Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6, DESEMBER 1992 19 um, m.a. útgáfu póstkorta fyrir jól. Lyfjafræðisafnið á að verða sýn- ingarsafn og vinnusafn. íslenska lyfjafræðisafnið var formlega stofn- að með reglugerð 20. apríl 1985. Stofnun þess átti sér þó nokkum aðdraganda, sem hófst með sameig- inlegri nefndarskipan Apótekarafé- lags íslands og Lyfjafræðingafélag íslands þegar á árinu 1978. Hafði þeirri hugmynd vaxið fylgi að safna bæri saman og varðveita þá muni og minjar, sem enn eru til og varða á einhvem hátt sögu íslenskar lyfja- fræði og apóteka. Lengi höfðu eigur safnsins verið geymdar á ýmsum stöðum. Sumarið 1986 gafst svo kostur á kaupum á húseign ásamt 1.000 m2 eignarlóð norðan við Nes- stofu. Seltjarnameskaupstaður sýndi málinu áhuga, féll frá for- kaupsrétti sínum og gaf jafnframt fyrirheit um niðurfellingu opinberra gjalda af eigninni. Var gengið frá kaupsamningi við eigendur 16. sept- ember 1986 og stóðu að þessu félög- in þrjú, Lyfjafræðingafélagið, Apó- tekarafélagið og Stéttarfélag lyfja- fræðinga. Þegar kaupverðið, 2l/i milljón, hafði verið greitt að fullu var leitað til Þorsteins Gunnarssonar arkitekts, sem stjórnað hafði endur- byggingu þess hluta Nesstofu er þegar var verið að taka undir lækn- ingaminjasafn. Húseignin var gamalt fjós og hlaða, reist 1929, og var enn í notk- un með heyi í hlöðu og hestum í flósi. Fjósið er sérkennileg bygging með bogadregnum smárúðuglugg- um úr jámi, hlaðan timburhús á hlöðnum grunni og sneri stafni að Neströð eins og fjósið. Á fjórða ára- tugnum hafði hlaðan bmnnið og ný verið reist á gmnninum úr timbri og bámjárni, gerólík að útliti. Var ákveðið að rífa hana en byggja við fjósið. Fjósið var aðalbyggingin, 118 m2 að flatarmáli. Þegar farið var að kanna burðarþol í gólfi og loft- plötum kom í Ijós að járnabindingar voru miklar og sverar með ólíkind- um. Fjósgluggarnir setja sérstakt svipmót á húsið og því þótti rétt að gera við þá, en þeir eru í jámrömm- um. Glugga í nýbyggingu vildi arki- tektinn hafa öðmvísi til að auðséð væri hvað væri nýtt. Með tilliti til gerðar og útlits þessa gamla hluta virtist einsýnt að þar yrði í framtíð- inni aðalsýningarsalur safnsins, 106 m2 að flatarmáli, og einnig yrðu sýningar á palli í tengibyggingu. En í húsinu verður e.t.v. síðar einn- ig rými fyrir sérsýningar. Undir því er kjallari, gamalt haughús. Á íjós- inu var portbyggt ris, en þar er inn- réttaður samkomu- og fundarsalur, þar sem má hafa myndasýningar og fræðslufundi. Þorsteinn Gunnarsson kom með þá hugmynd að byggja í stað hlöð- unnar aðra jafnstóra byggingu fjós- inu og tengibyggingu á milli. Teikn- aði hann hana ásamt aðstoðarmönn- um sínum, Þorgeiri Jónssyni arki- tekt og Helga Samúelssyni verk- fræðingi. Er hún í stíl við fjósið. Smíði þeirrar byggingar ásamt drjúgum hluta gamla hússins ann- aðist Sigurður Þorsteinsson húsa- smíðameistari. Var hafist handa af miklum krafti, 4. nóv. 1988 var byijað að grafa, 11. nóv. byrjað að slá upp og 11. mars 1989 var reisu- gillið. Um það bil sem bygging þessa húss var að heíjast urðu þáttaskil í sögu safnsins. Félögin þijú, Apó- tekarafélagið, Lyfjafræðingafélag íslands og Stéttarfélag lyfjafræð- inga voru að ræða um húsakaup fyrir skrifstofur sínar og var ákveð- ið að þau fengju á leigu 100 m2 rými á efstu hæð og fundaraðstöðu með safninu. Þannig fær safnið tekj- ur og verður ekki lífvana stofnun. Alltaf verður einhver starfsemi í húsinu. Reyndist hægt að bæta kjallara undir nýju bygginguna, þar sem verða geymslur, viðgerðarverk- stæði, skrifstofur og bókasafn. Með þessari skipan mála má segja að 1993, þegar safnið er komið í notk- un, hafi verið tekinn upp þráðurinn frá 1763 þegar landlæknir flutti. Heildargólfflötur byggingarinnar er 746 m2 og heildarrúmmál 2.383 m8. Kostnaður er kominn upp í 48 millj- ónir króna og er allt féð gefið af stéttarfélögunum og einstaklingum og aflað með íjársöfnunum. Hafa þau verið drýgst í íjárframlögum lyfjafræðingamir Ingibjörg Böð- varsdóttir og Sverrir Magnússon. Áætlaður kostnaður er 52 milljónir. Nú er verið að taka þetta hús í notkun. Verið að ljúka fundarsaln- um og skrifstofuhúsnæðinu. Við það fæst vinnuaðstaða í safninu. Marg- búið er að flytja fram og aftur munina sem safnað hefur verið og fylla kjallarann, en nú verður að- staða til að snúa sér að þeim. Verk- svið safnsins er samkvæmt skipu- lagsskrá söfnun og varðveisla lyija, muna og mannvirkja er snerta sögu og þróun lyfjafræðinnar. Skal safnið vinna skipulega að skráningu og varðveislu alls þess sem tengist sögu lyfjafræðinnar. Hingað til hefur allt verið hirt sem lyfjafræðingarnir hafa komið höndum yfír, eins og þeir orða það. Svo mikii bylting hefur orðið í þessu fagi að menn hafa ekki alltaf áttað sig fyrr en allir hversdagshlutir voru næstum horfnir, eins og t.d. glösin með korktöppunum.„Hér er t.d. sú sér- staða að margir postulíns- og kopar- munir úr apótekunum eru komnir inn á einkaheimili og slíka skraut- muni vantar því helst í safnið. Eins merktu umslögin utan um lyfseðl- ana, sem Ingibjörg Böðvarsdóttir er að reyna að ná í, en þau þykja fengur í söfnum erlendis. í húsinu verður aðstaða til að sýna sögu lyfjafræðinnar á íslandi með áhöld- um, bókum, skjölum og myndum og vinnuaðstaða til rannsókna enda verður bókasafnið þarna við hend- ina. Eins.og er verður aðeins hægt að setja upp litla sýningu til bráða- birgða. En ræðst af fjármunum hvernig gengur að Ijúka verkinu. Miðað er að því að sýningar verði opnaðar 16. júní í sumar, þegar sex ár eru liðin frá því byggingamar gömlu vom afhentar. Á hinum ár- lega degi ly^afræðinnar, sem var í gær, var að venju efnt til fyrirlestra fyrir hádegi. Þema dagsins „þjón- usta apóteka". En síðdegis kl. 5.30 var komið saman í nýja Lyfjafræði- safninu og húsið tekið formlega í notkun. Þaðan var svo haldið til afmælisveislu á Hótel Sögu. Lyfjagrasagarður Á yfirlitsuppdrætti sem Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt, hefur gert af öllu svæðinu, bæði Þjóðminjasafninu og Lyfjafræði- safninu, má sjá lyfjagrasagarð hand- an Nestraðar. Em lyfjafræðingarnir mjög ánægðir með það. Er hug- myndin að þar verði annars vegar ræktaðar alþjóðlegar læknisjurtir og hins vegar íslenskar jurtir, sem áttu eða eiga að hafa lækningamátt. Er ein slík, sortulyng, á jólakortinu í ár. Á þessum uppdrætti er gert ráð fyrir aðkomu að Lækningaminja- safninu að sunnan, þannig að ekki þurfi að fara í gegn um íbúða- hverfí. Liggur þá einfaldur vegur að bílastæði nálægt nýja lækninga- minjasafninu skammt austan við gömlu traðirnar að Nesstofu. En Lögð eráherslaá að Nesstofa sé höfuðbyggingin og beri sem hæst. Jarðvegur hefur í aldanna rás saf nastað húsinu, svo að nú ergengið beint inn. En ætlunin er að fjarlægja þennan jarðveg, svo að tvö þrep verði upp að dyrunum eins og var þegar húsið var byggt. Við það mun Nesstofa rísa og verða veglegri. Reynir leggur áherslu á að við varð- veislu Nesstofu verði tengdar saman sögulegar minjar og náttúmfar og að Nesstofa verði ekki slitin frá fyrir- huguðum fólkvangi með vegi milli safnsins og Bakkatjamar. Verði safnið þannig partur af umhverfinu og gangur alveg óhindraður út á Nesið. Kristinn Magnússon, forstöðu- maður Lækningaminjasafnsins í Nesstofu, benti á yfírlitsuppdrættin- um á að á þessu svæði sé lögð áhersla á að Nesstofa sé höfuðbygg- ingin og beri hæst. Hann sagði að jarðvegur hefði í aldanna rás safn- ast að húsinu, svo að nú væri geng- ið beint inn. En ætlunin sé að fjar- lægja þennan jarðveg, svo að tvö þrep verði upp að dyrunum eins og var þegar húsið var byggt. Við það mundi Nesstofa rísa og verða veg- legri. Hugmyndin var að nota efnið í hól ofan við bílastæðið, til að það tmfli ekki útsýnið frá húsinu. Á uppdrættinum er aðeins gert ráð fyrir tveimur bílastæðum, sínu hvoru megin á svæðinu og göngustígum á milli. Fólk gæti þá komið og skoðað sig um. Gömlu traðirnar sem áður fyrr voru aðkoman að Nesstofu liggja beint niður að bmnni, sem þarna er enn þótt hann sé birgður. Yrðu þær göngustígur niður að brunninum. Hringvegurinn sem deilt er um milli Nesstofu og Tjarnarinnar fellur ekki að þessari sýn. Lækningaminjasafnið fær nýbyggingu Við emm stödd hjá Kristni Magnús- syni í öðru fjósi með hlöðu, því sem í framtíðinni á að verða aðalsýning- arsvæði lækningaminjasafns. Lítil sýning var opnuð í sumar í þeim hluta Nesstofu sem Þjóðminjasafnið hefur fengið til umráða. Ríkið keypti vestari helming Nesstofu 1976. Hinn hluti hússins var keyptur 1979 og land kring um öll húsin 1989. Enn er búið í helmingi Nesstofu. Ólöf Gunnsteinsdóttir átti helming hússins og var það keypt með kvöð um að hún hefði þar lífstíðarábúð. í Nesstofu er nú opið lækninga- tækjasafn á þriðjudögum, fimmtu- dögum, laugardögum og sunnudög- um kl. 12-4. En í framtíðinni verður gamla Nesstofan eins og á dögum Bjama Pálssonar, landlæknis 1763- 1779, og þar gerð skil þeim tíðar- anda er fyrsti og eini læknirinn á landinu var þar á síðari hluta 18. aldar. Húsið er ekki stórt og hentar ekki fyrir stórar sýningar, auk þess sem ekki þykir hæfa að setja þar inn nútímatæki eins og sónar o.fl., að því er Kristinn segir. Áðrir sýningargripir verða í nýju byggingunni, sem Þorsteinn Gunn- arsson er að ljúka við að teikna. Þar er eins og á hinum staðnum ætlunin að fjósið haldi sér, en hlað- an verði rifin og byggt við nýtt hús. í fjósinu er mikið rými og eiga bás- arnir með súlum sínum að halda sér í safninu. Hlaðan, sem nú er geymsla full af gömlum munum úr sögu læknisfræðinnar, verður rifín og byggðar í staðinn þrjár burstir við fjósið. Segir Kristinn að Þor- steinn leggi mikla áherslu á að það verði lágreist bygging og skyggi ekki á Nesstofu úr fjarlægð, enda stendur fjósið miklu neðar. Þarna í nýbyggingunni er fyrirhugað sýn- ingarsvæði inn úr aðalsalnum í gamla húsinu, þar sem yrði kynning á lifríki útivistarsvæðisins. Einnig verður þar lítil kaffistofa í vestan- verðu húsinu með útsýni yfir Bakka- tjörn og út á sjóinn. „Ég gæti trúað að þetta yrði mjög skemmtileg kaffí- stofa“, segir Kristinn. Þama verður líka eldhús, salemi, fatahengi og lítil safnbúð. í kjallara undir nýja hlutanum verða svo geymslur. Loft er yfir fjósinu, þar sem verð- ur langur og mikill salur. Þar verð- ur fundaraðstaða og þar á að koma fyrir fræðslustofu, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að geta tekið á móti skólanemendum sem sækja safnið. Einnig koma á vorin hópar fólks til að skoða lífríkið og fjöruna, sem er að verða eina ósnortna ijaran á höfuðborgarsvæðinu. „Við viljum gefa slíkum hópum tækifæri til að koma í safnið og skoða saman á borðum það sem þeir hafa verið að tína upp,“ segir Kristinn. Þarna í gömlu hlöðunni er gífur- lega mikið af skemmtilegum gripum úr sögu læknisfræðinnar. Þar rekum við augun í gríðarmikið ferðakoffort Guðmundar Hannessonar, klætt sel- skinni. Og annars staðar fínt stofu- borð, sem notað var við skurðaðgerð haustið 1887 austur á Jökuldal, þegar læknarnir Þorgrímur Þórðar- son í Homafírði og Fritz Zeuthen á Eskifirði námu burt bijóst af Krist- ínu á'Skeggjastöðum. Ekki er hér þó rúm til að fjalla um ajla þessa áhugaverðu sýningarmuni sem bíða safnsins. Jón Steffensen prófessor var búinn að safna um 4.000 gripum til þessa læknisfræðisafns. Um helmingurinn af þeim gripum er kominn frá læknum og einstakling- um. Hinn helmingurinn frá sjúkra- húsum, rannsóknastofum og Iækna- skólum. Merkilegt safn á alþjóðavísu Ríkið keypti Nesstofu 1976 og 1979, sem fýrr er sagt. Síðan arf- leiddi prófessor Jón Steffensen Læknafélag íslands að fé til upp- byggingar læknisfræðisafns í Nesi. Og nú er verið að fullteikna bygg- ingamar. í framhaldi af opnun Nes- stofusafns 10. júlí sl. var skipuð bygginganefnd. Hana skipa Gunn- laugur Snædal læknir, sem er for- maður, en hann tók við formennsku í Félagi áhugamanna um sögu lækn- isfræðinnar af Jóni Steffensen, Kristinn Magnússon fornleifafræð- ingur frá Þjóðminjasafni, Ema Ni- elsen bæjarfulltrúi á Seltjamamesi og Friðrik Friðjónsson, fulltrúi menntamálaráðuneytis. Er mikill hugur í mönnum að byrja fljótlega að byggja. Sá er þó hængur á, að safnið er á óskipulögðu svæði, svo að til þess þarf annað hvort að fá skipulag eða undanþágu til að byija án þess. „Við emm í góðri samvinnu við bæjarstjómina á Seltjamarnesi og ég hefi fulla trú á að hún leysi far- sællega þessi mál. Við emm nú að sækja um að fá að byija á bygging- unni þótt skipulag sé ekki fullgert," sagði Gunnlaugur Snædal þegar hann var spurður um hvenær nýja safnbyggingin gæti komið í gagn- ið..Við emm að miða við að teikn- ingum verði lokið í febrúarlok. Síðan munum við semja við byggingarað- ila, þannig að byggingarfram- kvæmdir geti hafist í vor. Við von- umst til að geta lokið byggingu á hálfu öðm til tveimur ámm. Gjöf Jóns Steffensens fyllir okkur bjart- sýni um að geta haldið áfram. Þá verður Læknafélag íslands 75 ára á næsta ári og hefur lofað stuðn- ingi. Stendur til að hluti hátíðahald- anna í tilefni afmælisins verði tengdur Nesstofu. Þetta em óskir okkar og hugmyndir um gang mála.“ Lækningasafnið hefur alla mögu- leika til að verða mjög merkilegt safn. Til er mikið af merkismunum, bæði gömlum allt frá lokum 18. ald- ar og nýrri munum. Christa Habrich, formaður Sambands læknaminjasafna í Evrópu kom hingað í sumar og lýsti undmn sinni á því hve fjölskrúðugt þetta safn væri. í Evrópulöndum væm lækn- ingaminjasöfn yfirleitt bundin við heimalandið, mest af þýskum tækj- um í þýskum söfnum o.s.frv. En hún sagði augljóst að hér hefðu menn farið víða og haft á hveijum tíma með sér heim það besta fáanlega. Gripimir séu góðir og vandaðir á síns tíma mælikvarða. Hún taldi að hér væm því möguleikar á að byggja upp gott safn um sögu læknisfræð- innar. Erlendis væm slík söfn oftast byggð í minningu og í kring um frægan mann, sem hefði unnið afrek í læknisfræðinni. En Bjarni Pálsson, þótt merkur sé, var hinn almenni læknir. Taldi hún að hér ætti að byggja upp safn, sem byggði á hversdagslegum störfum læknisins. Slíkt safn mundi vekja athygli langt út fyrir ísland, að því er ,Kristinn hafði eftir henni. Og allt svæðið með nýju Lyija- fræðisafni og Lækningaminjasafni með Nesstofu sem miðpunkti mun áreiðanlega eiga eftir að draga að margan gestinn í framtíðinni. Hús lyfjafræðisafnsins var tekið formlega í gagnið í gær, á 60 ára afmæli Lyfjafræðingafélags íslands. Gamla fjósið til hægri og nýbyggingin til vinstri. Stjórn Lyfjafræðisafnsins fyrir faman bygginguna: Kristín Einarsdóttir, Áslaug Hafliðadóttir, Ingibjörg Böðvarsdóttir, Erling Edwald og Axel Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.