Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 43
SKIÐI fflSAJaKUOHOM 6,- ÐESEMBER W92 í I í 1 I I J 3 I 9 3 9 Sex ungl- ingaráÓI- ympíumót æskunnar áítalíu í febmar SEX íslensk ungmenni verða á meðal keppenda á Ólympíumóti evrópskrar æsku í vetrarfþrótt- um sem fram fer í Aosta á Norð- ur-ítalíu í byrjun febrúar. Evróp- samband ólympíunefnda stend- ur fyrir þessu móti og er ætlað unglingum sem eru fæddir 1976. Flestar þjóðir Evrópu senda kepp- endur og má búast við miklum fjölda þátttakenda. Það má segja að þetta sé rós í hnappagatið fyrir ungl- ingana að fá tækifæri til að taka þátt í þessu móti sem nú fer fram í fyrsta sinn. Þarna fá krakkamir möguleika til að etja kappi við jafn- aldra sína frá öðmm þjóðum,“ sagði Sigurður Einarsson, formaður Skíða- sambands Islands. Ólympíunefnd íslands greiðir helming kostnaðar íslendinganna við mótið. Nú þegar hafa fulltrúar ís- lands verið valdir. Þeir em Amar Pálsson og Hlynur Guðmundsson frá ísafirði, sem keppa í göngu og Bjami Skarphéðinsson, Dalvík, Gísli M. Helgason, Ólafsfirði, Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir, ísafirði og Berglind Bragadóttir, Fram Reykjavík sem keppa í alpagreinum, svigi og stór- svigi. Auk fararstjóra verða tveir þjálf- arar með í ferðinni, einn í alpagrein- um og einn í göngu. Mótið verður- dagana 7. til 11. febrúar 1992. Hvaða skíði á ég að nota í dag? Ketil-André Aamodt með hluta af 16 skíðapömm sínum sem hann þarf að nota í heimsbikamum í vetur. Aamodt Kjetli André Aamodt er helsta von Norðmanna NORÐMAÐURINN ungi, Kjetil- André Aamodt, skaust óvænt upp á stjörnuhimininn er hann varð ólympíumeistari í risasvigi í Albertville síðasta vetur. Um síðustu helgi undirstrikaði hann það enn frekar hversu öflugur hann er með því að sigra í opnunarmóti heimsbik- arsins í Sestriere á Ítalíu. Þar skaut hann stórsvigsmeistar- anum sjálfum, Alberto Tomba, ref fyrir rass á heimavelli hans. Aamodt var ekki þekkt nafn í skíðaheiminum fyrir Ólymp- íuleikana í Albertville. Hann er nú 21 árs og er frá Eftir Oslo og varð þre- Val B. faldur heimsmeist- Jónatansson ari unglinga fyrir þremur árum. Það vom fáir sem bjuggust við að hann kæmist svo fljótt á toppinn. Hann á ekki langt að sækja hæfileika sína því faðir hans, Finn Aamodt, var góður skíðamaður á sínum yngri árum og er nú þjálfari B-liðs Norð- manna. Léttist um 11 kílógrömm í fyrravetur átti hann í veikindum vegna veirusjúkdóms og gat ekki keppt af þeim sökum fyrri hluta tímabilsins. Hann léttist þá um 11 kíló en hafði náð fyrri líkamsþyngd fyrir Ólympíuleikana í Albertville, en þar vann hann fyrstu gullverð- laun Norðamanna i alpagreinum í 40 ár. Aamodt, sem keppir í öllum greinunum fjórum og virðist jafn- vígur á þær allar, er mjög jarðbund- inn og lætur velgengnina ekki stíga sér til höfuðs. Hann segist þurfa að öðlast meiri reynslu áður en hann geti farið að gæla við að vinna heismbikarinn. „Ef ég verð einn af fimm efstu í heildarstigakeppninni í vor er ég ánægður," sagði Aamodt. Keppir í 37 greinum í 11 lönd- um I þremur heimsálfum Þar sem hann keppir í öllum greinum þarf hann að nota minnst 16 pör af skíðum, fern fyrir hveija grein. Hann mun keppa i 37 grein- um í heimsbikamum í ellefu löndum í þremur heimsálfum. 11 mót verða í bruni, 7 í risasvigi, 6 í stórsvigi, 9 i svigi og 4 í tvíkeppni. Keppnis- tímabilið hófst á Ítalíu um síðustu helgi og lýkur ekki fyrr en 28. mars í Are í Svíþjóð. Á þessum tíma mun Aamodt heimsækja Frakkland, Ítalíu, Slóveníu, Austurríki, Þýska- land, Sviss, Japan, Kanada, Banda- ríkin, Spán og heimaland sitt. Hlé verður á heimsbikarnum í febrúar en þá fer heimsmeistarakeppnin fram í Japan. Æföi mest stórsvig En hvernig kemst hann yfir að æfa allar greinamar fjórar; svig, stórsvig, risasvig og brun svo vel sé? „Ég þarf að skipuleggja æfing- arnar mjög vel langt fram í tímann. Einn daginn æfi ég risasvig í tvo tíma að morgni og síðan svig í tvo tíma seinni partinn. Næsta dag æfi ég kannski stórsvig bæði fyrir og eftir hádegi. Síðan einn dag þar sem ég æfi brun og stórsvig og næsta dag aðeins svig. Fyrir þetta keppn- istímabil æfði ég mest stórsvig en aftur minnst brun og risasvig," seg- ir Aamodt í samtali við norska dag- blaðið Aftenposten. Hveijir verða helstu keppinaut- arnir í vetur? „Ég hugsa nú aðallega um sjálf- an mig, minna um andstæðingana. Annars held ég að það verði Paul Accola frá Sviss, Alberto Tomba, Ítalíu, Marc Girardelli og svo Lasse Kjus, vinur minn og herbergisfélagi á keppnisferðum, sem á eftir að koma sterkur út í vetur." Uppgangur í Noregi Forráðamenn norska alpagreina- liðsins settust niður fyrir þremur árum og gerðu fimm ára þjálfunará- ætlun fram að Ólympíuleikum í Lillehammer 1994. Þeir yngdu upp landsliðshópinn og réðu til sín aust- urríska þjálfarann, Diter Barts, sem var rekinn frá austurríska landslið- inu vegna ósættis við forráðamenn skíðasambandsins þar. Hann hefur fengið nokkuð fijálsar hendur í Noregi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Æfingaáiagið var aukið og segja þeir sem best þekkja til að Norðmenn æfi mest allra skíðamanna og verði að teljast líklegir til afreka í heimsbikamum í vetur, á HM í Morioka í Japan og á ÓL í Lillehammer eftir tæp tvö ár. gJ! Félag 111 Harmonikknunnenda heldur skemmtifund í Templarahöllinni við Eiríksgötu kl. 15.00 í dag. Margir góðir spilarar þar á meðal Bragi Hlíð- berg, Reynir Jónasson og Grettir Björnsson. Skemmtinefndin. A&eins 60 kr. stykkib LÆKJARGÖTU 2, SÍMI 611530. Sendiö persónuleg jólakort •i • / Hér og Nú innréttingaeiningarnar eru á lægra verði en þekkst hefur fyrir gæðainnréttingar. Þær eru alltaf til á lager og því tilbúnar til afhendingar strax. Við bjóðum eldhúsinnréttingar, fataskápa, baðinnréttingar - einingar sem hægt er að nota hvar sem er. Þú færð innréttinguna fyrr - fyrir færri krónur. Gásar Borgartúni 29, sími 62 76 66 RAÐGREIÐSLUR Ekkert út og afborganir til allt að 18 mánaða HÉR OG NÚ FÆST UM ALLT LAnI) Gásar Borgartúni 29, Reykjavík Málningarþjónustan hff, Selfossi Droplnn, málningarv.verslun, Keflavík Málningarþjónustan hff, Akranesi Pensillinn, ísafirði Kaupff. Vestur-Húnvetninga Hvammstanga Húsgagnav. Reynisstaöur, Vestmannaeyjum Verslunin Hamrar hff, Grundarfirði J.A.G., Höfn M1292

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.