Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1992
Starfsnám með rétti til dagpeninga.
Spennandi framtíðarmöguleikar í
SNYRTIFRÆÐI/
HÚÐMEÐFERÐ
eða
FÖRÐUNARFRÆÐI
FYRIR KVIKMYNDIR OG LEIKHÚS
Hringið og fáið nánari upplýsingar
í síma 90 45 64 42 20 13
Upprifjun í Landhelgisgæsluskólanum
VÍSIR að Landhelgisgæsluskól-
anum hófst fyrir tveimur árum
og hafa jafnt undirmenn sem yfir-
menn Gæslunnar notið þar
fræðslu og upprifjunar. Að sögn
Jóns Magnússonar hjá Gæslunni
eru gæslumenn mjög ánægðir með
þetta framtak og er vonast tii
þess að skólinn eigi eftir að eflast
á komandi árum.
Á meðfylgjandi mynd eru leið-
beinendurnir Hjalti Sæmundsson
yfirvarðstjóri í stjórnstöð Landhelg-
isgæslunnar og Sigurður Steinar
Ketilsson skipherra, en þeir sem
sitja á skólabekk er áhöfnin á varð-
skipinu Ægi, er skipið var í höfn.
Verið er að fara yfir námsefnið
Leit og björgun á hafínu í kringum
fsland, bæði með varðskipum sjálf-
stætt svo og í samvinnu við flugvél-
ar Gæslunnar.
RAÐAUGi YSINGAR
TILBOÐ - ÚTBOÐ
Tilboð
Bifreiðaútboð á tjónabifreiðum er alla virka
mánudaga frá kl. 9.00-18.00. Ljósmyndir af
bifreiðunum liggja frammi hjá umboðsmönn-
um SJÓVÁR-ALMENNRA víða um land.
Upplýsingar í símsvara 91-671285.
inaMuirit!
• _ •
■ Draghálsi Í4-Í6, í 10 Reykjavik, sími 671120, lelefax 672620
'W' TJÓNASKODUNARSTÖÐ
Smiðjuvegi 2 - 200 Kópavogur
Sfmi 683400 - Telefax 670477
Tilboð
óskast í bifreiðar, sem skemmst hafa í
umferðaróhöppum. Bifreiðarnar verða til
sýnis á Smiðjuvegi 2, Kópavogi, mánudaginn
7. desember 1992, kl. 8-17.
ATilboðum sé skilað samdægurs.
Vátryggingafélag íslands hf.
- Tjónaskoðunarstöð -
Tölvubúnaður
fyrir Ríkisspítala
Tilboð óskast í tölvubúnað fyrir Ríkisspítala.
Útboðsgögn eru seld á kr. 2.000,- á skrif-
stofu vorri í Borgartúni 7, Reykjavík.
Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11.00
f.h. 18. desember 1992 í viðurvist viðstaddra
bjóðenda.
ll\ll\IKAUPASTOFI\IUI\l RÍKISIIMS
__________BORGARTUNI 7. 10S REYKJAVIK _
ATVINNUHÚSNÆÐI
Atvinnuhúsnæði
Til leigu frá áramótum iðnaðarhúsnæði við
Smiðjuveg í Kópavogi.
1. 480 fm með innkeyrsludyrum.
2. 425 fm með innkeyrsludyrum og verslun-
argluggum.
3. 360 fm með innkeyrsludyrum, stórum
verslunargluggum á skrifstofum ásamt
110 fm á efri hæð.
Húsnæðið er nú samtengt, en er í þremur
húsum og leigist saman eða sitt í hvoru lagi.
Hverfisprent,
sími 13414.
Verslunarhúsnæði f
Bankastræti
Til leigu er nú þegar ca 80 fm húsnæði á
mótum Bankastrætis, Laugavegar og Skóla-
vörðustígs. Laust strax.
Upplýsingar gefa: Lögmenn Hverfisgötu 4a,
Jón Gunnar Zoega hrl., s. 11230.
Verslunarhúsnæði
Glæsilegt verslunarhúsnæði, 100fm, í hjarta
bæjarins. Laust nú þegar.
Upplýsingar veittar í síma 98-11796 og
98-11569. Tilboð óskast send í Box 189
900, Vestmannaeyjum.
Stór salur
Salur, 20-30 metrar á breidd og að lágmarki
80 metrar á lengd, óskast á leigu. Salurinn
þarf að vera á 1. eða 2. hæð og á höfuðborg-
arsvæðinu.
Upplýsingar gefur Hjörtur í síma 28100 milli
kl. 9-17 virka daga.
Veitingarekstur
Félagsstofnun stúdenta hefur ákveðið að
auglýsa eftir aðilum, sem hafa áhuga á að
leigja rekstur Stúdentakjallarans við Hring-
braut. Staðurinn tekur u.þ.b. 70 manns í
sæti og vínveitingaleyfi er til staðar. Leigu-
tímabilið, sem um er að ræða, er 1/1-27/5
og 25/8-31/12 ár hvert.
Áhugasamir sendi inn hugmyndir sínar um
rekstrarform ásamt öðrum nauðsynlegum
upplýsingum. Umsóknir skulu sendar til Fé-
lagsstofnunar stúdenta við Hringbraut, 101
Reykjavík, eigi síðar en 14. des. Frekari upp-
lýsingar veitir Bernhard í síma 615959.
FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA
VHRINGBRAUT, 101 REYKJAVlK
SlMI 615959 - Kennitala 540169-6249
Fyrirtæki f málmiðnaði
í eigin húsnæði óskar eftir meðeiganda eða
sameiningu við annað fyrirtæki. Viðkomandi
þarf að geta tekið að sér framkvæmdastjórn
og skrifstofurekstur.
Áhugasamir skili inn upplýsingum í pósthólf
324 í Kópvogi.
ALÞJÓOLEG UNGMENNASKIPTI
Heimurinn er stærri
en þú heldur.
Nú er rétti tíminn til að víkka sjóndeildar-
hringinn. Alþjóðleg ungmennaskipti gefa þér
kost á ársdvöl í samfélagi frábrugðnu þínu.
Skilyrðin eru einungis þessi:
Að vera á aldrinum 18-27 ára.
Að vera opin(n), jákvæð(ur).
Að vera tilbúin(n) að takast á við ólík lífsvið-
horf, lífskjör.
Ef þú telur þig uppfylla þessi skilyrði hafðu
þá samband við okkur í síma 24617 milli kl.
13 og 16 eða á skrifstofu okkar á Hverfis-
götu 8-10, 4. hæð.
Alþjóðleg ungmennaskipti.
INTBRNATIONAL
Vetrardvöl á Spáni
fyrir eldri borgara
Til leigu íbúðir, raðhús og einbýlishús á mjög
góðu verði til lengri dvalar.
Nánari upplýsingar í síma 44365.
Geymið auglýsinguna.
Masa-umboðið á íslandi.
A\V
Meistarafélag húsasmiða
Styrktarsjóður
Auglýst er eftir umsóknum úr styrktarsjóði
félagsins. Sérstök umsóknareyðublöð fást á
skrifstofu félagsins, Skipholti 70.
Umsóknir skulu hafa borist fyrir 15. desember.
Stjórn meistarafélags húsasmiða
og gjaldkeri styrktarsjóðs.
Land til sölu
í Rangárvallasýslu er til sölu u.þ.b. 60 ha.
landspilda af góðu landi til ræktunar.
Nánari upplýsingar í síma 98-78311.
Uppboð
Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Hafnarbraut 25,
Hólmavík, sem hér segir á eftirfarandi eign:
V/s Drangavík ST-71, þinglýst eign Drangavíkur hf., eftir kröfum
Landsbanka Islands, Ævars Guðmundssonar hdl., Hagræðingarsjóös
sjávarútvegsins, Fiskveiðasjóðs Islands, Ólafs Garðarssonar hdl.,
Garðars Briem hdl., Eggerts B. Ólafssonar hdl. og Ásbjörns Jónsson-
ar hdl., miðvikudaginn 16. desember 1992, kl. 14.00.
Sýslumaðurinn á Hólmavík,
- 24. nóvember 1992.
Hvöt-jólafundur
Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna I Reykjavík, heldur jólafund í Átthaga-
sal, Hótel Sögu, mánudaginn 7. desember kl. 20.30. .
Dagskrá:
Ávarp formanns, Önnu Kristjánsdóttur. Björgvin Magnússon flytur
jólahugleiðingu. Helga Sigríður Harðardóttir flytur einsöng við undir-
leik Jórunnar Viðar.
Tískusýning á islenskum pelsum frá Eggert feldskera.
Happdrætti, margt glæsilegra vinninga.
Kynnir: Hrefna Ingólfsdóttir.
Kjörorð fundarins „fslenskt í öndvegi".
Hafliði Jónsson leikur létt lög á píanó.