Morgunblaðið - 24.11.1992, Síða 17

Morgunblaðið - 24.11.1992, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 17 Hugo Simberg: Kartöflustúlkan. Olía á striga, 1901. asti stjómmálaleiðtogi þeirra og fyrr- verandi forseti hafi verið ómerkilegur Rússadindill. Á slíkum tímum hefur þjóðin enn meiri þörf en áður fyrir hetjur úr sögu sinni, og því má ætla að „gullöldin" í myndlist Finna og þeir listamenn og þjóðemissinnar, sem hæst bar á þeim tíma, verði enn mikilvægari en fyrr. Sýningin „Finnsk aidamótalist" í Listasafni íslands við Fríkirkjuveg stendur til sunnudagsins 13. desem- ber og er rétt að hvetja alia listunn- endur til að nota vel þetta tækifæri til að sjá nokkur helstu verk þeirra myndlistarmanna, sem átti dijúgan þátt í að skapa þjóðarvitund og frels- isþrá frændþjóðar okkar. Husavík Jeppi á Fjalli frumsýndur Húsavík. LEIKFLOKKUR Framhaldsskól- ans á Húsavík, sem kallar sig Piramus og Pispa, frumsýndi í Samkomuhúsinu hinn gamal- kunna gamanleik, Jeppa á Fjalli, sl. fimmtudagskvöld fyrir fullu húsi og við mjög góðar undirtekt- ir áheyrenda enda hefur mjög verið vandað til þessarar sýning- ar. Leikstjóri er Sigurður Hallmars- son sem jafnframt leikur aðalhlut- verkið og er hann uppistaðan í þess- ari góðu sýningu og veitir hinum ungu leikumm mikinn styrk. Mörg þeirra leysa hlutverk sitt vel af. hendi og sem áður er góður for- Nýjar bækur Skáldsaga eftir Krist- ínu Omars- dóttur ÚT ER komin skáldsagan Svart- ir brúðarkjólar eftir Kristínu Ómarsdóttur. I kynningu útgefanda segirm.a.: „Sagan fjallar um ástina í öllum sínum myndum, grimma, ljúfa, ljóta, fallega, grófa, fínlega og fyndna. Ótal persónur koma við sögu, hver með sinn uppruna, hver með sína þrá og leitin að ástinni leiðir þær saman og sundur og sundur og saman. Kristín Ómarsdóttir hefur áður samið leikþætti og sent frá sér eina ljóðabók og tvær sögubækur. Svartir brúðarkjólar er fyrsta skáldsagna og geymir þó öll form skóli fyrir frekarar starf hjá Leikfé- lagi Húsavíkur. Sviðsmynd er gerð af leikstjóranum Sigurði og Birgi Steingrímssyni. Jeppi á Fjalli var sýnduur hér í sumar af dönskum leikflokki og áður var leikurinn sýndur hér á sviði fyrir um 70 árum og lék þá afi Sigurðar, Helgi Flóventsson, tit- ilhlutverkið en Helgi þótti þá einn besti og skemmtilegasti leikari síns tíma á Húsavík. Væntanlega verður sýning þessa unga fólks vel sótt, því hér er um góða skemmtun að ræða. - Fréttaritari. Kristín Ómarsdóttir sem hún hefur áður fengist við.“ Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 255 bls., prentuð í G. Ben. prentstofu hf. og kostar 2.480 krónur. Guðbergur Bergsson og Þóra Kristín Asgeirsdóttir. Viðtalsbók við Guðberg Bergsson ÚT ER komin bókin Guðbergur Bergsson metsölubók. Þóra Krist- ín Ásgeirsdóttir ræðir við skáldið. í kynningu útgefanda segir: „Þetta er engin ævisaga, og þó ..." segir Guðbergur. Engu að' síður kemur hann víða við og lýsir á ógleymanlegan hátt reynslu bernsk- unnar í Grindavík, trúr þeirri skoðun sinni að það landslag og umhverfi sem maðurinn elst upp við í æsku verði að hugarfylgsni, skapgerð og þankagangi hans síðar á ævi. Hann rekur síðan veru sína í Reykjavík og á Spáni, lýsir kynnum sínum af spænskum bókmenntum og menn- ingu, leiðinni til skáldskapar og ör- læti listarinnar, og fjallar tæpit- ungulaust um muninn á heimsmenn- ingu og heimóttarskap. Bókin geym- ir einnig merkar heimildir um SUM- félagsskapinn og þann tíðaranda sem ríkti á íslandi er fyrstu skáld- sögur Guðbergs komu út.“ Útgefandi er Forlagið. Guð- bergur Bergsson metsölubók er 227 bls., prýdd miklum fjölda mynda. Jón Ásgeir Hreinsson hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Verð 2.980 krónur. ...BÆTA TM TRYGGINGAR TJÓNIÐ! Tryggingamiðstöðin hefur starfað á íslenskum vátryggingamarkaði í áratugi og er nú þriðja stærsta vá- tryggingafélag landsins. Félagið er leiðandi í fiskiskipatryggingum landsmanna, en býður einnig allar almennar vátryggingar fyrir . einstaklinga svo sem bifreiða-, fasteigna- og fjölskyldutryggingar. í nýlegri könnun kom fram sterk staða Tryggingamiðstöðvarinnar í allri þjónustu við viðskiptavini sína, t.d. símaþjónustu, upplýsinga- gjöf og persónulegri þjónustu. Við erum sveigjanleg í samningum, bjóðum góð greiðslukjör og sann- gjarna verðlagningu. Hafðu samband við sölumenn Tryggingamiðstöðvarinnar í nýjum húsakynnum í Aðalstræti 8, sími 91-26466 eða næsta umboðs- mann og kynntu þér góð kjör á TM tryggingum. TRYGGINGA MIÐSTÖÐIN HF. Aöalstræti 6-8, sími 91-26466

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.