Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992 31 Hjúkrunarfræðingar á Norðurlandi Niðurskurði til Krist- nesspítala mótmælt STJÓRN Félags háskólamennt- aðra hjúkrunarfræðinga á Norð- urlandi mótmælir harðlega fyrir- huguðum niðurskurði á fjárveit- ingum til Kristnesspítala. I ályktun segir: „Rök okkar byggj- ast á faglegum, byggðarlegum og fjárhagslegum sjónarmiðum. Frá faglegu sjónarmiði er það talinn vænlegur kostur að veita sjúklingi endurhæfíngu sem næst heima- byggð. Þannig skapast nánari tengsl milli endurhæfingaraðila og sam- starfsfólks í heilbrigðis- og félags- málageiranum í heimabyggð sjúkl- ingsins. Einnig er það mikill kostur fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra frá bæði félagslegu og efna- hagslegu sjónarmiði að þurfa ekki að sækja endurhæfingu landshoma á milli, sérstaklega í ljósi þess að oftast er um langtíma meðferð að ræða. Sjúklingar sækja stuðning og hvatningu til aðstandenda og sá þátt- ur í þjónustunni verður seint ofmet- inn. Þá skýtur það skökku við að leggja niður endurhæfíngu á Krist- nesspítala á sama tíma og rætt er um að flytja opinberar stofnanir og þjónustu út á landsbyggðina. Gild rök má færa fyrir því að hag- kvæmt sé að stuðla að áframhald- andi uppbyggingu endurhæfíngar á Kristnesspítala. Stöðvum á starfsem- inni myndi leiða til lengri legu sjúkl- inga á bráðadeildum sjúkrahúsa á svæðinu. Afleiðingamar yrðu aukinn kostnaður og minni afkastageta sjúkrahúsanna. í þessu tilliti verður að undirstrika þann mikla kostnaðar- mun sem er á leguplássi á bráða- deild og endurhæfíngardeild. Það getur ekki talist hagkvæmt að kasta fyrir róðra þeirri uppbyggingu sem þegar hefur átt sér stað á Kristnessp- ítala og búið er að leggja mikla fjár- muni í. Nær væri að leggja aukna fjármuni í áframhaldandi uppbygg- ingu endurhæfíngardeildarinnar þannig að rekstur hennar gæti orðið hagkvæmur og skilaði um leið ákjós- anlegum árangri. Hjúkrunarfræðingar í Félagi há- skólamenntaðra hjúkmnarfræðinga á Norðurlandi skora á heilbrigðisyfir- völd að falla frá áformum sínum um niðurskurð til Kristnesspítala.“ Morgunblaðið/Rúnar Þór Aðgengi að Félagsmálastofnun Akureyrar er ekki gott og því kom Jón Björnsson félagsmálastjóri til fundar við Jóhann Pétur Sveinsson formann SjáJfsbjargar, en þeir ræddu um ný lög um málefni fatlaðra. Lög um málefni fatlaðra Mörg mikilvæg* atriði í nýju lög- unum sem við bindum vonir við Safnaðarheimilið Sýning á ljósmyndum FÉLAGAR í Áhugaljósmyndara- klúbbi Akureyrar, ÁLKA, efna til samsýningar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og verður hún opnuð á laugardag, kl. 14. Tæplega 30 félagar sýna þarna á annað hundrað mynda, bæði svart- hvítar og í lit. Sýningin verður opin nú um helgina frá kl. 14 til 21 á laugardag og frá kl. 15 til 21 á sunnudag, en hún verður einnig opin á sama tíma aðra helgi, dagana 28. til 29. nóvember. Aðgangur að sýn- ingunni er ókeypis og eru flestar myndanna til sölu. Áhugaljósmyndaraklúbbur Akur- eyrar var stofnaður árið 1990 og eru félagsmenn nú um 50 talsins. - segir Jóhann Pétur Sveinsson formaður Sjálfsbjargar JÓHANN Pétur Sveinsson formaður Sjálfsbjargar, landssambands varðar aðgengi að opinberum bygg- fatlaðra, segir að mörg veigamikil atriði hafi komið inn í ný lög um málefni fatlaðra sem tóku gildi fyrir skömmu og bindi menn við þau miklar vonir. Jóhann Pétur kynnti nýju lögin á fundi hjá Sjálfsbjarg- arfélögum í fyrrakvöld og í gær ræddi hann við framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Norðurlandi eystra og félags- málastjóra Akureyrarbæjar um þessi mál. Jóhann Pétur benti sérstaklega á kafla um liðveislu í hinum nýju lögum, en þar væri bæði um að ræða liðveislu sem viðkomandi sveitarfélög eiga að veita og eins væri um að ræða sérstaka liðveislu sem svæðisskrifstofum er ætlað að veita fötluðum einstaklingum. „Þarna er um margháttaða aðstoð að ræða og hún kemur sem víðbót við þá heimaþjónustu eða heima- hjúkrun sem fyrir er og tilgangur er að gera fötluðum kleift að búa sem lengst heima,“ sagði Jóhann Pétur. Hann segir að lög um félagsþjón- ustu sveitarfélaga, þ.e. þau ákvæði sem fjalla um heimaþjónustu við fatlaða, séu í raun einskis nýt, fatl- aðir séu jafn illa settir og áður því þessu verkefni sé ekki tryggt nægi- legt fjármagn. „Nú treystum við því að úr því stjómvöld opnuðu fyr- ir þennan möguleika á annað borð muni þau tryggja nauðsynlegt fjár- magn til verkefnisins. Með þessu viðurkennir ríkið að brúa þarf það bil sem myndast ef viðkomandi fatl- aður einstaklingur þarf meiri þjón- ustu en sveitarfélögin treysta sér til að veita.“ Önnur veigamikil atriði sem Jó- hann Pétur sagði að væru til bóta í nýju lögunum væru varðandi ferðaþjónustu og ferlimál. Skýrt væri kveðið á um að sveitarfélögin ættu að veita fötluðum ferðaþjón- ustu, en það hefði fram til þessa verið gert í stærstu sveitarfélögum landsins. Þá væri einnig ákvæði um að sveitarfélög ættu að gera skipu- legar áætlanir um úrbætur hvað mgum og raði verkefnum í for- gangsröð. Hlutverki Framkvæmda- sjóðs fatlaðra var einnig breytt í þá veru að hér eftir er heimilt að veita fé úr sjóðnum, allt að 10%, til að gera breytingar á aðgengi við opinberar byggingar og við vinnu- staði þar sem fatlaðir starfa. Loks mætti nefna að breytingar hefðu verið gerðar á kaflanum um atvinnumál, en áður hefði fyrst og fremst verið miðað við að fatlaðir ynnu á vemduðum vinnustöðum, en í nýju lögunum væri megin- áherslan lögð á vinnu fatlaðra á almennum vinnumarkaði. „Þetta er þýðingarmikið nýmæli og ef vel tekst til getur það orðið fötluðum mjög til framdráttar sem og reynd- ar líka atvinnurekendum því það kemur fram að unnt verður að gera sérstaka samninga við vinnuveit- endur um að þeir taki fatlaða ein- staklinga í starfsþjálfun, en svæðis- skrifstofurnar munu greiða kostn- aðinn,“ sagði Jóhann Pétur. Menningarhátíð við utanverðan Eyjafjörð Listvinafélag, dasstón- leikar og Tjarnarkvartett MENNINGARHATIÐ hefur stað- ið yfir við utanverðan Eyjafjörð, en hún nær hámarki sínu á morg- un, laugardaginn 21. nóvember, þegar haldinn verður stofnfundur Þetta er frumsýn- ing á myndunum - segir Tolli, sem opnar á morgun sýn- ingu á verkum sínum í KA-heimilinu SÝNING á verkum Tolla verður opnuð í KA-heimilinu við Lundatún á morgun, laugar- daginn 21. nóvember, kl. 15. A sýningunni eru tæplega 30 myndir, olíumálverk og stein- þrykk, sem myndlistarmaðurinn hefur unnið að á síðustu þremur árum, en myndirnar vann hann á Um grafík verksted í Kaupmanna- höfn. „Það má segja að þetta sé frum- sýning á verkunum, þetta er T fyrsta sinn sem ég sýni þau öll saman,“ sagði Tolli. Tíu ár eru síðan Tolli sýndi verk sín á Akureyri síðast, en árið 1982 sýndi hann ásamt Guðmundi Oddi í Rauða húsinu sem þá var og hét. Eftir að hann lauk námi við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands hóf hann nám við Hoc- hschule der Kunste í Berlín. Hann hefur haldið 22 einkasýningar og tekið þátt í 18 samsýningum. „Ég hef alltaf lagt mikið upp úr því að sýna verk mín úti á lands- byggðinni og það er sama hvar er, ég legg mig ávallt jafnmikið fram um að vel takist til. Það við- horf var í eina tíð ríkjandi að það þýddi ekkert að fara með mynd- listarsýningar út á land, nema þá helst til að reyna að seljá eitt- hvað. Auðvitað vonast maður til að selja myndirnar sínar, en það kemur þá sem afrakstur þess að ég hef lagt mig fram um að gera hlutina vel,“ sagði Tolli. Sýningin stendur til 29. nóvem- ber næstkomandi og er hún opin á opnunartíma KA-heimilisins. Morgunblaðið/Rúnar Þór Tolli naut aðstoðar Alfreðs Gíslasonar framkvæmdasljóra í KA húsinu við uppsetningu verkanna í gær. listvinafélags í Tjamarborg í Ól- afsfirði. Að fundinum loknum verða djasstónleikar á sama stað, en hátíðinni lýkur á sunnudag með fyrstu opinberu tónleikum Tjarnarkvartettsins. Stofnfundur listvinafélags verður í Tjarnarborg, Ólafsfirði, á morgun, laugardag, kl. 14, þar sem félaginu verða sett lög og því valið nafn. Auk þess mun Einar Georg Einarsson skólastjóri í Hrísey ávarpa fundar- gesti og einhver skemmtiatriði verða. í fundarlok verður kaffisala á vegum Kirkjukórs Ólafsfjarðar. Að loknum fundinum verða djass- tónleikar í Tjarnarborg og hefjast þeir kl. 16, en fram kemur Kvartett Pauls Weeden, en auk hans skipa Sigurður Flosason, Tómas R. Ein- arsson og Guðmundur R. Einarsson kvartettinn. Fyrstu opinberu tónleikar Tjarnarkvartettsins verða síðan haldnir í Dalvíkurkirkju á sunnudag, 22. nóvember, kl. 16. Tjarnarkvart- ettinn skipa Hjörleifur Hjartarson, Kristjana Arngrímsdóttir, Kristján E. Hjartarson og Rósa Kristín Bald- ursdóttir. Kvartettinn er kenndur við heimabæ þeirra bræðra, Hjörleifs og Kristjáns, Tjörn í Svarfaðardal. Þau hafa sungið saman síðan 1989, þó ekki óslitið og komið fram allvíða, m.a. í sjónvarpi og útvarpi. Á efnisskrá tónleikanna eru íslensk og erlend þjóðlög, negrasálmar, dægurlög og djasslög. Undirleikarar í nokkrum laganna eru Daníel Hilm- arsson á gítar og Einar Arngrímsson á bassa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.