Morgunblaðið - 24.11.1992, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992
— —i ■ V/ i.i |;, i . r 1—' j.' ‘ ' I V'T ;V< v<
Hamrahlíð
og Flensborg
Leiklist
Hávar Sigurjónsson
Leikfélög framhaldsskólanna
eru kornin á fullan skrið í vet-
ur. Leikfélag Menntaskólans við
Hamrahlíð og Leikfélag Flens-
borgar frumsýndu bæði nú und-
ir helgina; í Hátíðarsal Hamra-
hlíðarskólans sýna nemendur
Sex persónur leita höfundar eft-
ir Luigi Pirandello og Flens-
borgarar sýna í Bæjarbíó Sköll-
óttu söngkonuna eftir Eugene
Ionesco.
Til að færa nokkur rök fyrir því
hvers vegna fjallað er um sýning-
amar saman í þessum pistli, má
segja að hugmyndin að því hafi
ekki kviknað fyrr en eftir að horft
hafði verið á þær báðar. Skyldleiki
verkanna er óumdeilanlegur; Sex
persónur leita höfundarer kannski
það leikrit - og Pirandello sá höf-
undur - sem hvað sterkast tilkall
geta gert til þess að eiga undirstöð-
uraar í „absúrd" leikhúsi 6. ára-
tugarins. Þar er rúmensk-franski
höfundurinn Ionesco einna þekkt-
astur og Sköllótta söngkonan eitt
af hans þekktustu og oftast sýndu
leikritum.
Hér væri hægt að fara út í langt
mál um tengsl þessara verka í
gegnum bókmennta- og hug-
myndafræði, þeirra nær fjögurra
áratuga, sem liggja á milli tilurðar
þeirra. Ýmsir „ismar“ koma þar
við sögu og þeirra helstir súrreal-
ismi og existensíalismi, en skoð-
anabræður súrrealista á Ítalíu
kenndu sig við fútúrisma og leituðu
nokkuð fanga í verk Pirandellos
eftir innblæstri. Kannski skiptir
þetta engu máli nema þá því að
súrrealisminn kemur fram í báðum
verkum í umgjörð þeirra og at-
burðarás - eða mjög meðvituðum
skorti á henni - existensíalisminn
birtist í hugmyndafræði höfund-
anna um stöðu mannskepnunnar í
veröldinni, tilgangi eða tilgangs-
leysi, einsemdinni og þeirri óstöðv-
andi þörf okkar allra til að eiga
einhvers konar tjáskipti þó það sé
tilgangslaust; tungumálið heftir
tilfinningamar, það getur enginn
annar skilið fullkomlega hvaða
hugsun býr að baki orðum okkar
og stundum eru samræður okkar
meiningarlausar með öllu, aðeins
aðferð til að fylla upp í hina eilífu
yfirþyrmandi þögn sem umlykur
okkur á þessari jörð. Og þó að
Sartre hafí ekki sett fram kenning-
ar sínar um existensíalismann fyrr
en á 5. áratugnum og Pirandello,
hafí skrifað verk sfn 20 árum fyrr
þá breytir það engu; skáld og heim-
spekingar höfðu löngu fyrr lagt
homsteina að hugmyndum Sar-
tres.
Þá eru „praktískar" aðstæður
beggja þessara sýninga mjög
áþekkar, skólanemar standa að
þeim svo leikur og kunnátta á því
sviði er ámóta mikil - eða lítil -
eftir atvikum. Þá eru leikstjórar
beggja sýninganna að þreyta
fmmraun sína í leikstjóm en koma
til verks með nokkuð ólíkan bak-
gmnn. Halldór Magnússon leik-
stjóri Flensborgara er áhugamaður
sem starfað hefur um nokkurra
ára skeið með Leikfélagi Hafnar-
fjarðar og lært af þeirri reynslu;
Asdís Þórhallsdóttir stundar nám
í leikstjórn við Listaháskólann í
Pétursborg (Leningrad) og er þetta
hið fyrsta sem við sjáum til hennar
sem leikstjóra. Bæði skila þau
ágætu verki, hvort á sinn hátt og
þótt verkin geri á ýmsan hátt ólík-
ar kröfur til leikenda og leikstjóra.
Sex persónur leita höfundar
Sex persónur... er viðamikið og
margslungið verk sem á sínum
tíma vakti mikil og sterk viðbrögð;
það braut hefðir í leikhúsi og vís-
aði nýja leið. Byijun verksins hlýt-
ur út af fyrir sig að hafa verið
áfall fyrir áhorfendur. Þegar geng-
ið er í salinn blasir við hálfkömð
leikmynd á sviðinu, vinnuljós em
uppi og leikmunavörður dyttar að
einhverju með hamri og nöglum.
Síðan byija leikendur að tínast inn
á sviðið, leikstjórinn birtist von
bráðar og æfíng á væntanlegu leik-
riti hefst. Þá tínist inn einkennileg
hersing af fólki, fjölskylda, eigin-
maður, eiginkona, uppkomin sonur
og dóttir, tvö yngri börn. Þetta em
sex persónur komnar í leikhúsið
til að leita höfundar er vildi taka
að sér að klára það verk sem höf-
undur persónanna henti frá sér
hálfköruðu. Persónumar sex vilja
semsagt fá að ljúka því leikriti sem
þær vom skapaðar til að vera í.
Leikstjórinn og leikarar hans vita
ekki hvaðan á sig stendur veðrið
en fallast þó á með semingi að
hlýða á sögu persónanna og vita
hvort úr verður gert nothæft leik-
rit. Viðfangsefni Pirandellos er
margslungið en þó má kannski
segja að spumingin sem lögð er
fyrir áhorfendur sé þessi; hver er
hinn eiginlegi raunvemleiki hlut-
anna í tilvem okkar?
Vandi þessa verks gagnvart
nútímaáhorfendum er kannski sá
helstur að fátt kemur þeim á óvart
lengur. Ásdís ieikstjóri leggur upp
með hefðbundna byijun á verkinu;
hefðbundnari en höfundur sjálfur
leggur til, með því að myrkva sal-
inn og heQa síðan leikinn á „ljósum
upp“. Uppmnalegur „fáránleiki"
þessa verks felst í þeirri andstæðu
sem skapast milli fullkomlega
þekkjanlegs umhverfis - gamal-
dags leikhúss þar sem hefðbundin
leikæfing er að hefjast - og þeirrar
undarlegu uppákomu sem verður
þegar sex persónur ráfa inn í sal-
inn,. í leit að höfundi. Stílfærsla
Ásdísar virðist mér draga úr þess-
ari mótsögn og gerir ótrúlega at-
burðarásina á vissan hátt trúverð-
ugri.
Á hinn bóginn er leikstjóm Ás-
dísar mjög markviss og sá stíll sem
hún velur sýningunni er samkvæm-
ur sjálfum sér og heldur sér allt til
loka. En stíll er aldrei annað en
yfirbragð og getur reynst fjötur um
fót ef hann er mótaður sem rammi
er leikritið á síðan að falla í, hvort
sem því líkar betur eða ver. í leik-
riti af þessari lengd og með slíka
breidd, er alveg óhætt að bijóta
upp stílinn - gefa nýja innspýtingu
- af meðvituðu kæmleysi.
Leikendur standa sig eftir atvik-
um vel; hér er mikið lagt á sig,
textinn orðmargur og á köflum
efnislega þungur en skilaði sér
engu að síður. Sigurður Guð-
mundsson, Ásta Björg Stefáns-
dóttir og Njörður Siguijónsson
áttu þar stærstan hlut og stóðu
sig vel.
Sköllótta söngkonan
Efni þessa einþáttungs er f
sjálfu sér einfalt, þ.e. klisjukennt
innihaldsleysi þeirra samtala sem
fólk lætur sér um munn fara við
flest tækifæri. Textinn er saminn
af nöpm háði, endurtekningar em
notaðar til að undirstrika hugsun-
arleysi persónanna sem eru ekkert
annað en stórlega ýktir fulltrúar
smáborgaranna. Þetta er á margan
hátt vandmeðfarið verk og fyndni
þess liggur ekki á lausu, heldur í
hámákvæmri og vandlegri vinnu
Ieikara og leikstjóra við smávægi-
legustu áherslubreytingar í textan-
um og útfærslu svipbrigða. Það
kom mér hreinlega töluvert á óvart
hversu langt leikstjórinn, Halldór
Magnússon, hefur náð með leik-
endum sínum í þessa átt. Þarna
hefur greinilega verið unnið af alúð
og samviskusemi, og niðurstaðan
er sú að margt smátt gerir eitt
stórt.
Peter Tompkins, óbóleikari, Helga Ingólfsdóttír, semballeikari og
Örnólfur Kristjánsson, sellóleikari.
Barokktónlist á fjórðu Há-
skólatónleikum vetrarins
FJÓRÐU Háskólatónleikar vetr-
arins verða miðvikudaginn 25.
nóvember í Norræna húsinu og
hefjast kl. 12.30. Flytjendur tón-
listar verða Helga Ingólfsdóttír,
semballeikari; Peter Tompkins,
óbóleikari og Ömólfur Krislj-
ánsson, sellóleikari. Á efnisskrá
verða barokkverk eftir Tele-
mann, Sammartini og Hándel.
Flutt verður sónata í a-moll úr
„Der getreue Musikmeister" eftir
Telemann, sem var eitt afkasta-
mesta tónskáld barokktímans.
Tónlist hans þótti fjölbreytt og
sónatan býður upp á líflegan og
ferskan andblæ fremur en tækni-
legt sýnispil. Það var þessi ferski
andblær sem Telemann kynnti í
þýskri tónlist og færði honum
mest lof, segir í fréttatilkynningu.
Sammartini var ítalskur óbóleik-
ari og tónsmiður. Hann flutti til
London árið 1728 og átti mikilli
velgengni að fagna. Eftir hann
verður flutt sónata í G-dúr, op. 13
nr. 4.
Síðasta verkið á efnisskránni er
sónata í F-dúr, op. 1 nr. 5 eftir
Hándel. Verkið var gefíð út í Lond-
on árið 1730.
Aðgangur er kr. 300 en kr. 250
fyrir handhafa stúdentaskírteinis.
Bókhlöðustígur
Til sölu neðri sérhæð á Laufásvegi 47, Reykjavík, sem
er um 172 fm. íbúðin er 2 svefnherb., bókaherb., saml.
stofur, skáli, garðstofa, þvottah. og sérgeymsla í.kj.
Lögmannsstofan sf., Síðumúla 1, sími 688444.
Hafsteinn Hafsteinsson, hrl., Guðný Björnsdóttir hdl.
Hrund Hafsteinsdóttir, hdl.
Um 188 fm einbýlishús, endurbyggt og í góðu standi.
Húsið er steyptur kjallari og 2 hæðir.
Fagrabrekka - Kóp.
Einbýlishús, íbúðarhæð um 133 fm og í kj. eru 90 fm,
24 fm bílsk. Upphituð innkeyrsla. Skipti möguleg.
Ofanleiti 23
Vönduð og falleg 4ra herb. endaíbúð, 104 fm á 3.
hæð. Bílskúr og tvennar svalir. Áhv. byggingarsjóðslán
um 6,0 millj.
Fossvogur - Snæland
Einstaklingsíb. á jarðh. um 30 fm. íb. er laus.
Æ
FASTEIGNASALAN
|rf= HTClTITnif
2ja herb.
Leifsgata:
Falleg, snyrtil. 41
! fm einstaklíb. á 1. hæð í góðu steinh.
| Góðarinnr. Parket. Laus strax. V. 3,4 m. |
Melabraut: Mjög snotur |
| 2ja herb. risíb. á 2. hæð. Nýl. eldhinnr.
Parket. Suðursvalir. Áhv. 2,5 millj.
I hagst. lán. Verð 4,7 millj.
Safamýri - góð lán:
Góð 50 fm kjíb. í fjölb. Sórlnng. Fráb. I
staðsetn. Áhv. byggsj. 3,4 millj. Verð
| 5,2 millj.
Blikahólar: Falleg 55 fm íb.
í góðu lyftuh. Falleg sameign og lóð.
I Verð aðeins 4,7 millj.
3ja herb.
Þórsgata:
Snotur 62 fm íb.
I á götuhæð með sérinng. Talsv. endurn.
Verö aðeins 4,8 millj.
| Vesturgata:
Rúmgóö 95 fm íb. á 1. hæð i steyptu I
, uppgerðu fjölbhúsi. Áhv. byggsj. 4,7
| millj. til 40 ára. Verð 7,5 millj.
Lyngmóar - Gbæ:
I Glæsil. og vönduð 76 fm ib. á 3. hæð I
(efstu) ásamt góðum bílskúr. Stórar |
suðursv. Sameign í góðu standi. Áhv.
| húsbr. 3,8 millj.
Austurströnd: Gullfalleg I
j 3ja herb. íb. í lyftuh. Stórar svalir. Upp- |
j hitað bílskýli. Þvottah. á hæðinni. Áhv.
| byggingarsj. 2,1 millj.
Kleppsvegur: Falleg og I
| björt 3ja-4ra herb. 89 fm ib. á 1. hæð.
Nýjar sérsmíðaðar innr. í eldhúsi og
[ svefnherb. Parket á stofu. Suðursv. f
Laus strax. Verð aðeins 6,6 millj.
Sörlaskjól - stór I
bílskúr: Góð ca 85 fm hæð í
[ þríb. á þessum rólega stað ásamt 60
fm bílskúr. Áhv. byggsj. 4,5 millj. Laus
fljótl. Verð 8,7 millj.
4ra-6 herb.
Maríubakki: Falleg og I
| talsv. endurn. íb. á 1. hæð. Svalir í suð-
vestur. Þvottah. og geymsla i íb. Góð
sameign. Áhv. byggsj. 2,4 millj. Verð |
| 7,6 millj.
Boðagrandi: Falleg og |
j rúmg. 95 fm íb. á 1. hæö. Tvennar sval-
ir. Góð sameign. Húsvörður. Bílskýli. |
| Áhv. hagst. lán ca 3,2 millj. Verð 8,9 m.
Leirubakki: Falleg og rúmg. I
I 4ra-5 herb. íb. 121 fm ásamt ca 25 fm I
góðu herb. í kj. Skiptist m.a. í hol, stofu
| og 3 góð herb. Þvottah. og geymsla i I
j íb. Áhv. hagst. lán kr. 2,6 millj. Laus
strax. Verð 8,7 millj.
Eiðistorg:
Góð 130 fm íb. á
I 4. hæö í góðu lyftuh. Laus fljótl. Skipti |
| möguleg á 3ja herb. íb. Áhv. byggsj.
1,0 millj. Verð 9,9 millj.
Keilugrandi: Gullfalleg ca I
125 fm „penthouse“-íb. á 2. og 3. hæð
| (endaíb.). Neðri hæð: Stofur, 2 svefn-
| herb., eldhús og bað. Efri hæð: Svefn- |
herb., sjónvstofa og baöherb. Sór!.
I vandaðar innr. Flisar, parket. Bílskýli.
Verð 10,8 millj.
Stærri eignir
Þingholtin: storgiæsii. 192
I fm íb. á tveimur hæðum i góðu steinh.
I í hjarta borgarinnar. Vandaðar innr. og
gólfefni. Þrennar svalir. Sauna. Þvottah.
j i ib. Mikil geymslurými í kj. Sérbílast.
Laus strax. Áhv. 7 millj. langtl.
[ Seltjarnarnes: Glæsil.
I 205 fm raðh. á tveimur hæðum m. innb. !
bílsk. Sólstofa. Suöursv. Heitur pottur I
í garði. Vönduð eign. Verð 14,9 millj.
[ RUNÓLFUR GUNNLAUGSSON, rekstrartiagfr. |
KRISTJÁN V. KRISTJÁNSSON, viSskiptafr.