Morgunblaðið - 24.11.1992, Side 37
» íluDAqtMHW ______•________ ii
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 37
Hamagangur í fisksölu um helgina
Sýnir að hér á landi er þörf
á að bjóða ódýran mat
- segir Reynir Hugason formaður samtaka atvinnulausra
I
|
■ i
j
I
Morgunblaðið/Sverrir
Ódýr síld og skata seldust upp á fjórum tímum hjá atvinnulausum
á sunnudaginn.
Fundur um möguleika
íslendinga í Austurvegi
Fundur verður haldinn í
-j. Lækjarbrekku efri hæð þriðju-
daginn nk. 24. nóvember kl. 17.
Þar mun Arnór Hannibalsson
n segja frá Litháen í stuttu máli
® og Gestur Ólafssonar, formaður
Vináttufélags íslands og Lithá-
en, kyirnir félagið. Sérstakur
Sýningu Ástu
Guðrúnar
framlengt
A CAFÉ 17 sem er á Laugavegi
91, inni í versluninni Saulján,
hafa að undanförnu verið sýnd
olíumálverk eftir Ástu Guðrúnu
/ Eyvindardóttur.
Ákveðið hefur verið að fram-
iengja sýningunni fram til 10. des-
ember. Ásta er til viðtals um verk-
in og listina fyrir þá sem þess
P óska milli klukkan 15 og 17 virka
daga og klukkan 12 og 17 á laug-
ardögum. Þema sýningarinnar til
þessa hefur verið „Augnablik", en
nú er það síðari hluta sýningarinn-
ar „No more tears“
gestur verður Martynas
Svegzda-Von Beker fiðluleikari
sem er um þessar mundir gestur
Tónlistarfélagsins hér á landi.
í frétt frá fundarboðanda, Ás-
geiri Hannesi Eiríkssyni fyrrver-
andi alþingismanni, segir m.a:
„í Litháen og öðrum ríkjum
Eystrarsaltsríkisins eru vaxandi
möguleikar fyrir íslenska afhafna-
menn á að halsa sér völl til fram-
búðar. Eins og sakir standa eru
tækifærin helst fólgin í samvinnu
við heimamenn um að framleiða
vörur eða selja þjónustu á markað
í nágrannalöndum Eystrarsaltsins.
íslendingar leggja til kunnáttu og
verklag en heimamenn hráefni og
starfsfólk. Allar tegundir fram-
leiðslu og þjónustu koma þar til
greina.
Frá Litháen er stutt á öflugan
markað í Skandinavíu og Vestur-
Evrópu jafnt sem ört vaxandi
markaði í fyrrum Sovétlýðveldum
og öðrum ríkjum Austur-Evrópu.
Á næstu árum og áratugum vex
eftirspum eftir hvers kyns vörum
og þjónustu hratt í Austurvegi og
ef Islendingar ætla sér hluta af
þeim viðskiptum verður að bregð-
ast við fyrr en seinna."
ÞAÐ seldist allt upp á fjórum
timum, þetta sýnir að fólk þarf
ódýran mat og sækist eftir.hon-
um,“ segir Reynir Hugason for-
maður Landssamtaka atvinnu-
lausra um fisksölu samtakanna
um helgina. Reynir segir að auð-
veldlega væri hægt að selja hér
matvæli ódýrt, stórmarkaðir
gætu til dæmis haft um það for-
ystu, erlendis væri hvarvetna
mögulegt að fá ódýran mat.
Álagning fiskbúða sé býsna mik-
il miðað við léttar pyngjur.
Atvinnulausir seldu á sunnudag-
inn hálft tonn af skötubörðum og
tonn af nýrri síld til fólks sem ekki
hefur úr miklu að spila. Reynir seg-
ir að meira hafi verið sóst eftir
tindabikkju en síld og hamagangur-
inn verið mikill í lánshúsnæðinu við
hlið Faxamarkaðar.
Flestir keyptu frá tveimur og
hálfu upp í fímm kíló. Samtökin
fengu þrjátíu tonn af frosinni tinda-
bikkju gefíns frá Aflanýtingamefnd
og keyptu ódýrt rúmt tonn af verk-
aðri síld frá Grindavík. Sjálfboðalið-
ar tóku þijú tonn af skötu úr frysti
og náðu að vinna tvö, afgangurinn
var enn frosinn í fyrradag. Mikið
var spurt hvort framhald yrði á
sölunni að sögn Reynis en ekki
hefur verið ákveðið hvenær það
gæti orðið.
Síldin var keypt frá Grindavík á
40 krónur kflóið og seld á sama
verði. Reynir bendir á að út úr búð
kosti kflóið um 100 krónurþótt síld-
in sé óunnin. Upp úr sjó kosti hún
5 krónur kílóið til bræðslu en 9 til
manneldis. Eftir flökun sé verðið
komið í 20 krónur og aðrar 20
bætist við í vinnslunni. Við sölu til
útlanda fái fiskverkandinn 50 krón-
ur á kíló. „Það er auðvelt að fá
nýja síld,“ segir Reynir, „hún er
fyrirtaksmatur og mætti vel selja
verkaða fyrir lítinn pening."
Tindabiklqa er enn ódýrari, kílóið
kostar 5 krónur á fískmarkaði ef
hún selst. Eftir skurð er fjórðungur
eftir og kílóverðið um 27 krónur
að sögn Reynis. En í fískbúðum í
Reykjavík er það um 350 krónur.
Hann segir þetta hafí verið tilraun
um helgina, ef endurtaka eigi físk-
söluna verði að leggja aðeins á verð-
ið til að hægt sé að' borga fólki
fyrir verkunina. En það geti þó
auðveldlega verið miklu lægra en
tíðkast í fískbúðum.
Reynir segir að alveg vanti fisk-
markað þar sem fólk geti keypt sér
í soðið, slíkt tíðkist víða erlendis
og yrði greinilega vel tekið hér.
Raunar standi ónotað pláss við hlið-
ina á Faxamarkaði, einhveijir ættu
að taka sig til og fá að nýta það
til góðrar og ódýrrar físksölu. Stór-
markaðir gætu líka hæglega boðið
einhvern ódýran mat, físk til dæm-
is. Gróði af sölunni yrði kannski
ekki mikill en fólk myndi kunna að
meta slíkt framtak. Hér eru margir
sem hafa litla peninga, atvinnulaus-
ir og ellilífeyrisþegar til dæmis.
2.480*-/
Svartir
brúbarkjólar
KRISTÍN ÓMARSDÓTTIR
Fyrsta skáldsaga göldróttrar sagnakonu um ástina í
öllum myndum. Sagan erísenn grimm, Ijúf, Ijót,
falleg, gróf, fínleg - og fyndin!
Mál Ipfl og menning
LAUGAVEGI 18, SÍMl (91) 24240 & SÍÐUMÚLA 7-9, SÍMI (91) 688S77,
IIIIIIUIIHIIIII—»uiii.ii.i
tölvur
■ EXCEL töflureiknir
Yfirgripsmikið námskeið fyrir notendur
PC og MAC 7.-11. des. kl. 9-12.
■ CorelDraw myndvinnsla
Námskeið 30. nóv.-4. des. kl. 13-16
fyrir þá, sem nota grafík í auglýsingum,
dreifi- og kynningarritum, eyðublöðum
o.fl. Rafn Jónsson leiðbeinir.
■ Grunnnámskeið
Gagnlegt tölvunámskeið fyrir byrjendur
30. nóv.-3. des. kl. 16-19.
■ Windows 3.1 kerfisstjórnun
Hagnýtt námskeið fyrir þá, sem þurfa
að hafa umsjón með Windows uppsetn-
ingum. 1.-4. des. kl. 9-12.
Leiðbeinandi er Ámi Gunnarsson M.S.
Vönduð námsgögn á íslensku
fylgja öllum námskeiðum.
Tölvuskóli Stjórnunarfélags
íslands og Nýherja.
Símar 621066 og 697769.
1
■ Excel 4.0 fyrir Windows. 15 klst.
námskeið 14.-18. desemberkl. 13-16.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
S. 688090.
■ Öll tölvunámskeið á PC og
Macintosh. Fáðu senda námsskrá
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
■ Tölvuskóli í fararbroddi
Námskeið sem henta öllum PC notend-
um. Einnig námskeið fyrir Machintosh
notendur. Gott verð. Góð kennsluað-
staða. Reyndir leiðbeinendur.
Fáðu senda námsskrá.
Tölvuskóli Stjórnunarfélags
íslands og Nýherja.
Sfmar 621066 og 697768.
■ Excel 4.0 fyrir Macintosh. 15 klst.
námskeið 14.-18. desember kl. 13-16.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
■ Word fyrir Windows. 15 klst. nám-
skeið 30. nóv.-4. des. kl. 9-12.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
U Quark Xpress. 15 klst. námskeið
haldið 30. nóv.-4. des. kl. 16-19.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
■ Windows og PC grunnur. 9 klst.
um Windows og grunnatriði PC notkun-
ar. 7.-9. desember kl. 9-12.
■ Works fyrir Windows. 15 klst. um
Windows og fjólverkakerfið Works.
7.-11. desember kl. 9-12.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
■ Macintosh fyrir byrjendur. 15
klst. um stýrikerfi, ritvinnslu, gagnasöfn-
un og töflureikni. 180 bls. handbók fylg-
ir. 7.-11. desember kl. 16-19.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
■ PageMaker fyrir Macintosh og
PC. 15 klst. námskeiö haldið 30.
nóv.-4. des. kl. 16-19.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
■ Word fyrir Macintosh. 15 klst.
námskeið 3.-11. desember kl. 13-16.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
dans
■ Danssýningar. Bjóðum upp á dans-
sýningar við ýmis tækifæri. Suður-amer-
ískir dansar og sígildir samkvæmisdansar
(ballroom dansar). Danspör á öllum aldri.
Dansskóli Jóns Péturs og Köru.
Uppl. í símum 36645 og 685045.
I Dansskóli Jóns Péturs og Köru.
Mikið úrval af dansskóm fyrir dömur,
herra og börn og ýmsir fylgihlutir: Net-
sokkabuxur, semalíusteinar, kjólfata-
skyrtur og allt tilheyrandi. Dansbúningar
til leigu. Sendum um allt land.
Sfmar 36645 og 685045.
fjármái
■ Einföld uppskrift að skipulegri
uppbyggingu eigna.
Einstakt 2ja daga kvöldnámskeið Verð-
bréfamarkaðs Islandsbanka, VÍB, um
fjármál einstaklinga. Lögð er áhersla á
hnitmiðaða leiðsögn við hámörkun eigna.
Nánari upplýsingar veitir
Margrét Sveinsdóttir hjá VÍB í
sfma 91-681530.
ýmisiegt
NÁMSAÐSTOÐ
■ Námsaðstoð við grunn-, framhalds-
og háskólanema. Fiestar námsgreinar.
Einkatímar - hópar.
Reyndir réttindakennarar.
Innritun í síma 79233 kl. 14.30-18.30.
Nemendaþj órnts tan sf.
■ Tungumál - raungreinar
Kennsla fyrir þig.
Skóli sf.,
Hallveigarstíg 8,
sfmi 18520.
MATREIÐSLUSKÓUNN
KKAR
Bæjarhrauni 16,
220 Hafnarfirði, súni 91-653850.
■ Námskeið í
nóvember og desember:
KÖKUSKREYTINGAR 25. nóvemher
kl. 19.30-22.30. Verð 2.900,-.
AUSTURLENSK MATARGERÐ
2.-3. des. kl. 19.30-22.30.
Verð 4.500,-.
JÓLAKONFEKT 27. og 28. nóv., 14.,
15., 16., 17. og 18. des. (eitt kvöld
hvert námskeið, möguleiki á viðbótar-
námskeiðum). Verð 2.900,-.
JÓLAVEISLURÉTTIR 7.-8. des.
kl. 19.30-22.30. Verð 5.200,-,
Setjum einnig upp námskeið fyrir hópa.
Nánari upplýsingar og skráning á skrif-
stofu Matreiðsluskólans okkar,
sími 91-653850.
handavinna
■ Ódýr saumanámskeið
Aðeins 5 nemendur í hóp. Faglærður
kennari. Upplýsingar í síma 17356.