Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 37
 » íluDAqtMHW ______•________ ii MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 37 Hamagangur í fisksölu um helgina Sýnir að hér á landi er þörf á að bjóða ódýran mat - segir Reynir Hugason formaður samtaka atvinnulausra I | ■ i j I Morgunblaðið/Sverrir Ódýr síld og skata seldust upp á fjórum tímum hjá atvinnulausum á sunnudaginn. Fundur um möguleika íslendinga í Austurvegi Fundur verður haldinn í -j. Lækjarbrekku efri hæð þriðju- daginn nk. 24. nóvember kl. 17. Þar mun Arnór Hannibalsson n segja frá Litháen í stuttu máli ® og Gestur Ólafssonar, formaður Vináttufélags íslands og Lithá- en, kyirnir félagið. Sérstakur Sýningu Ástu Guðrúnar framlengt A CAFÉ 17 sem er á Laugavegi 91, inni í versluninni Saulján, hafa að undanförnu verið sýnd olíumálverk eftir Ástu Guðrúnu / Eyvindardóttur. Ákveðið hefur verið að fram- iengja sýningunni fram til 10. des- ember. Ásta er til viðtals um verk- in og listina fyrir þá sem þess P óska milli klukkan 15 og 17 virka daga og klukkan 12 og 17 á laug- ardögum. Þema sýningarinnar til þessa hefur verið „Augnablik", en nú er það síðari hluta sýningarinn- ar „No more tears“ gestur verður Martynas Svegzda-Von Beker fiðluleikari sem er um þessar mundir gestur Tónlistarfélagsins hér á landi. í frétt frá fundarboðanda, Ás- geiri Hannesi Eiríkssyni fyrrver- andi alþingismanni, segir m.a: „í Litháen og öðrum ríkjum Eystrarsaltsríkisins eru vaxandi möguleikar fyrir íslenska afhafna- menn á að halsa sér völl til fram- búðar. Eins og sakir standa eru tækifærin helst fólgin í samvinnu við heimamenn um að framleiða vörur eða selja þjónustu á markað í nágrannalöndum Eystrarsaltsins. íslendingar leggja til kunnáttu og verklag en heimamenn hráefni og starfsfólk. Allar tegundir fram- leiðslu og þjónustu koma þar til greina. Frá Litháen er stutt á öflugan markað í Skandinavíu og Vestur- Evrópu jafnt sem ört vaxandi markaði í fyrrum Sovétlýðveldum og öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Á næstu árum og áratugum vex eftirspum eftir hvers kyns vörum og þjónustu hratt í Austurvegi og ef Islendingar ætla sér hluta af þeim viðskiptum verður að bregð- ast við fyrr en seinna." ÞAÐ seldist allt upp á fjórum timum, þetta sýnir að fólk þarf ódýran mat og sækist eftir.hon- um,“ segir Reynir Hugason for- maður Landssamtaka atvinnu- lausra um fisksölu samtakanna um helgina. Reynir segir að auð- veldlega væri hægt að selja hér matvæli ódýrt, stórmarkaðir gætu til dæmis haft um það for- ystu, erlendis væri hvarvetna mögulegt að fá ódýran mat. Álagning fiskbúða sé býsna mik- il miðað við léttar pyngjur. Atvinnulausir seldu á sunnudag- inn hálft tonn af skötubörðum og tonn af nýrri síld til fólks sem ekki hefur úr miklu að spila. Reynir seg- ir að meira hafi verið sóst eftir tindabikkju en síld og hamagangur- inn verið mikill í lánshúsnæðinu við hlið Faxamarkaðar. Flestir keyptu frá tveimur og hálfu upp í fímm kíló. Samtökin fengu þrjátíu tonn af frosinni tinda- bikkju gefíns frá Aflanýtingamefnd og keyptu ódýrt rúmt tonn af verk- aðri síld frá Grindavík. Sjálfboðalið- ar tóku þijú tonn af skötu úr frysti og náðu að vinna tvö, afgangurinn var enn frosinn í fyrradag. Mikið var spurt hvort framhald yrði á sölunni að sögn Reynis en ekki hefur verið ákveðið hvenær það gæti orðið. Síldin var keypt frá Grindavík á 40 krónur kflóið og seld á sama verði. Reynir bendir á að út úr búð kosti kflóið um 100 krónurþótt síld- in sé óunnin. Upp úr sjó kosti hún 5 krónur kílóið til bræðslu en 9 til manneldis. Eftir flökun sé verðið komið í 20 krónur og aðrar 20 bætist við í vinnslunni. Við sölu til útlanda fái fiskverkandinn 50 krón- ur á kíló. „Það er auðvelt að fá nýja síld,“ segir Reynir, „hún er fyrirtaksmatur og mætti vel selja verkaða fyrir lítinn pening." Tindabiklqa er enn ódýrari, kílóið kostar 5 krónur á fískmarkaði ef hún selst. Eftir skurð er fjórðungur eftir og kílóverðið um 27 krónur að sögn Reynis. En í fískbúðum í Reykjavík er það um 350 krónur. Hann segir þetta hafí verið tilraun um helgina, ef endurtaka eigi físk- söluna verði að leggja aðeins á verð- ið til að hægt sé að' borga fólki fyrir verkunina. En það geti þó auðveldlega verið miklu lægra en tíðkast í fískbúðum. Reynir segir að alveg vanti fisk- markað þar sem fólk geti keypt sér í soðið, slíkt tíðkist víða erlendis og yrði greinilega vel tekið hér. Raunar standi ónotað pláss við hlið- ina á Faxamarkaði, einhveijir ættu að taka sig til og fá að nýta það til góðrar og ódýrrar físksölu. Stór- markaðir gætu líka hæglega boðið einhvern ódýran mat, físk til dæm- is. Gróði af sölunni yrði kannski ekki mikill en fólk myndi kunna að meta slíkt framtak. Hér eru margir sem hafa litla peninga, atvinnulaus- ir og ellilífeyrisþegar til dæmis. 2.480*-/ Svartir brúbarkjólar KRISTÍN ÓMARSDÓTTIR Fyrsta skáldsaga göldróttrar sagnakonu um ástina í öllum myndum. Sagan erísenn grimm, Ijúf, Ijót, falleg, gróf, fínleg - og fyndin! Mál Ipfl og menning LAUGAVEGI 18, SÍMl (91) 24240 & SÍÐUMÚLA 7-9, SÍMI (91) 688S77, IIIIIIUIIHIIIII—»uiii.ii.i tölvur ■ EXCEL töflureiknir Yfirgripsmikið námskeið fyrir notendur PC og MAC 7.-11. des. kl. 9-12. ■ CorelDraw myndvinnsla Námskeið 30. nóv.-4. des. kl. 13-16 fyrir þá, sem nota grafík í auglýsingum, dreifi- og kynningarritum, eyðublöðum o.fl. Rafn Jónsson leiðbeinir. ■ Grunnnámskeið Gagnlegt tölvunámskeið fyrir byrjendur 30. nóv.-3. des. kl. 16-19. ■ Windows 3.1 kerfisstjórnun Hagnýtt námskeið fyrir þá, sem þurfa að hafa umsjón með Windows uppsetn- ingum. 1.-4. des. kl. 9-12. Leiðbeinandi er Ámi Gunnarsson M.S. Vönduð námsgögn á íslensku fylgja öllum námskeiðum. Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja. Símar 621066 og 697769. 1 ■ Excel 4.0 fyrir Windows. 15 klst. námskeið 14.-18. desemberkl. 13-16. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, S. 688090. ■ Öll tölvunámskeið á PC og Macintosh. Fáðu senda námsskrá Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Tölvuskóli í fararbroddi Námskeið sem henta öllum PC notend- um. Einnig námskeið fyrir Machintosh notendur. Gott verð. Góð kennsluað- staða. Reyndir leiðbeinendur. Fáðu senda námsskrá. Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja. Sfmar 621066 og 697768. ■ Excel 4.0 fyrir Macintosh. 15 klst. námskeið 14.-18. desember kl. 13-16. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Word fyrir Windows. 15 klst. nám- skeið 30. nóv.-4. des. kl. 9-12. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. U Quark Xpress. 15 klst. námskeið haldið 30. nóv.-4. des. kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Windows og PC grunnur. 9 klst. um Windows og grunnatriði PC notkun- ar. 7.-9. desember kl. 9-12. ■ Works fyrir Windows. 15 klst. um Windows og fjólverkakerfið Works. 7.-11. desember kl. 9-12. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Macintosh fyrir byrjendur. 15 klst. um stýrikerfi, ritvinnslu, gagnasöfn- un og töflureikni. 180 bls. handbók fylg- ir. 7.-11. desember kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ PageMaker fyrir Macintosh og PC. 15 klst. námskeiö haldið 30. nóv.-4. des. kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Word fyrir Macintosh. 15 klst. námskeið 3.-11. desember kl. 13-16. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. dans ■ Danssýningar. Bjóðum upp á dans- sýningar við ýmis tækifæri. Suður-amer- ískir dansar og sígildir samkvæmisdansar (ballroom dansar). Danspör á öllum aldri. Dansskóli Jóns Péturs og Köru. Uppl. í símum 36645 og 685045. I Dansskóli Jóns Péturs og Köru. Mikið úrval af dansskóm fyrir dömur, herra og börn og ýmsir fylgihlutir: Net- sokkabuxur, semalíusteinar, kjólfata- skyrtur og allt tilheyrandi. Dansbúningar til leigu. Sendum um allt land. Sfmar 36645 og 685045. fjármái ■ Einföld uppskrift að skipulegri uppbyggingu eigna. Einstakt 2ja daga kvöldnámskeið Verð- bréfamarkaðs Islandsbanka, VÍB, um fjármál einstaklinga. Lögð er áhersla á hnitmiðaða leiðsögn við hámörkun eigna. Nánari upplýsingar veitir Margrét Sveinsdóttir hjá VÍB í sfma 91-681530. ýmisiegt NÁMSAÐSTOÐ ■ Námsaðstoð við grunn-, framhalds- og háskólanema. Fiestar námsgreinar. Einkatímar - hópar. Reyndir réttindakennarar. Innritun í síma 79233 kl. 14.30-18.30. Nemendaþj órnts tan sf. ■ Tungumál - raungreinar Kennsla fyrir þig. Skóli sf., Hallveigarstíg 8, sfmi 18520. MATREIÐSLUSKÓUNN KKAR Bæjarhrauni 16, 220 Hafnarfirði, súni 91-653850. ■ Námskeið í nóvember og desember: KÖKUSKREYTINGAR 25. nóvemher kl. 19.30-22.30. Verð 2.900,-. AUSTURLENSK MATARGERÐ 2.-3. des. kl. 19.30-22.30. Verð 4.500,-. JÓLAKONFEKT 27. og 28. nóv., 14., 15., 16., 17. og 18. des. (eitt kvöld hvert námskeið, möguleiki á viðbótar- námskeiðum). Verð 2.900,-. JÓLAVEISLURÉTTIR 7.-8. des. kl. 19.30-22.30. Verð 5.200,-, Setjum einnig upp námskeið fyrir hópa. Nánari upplýsingar og skráning á skrif- stofu Matreiðsluskólans okkar, sími 91-653850. handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Aðeins 5 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Upplýsingar í síma 17356.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.