Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992 --— Gunnlaugur Stefáns- son kaupmaður, Hafn- arfirði - Aldarminning TTT Það er þriðjudagurinn 17. nóvember 1992, þegar þetta er skrifað. Og einmitt í dag leitar minning á hugann, minning um mann sem ég rétt þekkti í sjón, en hafði heyrt mikið talað um, mann sem á sínum tíma lifði í daglegri tilveru og tali Hafnfírð- inga. Hann hét Gunnlaugur Stef- ánsson, þessi maður, og hann hefði fagnað 100 ára afmæli í dag hefði hann lifað. Lífshlaup og saga Gunnlaugs Stefánssonar er athygli verð. Framfarahugur og framkvæmda- dugur setti mark sitt á manninn og glaðlegt yfírbragð og góðlátleg kímni fylgdi honum hvar sem hann fór. Hann og afkomendur hans hafa átt drjúgan hlut í að móta og mynda þann Hafnarfjörð sem við eigum í dag. Sitthvað sem ég hefí séð og heyrt um Gunnlaug Stefánsson rótar til í huga mínum og mér fínnst það þess virði, að ég verði að setja það á blað. Þess vegna verða þessi skrif til. Gunnlaugur Stefán Stefánsson fæddist í Hafnarfírði 17. nóvember 1892. Foreldrar hans voru sæmdarhjónin Sólveig Gunnlaugs- dóttir og Stefán trésmiður Sigurðs- son. Sólveig fæddist í Veghúsum í Reykjavík 1863, en Stefán var Húnvetningur að ætt, fæddur í Saurbæ í Vatnsdal árið 1859. Stefán lærði trésmíði í Hafnar- fírði hjá Jóni Steingrímssyni. Árið 1885 lauk Stefán trésmíðanámi sínu og kvæntist Sólveigu. Ungu hjónin fluttu til Njarðvíkur og stofnuðu þar heimili í Þórukoti. Þar áttu þau heima næstu þrjú árin og þar fæddist elsti sonur þeirra, Sigurður Jóel. Árið 1888 flutti svo fjölskyldan til Hafnaríjarðar og átti þar heima síðan. í Hafnarfirði stækkaði §öl- skyldan myndarlega, því að þar fæddust þeim hjónum sjö böm,- Ásgeir, tvíburamir Gunnlaugur og Ingibjörg, Friðfínnur, Valgerður Þorbjörg, Tryggvi og Ingólfur. Valgerður Þorbjörg andaðist á þriðja aldursári, en hin systkinin komust öll á fullorðinsár og reynd- ust dugandi atgervisfólk sem tekið var eftir og eldri Hafnfírðingar muna, meta og virða. Árið 1889 reisti Stefán sér og fjölskyldu sinni hús syðst í Undir- hamarstúni. Húsið var almennt nefnt Stefánshús, stendur enn og kallast nú Suðurgata 25. Þegar Stefán vann að húsbyggingu sinni vakti hann athygli þeirra sem til hans sáu fyrir útsjónarsemi, dugn- að og harðfylgi. Allt eru þetta eiginleikar sem einkennt hafa af- komendur hans í ríkum mæli. Stefán trésmiður Sigurðsson varð ekki langlífur maður. Hann lést skyndilega árið 1906, aðeins 47 ára að aldri og langt um aldur fram. Það var mikið áfall fyrir fjöl- skylduna. Eftir lifði ung ekkja með sjö böm, aðeins tvö höfðu naum- lega náð fermingaraldri en hið yngsta var sex ára. Kveðja Pétur Ágústsson Fæddur 8. maí 1949 Dáinn 29. október 1992 Með þessum fáu línum vil ég þakka Pétri góða viðkynningu, mikla hjálpsemi hans við mig og föður sinn. Hann var eins og sólar- geisli hvert sinn sem hann kom í heimsókn, blítt brosið og hlýlegt viðmót yljaði okkur um hjartarætur. Guð blessi minningu Péturs Ág- ústssonar. Dagbjört Elíasdóttir. Það blés ekki byrlega fyrir fjöl- skyldunni í Stefánshúsi árið 1906 og það var þungur róður framund- an, þegar fyrirvinnan var fallin frá. En Sólveig sýndi þá eftirminni- lega að hún var enginn veifiskati, sem beygði af þegar á móti blés. Með guðshjálp, hugrekki og ein- stæðum dugnaði, svo og með drengilegri aðstoð og samheldni bama sinna, tókst henni að koma öllum hópnum til manndóms og . athafna. Og þessi böm þeirra Sól- veigar og Stefáns áttu sér djúpar rætur í Hafnarfirði, ólu þar allan aldur sinn, fómuðu Hafnarfirði og hafnfírskum málefnum starfs- krafta sína og settu svip sinn á mótun og vöxt bæjarfélagsins. Gunnlaugur Stefán Stefánsson var 14 ára að aldri er faðir hans féll frá. Höfðu þá verið uppi ráða- gerðir um að setja hann til mennta, því að hann var námsfús og efni- legur námsmaður. Allar ráðagerðir um nám urðu að engu við fráfall föðurins. Hinn ungi sveinn kaus líka fremur að verða móður sinni og systkinum að liði í hinni ströngu lífsbaráttu sem framundan var. Honum var ekkert að vanbúnaði að hefja störf og afskipti í atvinnulífinu, þótt ungur væri að áram. Athafnaþráin var honum í brjóst borin, áræði og einbeitni skorti hann ekki og hann átti eftir að marka spor í íslenskri atvinnusögu, sem eftir var tekið. Gunnlaugur varð starfsmaður við Kaldá, fyrstu gosdrykkjasmiðj- una á íslandi, sama árið og faðir hans dó. Sú verksmiðja er talin fyrsti vísir að iðnaði í Hafnarfírði, stofnuð 1898, en eigandi hennar var Jón Þórarinsson, sem þá var skólastjóri Flensborgarskólans. Gunnlaugur var 14 ára þegar hann hóf störf hjá Kaldá og þar vann hann næstu þijú árin eða til 17 ára aldurs. Þrátt fyrir ungan aldur ávann Gunnlaugur sér slíkt traust hjá húsbændum sínum að tvö síðari árin veitti hann verk- smiðjunni forstöðu. Segir það eitt allnokkuð um manninn. Sautján ára gamall, árið 1909, hóf Gunnlaugur nám í bakaraiðn í brauðgerðarhúsi Einars Þorgils- sonar. Starfaði hann í brauðgerð Einars í rúman áratug eða til árs- ins 1920. Seinustu árin hafði hann brauðgerðina á leigu og annaðist sjálfur reksturinn. Þá er það að Gunnlaugur Stef- ánsson snýr sér að verslunar- rekstri, þeim þætti atvinnulífsins sem umfangsmestur varð í lífi hans. Hann stofnar verslun í Akur- gerðishúsinu, sem stóð við Vestur-. götu 10. Þetta var árið 1920. Verslunina nefndi hann Gunn- laugsbúð. Þessa verslun rak hann af miklum dugnaði og myndarskap allt til ársins 1956, undir kjörorð- inu: „Gunnlaugsbúð sér um sína“. Kjörorðið þótti snjöll auglýsing og höfundur þess standa furðanlega vel við það. Enda dafnaði verslunin vel og jókst ár frá ári. Brátt varð húsnæðið í Akurgerði alltof lítið fyrir verslun Gunnlaugs, en hún var bæði heildsala og ,smá- sala. Því var það, að árið 1928 byggði hann sér myndariegt, tví- lyft hús á Austurgötu 25. Með því má segja að Gunnlaugur slægi tvær flugur í einu höggi, því að á efri hæð hússins var íbúð fjölskyld- unnar, en verslunin var á neðri hæðinni. En verslunarreksturinn var eng- an veginn nógur til að svala at- hafnasemi og framkvæmdaþreki Gunnlaugs Stefánssonar. Jafn- framt verslunarrekstrinum gerðist hann bæði iðnrekandi og útgerðar- maður. Hann hóf rekstur kaffiverk- smiðju á Vatnsstíg 3 í Reykjavík árið 1930. Þar fór fram bæði kaffi- brennsla og kaffibætisgerð. Þessa verksmiðju rak Gunnlaugur fram yfír stríðsárin og var GS-kaffíð og GS-kaffibætirinn þjóðkunn vara á þessum árum og fékkst um land allt. Eitt af fjölmörgum áhugamálum Gunnlaugs var útgerð og sjósókn. Það vildi svo til árið 1934 að Gunn- laugur eignaðist jörðina Hóp í Grindavík, en landið sem er í kring- um Grindavíkurhöfn í dag var eign þeirrar jarðar. Gunnlaugur átti jörðina til 1942 og gerði.þaðan út fjóra báta, sem bára eftirfarandi heiti: Stefán, Sólveig, Ámi og Bjarni riddari GK 1. Varðveitt er skemmtileg saga frá því, þegar hann um tvítugsald- ur viidi kaupa vélbát og hefja út- gerð ásamt vini sínum og jafn- aldra, Guðmundi Jónassyni. Þeir félagarnir, Gunnlaugur og Guðmundur, vora áhugasamir um landsmálin á þessum tíma og fylgdust náið með sjálfstæðisbar- áttu þjóðar sinnar í byijun þessar- ar aldar. Þeir vora miklir aðdáend- ur Tryggva Gunnarssonar al- þingismanns og bankastjóra í Landsbanka íslands, en jafnframt andstæðingar Hannesar Hafsteins. Nú þurftu þeir félagar á lánafyr- irgreiðslu að halda til þess að kaupa vélbátinn og heíja útgerð. Og þá lá auðvitað beinast við að leita til Landsbankans og Tryggva Gunnarssonar, vinar þeirra og vopnabróður í stjómmálabarátt- unni, forastumannsins sem hélt hátt á lofti merki þeirra stjórn- málaskoðana sem þeir aðhylltust og börðust fyrir. Fullir bjartsýni og vonar gengur þeir á fund Tryggva með erindi sitt, en hryggbrotnir og vonsviknir gengur þeir félagamir af fundi hans. Hjá Tryggva og Landsbank- anum var ekkert lán að fá. Hvað var nú til ráða? Hannes Hafstein var bankastjóri í íslands- banka. Hann vissi þá báða, ungu Hafnfirðingana, ákveðna andstæð- inga sína á stjómmálasviðinu. Samt var nú svo komið fyrir þeim félögum, Gunnlaugi og Guðmundi, að það hvarflaði að þeim að leita þangað í nauðum sínum. Það lá einhvern veginn fyrir þeim að gef- ast ekki upp við að .koma hug- myndum sínum í framkvæmd. Tvisvar brast þeim kjarkur við útidyr íslandsbanka, að leita þang- að fannst þeim vera hreint feigðar- flan. En þegar þeir komu að útidyr- unum í þriðja sinn hertu þeir upp hugann og fóra inn og stóðu óstyrkum fótum frammi fyrir Hannesi Hafstein og bára fram erindi sín sem best þeir gátu. Bankastjórinn og skáldið hlust- aði þögull og þungbrýnn á mál ungmennanna. Reis síðan elds- nöggur úr sæti sínu, þó ekki til þess að vísa þeim á dyr eins og þeir óttuðust. Hannes Hafstein brýndi röddina og sagðist dá dirfsku þeirra og áform. Hann sagði að bankinn ætti að styrkja unga menn með trú á landið og auðvelda þeim leiðir til bjartari framtíðar. Fyrirgreiðsl- an var þar með tryggð og þeir Gunnlaugur og Hannes urðu vinir til æviloka. Þannig hófst útgerðar- saga Gunnlaugs Stefánssonar. Gunnlaugur lét líka að sér kveða á sviði félagsmála. Hann var mik- ill vinur og aðdáandi séra Friðriks Friðrikssonar, sem stofnaði KFUM í Hafnarfírði. Gunnlaugur var lengi í stjórn þess ágæta félagsskapar og annaðist með vini sínum, Jóel Fr. Ingvarssyni, og fleiram rekstur sunnudagaskóla KFUM í Firðin- um. Þá var Gunnlaugur einn af stofnendum Félags íslenskra iðn- rekenda. Sömuleiðis Kaupmanna- félags Hafnarfjarðar og í stjórn þess var ha'nn um árabil. Einig var hann um skeið í sjó- og verslunar- dómi Hafnarfjarðar. Hinn 5. nóvember 1921 kvænt- ist Gunnlaugur Snjólaugu Guðrúnu Árnadóttur. Snjólaug fæddist 7. mars 1898 á Sauðárkróki, dóttir hjónanna Líneyjar Siguijónsdóttur frá Laxamýri í Þingeyjarsýslu og Áma Bjömssonar sóknarprests á Sauðárkróki. Snjólaug fluttist með foreldram sínum að Görðum á Álftanesi 1913, en þar varð séra Ámi prófastur allt til æviloka, en heimili þeirra prófastshjónanna stóð í Hafnar- fírði frá árinu 1928. Við lát manns síns flutti frú Líney til sonar síns, Páls Ámasonar verslunarstjóra í Reykjavík. Snjólaug var manni sínum hjart- kær, tryggur og traustur lífsföra- nautur og bjó honum og bömum þeirra aðlaðandi og fagurt heimili með glaðværð og myndarskap á öllum sviðum. Hún starfaði mikið að málefnum þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði, bæði með þátttöku í söngkór kirkjunnar og óeigingjömum störfum með kvenfélagi safnaðarins. Snjólaug var mikilhæf kona, ákaflega músí- kölsk og hafði fagra söngrödd. Manni sínum reyndist Snjólaug ómetanlegur aflgjafi til góðra verka og stoð hans og stytta í blíðu og stríðu. Þau hjónin, Gunnlaugur og Snjólaug, eignuðust þijú böm, Stefán Sigurð, fyrrverandi bæjar- stjóra í Hafnarfirði og síðar alþing- ismann, Áma hæstaréttarlögmann og Sigurlaugu, sem átti við fötlun að stríða. Frá þeim Snjólaugu og Gunn- laugi er mikill ættbogi kominn, mikið mannkostafólk, sem þegið hefur í arf marga ágæta hæfileika þeirra hjóna, fólk sem hefur með starfi sínu haft mikil áhrif bæði hér í Hafnarfirði og í þjóðfélaginu í heild. Ég nefni sem dæmi þá bræður Áma og Stefán. Ámi var bæjar- fulltrúi hér í Hafnarfirði í samtals 20 ár, en Stefán var bæjarfulltrúi í 16 ár, þar af bæjarstjóri í Hafnar- firði í 8 ár. Auk þess átti Stefán sæti á Alþingi í nokkur ár. Synir Stefáns, sonarsynir þeirra Snjólaugar og Gunnlaugs, hafa svarið sig í ættina með pólitískum áhuga og áhrifum á stjómmála- sviðinu. Guðmundur Ámi Stefáns- son hefur verið bæjarfulltrúi í Hafnarfírði í áratug og bæjarstjóri þar frá árinu 1986. Og þrír bræðr- anna, þeir Finnur Torfi, Gunnlaug- ur og Guðmundur Ámi hafa átt sæti á Alþingi íslendinga. Nú er nýútkomin þriðja bók Áma Gunnlaugssonar undir heit- inu Fólkið í Firðinum. Þessi síðasta bók Árna hefur að geyma 220 ljós- myndir af öldraðum Hafnfirðing- um ásamt stuttu æviágripi 296 einstaklinga í Hafnarfírði. Þetta er glæsileg bók með miklum fróð- leik og er helguð minningu föður Áma Gunnlaugs Stefánssonar. Það er spá mín, að þessi bók eigi eftir að veita fróðleiksþyrstum les- endum sínum marga ánægjustund og verða þeim gleðigjafi og augna- yndi ekkert síður en hinar tvær sem fyrr komu út undir sama heiti, Fólkið í Firðinum. í öllum bindun- um þremur era samtals 612 ljós- myndir og æviágrip 750 einstakl- inga. Það era ekki margir synir sem reist hafa /öður sínum betri minnisvarða en Árni Gunnlaugsson með þessum gagnmerku bókum sínum. Hér á undan hefur verið stiklað á stóru í ævi athafnamannsins Gunnlaugs Stefánssonar í Hafnar- firði. Hann var maður mikilla mannkosta og tók víða til hend- inni. Atorkan einkenndi störf hans en glaðværðin og hjartahlýjan and- rúmsloftið í kringum hann. Með slíkum mönnum er gott að vera og þeirra er líka bæði hollt og gott að minnast. Gunnlaugur lést hinn 22. ágúst 1985, fyrir rúmum 7 árum. Snorri Jónsson segir m.a. um Gunnlaug í ágætri minningargrein sem birtist í Morgunblaðinu 30. ágúst 1985: „Á starfsævi hans var sjaldan logn heldur blésu um hann oft vindar, enda var maðurinn at- hafnasamur og tilfinningaríkur og fór ekki ætíð troðnar slóðir. Gunn- laugur var gestrisinn maður og stórtækur í gjöfum og aðstoð sinni við þá, sem höllum fæti stóðu í lífs- baráttunni. Hygg ég að smámuna- semi hafi verið óþekkt í fari hans. Gunnlaugur háði á köflum tví- sýna baráttu við áfengissýkina en tókst ætíð að rétta við. Hann hafði ríkan áhuga á framgangi bind- indismála, og sem dæmi um það má nefna að hann var upphafs- maður að stofnun bindindismála- sjóðs Sigurgeirs Gíslasonar sem stofnaður var 1948 á áttræðisaf- mæli Sigurgeirs. í bréfí um þetta mál segir hann orðrétt: „Þegar ég hef fengið köll- un að leggja lið einhverri góðri hugsjón, þá er ég svo af guði gerð- ur, að ég vil halda fast á góðu máli.“ Sjálfur fylgdi hann málinu eftir með rausnarlegri gjöf og fékk aðra til liðs við sig. Lýsir þetta vel staðfestu hans, þegar hann beitti sér fyrir framgangi mála ...“ Börn Stefáns Gunnlaugssonar skrifa minningargrein . um Gunn- laug afa sinn látinn og segja m.a. um hann og Snjólaugu ömmu sína. „Þessi hjón sköpuðu barnabörn- um sínum sérstakan heim, sem er þeim enn jafn bjartur í minning- unni og hann var í raunveruleikan- um á æskuáranum. Þessi heimur afa og ömmu stóð í húsinu nr. 25 við Austurgötu í Hafnarfirði. Það var stórt hús og fallegt með vel hirtum garði bakatil. Náttúra hússins var sú, að þar var maður alltaf velkominn, á hvaða tíma sem var. Engu máli skipti með hvaða erindum maður fór inn í þetta hús. Þeim var öllum vel tekið og öll greiðlega leyst. Þarna var manni fijálst að skoða og kanna allt sem hugurinn girnt- ist, jafnt uppi á háalofti sem niðri í kjallara. Áldrei spurði maður svo heimskulegrar spumingar í þessu húsi að maður fengi ekki við henni elskulegt og skynsamlegt svar. Ef til vill var það furðulegast við þetta hús, að allt sem í því var, stórt og smátt, virtist vera manni til reiðu að gjöf, ef maður aðeins lét svo lítið að nefna það. Það tók litlar sálir nokkum tíma að átta sig á þessu, ekki síst fyrir þá sök, að á neðri hæð hússins var heil matvöraverslun sem meðal annarra gersema geymdi glerskáp mikinn fullan af sælgæti. Með tím- anum lærðist sú lexía, að í húsi þar sem allt stendur til boða, biður maður um það sem þarf, en annað ekki. Miðpunktur hússins var amma, blíða góð amma. Þangað var gott að Ieita huggunar ef með þurfti. Auk þess sem hún bjó til besta ís í heimi. Og þarna var afí. Afí hófst af sjálfum sér og fyrir eigið atgervi. Það fór ekki fram hjá neinum að hann var kraftmik- ill maður. Alltaf var kringum hann líf og athafnir. Það þurfti ekki að kvíða tíðindaleysi, þegar maður var með afa..." Með þessum orðum barnabama Gunnlaugs Stefánssonar lýk ég þessum skrifum á aldarafmælis- degi hans. Verkin hans lifa sem fordæmi fyrir unga framkvæmda- menn framtíðarinnar og minning- amar lýsa. Virðing og þökk fylgir hundrað ára minningu Gunnlaugs kaup- manns Stefánssonar í Hafnarfirði. Hörður Zóphaníasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.