Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992 EVRÓPA eftir ÓlafPálsson Ekki alls fyrir löngu birtust í dag- blöðunum auglýsingar með stórri fyrirsögn: Atvinnuréttindi í 18 lönd- um. Þar segir svo: 1. Með EES-samningnum fá íslend- ingar atvinnuleyfi í 18 öðrum Evrópulöndum. 2. íslendingar, sem fara til starfa í þessum löndum, munu njóta sömu félagslegra réttinda og rík- isborgarar viðkomandi lands. 3. íslensk vinnulöggjöf mun gilda um ríkisborgara EES-landa sem fá störf hér á landi. 4. Óheimilt verður að bjóða aðfluttu fólki frá EES-löndum lakari kjör en íslendingum. 5. íslendingar hafa góða reynslu af sameiginlegum norrænum vinnu- markaði. Atvinnulífíð styður EES Þeir sem kosta þessar auglýsingar og undirrita þær eru vinnuveitenda- samtökin, landssambönd og félaga- samtök vinnuveitenda (þar á meðal Hárgreiðslumeistarafélag íslands og Félag íslenska prentiðnaðarins en það kemur nokkuð á óvart því ósjald- an hafa talsmenn þess komið fram í sjónvarpinu með grátstafinn í kverkunum vegna þess að prentun íslenskra bóka er gerð í útlöndum, meðal annars í Belgíu eða jafnvel í Hong Kong). í stuttu máli þá undir- rituðu þeir sem fjárráðin hafa svo til einhvers er að vinna. Aftur á móti undirritar enginn frá hinum svokölluðu vinnandi stéttum og seg- ir það sína sögu. Síðastliðið sumar birtist í dagblöð- unum útdráttur úr skýrslu frá UNFPA en það er stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um vandamál fólksfjölgunar í heiminum. Þar segir meðal annars að íbúar heimsins séu um 5,4 milljarðar en um miðja næstu öld eða eftir 60 ár megi búast við að þeir verði orðnir 10,2 milljarðar eða tvöfalt fleiri en nú. „Fjölgunin er mest meðal hinna fátækari þjóða. Mest í_ Afríku, þeirri heimsálfu sem síst hefur við fleira fólk að gera. Þar er þess getið til dæmis að íbúar þar séu um 650 millj- ónir og að líkindum verði þeir orðnir 900 milljónir um aldamótin. í skýrsl- unni er látið að því liggja að ef mönn- unum fjölgi næstu áratugina sem nú horfir, stofni sú fjölgun í hættu öllum framförum með mannkyninu sjálfu. í þriðja heiminum sjáist þegar þess ærin merki að heilbrigðis- og skóla- kerfi eigi fullt í fangi með að stand- ast álagið, sem jjölgunin hefur í för með sér. Fjölgunin eykur einnig óðum álagið á umhverfið, þannig að því er hætta búin, hún kemur af stað fjölda- flutningum milli landa og heimshluta og gerir það að verkum að mörg ríki og heilir heimshlutar eiga með hviju ári sem líður erfiðara með að fæða sig.“ Eftir 40 ár til viðbótar eða 100 ár héðan í frá, er hægt að hugsa sér að mannfjöldinn hafi tvöfaldast aftur og náð þá 20 milljörðum ef svo fer fram sem horfir. Ef litið er tiL Vestur-Evrópu, þá er mannfjöldinn nú um 400 milljónir en ef sama hlutfall væri látið gilda ætti það að tvöfaldast á næstu 60 árum. En nú er fólksfjölgunin þar langt undir meðallagi svo réttast er að meta hana aðeins helming af því sem annars staðar er eða um 50 af hluthafafundur SAMSKIPA Hluthafafundur í Samskipum hf. verður haldinn föstudaginn 27. nóvember 1992 kl. 14:00 í matsal félagsins að Holtabakka. Dagskrá: 1. Stjórnarkjör vegna breytinga á eignaraðild 2. Önnur mál Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins að Holtagörðum og við innganginn. Stjórn SAMSKIPA hf. tXSAMSKIP Holtabakka við Holtaveg • 104 Rcykjavík • Sími (91) 69 83 00 hundraði. Með því móti mætti áætla að mannfjöldinn þar yrði að 60 árum liðnum um 600 milljónir. Þá verður þar ákaflega þröngt setinn bekkur- inn svo til stórra vandræða mun horfa. Landrými er nú þegar orðið of lítið á stórum svæðum, til dæmis í vesturhluta Þýskalands, Niðurlönd- um og Danmörku og hvernig verður ástandið þegar fjölgar enn? Tökum Danmörku til dæmis. Þeir eru nú taldir vera um 5 milljónir en með þessu hlutfalli sem nefnt hefur verið ættu þeir að verða 7,5 milljón- ir eftir aðeins 60 ár. Þá verður orð- ið afar þröngt um þar eða yfír 170 íbúar á hvem ferkílómetra. Það er ekki aðeins að lítið land verði undir fótum, heldur skortir þá land til að yrkja og annað vandamál verður augljóst og það er, að skortur verður á drykkjarvatni (en úr því verður líklega hægt að bæta með leiðslum frá Svíþjóð). Mörg önnur vandamál verða en þau verða ekki rakin hér. Þetta sama ástand kemur til með að ná yfir alla Vestur-Evrópu með tímanum. Og hvað gerir fólk þegar þrengsl- in verða óbærileg? Það flytur úr landi og leitar þangað þar sem jarðnæði er og þar sem góðar félagslegar aðstæður em fyrir hendi. Reyndar má segja að hingað til hefur nafn landsins og viðsjál veðrátta varið okkur talsvert fyrir þrýstingi utan frá en það verður varla lengi. í Austur-Evrópu búa nú líka um 400 milljónir. Þar er landrými nokkm meira en þar er fólksfjölg- unin meiri en í vestanverðri álfunni. Vegna óvissuástands á þeim slóðum má búast við straumi flóttamanna þaðan vestur á bóginn og ekki bæt- ir það útlitið. I ofannefndri auglýsingu er alls ekki getið um að með EES-samningi verður útlendingum veitt hér at- vinnuleyfi til jafns við íslendinga en aðeins getið að íslensk vinnulöggjöf muni gilda um aðkomumennina, sem fá störf hér á landi og að óheimilt sé að bjóða þeim lakari kjör en okk- ar mönnum. Má skilja það svo að þeir geti notið sömu félagslegra rétt- inda og við enda stendur þar líka, að með EES-samningnum munum við njóta sömu réttinda og þeir heima hjá sér. Með samningnum eigum við að fá í staðinn atvinnuréttindi í 18 Evrópulöndum þar, sem fyrir er um 10% atvinnuleysi og er ekki gott að sjá hvað þau geta komið okkur til góða. (Varðandi félagsleg réttindi þá hefur framkvæmdastjórn Evr- ópubandalagsins ákveðið með til- skipun að fæðingarorlof kvenna ætti minnst að vera aðeins 14 vikur en hér eru þær 26). í síðasta lið auglýsingarinnar er sagt að við höfum góða reynslu af sameiginlegum norrænum vinnu- markaði. Það er rétt svo langt sem það nær en vita hinir ágætu menn ekki að þar gætir norrænu bróður- hugsunarinnar og við erum þar mik- ið fremur þiggjendur en veitendur. Atvinnulífið styður EES stendur stórum stöfum. Nú eru þrengingar- tímar, það vita allir. Það vekur at- hygli að þeir sem kalla sig atvinnulíf- Ólafur Pálsson „En auðséð er á öllu að margl óviðfelldið sem við ráðum engu um, getur enn sem fyrr gerst á meginlandinu og ætli það sé þá ekki viturlegast að standa utan við allt og taka alls ekki þátt þar í nein- um bandalögum, hvort sem þau eru viðskipta eða annars eðlis og sigla okkar sjó fyrir eigin afli.“ ið virðast ekki hafa þá reisn og sjálfstraust sem af þeim er ætlast til að standa á eigin fótum, og haldn- ir bölsýni benda þeir fólkinu á ein- hver óskilgreind atvinnutækifæri í útlöndum. Það er af sem áður var. En um leið fallast þeir á að opna vinnumarkaðinn hér heima fyrir út- lendu vinnuafli og líka fjármagni en hvorttveggja getur leitt eitthað það af sér, sem enginn getur séð fyrir. En nú er mér spurn. Gera okkar ágætu stjómmálamenn sér grein fyrir því, þegar mannþröngin í Evr- ópu er orðin óbærileg, hvaða afleið- ingar það getur haft í för með sér að opna landið fyrir erlendum mönn- um sem eru að leita að stað þar sem hægt er að lifa mannsæmandi lífi eða þá í atvinnuleit? Það er ekki lík- legt að einn og einn leggi leið sína hingað, heldur hundrað og líklega þúsundir svo ekki sé meira sagt. Og að endingu verður hér vikið að öðru. Þegar við heyrum fréttimar úr Evrópu rekur marga í rogastans. Að svona geti gerst hjá siðmenntuð- um þjóðum nú á tímum. Trúar- bragðadeilur misþyrmingar, ofbeldi og meira segja nábúar og vinir myrða hvem annan í skæðum bar- dögum þar sem fulikomin vopn em notuð. Þeir sem hafa kynnt sér sögu álfunnar hafa fengið vitneskju um að svona hefur það gengið af og til gegnum aldimar þar um slóðir. Ef tekin er öldin okkar þá var byijun hennar ekki friðsamleg. Þá skall á heimsstyijöldin fyrri með öllum sín- um hryllingi. Að henni lokinni tóku menn höndum saman og sögðu: Þetta má aldrei koma fyrir aftur. Þeir sem hrópuðu þetta voru kvenfé- lögin, ungmennafélögin, alþýðusam- böndin og yfirleitt hvar sem stórir hópar komu saman. Aldrei aftur. Lifum saman í friði! Lýðræði var víða komið á og menningin blómstr- aði en þrátt fyrir það vom víða um álfuna einhver átök. Mesta og glæsilegasta menning- arþjóð álfunnar Þýskaland öðlaðist nýja stjórnarskrá sem var fullkomn- ari en nokkuð land átti. Hún entist í meir en einn áratug en þá var henni kastað eins og hveiju óþverra- plaggi. Það tók ekki nema fáein ár að breyta siðmenntuðu fólkinu þar í óðar skepnur sem æddu með eldi og brandi yfir nágrannalöndin. Ný viðbjóðsleg heimsstyijöld var hafin þar sem fólki var slátrað af mestu grimmd. Hún kostaði 50 milljónir manna Iífið. Saga Evrópu er öll meira og minna blóði drifin. Aldrei aftur hugsar fólk. Aldrei aftur. En víða kraumar undir, því er ekki að neita. Verður hættusvæði austan til eða vestan? Geta orðið átök milli landa eða innan þeirra? Á einu sviði þjóðmála getur t.d. komið upp alvarlegt ástand í Evrópu, en svo er háttað að í flestum löndunum eru þar nú stórir hópar innflytjenda af öðru sauðahúsi en heimamenn og eru hinir fyrrnefndu ekki vel séðir. Ekki bætir úr að þeim ijölgar svo að eftir allmarga áratugi geta þeir náð því að verða í meirihluta í ein- hveijum landanna. Þetta mun þá valda sundrung og óánægju og þá þarf ekki meira til en að einhveijir æsingamenn nái völdum og flæmi aðkomumennina úr landi og þá skap- ast það ástand að gífurlegur fjöldi flóttafólks leiti að landi til að setjast að í. í slíku tilfelli megum við búast við að hingað muni mjög margir koma þeirra erinda. En auðséð er á öllu að margt óviðfelldið sem við ráðum engu um, getur enn sem fyrr gerst á megin- landinu og ætli það sé þá ekki vitur- legast að standa utan við allt og taka alls ekki þátt þar í neinum bandalögum, hvort sem þau eru við- skipta eða annars eðlis og sigla okk- ar sjó fyrir eigin afli.“ í fyrra vor sat ég um kvöld við borð úti á svölum í sólarlandi. Hljóm- sveit lék fyrir dansi og fólkið hringsnérist um. Við hlið mér sat roskinn Þjóðveiji auðsjáanlega tals- vert lífsreyndur. Hann var forvitinn um landið okkar og ég sagði honum að ég ætti heima á klettaeyju langt úti í hafinu þar sem stríðir vindar blésu. Honum var allt í einu mikið niðri fyrir og sagði: „Mikið getið þið verið hamingjusamir að eiga engin landamæri að öðru landi og að eiga þess vegna kost á að ráða málum ykkar sjálfir." Það var hvorki stund né staður til að hlusta á eina hörm- ungarsöguna enn, svo ég var fljótur að beina samtalinu í aðra átt. Höfundur er verkfræðingvr Norræna félagið mótmæl- ir póstburðargjöldum FRAMKVÆMDARÁÐ Norræna félagsins á íslandi samþykkti á fundi sinum 12. nóvember sl. að senda eftirfarandi ályktun ásamt greinargerð til samgöngumála- ráðherra og yfirmanns Pósts og síma: „Norræna félagið á íslandi mót- mælir þeirri ákvörðun að fella úr gildi þá samþykkt ríkisstjóma Norð- urlanda að póstburðargjöld innan Norðurlanda skuli vera þau sömu og í gildi eru innanlands í hveiju landi fyrir sig. Félagið beinir þeim tilmælum til ráðherra og stjórnar Pósts og síma að dregin verði til baka fyrri ákvörð- un, sem felur í sér að póstburðar- gjöld til Norðurlanda eru* nú önnur en innanlands." í greinargerð með ályktuninni segir: „Árið 1953, á fyrsta þingi Norðurlandaráðs, sem er samstarfs- vettvangur þjóðþinga Norðurland- anna, var samþykkt að kanna mögu- leika á samvinnu í norrænum póst- og símamálum. Næstu árin þar á eftir voru síðan framkvæmdar víð- tækar breytingar í hveiju landi fyrir sig, sem leiddu m.a. til samhæfingar á póstburðargjaldskrám landanna. Sú ákvörðun ríkisstjórna Norður- landanna að gjaldskrá fyrir innan- landspóst skyldi gilda um öll Norður- lönd hefur æ síðan haft álíka tákn- ræna þýðingu fyrir norrænt sam- starf og t.d. afnám vegabréfsskyldu innan Norðurlandanna, möguleiki íbúanna á sameiginlegum vinnu- markaði og aðgangur að heilbrigðis- þjónustu- og tryggingarkerfi hvers lands fyrir sig, án tillits til þess hvar á Norðurlöndum viðkomandi íbúi er búsettur. Það er álit Norræna félagsins að fyrrgreind breyting, sem fram kem- ur í gjaldskrá Pósts og síma frá 1. nóvember sl., innihaldi formbreyt- ingu, sem stangist í grundvallaratr- iðum á við fyrri samþykktir ríkis- stjóma á Norðurlöndum. Norræna félagið vill ekki láta það átölulaust að slíkt skref í norrænni samvinnu verði stigið afturábak, ekki síst í ljósi þeirrar umræðu sem á sér stað í dag um gildi norrænnar samvinnu í auknu samstarfi Norðurlandanna við önnur Evrópuríki. í því sambandi vill Norræna félag- ið taka heils hugar undir það sjónar- mið, sem m.a. kemur fram í skýrslu nefndar forsætisráðherra Norður- landa um breyttar áherslur í nor- rænu samstarfi, að nauðsynlegt verði að efla og styrkja norræna samvinnu samfara breyttum áhersl- um í efnahags- og viðskiptalegum samskiptum Norðurlanda við aðrar þjóðir Evrópu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.