Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 17
almennings á umhverfinu og vísind- um almennt. Ég vil einnig nefna það að flestum sem hingað koma þykir það bæði gaman og fróðlegt. Auk þess hafa kennarar um öll Bandaríkin sýnt verkefninu áhuga í tengslum við kennslu. Með því að upplýsa almenning er hluta mark- miða okkar náð.“ Mark Nelson sagði að hann hefði ekkert á móti sérfræðilegri gagn- rýni en honum þætti margt af því sem sagt hefði verið um verkefnið óréttlátt. „Verkefni af þessu tagi hefur aldrei verið framkvæmt áður og það er bara eðlilegt að það taki ein- hvem tíma að ná fram tilætluðum árangri." Gæti haft mikla þýðingu Chris sagði að margt væri að koma fram í Lífhvolfinu sem ekki hefði áður verið ljóst. „Einn af þeim áhugaverðu hlutum, sem eru að gerast í Lífhvolfinu er minnkandi súrefnismagn. Enginn veit hvers vegna þetta er að gerast og því er þetta spennandi. Það eru uppi til- gátur um það hvers vegna þetta á sér stað. Þetta gæti orsakast vegna frumuöndunar eða vegna þess að súrefnið fer niður í jarðveginn, en enginn veit neitt með vissu. Þetta gæti allt eins verið að gerast á jörð- inni og enginn veit af því. Nú er verið að rannsaka þetta og við munum fá svör við þessari spum- ingu sem og fleirum ósvömðum spumingum um umhverfi okkar,“ sagði Chris. Chris sagði aðspurður að ástæða þess að ekki hefði verið leitað eftir ríkisfjármagni til framkvæmdar verkefnisins væri helst sú að það hefði tekið miklu lengri tíma að hefla framkvæmdir. „Eg er sann- færður um að ef ríkið væri að ein- hverju leyti viðriðið þetta verkefni væri sjálfsagt ekkert annað en hola í jörðinni þar sem Lífhvolfið er. Auk þess hefðu framkvæmdimar sjálf- sagt kostað enn meira." íslandsvinur í Lífhvolfinu Mark Nelson sagðist mega til með að segja frá því að hann hefði komið þrisvar sinnum til íslands og að landið væri honum sérstaklega kærkomið þar sem hann ætti skemmtilega minningu frá síðustu ferð sinni hingað til lands fyrir um sjö árum. „Ég var viðriðinn rann- sóknir í Norðursjó og fór ásamt fleimm til Islands í leiðinni. Ég var tiltölulega óreyndur ferðamaður og á flugvellinum í New York áttaði ég mig á því að vegabréfið mitt var útmnnið. Ég kom því til íslands í óvissu um hvort mér yrði hleypt inn í landið. Það liðu hins vegar ekki margar klukkustundir þar til bandaríska sendiráðið gerði undan- tekningu og gaf út nýtt vegabréf svo að ég gat skoðað mig um í Reykjavík. Því situr þessi ferð ofar- lega í huga mér,“ sagði Mark. Hann sagðist einnig hafa verið mjög hrifínn af landi og þjóð og að hann minntist þess vel þegar hann barðist á móti köldum vindin- um á götum Reykjavíkur. „Það var einnig gaman að sjá hversu miklir listunnendur Islendingar virtust vera og það var sérlega gaman að sjá öll listasöfnin þar.“ Mark sagðist einnig vilja bæta því við að fleiri félagar hans inni í Lofthvolfinu hefðu einnig komið til íslands. Þegar blaðamaður spurði Mark að því hvort hann myndi vilja fara aftur inn í Lífhvolfið var greinilegt að um það væri engin spuming. „Reynsla mín hér hefur verið fram- ar vonum minum og það er ólýsan- legt að vera með í svona sérstæðu verkefni. Það verður auðvitað gam- an að koma út og geta gert allt það sem ég hef saknað hér inni, en ég vonast einnig til þess að geta haldið mig við heilbrigt lífemi og haldið áfram að kunna að meta umhverfið okkar. Við höfum ekki lengur efni á að vanrækja það,“ sagði Mark að lokum. Höfundur starfaði sem blaðamaður við Morgunblaðið og ernú búsett i Bandaríkjunum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1992 17 — OPIÐ í DAG <fr (ðb~r3' \^rslanir og þjónustufyrirtæki í miðbænum bjóða nú íslendingum að taka þátt í skemmtilegum leik sem tengist Isögu Reykjavíkur. verslunum, veitingastöðum og þjónustufyrirtækjum eru til sýnis gamlar myndir frá Reykjavík. Þar sem myndirnar eru geta viðskiptavinir lagt inn nöfh sín og svarað Dléttri spurningu. regið verður um fjölda glæsilegra vinninga fyrir jól frá '^miðbæjarfyrirtækjum og verða gjafimar til sýnis í gamla góða f Geysisglugganum frá og með 8. desember. Allar nánarí upplýsingar á Aðalstöðinni 90.9 frákl. 13-17 í miðbænum í miðbænum í da Kl. 15.00 Jólasveinarnir koma í heimsókn. Kl. 15.30 Harmónikkuleikur Kl. 14-17 ekur 100 ára gömul lystikerra um miðbæinn og býður vegfarendum farum miðbæinn. Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur ræðir sögu Reykjavíkur á Aðalstöðinni 90.9 kl. 15.00 Mú s^artap miðbcEPÍnn Jólaskpauti 'Otfun / bæ/m MIÐBÆJARFÉLAGIÐ jCLCCL Austurstræti 3 •CIXÍVieÁVEXTIR T'ippskóri, Hatnarslræti 3 1 RAMMAGERDIN Hafnarstræti 19 nn SÍMI: Z1212 SVARTA PAI>!NAI> Hraðréttaveftingastaður L íhjarta borgarínnar áhomi Tiyggvagötu og Pösthússtrætis Smi 16480 EGILL JACOBSEN Austurstræti 9 Eymundsson Austurstræti 18 ■—m S T E I N A R Austurstræti 22 LINSAN Aðalstræti 9, simi 15055. ÍSLANDSBANKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.