Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 20. NOVEMBER 1992 Barbara Marteins dóttír - Minning Fædd 20. október 1942 Dáin 14. nóvember 1992 Við andlát systur minnar, Bar- böru eða Bárbel, langar mig til að birta nokkur dagbókarbrot sem sýna ef til vill best tilfinningar mínar til hennar og hve mikið líf hennar, veikindi og andlát hafa gefið mér. 23. ágúst 1989 Þetta hefur með sanni verið ör- lagaríkt sumar í mínu lífi og minna nánustu. Bárbel liggur á spítala í Keflavík þessa stundina með krabbamein á alvarlegu stigi. Bárbel!!! Hún á að fara frá okkur, systir mín sem ég elska svo mikið. í bæn hef ég beðið að hún þurfi ekki að þjást meira en hún hefur þegar gert. Bænin hefur veitt mér frið og fullvissu um að hún sé í Guðs hendi. Ég veit að þegar fólk deyr er Drottinn að kalla það heim til sín. Elsku Bárbel, ég finn smæð mína og auðmýkt í návist þinni því þú verður drottning í himnaríki og sái þín fullkomin eins og trú þín á Jesú í þessu lífi. 9. sept. 1989 Á Landspítalanum í Reykjavík: Ég hafði ekki úthald í það um daginn að skrifa meira. Það er svo margt að minnast á. Bárbel líður mjög illa og við Unnur erum hjá henni núna. Það sem ég upplifi nú líkist mjög því sem ég gekk í gegn- um eftir nauðgunina. Orðið krabbamein eins og orðið nauðgun vekur ótta. Að sumu leyti er ég sterkari núna en að öðru leyti þreytt andlega og stundum næst- um tilbúin að gefast upp. Samt hef ég ekki hugsað mér að gefast upp. Rétt áðan, meðan ég sat hér hjá systur minni, fékk ég skilning á því að Guð vill að ég feli honum hana — fullkomlega. Til þess þarf trú — mikla trú. Helst langar mig til þess að taka utan um hana og bera hana héðan út, búrt frá öllu, en ég sé og skil að aðeins Guð getur það. Hann elskar hana og kannski sleppti hann henni með trega í okkar umsjá um tíma. Hann hlýtur að hafa vitað hve óréttlátlega ég og aðrir ættum eft- ir að koma fram við hana. Guð er réttlátur og fer ekki illa með bam sem hann elskar. í hjarta mínu hef ég sagt honum að ég sé tilbúin að Ljós lifnar, Ijós deyr út. Öll lýsum við en misjafnlega skært. Ljósið hennar Tótu var skært, oftast. Einu sinni eða tvisvar virtist sem það ætlaði að deyja út en það gerðist ekki og skein þá enn skærar en áður. Börnin hænast að ljósi, þar er birtan og hlýjan og í ljósið hennar Tótu leituðum við. Það umvafði okkur og veitti okkur ör- yggi og kærleika. Bergþóra Þórðardóttir eða Tóta eins og við kölluðum hana alltaf fæddist á Patreksfirði, dóttir hjón- anna Guðlaugar Jónsdóttur og Þórðar Jónassonar, bæði ættuð frá Breiðafjarðareyjum. Hún var fjórða elst af átta systkinum og eru tvö á lífi, þeir Magnús og Einar. Eftir venjulega skólagöngu á þeirra tíma mælikvarða réðst hún í vist eins og títt var um ungar stúlkur í þá daga. Þann 20. nóvem- ber 1943 giftist hún móðurbróður okkar, Kristni Guðmundssyni út- gerðarmanni. Þetta var systkina- brúðkaup því sama dag gengu for- eldrar okkar í hjónaband. Bæði sleppa henni, sorgmædd yfir öllu óréttlæti mínu og ýmsu því sem Bárbel hefur mátt ganga í gegn- um, en jafnframt þakklát fyrir hana og fýrir það sem hún hefur kennt mér. Ég elska þig Bárbel. Ég bið Guð að leiða mig í mínu hlutverki svo ég geri það sem ég get fyrir þig en taki jafnframt ekki fram fyrir hendur þínar eða föður okkar á himnum. Ég gleðst yfír því að einhvern daginn munum við systurnar faðmast á ný, þegar hún er heil á líkama og sál. 21. sept. 1989 Bárbel líður betur þessa dagana. Hún byijaði í geislameðferð í morgun. Það er ömurlegt að horfa upp á þetta allt, vitandi hversu takmörkuð hjálp þetta er því von- leysið í sambandi við meðferðina sjálfa virðist svo mikið. Trú mín og von er þó sú að Bárbel og aðr- ir með krabbamein geti læknast. Ég hef falið Bárbel í Guðs hendur og lært hvað það er að sleppa því áþreifanlega í hendur hins ósýni- lega Guðs, sem ég hef þó vitnis- burð um að sé til. Líðan Bárbel er betri en ég fínn meiri frið og reyni að vera undir framtíðina búin en kvíða henni ekki. Jólin 1989 Á þessum jólum er ég mest þakklát fyrir að Bárbel gat verið heima en ekki fárveik á spítala. Við söknum bræðra okkar sem búa erlendis. 16. jan. 1990 Bárbel útskrifaðist af spítalan- um 15. des. og við tók flutningur hennar á sitt nýja heimili að Kletta- hrauni 17 í Hafnarfírði. Þar er sambýii og búa 7 manns þar sam- an. Bárbel líður mjög vel, er glöð og hress, enda heimilið huggulegur og góður staður. 17. febr. 1990 í dag skírðist systir mín, Bar- bara Marteinsdóttir, inn í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heil- ögu. Ólafur framkvæmdi athöfn- ina. Þetta var mjög andleg stund. Við glöddumst báðar innilega. Barbara er virkilega bara hún sjálf, mjög einlæg, góð, hress og glöð með lífið sitt. Hún flutti lokabæn á Líknarfélagsfundi á sunnudag- inn. Ég táraðist og það gerðu fleiri. 1. apríl 1990 Áður en ég loka bókinni í dag langar mig að segja örlítið frá því brúðhjónin áttu fyrst heima í sama húsi en síðan fluttu Kristinn og Tóta, en aðeins yfir götuna. Þeim varð ekki barna auðið en tóku þess í stað ástfóstri við okkur frændsystkinin. Og mikið nutum við þess. Við bjuggum reyndar við tvöfalt öryggi, alltaf einhver heima á öðrum hvorum staðnum til að seðja svanga munna eða þerra tár af kinn. Oft um helgar var smalað inn í fína fólksbílinn þeirra og keyrt með okkur börnin eitthvað út í buskann á vit ævintýranna. En það voru ekki eingöngu við sem nutum þess að eiga þau að heldur einnig systkinabörn þeirra að sunnan sem komu þar oft til lengri eða skemmri dvalar. En 1963 dró ský fyrir sólu en þá andaðist Kristinn langt um aldur fram. Fljótlega eftir það áfall ákveður Tóta að flytja til Reykjavík- ur og um svipað leyti flytjum við systkinin líka suður og lífsmynstrið heldur áfram, við eigum hjá henni athvarf meðan við erum að fóta okkur í stórborginni. Tóta aðlagast breyttum aðstæðum furðu vel en það er trúlega ekki síst að þakka systkinum hennar, Ingibjörgu og hvemig Bárbel gengur. Hún tekur orðið þátt í öllu kirkjustarfi og líð- ur mjög vel. Fyrir utan kirkju fer hún á allskonar sýningar og gerir allt sem hana langar til og er skemmtilegt. Hún virkilega nýtur lífsins. í síðasta mánuði notaði hún hvert tækifæri sem gafst til þess að baka og svo sendi hún Ólafi rúsínuþétta og volga jólaköku, því hún veit hvað honum þykir hún góð. Sl. föstusunnudag spurði hún mig hvort hún mætti fara Upp í ræðustól og bera vitnisburð sinn. Ég jánkaði því þótt ég vissi að hún gæti sagt hvað sem var vegna fötl- unar sinnar. Þegar hún svo stóð auglitis til auglitis við söfnuðinn lét hún fyrst í ljós feimni sína, en síðan bar hún þess vitni að fyrir prestdæmisblessun liði henni betur af veikindum sínum. Þegar hún lá á spítalanum sagðist hún hafa ákveðið að ganga í þessa kirkju. Hún bætti því við að þessi kirkja væri sönn og lauk svo í nafni frels- araps. Ég hágrét. Hún sagði mér seinna að sig hefði fyrst langað til þess að skírast þegar Sóley var skírð. Mér finnst það sérstakt að hafa systur mína í kirkjunni með mér. Á afmælishófi Líknarfélags- ins 17. mars dansaði Barbara, þessi sama manneskja og lá að mestu hreyfingarlaus í sjúkrarúmi fyrir áramót. Ég er svo þakklát og þá ekki síst fyrir sambýlið sem hún býr á hérna í 5 mín. fjarlægð frá mér. 18. nóv. 1992 Það er búið. Bárbel er fann. Ég veit ekki hvað á að segja. Ég get aldrei sett það allt í orð hér. Hún hefur átt tæp þijú góð ár sem við höfum fengið að njóta með henni. Einari, sem létu sér mjög annt um hagi hennar. Milli Einars og Tótu hafa ætíð verið mjög náin tengsl og skal Ein- ari, Jensínu konu hans og börnum þakkað fyrir alla tryggðina og hjál- pina sem þau auðsýndu henni gegn- um árin. Tóta eignaðist íbúð I Reykjavík og starfaði lengst af við matseld í Hafnarbúðum og hjá Siippfélaginu. Hún undi hag sínum hið besta og eftir að hún kynntist Sigurði Kr. Sigurðssyni eignaðist hún góðan vin. Vinátta þeirra hefur haldist í hartnær tvo áratugi og verið þeim báðum mikils virði. Eftir að Tóta veiktist fyrir u.þ.b. 2 árum hefur Sigurður sýnt og sannað í verki hvern mann hann hefur að geyma. Tóta mat mikils nærveru hans og hjálp á þessum erfiðu stundum. Útför Tótu fer fram frá Patreks- fjarðarkirkju að eigin ósk. Það duld- ist engum að þar lágu hennar ræt- ur. Þar átti hún sín bernsku- og manndómsár og þar eignaðist hún sinn lífsförunaut sem hún ávallt unni heitt. Það kom aldrei annað til greina en að leita aftur til fjarð- arins sem fóstraði hana og hvíla hjá sínu fólki í faðmi vestfirsku fjall- anna. Hafi kær frænka þökk fyrir alla þá umhyggju, gleði og kærleika sem hún veitti okkur svo ríkulega. Guð varðveiti sálu hennar. Aldís og Leiknir. Fyrir það erum við þakklát. Ég hef lítinn tíma fengið til þess að átta mig á því sem gerst hefur undanfarna daga. Bárbel, þú ert bara farin. Tómleikinn, sorgin og söknuðurinn virðast yfirþyrmandi á köflum og ég leyfi mér að gráta. Þá koma þau bömin mín og taka utan um mig, því þau vita hvað það veitir mér mikla huggun. Hvernig þakkar maður Guði fyrir að hafa sýnt manni það versta en gefið manni það besta? Ég er svo þakklát fyrir afmælisdaginn henn- ar Bárbel 20. okt. sl. Það var góð- ur dagur og gott að eiga minning- una um hann núna. Ég er þakklát þeim sem gerðu hann svona sér- stakan. Ég er þakklát þeim sem önnuðust Bárbel á Landspítalanum og einnig og sérstaklega starfs- fólki og vistmönnum í Klettahraun- inu, einkum Siggu. Þolinmæðin, kærleikurinn og skilningurinn sem í þeirri konu býr gaf ekki bara Bárbel ljós og löngun til að halda áfram, heldur mér líka. Ég kveð systur mína með þeim orðum sem móðir okkar færði henni á síðasta afmælisdegi hennar og geri það fyrir hönd foreldra, systkina og systkinabama: „Elsku Bárbel! Hafðu þakkir fyrir þann tíma sem við gátum verið saman, ökk fyrir hjálpina sem þú veittir. dag sakna ég hennar.“ Björg Marteinsdóttir. Við í sambýlinu kynntumst Bar- böra fyrst í nóvember 1989 en þá lá hún í Landspítalanum og til stóð að hún flyttist í sambýlið. Hún fluttist svo 15. desember það ár. Miklar breytingar urðu í lífi Bar- böru við það að flytjast í sambýlið og ekki allar að hennar skapi, en með tímanum lærði hún að meta það sem sambýlið hafði upp á að bjóða, óneitanlega hefði það hentað henni betur að búa í fámennara sambýli, því var þó ekki að fagna Barbara var þá haldin þeim sjúk- dómi sem að lokum dró hana til dauða. Barbara var þýsk í báðar ættir og fluttist til Islands 12 ára gömul ásamt móður sinni og bræðrum sínum, Pétri og Reyni. Barbara varð fyrir heilaskaða í heimsstytj- öldinni síðari þegar sprengjur féllu á loftvarnabyrgi sem þær mæðgur vora í. Barböra var margt til lista lagt og hún talaði þijú tungumál, þýsku, íslensku og ensku sem hún lærði sjálf af sjónvarpinu eins og hún var vön að segja. Hún var bæði læs og skrifandi, ekki einung- is á sínu móðurmáli, þýskunni, heldur einnig á íslensku. Barbara var mikill húmoristi enda ekki langt að sækja það til móður sinnar, hún var mjög barngóð og nutu systkinabörn hennar þeirrar gæsku auk bama í kirkju mormóna sem hún tilheyrði, en hún hafði um tíma umsjón með bömunum í kirkjunni á sunnudögum. Móðir Barböra giftist aftur, ís- lenskum manni, Marteini Jónssyni, sem ættleiddi Barböra og bræður hennar. Þau eignuðust tvö böm, soninn Tómas og dótturina Björgu, sem reyndist Barböru sú besta systir sem hægt er að hugsa sér og gætti hagsmuna systur sinnar í hvívetna. Björg var óþreytandi að aðstoða og styðja systur sína í veikindunum og var öllum mögu- legum stundum við sjúkrarúm Barböru þessar síðustu vikur. Á íslandi bjó Barbara með fjöl- skyldu sinni alla tíð í Keflavík að undanskildum þessum þremur árum að Klettahrauni 17 í Hafnar- firði. í Keflavík eignaðist hún marga góða vini og er óhætt að segja að þar hafi Ragnheiður vin- kona hennar og Einar Júlíusson söngvari verið efstir í huga henn- ar. Einar sýndi henni vináttu sína með því að syngja ásamt dóttur sinni í fimmtugsafmæli Barböru fyrir nokkrum dögum sem haldið var á Landspítalanum og kunnum við honum sérstakar þakkir fyrir, því gleðin og þær taugar sem hann hrærði í brjósti Barböru eru þær minningar sem era okkur efstar í huga þessa dagana, þetta var ein Bergþóra Þórðar dóttir - Minning Fædd 6. ágúst 1915 Dáin 15. nóvember 1992 37 sú yndislegasta afmælisveisla sem við höfum upplifað. Barbara var mjög tónelsk og átti rokkið mest dálæti hennar. Eitt af því skemmtilegasta sem við gerðum með henni var að taka létta sveiflu undir söng Elvis Pres- ley og hennar en hún átti allar plötur hans og var meðlimur í aðdáendaklúbbi Elvis. Sambýlisbúsetan hafði upp á ýmislegt að bjóða sem Barbara kunni vel að meta, m.a. ferðalögin bæði innanlands og utan. Barbara fór til Kaupmannahafnar sumarið 1991. Þegar hún hafði fengið smjörþefinn af útlöndum, fæddist sú hugmynd að fara til Þýskalands og hófst hún strax handa við að leggja fyrir, safna sér fyrir ferð- inni með því að kaupa ríkisskulda- bréf, hún gekk ávallt úr skugga um að við væram búnar að borga gíróseðilinn fyrir sig, því hún var ákveðin í að láta drauminn rætast. Fimmtánda maí var síðan lagt upp í draumaferðina til Þýskalands en þangað hafði hún ekki komið frá því að hún fluttist tólf ára gömul til íslands. Áfangastaðurinn var Halle Saale, í gamla Austur-Þýska- landi. í borginni Halle búa yfir 300 þúsund manns, má því segja að það hafi verið undarleg tilviljun þegar við fengum gistingu í gisti- húsi sem lá við görníu götuna henn- ar. Þegar hún leit út um gluggann á þriðju hæð gistihússins og virti fyrir sér húsin andspænis þá marg- endurtók hún við sjálfa sig „ég þekki þetta hús nr. 25“ en talið var að það gæti ekki staðist, það var ekki heimilisfang sem hún hafði í fóram sínum frá fjölskyld- unni heima. Það kom síðar á dag- inn þegar ferðafélagarnir hittu Peter frænda hennar, að Barbara hafði rétt fyrir sér. í þessu húsi hafði hún búið sem lítil stúlka. Hún átti ógleymanlega daga í Halle og stundir með Peter, Birgit og Andreas, eina skyldfólkinu sem hún átti eftir í Þýskalandi. Mesta tilhlökkunin hafði verið að hitta „Tante Nessý“ móður Peters en hún lést áður en fundum þeirra bar saman. Barbara var ákveðin í að láta veikindi sín ekki hafa áhrif á ferðina og harkaði allt af sér. Lokaáfangastaðurinn var Berlín og fannst henni mikið til koma að dveljast í heimsborginni. Barbara átti marga góða að, samhenta íjölskyldu sem hefur ekki farið varhluta af gæfu og gjörvileika þessa lífs. Móðir Bar- böra, Elísabet, hefur lifað margt og sér nú á eftir framburði sínum sem elskaði móður sína mikið og leit upp til hennar. Það var ósjald- an sem við í sambýlinu fengum að heyra það að mamma gerði þetta svona og svona, hún væri miklu flinkari en við. Við vorum aldrei nema annars flokks, ef ekki þriðja, samanburðurinn var okkur svo sannarlega ekki hagstæður, mamma gat allt, hún var fullkom- in í augum Barböru. Við vottum þér, Elísabet, okkar dýpstu samúð og vonum að lífið fari öllu mýkri höndum um þig framvegis. Marteini, Björgu, Ólafí, Sóleyju, Unni Ernu, Brynjólfí, Matthíasi og bræðram Barböru vottum við samúð okkar. Spack- manhjónunum þökkum við allt sem þau gerðu fyrir Barböru og okkur með því að létta henni þessa erfiðu tíma. Þau áttu stóran þátt í að gera afmælisveisluna jafn veglega og eftirminnilega og raun varð á. Starfsfólki deildar 11E á Land- spítalanum þökkum við fyrir veitt- an stuðning og góða aðhlynningu Barböru. Jette, við vitum að Bar- bara hefði viljað að við færðum þér sérstakar þakkir en þú og þinn húmor höfðuðuð sérstaklega til hennar. Barbara hafði þau orð við að þú værir eins góð og ein okkar. í spaugsemi var hún spurð að því hvort það gæti verið, hvort það væri hægt, þá svaraði Barbara í einlægni „kannski pínulítið betri“. Fyrir hönd starfsfólksins í Klettahrauninu. Sigríður Kristjánsdóttir og Hrönn Harðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.