks í sjávarþorpum, en einnig sögur um það mannlíf sem getur átt sér stað hvar sem er í veröldinni. Hann var engum höf- undi líkur og þegar önnur skáldsaga hans, Hamingjuskipti, kom út 1964 reyndi ég að vekja athygli á honum með smágrein í blaði og kallaði „Nýjung í íslenskri sagnagerð", ef ég man rétt, en sú grein kom að litlu haldi til auka höfundinum álit um þær mundir eða opna honum dyr útgefenda, því sá tími var ekki kominn að bókmenntafræðingar gætu viðurkennt hann eða skilið nýjungar hans, en hann átti sér alla tíð stuðningsmenn meðal ann- arra höfunda sem fóru ekki í graf- götur um hæfileika hans. Því er ekki að neita, að Steinar hljóp oft gönuhlaup í ritlistinni með ýmsum sérviskubrögðum sem fældu lesendur frá verkum hans, til dæm- is þoldi hann á tímabili ekki orðalag- ið „eins og“, en skrifaði „ans“ í staðinn. Fleira gerði hann í þá átt að breyta tungumálinu eftir sínu höfði, líkt og höfundar hafa gert úti í löndum á seinni árum og einangrast fyrir vikið eins og Stein- ar einangraðist hérlendis með þess- um tilraunum sínum. Þær urðu meðal annars til þess að útgefendur vildu ekki gefa út bækur hans eða höfðu afsökun fyrir að hafna þeim, en þótt hann legði af sérvisku eins og þá sem fyrr var nefnd, nægði það ekki til að útgefendur sinntu honum nema að takmörkuðu leyti, enda gerðu þeir sér ekki ljóst, að þeir voru að hafna einum snjallasta höfundi íslenskum á okkar dögum, höfundi, sem þrátt fyrir mörg hlið- arspor, þar sem honum fataðist í Steinar Sigmjóns- son - Minning Sigling, Hamingjuskipti, Farðu burt skuggi, Fellur að, Djúpið. Fá- ein bókanöfn sem öll samsama sig höfundi sínum á einn eða annan hátt. Höfundinum sem skrifaði und- ir ýmsum nöfnum: Bugði Beyglu- son, Sjóni Sands, Steinar á Sandi, Steinar Siguijónsson. Allt sami maðurinn — eða hvað? Maðurinn sem með seiðandi stíl gat gert það einfalda og hversdagslega að töfr- andi texta. Hann gat skrifað heilu bókakaflana um mann sem átti frakka án þess að það yrði leiðin- legt aflestrar. Kannski ekki skemmtilegt heldur grátbroslegt þannig að frásögnin bar svip „af grátkenndri ljóðrænu". Hann gat seitt lesendur sína niður í eitthvert fjólublátt djúp þar sem hljóðfærin og hryggðin slógu taktinn: „Djúpið hefur nógu lengi beðið eftir mér. Ég hef líka nógu lengi beðið eftir að komast í maklegt kast við hljóðfærin. Þess vegna elti ég grun minn. Kvar skyldi hnéfiðan eiga heima ef ekki í djúpinu, því hér er reynslan. Hér eru þær hnéf- iðlan og slagharpan að skrafa rökkusögur inn í niðandi álinn.“ (Úr Djúpinu.) Stutt kynni mín af Steinari Sig- uijónssyni urðu til þess að hann varð gestkomandi á heimili mínu fyrir nokkrum árum. Mér er það minnisstætt þegar hann strauk hendi sinni yfir ritsafn eftir einn af virtustu rithöfundum þjóðarinnar og sagði fullur hógværðar: „Eru þetta ekki fremur leiðinlegar bæk- ur? Það er erfitt að hugsa sér bækur Steinars í einslitu ritsafni bundnu í skinn uppi í hillu. Þær geta samt seitt okkur niður í Djúpið þar sem leikið er á fiðlur og slaghörpur af grátkenndri ljóðrænu. Bjarki Bjarnason. í Skátahúsinu á Akranesi haustið 1936 varð fyrsti fundur okkar Steinars Siguijónssonar og tókst strax með okkur kunningsskapur. Að bamsskóm slitnum skildust okk- ur leiðir í allnokkur ár. Eftir miðjan sjötta áratuginn bar fundum okkar alloft saman í Reykjavík og sett- umst við þá stundum yfír kaffi og röbbuðum saman, en eftir 1980 fækkaði þeim fundum okkar. Þótt engar spumir hefði af rit- smíðum Steinars fyrir útkomu fyrstu bókar hans 1955, kom hún mér ekki á óvart, heldur hafði ég vænst einhvers slíks frá hans hendi, en minningar mínar frá Akranesi komu illa heim við þessa fyrstu bók hans og tvær hinar næstu. Á óvart kom mér hins vegar, hve rótgróið honum var fráhvarf ungra höfunda sjötta áratugarins frá sósíalreal- isma þeim, sem innblásið hafði gróskuskeið íslenskra skáldsagna 1930-50. Nokkru síðar varð ég vísari um dálæti hans á James Joyce, sem hann sótti til fyrirmyndir um stíl, a.m.k. fram til Skipin sigla, er hann í bókum sínum fór að skapa sér sinn eigin vemleika, hulduheim, í senn grófan og fíngerðan. Þótt sagt yrði, að á sögur vantaði herslumun- inn, varð ekki um villst, að þær vom af ósviknum toga. Hygg ég, að á besta skeiði sínu hafí Steinar verið vanmetnasti rithöfundur landsins, þótt lítinn hóp aðdáenda ætti og nyti viðurkenningarorða nokkurra bókmenntamanna, svo sem Erlends Jónssonar. Steinar Siguijónsson var meðal- maður á hæð, grannvaxinn, hvikur í hreyfíngum og léttur í spori. Hann var aðeins ör í lund og einrænn í aðra röndina, en lét vel að halda uppi skemmtilegum viðræðum. Haraldur Jóhannsson. Óvænt berst mér sú frétt, að Steinar Siguijónsson sé látinn fyrir aldur fram, einn sérkennilegasti og fmmlegasti rithöfundur íslendinga, höfundur skáldsagna, smásagna, leikrita og ljóða, höfundur sem var átthagabundinn sjónum og íslenska þorpinu um -leið og heimsflakkari á ferð og flugi með pennann á lofti og vasablokkina að festa á blað allt sem fyrir augu bar og í hugann kom. Hann var ungur setjari í prent- smiðju hér í Reykjavík, þegar fund- um okkar bar fyrst saman, kvæntur indælli stúlku, en þau skildu skömmu síðar eða um það leyti sem hann fór fyrir alvöm að gefa sig að ritstörfum. Hann var upp mnn- inn á Hellissandi á Snæfellsnesi, en hafði flust þaðan með foreldmm sínum til Akraness þar sem hann lærði prentiðn. Hann gat einnig brugðið fyrir sig að leika djass á saxófón og hafði af sjálfsdáðum lært að lesa nótur. Hann vildi fá mig til að líta á fyrstu tilraunir sín- ar í ritmennsku og gefa sér góð ráð. Það var upphafíð að vináttu okkar sem hélst síðan meðan hann lifði. Hann var ákefðarmaður og hellti sér af fullum krafti út í rit- störfin, þegar hann hafði tekið ákvörðun, og þó hann teldi sig hafa þegið af mér góð ráð eftir að ég hafði lesið fyrstu skissur hans var það ekki á mínu færi að sveigja hann frá því sem hann tók í sig ákefð sinni, átti slíka spretti þegar honum tókst vel upp að ekki hæfa því önnur orð betur en snilld. Tregða útgefenda gagnvart þess- um höfundi varð auðvitað til að þyngja honum róðurinn, en þá kom sér vel fyrir hann að vera lærður í prentiðn sem hann stundaði jafn- framt ritstörfunum framan af og hafði þá tækifæri til að setja bækur sínar sjálfur og fá að öðm leyti að vinna af sér prentkostnað sumra þeirra bóka sem hann þurfti að kosta sjálfur. Ein og ein bóka hans átti þó leið inn um dyr hjá útgefend- um. Ég nefni Ragnar í Smára, Al- menna bókafélagið, Iðunni Valdi- mars Jóhannssonar, Ljóðhús Sig- fúsar Daðasonar og Bókaútgáfu Menningarsjóðs sem ýmsu bjargaði af hlut íslenskrar menningar meðan sú útgáfa fékk að lifa. Síðasta bók hans, Kjallarinn, kom út hjá Forlag- inu fyrir skömmu, en alls mun Steinar hafa sent frá sér fímmtán bækur. ýmis teikn hafa raunar verið á lofti um það síðustu árin, að bók- menntafróðir menn væra famir að átta sig á höfundinum og vildu veita honum þá viðurkenningu sem hon- um ber í íslenskri bókmenntasögu. Merki þessa em meðal annars um- sagnir aftan á kápu síðustu bókar. Steinar Siguijónsson var mikill tónlistamnnandi, hlustaði að vísu mest á dægurlög á unglingsámnum einsog gengur, en þegar hann hafði kynnst æðri tónlist meistaranna, Bachs, Beethovens og annarra slíkra, vildi hann helst ekki annað heyra en klassíska tónlist. Hún ein færði honum andstæður lífsins, þróttinn og dýptina sem hann þarfnaðist, og ég held að skilningur hans á tónlistinni hafí skerpt og dýpkað innsýn hans við skáldlega iðju. Hann gerði víðreist um heiminn, því forvitni hans um lönd og þjóðir átti sér engin takmörk. Hann tæmdi margar krúsir öls í krám Dyflinnar, vann um tíma í prentsmiðju í Sví- þjóð, ferðaðist víðs vegar um Evr- + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN ÓLAFSSON bóndi Stóru-Borg, Grimsneshreppi, sem andaðist 8. nóvember, verður jarðsunginn frá Stóru-Borgar- kirkju laugardaginn 21. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, er vildu minn- ast hans, er bent á líknarstofnanir. Svanlaug Auðunsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Systir okkar, fósturmóðir og frænka, ANNA EGGERTSDÓTTIR frá Sauðadalsá, andaðist í sjúkrahúsinu á Hvammstanga fimmtudaginn 19. nóvem- ber. Fyrir hönd vandamanna, Sólveig Sigurbjörnsdóttir, Kristín Maria Jónsdóttir, Eggert Karlsson, Guðmunda Eggertsdóttir. + Ástkær bróðir okkar, ÁGÚST GUÐJÓNSSON, Vesturvegi 15b, Vestmannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja laugardaginn 14. nóvember. Útförin fer fram frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 28. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd systkina, Guðrún Guðjónsdóttir, Gunnlaugur Guðjónsson, Gisli Guöjónsson, Reynir Guðjónsson, Dagbjörg Erna Guðjónsdóttir, Stefán Sævar Guðjónsson. + Móðir okkar, tengdamóðir og fósturmóðir, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR frá Káranesi í Kjós, verður jarðsungin frá Reynivallakirkju laugardaginn 21. nóvember kl. 14.00. Sætaferð verður frá B.S.Í. kl. 13.00. Svanhildur Jónsdóttir, Jón R. Lárusson, Valgeir Lárusson, Þórunn Lárusdóttir, Magnús Lárusson, Ólafía Lárusdóttir, Pétur Lárusson, Haraldur Jóhannsson, Halldóra Lárusdóttir, Þóra Björk Ólafsdóttir, Aðalheiður Kristjánsdóttir, Haukur Bjarnason, Guðrún Georgsdóttir, Eiríkur Ellertsson, Marta Finnsdóttir, Katrin Magnúsdóttir. ópu, en lagði einnig leið sína til Indlands og skrifaði bók fyrir áhrif þeirrar ferðar, Siglingu, sem út kom undir höfundarnafninu Steinar á Sandi, því hann átti það til að gefa bækur sínar út undir dulnefnum, svo sern Bugði Beygluson og Sjóni Sands. Ég hitti hann síðast í sumar og þá var hann sæll og glaður, hafði von um flutning á leikritum eftir sig í útvarpi, talaði hrifinn um að fara til Hollands með dótturdótt- ur sinni og hjálpa henni að komast þar í myndlistarskóla. Síðan vissi ég ekki af honum fyrr en ég frétti lát hans. Þá dró ég fram örlítið handskrif- að kver sem hann hafði tileinkað mér og gefíð, þegar hann var ung- ur höfundur sem ekki hafði enn látið neina bók á þrykk út ganga. Kverið var aðeins fáeinar síður og nefndist Ljóð fyrir bamið. Það var prósaijóð í nokkram stuttum köfl- um. Og þegar ég nú minnist hans og ri§a upp fáein brot um kynni okkar get ég ekki fundið neitt betra til að enda þessa litlu grein en síð- asta kaflann í þessu Ijóði fyrir bam- ið: „Þú skalt segja öllum vaktmönn- unum að henda orðum á milli sín. Orðin skulu vera þessi: Bræður, ennþá er það ekki um seman." Jón Óskar. Steinar Siguijónsson stendur mér ennþá lifandi fyrir hugskot- sjónum, þar sem hann ræðir öll sín framtíðai'áform og áætlanir, og þær væntingar sem hann átti um batn- andi gengi sinna mála innan skamms. Fráfall hans varð svo óvænt, að þegar þetta er ritað hef ég vart enn vanist þeirri staðreynd að hann er allur. Kynni mín af Steinari vom stutt en mjög ánægjuleg. Það er aðeins nýverið sem ég kynnti mér hið merka höfundarverk hans, eitt venjulegt dæmi um hið almenna og þolgóða seinlæti sem Steinari sám- aði og gramdist mjög. En betra var seint en aldrei, með okkur tókst brátt góður kunningsskapur. Svo tíðrætt var Steinari um verk- efni morgundagsins, að þó ég væri ekki frekar en aðrir vinir hans, án uggs um heilsu hans síðustu dag- ana, gmnaði mig ekki að hann ætti svo skammt eftir. Hann átti mikið verk fyrir höndum. En þar var snöggur endir bund- inn á. Ég harma það mjög að hon- um skyldi ekki endast líf til að koma í framkvæmd öllu því sem honum lá á hjarta, svo mjög sem honum var annt um það. Við fráfall Steinars er harmur kveðinn að vinum hans og unnend- um verka hans. Ég votta þeim sam- úð mína. Það hryggir mig, að kynni mín af honum verða ekki lengri. En minningin lifír^ Kristbergur Ó. Pétursson. „Allt er eðlilegt," sagði hann. „Nei, láttú ekki svona Steinar," sagði ég eftir nokkurt hik. Sumt er ekki eðliegt. Sumt er óþolandi. Sumt ranglátt. Og sumt ómynd. „Einnig er það eðlilegt," sagði hann kíminn eins og hans var lag þegar viðstöddum gekk illa að skilja hann, og hallaði sér aftur í sætinu svo að hvít vetrarbirtan inn um gluggann brá fölva yfir andlit hans og persónu hans alla. Við höfðum verið að skemmta okkur um nóttina og síðan tyllt okkur tveir til frekara skrafs í stofu á hjónagörðum, í íbúð sem ég hafði að láni. Ég notaði tækifærið og spurði þennan flakkara að því hvort lífið hefði ekki kennt honum ein- hveija lexíu. Hvort hann ætti ekki í fómm sínum visdómsmola sem hann vildi sýna mér eftir það sem á milli okkar hafði farið á umliðnum áram. Þeir sem þekktu til hans fóm varlega í að spyija hann slíkra spuminhga því að Steinar varðveitti glóðarker innra með sér og hvarfl- aði jafnan frá ef hætt var við að kuldar eða hregg lífsins slökktu glóðina. Tíðum gekk ekki saman með þessum trúnaði hans við „inn- blásturinn“ sem hann kallaði og mannlífínu yfirleitt og þá vatt Stein- ar upp á sig, dró sig í kuðung utan um verömætið sem hann mat öllu öðm meira eða byrgði fölskvann í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.