Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992 23 Softis hf. gengur til samninga við stórfyrirtæki á tölvusviðinu Líklega gengið frá sölu á Louis-forritinu næsta sumar LÍKLEGT er að gengið verði frá samningum um sölu eða leigu á Louis-hugbúnaðarkerfinu til alþjóðlegs stórfyrirtækis á sviði tölvu- tækni i byijun næsta sumars. Stjórn Softis hf., sem hefur hannað og þróað forritið, segir að markaðurinn fyrir Louis sé geysistór. 80 bandarískir fjölmiðiar bíða þess að gefið verði leyfi til fréttaflutn- ings af Louis-kerfinu en Softis stöðvaði allt upplýsingastreymi til að stofna samningaviðræðum ekki í hættu. Þetta kemur m.a. fram í viðtali við Grím Laxdal, Snorra Agnarsson og Jóhann Pétur Malmquist hjá Softis hf., sem hafa borið hitann og þungan af samn- ingaviðræðunum. Softis er langt komið með þróun Louis fyrir Mclntosh umhverfið og MS-DOS og MS-Windows um- hverfin eru skammt undan. Fyrir- tækið hyggst selja Louis fyrir þessi þijú umhverfi. Þróun Louis er þeg- ar það langt komin fyrir þessi umhverfi að unnt er að ganga til samninga við stórfyrirtæki á tölvu- sviðinu, að sögn Gríms. Það ræðst síðan í samningum hver sér um þróun fyrir önnur umhverfí, en að sögn Jóhanns er ótakmarkaðir möguleikar framundan við að þróa Louis fyrir hin ýmsu umhverfi. Nú eru átta stöðugildi hjá Softis sem stofnað var 1990 til að þróa Louis. Stór markaður Undanfarnar fimm vikur hafa tólf manns komið hingað til lands á vegum erlendra alþjóðafyrirtækja til viðræðna við Softis. Grímur sagði að ýmislegt bæri á góma í þessum viðræðum. Sumir aðilar hefðu mestan áhuga á samstarfi, aðrir vildu gera leigusamninga og enn aðrir kaupsamninga. Grímur sagði að markaðurinn fyrir Louis væri afar stór. Samn- ingum í kringum svona mál væri yfirleitt háttað á þann veg að sam- ið væri um eintímagreiðsiu og ákveðna prósentu af sölu hvers kerfis. Væntanlegt einkaleyfi Soft- is á Louis er til 17 ára. Allur gang- ur væri á því um hve háa prósentu væri samið, en oft væri það á bil- inu 5-15%. „Þetta eru umtalsverðar upp- hæðir á íslenskan mælikvarða, en við höfum brennt okkur dálítið á að nefna upphæðir í þessu sam- bandi,“ sagði Grímur. Jóhann sagði að til að gefa ein- hverja hugmynd um stærðir mark- aðarins mætti nefna að í heiminum væru tvær til þrjár milljónir at- vinnuforritarar, en 30-100 milljónir forrituðu í minna mæli. Allir þessir aðilar hefðu gagn af Louis. Um 200 milljónir tölva væru til í heim- inum í dag og færi þeim mjög ört flölgandi, því þróunin væri sú að hver einstaklingur ætti fleiri en eina tölvu. Fari svo að Louis verði í öllum helstu stýrikerfunum væri um risavaxinn markað að ræða. „Málið snýst ekki einvörðungu um mjög stóran markað og að Louis verði notað í mörgum kerfum, held- ur verða einnig nýjar útgáfur þró- aðar árlega," sagði Grímur. Auk Gríms sitja Snorri og Jó- hann, sem jafnframt er stjórnarfor- maður Softis hf., í samninganefnd Softis og hafa þeir að undanfömu átt viðræður við stærstu tölvufyrir- tækin í heiminum. Grímur sagði að málin væru á því að stigi að nú væri rætt um samningsaðferðir. Þeir félagar em sammála því að Softis eigi að hafa á sinni hendi áframhaldandi þróun á Louis, þótt samningar takist um sölu á forrit- inu. „Okkar draumur er að efla innlendan hugbúnaðariðnað og það eru óþijótandi verkefni framundan í tengslum við Louis,“ sagði Jó- hann. Bylting í tölvuheiminum Louis-kerfið er algjör bylting í tölvuheiminum vegna aðskilnaðar vinnslu og notendaviðmóts, að sögn Gríms, en viðmót er það sem snýr að notandanum á skjánum. Þró- unaraðili getur flutt forrit milli stý- rikerfa á mjög auðveldan hátt með Louis, en önnur fyrirtæki hafa ekki náð sama árangri á þessu sviði. Auk þess bjóði Louis upp á ein- staka möguleika til nettengingar. Snorri sagði að helsti kostur við Louis sé verkaskiptingin milli vinnslunnar og notendaviðmótsins, en í öðmm kerfum sé þessi verka- skipting afar óljós, og vinnsla og viðmót í einum hrærigraut. 80-90% af forritumm vinna enn- þá í MS-DOS. Allir eiga þeir eftir að tileinka sér þá þekkingu sem þarf til að forrita fyrir grafísk við- mót, og allir munu þeir fyrr eða síðar þurfa að tileinka sér slíka þekkingú. Louis gerir þeim það auðvelt, að sögn Softis-manna. Það tæki forritara ekki nema 30 mínút- ur að byija að nota Louis með graf- ísku viðmóti. Softis hf. hefur sótt um einka- leyfi fyrir lykilatriðum í tæknilegri útfærslu Louis, og kvaðst Grímur telja litla hættu á því að önnur fyrirtæki gætu líkt eftir Louis án þess að bijóta þau einkaleyfi. Það væri því næsta ógjörningur að stela Louis, og auk þess ættu þau fyrir- tæki yfir höfði sér málshöfðun sem það gerðu. Grímur sagði að hug- myndin að baki Louis væri afar einföld, en kannski einmitt þess vegna hefði öllum yfirsést þessi lausn, til þessa. „Við erum búnir að sækja um einkaleyfi á öllum lykilatriðum og það ver okkur að öllu leyti, nema einhver hafi sótt um einkaleyfi á undan okkur sem við teljum afar ólíklegt," sagði Grímur. Aðspurður um hvers vegna þessi bylting í gerð tölvuforrita hefði átt sér stað hér á íslandi, en ekki t.d. í Bandaríkjunum, þar sem starf- semi þessu tengd væri mun víðf- eðmari en hér, sagði Grímur: „Það er einfalt mál. Það þurfti ákveðna víðsýni til að sjá þetta, víðsýni sem íslendingar hafa á ákveðnum svið- um vegna þess að þeir hafa þurft að tileinka sér mjög marga hluti. Erlendis er oftast meiri sérhæfmg og frekar horft á myndina frá þröngum sjónarhomum." Járniðnaðarmenn ASÍ taki þátt í mörkun efnahags- stefnunnar Á FÉLAGSFUNDI í Félagi járn- iðnaðarmanna 17. nóvember voru hugmyndir Alþýðusam- bands Islands í efnahags- og atvinnumálum til umræðu og eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Fundur í Félagi járniðnaðar- manna haldinn 17. nóvember 1992 ítrekar fyrri samþykktir þinga MSÍ þess efnis að verkefni Alþýðu- sambands íslands eigi m.a. að fal- ast í að marka efnahagsstefnu í samstarfi við ríkisvald og samtök vinnuveitenda. Frumkvæði ASÍ að stefnumótun í atvinnu og efnahagsmálum við núverandi aðstæður erj fullu sam- ræmi við hlutverk ASÍ. Gengislækkun með verðhækk- unum og kaupmáttarlækkun eða aðgerðarleysi sem leiðir til fjölda- gjaldþrota eru ekki þær leiðir sem félagið sættir sig við. Fundurinn leggur ríka áherslu á að megininntak í efnahagsstefnu sem sett er fram í tímabundinni lægð sé að viðhalda stöðugleika og lægri verðbólgu en í sam- keppnislöndum, að tryggja kjör þeirra lægra íaunuðu og skapa skilyrði til sóknar í atvinnumál- um.“ (Fréttatilkynning) Masölubbdáhveijtimdegi! sér að hafa ekki áhyggjur af þessu. Stefán væri menntaður maður sem vissi hvað hann væri að gera. Skömmu síðar segir Hallgrímur að þriðja sendingin hafi komið og síðan sú fjórða og í hvort skipti hafi verið í málningardósunum nokkur hundruð grömm af hassi, sem sökkt hafði verið ofan í máln- inguna. Stefán vísaði öllu þessu á bug. „Þú er ekki mikili bissnessmaður" Hallgrímur segir að Stefán, sem hafi tíðum dvalist erlendis og hafi sagst vera í námi í Þýskalandi á þessum tíma, hafi skipað sér að selja hassið og koma sér upp sam- böndum í því skyni. Hallgrímur kvaðst hafa komist í samband við nafngreindan mann, selt honum samtals um kíló. Stefán hafi verið rændur greiðslu fyrir fyrstu send- inguna erlendis en fyrir hluta við- skiptanna eftir næstu sendingu við þennan sama aðila hafi verið greitt með innistæðulausum ávísunum á lokuðu ávísanahefti. Hallgrímur hafi veitt þessari greiðslu viðtöku. „Þú ert ekki mikill bissnessmað- ur,“ segir Hallgrímur að Stefán hafi sagt við sig þegar hann hafi afhent innistæðulausar ávísanir sem greiðslu fyrir hálft kíló af hassi. Hallgrímur segir að síðar hafi borist málningarsending, sú fimmta í röðinni af þeim níu sem ákært er fyrir, og hafi Stefán þá boðið sér að afhenda konu nokk- urri eina dós úr sendingunni. í þeirri dós telji Hallgrímur sig nú vita að sennilega hafi 7-8 kg af hassi sem Hallgrímur telji sig vita að konan hafi selt. Kvaðst Hall- grímur hafa verið milligöngumað- ur um að koma fé frá konu þess- ari til Stefáns. Stefán Einarsson vísaði öllu því sem hér hefur verið rakið eftir Hallgrími Ævari Mássyni á bug í framburði sínum og sagði málning- arinnflutninginn algjörlega hafa verið mál Hallgríms og hahn hafi ekkert vitað um hassið. Sjálfur hafi hann hins vegar á ferðum sín- um vegna tölvuborðaviðskiptanna erlendis tekið að sér að fara með ávísanir sem Hallgrímur hefði þurft að koma til viðskiptavina í Hollandi. Einu sinni kvaðst Stefán að vísu hafa tekið að sér að koma málningarsendingu úr heildversl- uninni í Hollandi í vöruhús og hafa þá um skamma stund haft undir höndum sendingu af málningu en kvaðst ekki hafa haft hugmynd um að í þessum kössum leyndist hass heldur hafí hann einungis verið að gera Hallgrími þennan greiða, að vísu gegn borgun. Sú sending sem Stefán játar að hafa haft undir höndum erlendis var síðasta sendingin af hassi í málningunni, sú sem mennimir voru handteknir eftir að hafa sótt í toll hérlendis rúmum tveimur vik- um síðar og reyndist innihalda 10,7 kg af hassi. Meðferð málsins verður fram- haldið í dag þegar lögreglumenn og önnur vitni verða yfirhéyrð. Sverrir Einarsson héraðsdómari leggur áherslu á að meðferð máls- ins teijist ekki frekar og boðaði í gær að ef takist að yfirheyra öll vitni í dag verði málflutningi lokið í dag, þótt það hafi í för með sér að réttarhaldinu verði fram haldið langt fram á kvöld. Rúm fímm ár eru liðin frá því mennimir tveir voru handteknir og lagj; hald á efnið í fórum þeirra og nær 2 Vi ár frá því að ákæra var út gefin. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins hyggjast veijendur sakborninganna styðja kröfu um sýknu með því að leggja áherslu á að sá dráttur sem orðið hafi á meðferð málsins og sé á engan hátt sakbomingunum að kenna, sé andstæður Mannrétt- indasáttmála Evrópu. ORNUR Skyndisala, aðeins 3 dagar. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070 Verð Verð nú: úður: I flokkur 872.- L09OT- II flokkur 792.- -990;- III flokkur 692.- -890;- Litlar 472.- -595;- Oflokkaðar jólastjörnur. ðeins kr. 590.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.