Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 52
MORGUSBLADID. ADALSTRÆTl 6. 101 RETKJAVlK SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1S5S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Strandaði í Skerja- firðinum Hafnsögubáturinn Haki sigldi upp á Löngusker í Skeija- fírði síðdegis í gær. Báturinn var að koma frá því að flytja skolprör að Ægissíðu. Guðjón Pálsson skipstjóri sagði að dimmt él hafí gengið yfir þeg- ar hann sigldi til baka og hafí hann tekið mið af rangri bauju. Á flóðinu seint í gærkvöldi dró Magni Haka af strandstað og sigldu þeir til hafnar ásamt björgunarskipi SVFI, Henry A. Hálfdanarsyni, sem var þeim til aðstoðar. Guðjón sagði að Haki virtist óskemmdur. í gær lentu fjórir smábátar í erfíðleikum við sunnanvert Snæ- fellsnes og munaði litlu að illa færi fyrir sjómönnunum fjór- um sem um borð voru. Myndin var tekin í gærkvöldi á strandstað í Skeija- firði þegar kafari kannaði hvemig best væri að draga Haka af Lönguskeijum. _ Sjá miðopnu. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Tólf stórir lífeyrissjóðir kaupa hlut ríkisins í Þróunarfélagi íslands Leið til að nálgast áhættu- 'samari hluta markaðarins Seðlabankastjóri Sænska gengisfell- ingin hefur óveruleg áhrif hér JÓHANNES Nordal seðlabanka- stjóri segir að gengisfelling sænsku krónunnar muni hafa óveruleg áhrif hérlendis. Sænska krónan væri ekki það mikilvægur gjaldmiðill í utanrikis- eða innan- rikisviðskiptum hérlendis. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir Ijóst að þessi tiðindi, svo og frétt- ir frá Noregi, þýða að flýta verði efnahagsaðgerðum. _ Ásmundur Stefánsson forseti ASI og Þórar- inn V. Þórarinsson framkvæmda- stjóri VSÍ voru sammála seðla- bankastjóra að loknum fundi með ráðherrum rikisstjórnarinnar seint i gærkvöldi þar sem málið var til umræðu. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að sænska gengisfellingin hafí vissulega verið vonbrigði en hún hefði aðeins óveruleg áhrif hér á landi. Þá væri ljóst að Norðmenn ætluðu sér að veija gengi norsku krónunnar m.a. með kostnaðarlækk- unum. Þessar fregnir ýttu hinsvegar á stjórnvöld og aðila vinnumarkaðar- ins að flýta sínum ákvörðunum. Jóhannes Nordal segir að hann hafí upplýsingar frá Norska bankan- um um að ekki standi til að fella gengi norsku krónunnar nú. Þeir Ásmundur Stefánsson og' Þórarinn V. Þórarinsson sátu fund með ráðherrum ríkisstjómarinnar í gærkvöldi. Eftir fundinn sögðu þeir að sænska gengisfellingin hefði m.a. verið rædd. Þeir voru sammála Jó- hannesi Nordal um að hún hefði óveruleg áhrif hérlendis. Ef norska krónan félli hinsvegar væri það mun alvarlegra mál. „Fari svo að norska krónan verði felld er komin upp al- veg ný staða í málum okkar," segir Þórarinn V. Þórarinsson. Sjá einnig fréttir á miðopnu. segir Þorgeir Eyjólfsson formaður Landssambands lífeyrissjóða SAMNINGUR um kaup tólf af stærstu lífeyrissjóðum landsins á 29% hlut ríkissjóðs í Þróunar- félagi íslands hf. verður undir- ritaður í dag. Lífeyrissjóðimir Borgarsljóm Sæstrengs- athugnnin samþykkt BORGARSTJÓRN samþykkti í gærkvöldi samning um þátttöku Reykjavíkurborgar í hag- kvæmniathugun á framleiðslu, flutningi og dreifingu raforku um sæstreng til Evrópu. Samningurinn var samþykktur með 13 samhljóða atkvæðum, en tveir borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokks, Katrín Fjeldsted og Guðrún Zoega, sátu hjá við atkvæða- greiðslu. Fyrir borgarstjómarfund- inn var óvíst um afstöðu Júlíusar Hafstein, Sjálfstæðisflokki, en hann greiddi atkvæði með samningnum. kaupa hlutinn, sem er 100 mil\j- ónir á nafnverði, á 130 miiyónir kr. og verður kaupverðið greitt að fullu fyrir áramót, að sögn Hreins Loftssonar formanns framkvæmdanefndar ríkis- sljómarinnar um einkavæðingu. Hreinn segir að sjóðirair verði þar með leiðandi afl í Þróunar- félagi íslands hf. Þorgeir Eyjólfsson, formaður Landssambands lífeyrissjóða sem ásamt Sambandi almennra lífeyr- issjóða hefur annast kaupin fyrir hönd sjóðanna, segir að tilgangur lífeyrissjóðanna með kaupunum sé meðal annars sá að geta notað milligöngu Þróunarfélagsins og þá þekkingu sem þar sé fyrir hendi til að nálgast áhættusamari hluta fjármagnsmarkaðarins án þess að taka of mikla áhættu með kaupum hlutabréfa í einstökufn óskráðum hlutabréfum. Hann sagði mikla nauðsyn á nýsköpun í atvinnulífi lanasmanna með tilliti til mikils aflasamdráttar og vaxandi at- vinnuleysis. Kaupin séu viðleitni sjóðanna til eflingar atvinnulífsins við þær erfiðu aðstæður sem nú ríkja. Hreinn Loftsson sagði að með þessum kaupum gætu lífeyrissjóð- irnir aukið þátt sinn í atvinnulífinu og ætti það að styrkja undirstöður atvinnuveganna í framtíðinni. Hann sagði að salan væri góð, bæði séð út frá fjárhagslegu sjón- armiði ríkisins og einkavæðingar- áformum ríkisstjómarinnar. Hann lagði áherslu á að þau markmið einkavæðingarinnar að hafa sem dreifðasta eignaraðild að fyrir- tækjum sem ríkið seldi næðust með þessari sölu þar sem lífeyrissjóðirn- ir væru fjöldahreyfíng almennings. í lok desember þegar lífeyris- sjóðimir hafa greitt kaupverðið að fíillu er áformað að boða til hlut- hafafundar í Þróunarfélaginu til að kjósa tvo fulltrúa sjóðanna í stjóm í stað fulltrúa ríkisins. Sjá frétt á bls. 22. -----♦ ♦-------- Louís seldur næsta sumar SAMNINGAR um sölu eða leigu á Louis-tölvuforritinu verða vænt- anlega frágengir snemma næsta sumar. Stjóm Softis hf., sem hefur hann- að hugbúnaðinn, segir að markaður fyrir hann sé geysistór. Sjá frétt á bls. 23. Vinna við tillögugerð aðila vínnumarkaðarins Reynt til þrautar í dag FULLTRÚAR Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasam- bands íslands hyggjast i dag reyna til þrautar að ná saman um tillögur til lausnar efnahags- og atvinnuvanda. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins er þessi afstaða aðila vinnumarkaðarins óháð því hvort ríkisstjórnin verður með í slíku samstarfi eða ekki. Óvissa ríkti í gær um það hvort stjómvöld tækju þátt í þessari úrslitatilraun aðila vinnumarkað- arins, en fundur sem Davíð Odds- son forsætisráðherra og Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráð- herra héldu í gærkveldi ásamt Friðrik Sophussyni fjármálaráð- herra og Jóni Sigurðssyni við- skiptaráðherra kann þó að gefa vísbendingu um að ríkisstjómin hyggist taka fullan þátt í þessari úrslitatilraun, því þegar líða tók á kvöldið voru Ásmundur Stefáns- son, forseti Alþýðusambands ís- lands, og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands íslands, boðaðir til fundarins. Um miðnætti, þegar Morgunblaðið náði sambandi við Stjórnarráðið, lá enn ekki ljóst fyrir hvort um sameiginlega til- lögusmíð stjómvalda og aðila vinnumarkaðarins yrði að ræða. Sjá ennfremur Af innlend- um vettvangi á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.