Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 6
?6 FRÉTTIR/INNLENT Georgíumaðurinn Grigol Matsjavariani Enginn kallar íslensku- áhugann lengur sérvisku DRAUMUR Georgiumannsins Grigols Matsjavarianis hefur ræst. Hann er kominn til Islands lands íslenskunnar, tungunnar sem hann heillaðist af sem ungur drengur og ákvað að nema. Það var ekki fyrr enn eftir rúmleg'a áratugar sjalfsnám, sem hann heyrði islensku talaðSTí fyrsta skipti, þegar Islendingur kom til Tbilisi, höfuðborgar Georgíu. í kjölfar þess að hann ritaði bréf til Velvakanda Morgunblaðsins var honum boðið hingað til lands, ásamt eiginkonu sinni Irmu Oboladze, af stjórnvöldum til að kynn- ast landi og þjóð. Morgunblaðið/Kristinn Grigol Matsjavariani og eiginkona hans Irma Oboladze. Það er ekki annað hægt en að heillast af þessum manni. Þrátt fyrir að hann hafi haft mjög fá tækifæri til að æfa samræður á íslensku á hann í litlum sem engum erfíðleikum með að tjá sig. Það að hann hafi fyrst og fremst lært íslensku úr bókum virðist síður en svo hafa haft slæm áhrif; íslenska hans er krydduð fallegum bók- málsorðum í stað hinna einföldu hugtaka talmálsins. Matsjavariani spyr mikið um orð og hugtök, t.d. hver sé blæbrigðamunurinn á „við- búinn", „útbúinn", „tilbúinn" og „reiðubúinn", og er sífellt með litla rauða minnisbók á lofti þar sem hann skrifar niður ný orð. En hvernig stendur á þvi að Matsjavariani frá Tbilisi í Georgíu fékk þennan brennandi áhuga á íslensku? „Einu sinni sem barn sá ég bók á borði afa míns. Þetta var íslandsklukkan. Þegar ég heyrði nafnið Laxness fannst mér það mjög hljómfagurt, eins og tónlist, og ég ákvað að lesa bókina. Því miður skildi ég ekki mikið í yrkis- efninu, vegna þess að ég var bara lítill strákur, en mér fannst öll nöfnin í bókinni, eins og Snæfríður og Jón Hreggviðsson, vera svo hljómfögur. Eftir þetta fór ég að lesa allt sem gefið hafði verið út í fyrrum Sovétríkjunum eftir Lax- ness.“ Matsjavariani segir að þegar hann byijaði áttunda bekk um fjór- tán ára gamall hafí hann verið orðinn staðráðinn í að læra ís- lensku. Hann hafi neitað að læra þýsku í skólanum og kennarinn jafnvel hótað honum brottrekstri úr skóla af þeim sökum. „Fólki fannst lengi vel að þetta væri mik- il sérviska í mér, að vilja læra ís- lensku, en það fínnst engum leng- ur,“ segir hann. „Því miður var og er enginn íslendingur í Georgíu sem hægt er að tala við,“ segir Matsjavariani og lýsir því hvernig hann fór að við íslenskunámið. A tveimur hinna fjölmörgu bókasafna Tbilisi var til íslensk-rússnesk orðabók, sem gef- in var út 1962, og studdist hann við hana. „Ég neyddist til að sitja á bókasafninu og skrifa upp úr orðabókinni ný orð og hugtök. Mörgum árum síðar, mig minnir 1984, áskotnaðist mér orðabókin á fombókasölu og á ég hana því sjálfur nú,“ segir hann og lyftir stoltur upp bókinni. „En heima á ég líka heila kompu fulla af minnis- bókum þar sem ég hef skrifað upp alla þessa orðabók." Þegar hann var spurður hvað hefði reynst honum erfíðast í ís- lenskunáminu sagði hann íslenska málfræði vera mjög þunga og erf- iða. „Ég yfírgaf þetta tungumál á sínum tíma vegna þess hve mál- fræðin var þung. En það stóð ekki lengi. Ég gat ekki yfírgefíð íslensk- una að eilífu og hef að lokum sigr- ast á málfræðinni. En ef ég hefði haft kennara þá væri hún miklu betri.“ Það var ekki fyrr en fyrir fjórum árum að Matsjavariani heyrði ís- lensku mælta í fyrsta skipti en þá kom Friðrik Þórðarson til starfa við háskólann í Tbilisi. „Það kom margt á óvart. Ég hafði til dæmis aldrei heyrt hvernig ætti að bera fram bókstafínn „ð“ og hélt að hann væri borinn fram „djö“. Frið- rik er eini íslendingurinn sem talar georgísku og vildi hann alltaf tala hana við mig. Ég vildi hins vegar tala íslensku við hann. Þróaðist þetta þannig að stundum spurði hann mig um georgíska málfræði en stundum ég um íslenska. Eftir að hann fór frá Georgíu hefur hann sent mér fjölmargar bækur og líka upptökur þar sem t.d. Eddukvæði eru lesin. Ég stend í mikilli þakklætisskuld við hann. Hann var jafnt fyrsti íslendingur- inn, sem ég hitti, kennari, vinur og ráðgjafi. Raunar má segja að það hafi verið undarlegt að ég, nemandinn, hafí verið búinn að læra í rúm tíu ár áður en kennar- inn kom. Má segja að ég hafi haft undirstöðuna og mikinn orðaforða en þegar hann kom þá fægði ég kunnáttuna. Það var sérstaklega þýðingar- mikið að heyra talað mál vegna hljóðfræðinnar. Þið íslendingar takið ekki eftir málinu vegna þess að það er móðurmál ykkar. En fyrir útlendinga þá er íslenska mjög sérkennilegt mál hljóðfræði- lega séð.“ Bréfíð bar ávöxt En hvernig stóð á því að hann fór að hafa samskipti við ísland og íslendinga? „í Bretlandi var ís- lenskur námsmaður, Guðni H. Jó- hannesson. Hann kynntist vinkonu minni þar. Hún sagði að hún þekkti mann í Georgíu sem talaði íslensku en hann trúði því ekki. Ég skrifaði honum því bréf og sagði að það væri mjög erfitt að koma til Is- lands. Guðni hafði ekki tök á því sjálfur að bjóða mér en ráðlagði mér að skrifa til Morgunblaðsins. Ég gerði það því svona upp á „von og óvon“ líkt og íslendingar segja. Áður hafði ég skrifað mörgum árangurslaust. Ég bað um að lítil augiýsing yrði birt en í staðinn var allt bréfið birt. Það bar ávöxt. Þetta kom mér mjög á óvart og ég vil gera eitthvað gott fyrir Morgunblaðið. Ég er fullur þakk- lætis í garð Morgunblaðsins. Það gerði mikið meira en að hjálpa mér,“ segir Matsjavariani. Hann verður mjög hugsi þegar hann er spurður hvernig honum hafí liðið er hann frétti að til stæði að bjóða honum til íslands. „Hvernig skal svara þessu. Ég var agndofa. Ég gat ekki glaðst undir eins. Það gat ég ekki fyrr en nokkr- um dögum síðar þegar ég var bú- inn að jafna mig. Þetta var svo mikið." Matsjavariani er lögfræðingur að mennt en var tónlistarmaður áður. Lék hann á bassa með mörg- um hljómsveitum. „Tónlistin reyndist hins vegar ekki nógu traustur tekjugrundvöllur. Það er mjög dýrt og erfitt að sjá fyrir fjöl- skyldu í Georgíu. Ég held samt að það hafi verið mikil mistök að fara í lagadeild því ég hef meira gaman af málvísindum. Ég hefði átt að læra þau. Faðir minn taldi mig hins vegar á að læra lögfræði." Hungur kæfír stjórnmála- áhuga fólks Ástandið í Georgíu spinnst einn- ig inn í umræðuna en valdabarátt- an þar hefur verið mikið í fréttum á alþjóðavettvangi undanfarin tvö ár. „Erlendir blaðamenn birta ekki helming þess sem gerist í Georgíu. Margir þeirra hafa heldur ekki mjög traustar heimildir," segir Matsjavariani. „Fólk var í fyrstu mjög eftirvæntingarfullt þegar nýsköpunarstarf Gamsakhúrdía hófst. En ekki lengur. ímyndið ykkur venjulegan launamann sem fær 2.000 rúblur í laun á mánuði eða um fjóra Bandaríkjadali. Það má segja að fyrst og fremst bölvi allir öllu. Þjóðin hefur ekki lengur áhuga á stjórnmálum. Þegar frels- isbaráttan hófst höfðu allir áhuga á stjómmálum en þegar lífskjörin versnuðu, þegar fólk kynntist hungri og skorti, þá gleymdust stjómmálin. Fólk vill viðunandi lífskjör en ekki stjórnmál. Ræn- ingjar hafa komist yfir vopn en ríkið getur ekkert gert. Það ríkir stjórnleysi. Verð á brauði hefur hækkað um þúsundir prósenta á einu ári. Það fæst ekki ostur eða smjör mánuðum saman." Þegar hér er komið við sögu spyr Matsjavariani allt í einu: „Eru íslendingar ánægðir?" Þegar hon- um er svarað að svo sé nú ekki verður hann mjög hissa. „Af hveiju ekki? í Georgíu hefur verið sagt í fréttum að lífskjör á íslandi séu með þeim bestu í heimi. Er það ekki rétt?“ StS Keflavíkurflugvöllur Gott útlit með manna- ráðningar Keflavík. NOKKRIR íslendingar hafa ver- ið ráðnir til starfa hjá varnarlið- inu að undanförnu og góðar líkur eru á að fleiri verði ráðnir eftir áramótin. Þetta kom fram á fundi yfirmanns flotastöðvarinn- ar, Michael D. Ilaskins flotafor- ingja, með íslenskum starfs- mönnum varnarliðsins. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að Haskins hefði sagt á fundinum að útlit væri fyrir svip- aðar fjárveitingar og á síðasta ári og því væru líkur á að einhveijir starfsmenn yrðu ráðnir um og eftir áramótin. Friðþór sagði að vamarliðið hefði óskað eftir því við vamarmáladeild utanríkisráðuneytisins að veitinga- staðurinn Wendy’s yrði opnaður að nýju fyrir íslenska starfsmenn vam- arliðsins sem orðið hefði við þeirri beiðni. -BB Morgunblaðið/Kristinn Góðar viðtökur „Gjöf á gjöf“, jólapakkamerkimiðahappdrætti Slysavamafélags ís- lands, hefur fengið mjög góðar viðtökur landsmanna.Sala miðanna stendur sem hæst en allar slysavarnadeildir og björgunarsveitir félagsins, en þær eru 208 að tölu, annast söluna. Er bankað uppá hjá landsmönnum og einnig eru miðarnir seldir í flestum stærri verslunum hringinn í kringum landið.Á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru miðamir víða seldir, s.s. í stórmörkuðum, og á myndinni eru björgunarsveitarmenn við sölu í Kringlunni. Tveir lögreglumenn hlutu áminningu RANNSÓKN er lokið innan Lögregluembættisins á ummæl- um Björns Halldórssonar, yfir- manns fíkniefnadeildar lögregl- unnar, í tímaritinu Mannlífi um að ónafngreindir fyrrverandi lögreglumenn í deildinni hefðu vísvitandi spillt fyrir rannsókn fíkniefnamála. Fengu tveir Iög- reglumenn áminningu fyrir að fara út fyrir starfssvið sitt. Tíu fyrrverandi lögreglumenn við fíkniefnadeildina kærðu um- mæli Björns til ríkissaksóknara en hann fór fram á að málið yrði rannsakað innanhúss hjá lögreglunni og yrði ekki með- höndlað sem refsimál. Tveir lögreglumannanna fengu áminningu með hliðsjón af lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Rannsókn málsins þótti leiða í ljós að þessir lögreglu- menn hefðu farið út fyrir starfs- svið sitt, að sögn Guðmundar Guð- jónssonar yfírlögregluþjóns, sem stjómaði rannsókninni. Hann sagði að málinu væri þar með lok- ið og yrðu engir eftirmálar vegna þess. Þeim lögreglumönnum sem málið snertir hefur verið send ítar- leg greinargerð um málið. ------♦ ♦—♦---- Maður hand- tekinn eftir ábendingu öryggisvarðar MAÐUR, sem gert hafði tilraun til að brjótast inn í söluturninn Staldrið í Mjódd, var handsamað- ur eftir ábendingu frá öryggis- verði Securitas hf. snemnia á laug- ardagsmorguninn. Öryggisvörðurinn var á ferðinni í nágrenni við söluturninn Staldrið þegar öryggiskerfíð þar fór í gang og var hann aðeins örskamma stund á staðinn. Hann náði ekki til manns- ins, sem brotið hafði rúðu í sölutum- inum, en sá til hans á hlaupum í átt að næstu bensínstöð. Öryggisvörður- inn kallaði til lögreglu og handtók hún manninn á Breiðholtsbrautinni skömmu síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.