Morgunblaðið - 06.12.1992, Page 2

Morgunblaðið - 06.12.1992, Page 2
2 FRÉTTIR/INIMLEIMT MOKGUNBLAÐID SUNNUDÁGUR 6. DESEMBÉR 1992 EFNI Formaður VSÍ Ekkigrund- völlur til hækkunar MAGNÚS Gunnarsson, formaður Vinnuveitendasambandsins, segir að dómur Hæstaréttar um að BHMR beri launahækkun sú, sem af samtökunum var tekin með bráðabirgðalögum 1990, gefi ekk- ert tilefni til hækkana hjá öðrum. Forsvarsmenn Alþýðusambands- ins og Kennarasambandsins hafa krafizt sömu hækkunar og BIIMR fær nú. „Ég fæ ekki séð að þessi Hæsta- réttardómur hafi neitt fordæmisgildi fyrir samningana eins og þeir eru í dag eða að hann gefí tilefni til að breyta samningum," sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið. „Þær yfirlýsingar, sem gefnar voru í tengslum við þá stöðu, sem var uppi árið 1990, voru gefnar í því ástandi og umhverfí, sem þá var og er ekki hægt að færa yfír á daginn í dag. Ég held því að það sé ljóst að þær gefa engan rétt eða grund- völl til hækkunar." * Arekstur við umferðarljós Árekstur varð við umferðarljós á mótum Miklubrautar og Snorrabrautar um kl. 1, aðfaranótt laugardags- ins. Tveir bílar skullu saman á gatnamótunum og var farþegi annarrar bifreiðarinnar fluttur á slysadeild. Var hann farþegi leigubifreiðar. Eignatjón varð í árekstrinum og var önnur bifreiðin dregin af vettvangi með kranabíl. Virk umferðarljós loguðu á gatnamótunum er áreksturinn varð. Samkvæmt upplýsingum slysadeildar Borgarspítalans var farþeginn ekki hættulega slasaður. Flugleiðir snúa ólöglegum far- þegum til baka í hverri viku í HVERRI viku þurfa Flugleiðir að fást við farþega, sem ætla að komast ólöglega til Bandarikjanna með.flugi félagsins. Flugfélög bera sjálf ábyrgð á því, ef menn komast milli landa með fölsuð vega- bréf á þeirra vegum og verða að greiða 3.000 dollara, um 180 þús- und krónur, í sekt ef upp kemst. Sómaliubúi, á leið frá Svíþjóð til Bandaríkjanna, var gripinn með falsað vegabréf í Leifsstöð á fímmtu- dag og snúið aftur til Svíþjóðar. „Þessir menn koma um borð í undantekningalaust á leið til flestum löndum Evrópu og eru nær Bandaríkjanna," sagði Jóhann Guð- mundsson, aðstoðarstöðvarstjóri Flugleiða í Leifsstöð. „Oftast eru þetta Afríkubúar eða Indverjar og upp á síðkastið hafa fbúar úr Aust- ur-Evrópu orðið æ meira áberandi. Margir koma í vélar okkar í Svíþjóð eða Hollandi, en færri frá Lúxem- borg, sem áður var vinsælust." Jóhann sagði að Flugleiðir ættu auðveldara með að sía ólöglega far- þega úr en mörg önnur félög, vegna smæðar félagsins. Þá sé oft aug- ljóst þegar brögð eru í tafli, t.d. þegar menn eru með vegabréf á sænsku nafni, en skilja ekki eitt orð í tungumálinu. „Þessir menn rífa vegabréfín á leiðinni til Bandaríkj- anna og biðja svo um pólitískt hæli þar. Við sendum því oft ljósrit til Bandaríkjanna af þeim vegabréf- um, sem okkur finnst grunsamleg, til að sýna fram á að menn hafi verið með þau, þegar þeir fóru um Nýjar safnabygg- ingar rísa í Nesi í Nesi á Selljamárnesi er að rísa glæsilegt safnasvæði. Lyfjafræði- safn er risið og var opnað formlega um helgina í tilefni 60 ára afmæl- is Lyfjafræðingafélags Islands. Búið er að teikna Lækningaminja- safn og áformað að hefja bygginguna í vor. Hvort tveggja era göm- ul fjós með nýbyggingum. Nesstofa verður miðpunktur svæðisins, en þar var lítið læknaminjasafn opnað i sumar. En í framtíðinni verður aðallæknatæknisafnið í nýja húsinu. Þá hefur verið gerð til- laga að skipulagi á svæðinu, sem gerir ráð fyrir að þarna verði gott útivistarsvæði og í Lækningamiiyasafninu verði aðstaða og kaffístofa fyrir þá sem koma í söfnin og til að njóta útivistar. Munum eftir smáfuglunum MEÐ vaxandi vetrarhörkum harðnar á dalnum hjá smá- fuglunum og er ekki úr vegi að minna velunnara þeirra, börn og fullorðna, á að dreifa til þeirra fæði nú rétt fyrir jólin. Kurlaður maís þykir besta fæði smáfuglanna. Maísinn er bæði næringarríkur og ódýr og hægt er að kaupa hann í lang- flestum verslunum. Að sjálf- sögðu má svo gefa smáfuglun- um annað, s.s. hrísgijón og brauðmylsnu. Ekki er óhugs- andi að brauðmylsnuna sé hægt að fá á vægu verði í bakaríum. Á tillögu að skipulagsuppdrætti, sem Reynir Vilhjálmsson landslags- arkitekt hefur gert að svæðinu, er m.a. lyfjagrasagarður. Gert er ráð fyrir aðkomu að sunnan, austan gömlu heimreiðarinnar, en traðim- ar verða göngustígur. Uppsafnaður jarðvegur verður fjarlægður frá Nesstofu, svo tvær tröppur verða upp að henni eins og í upphafí og hún fær sína fyrri reisn. Arkitektinn Þorsteinn Gunnarsson leggur mikla áherslu á að ekkert skyggi á Nes- stofu. í nýju safnbyggingunum báð- um hafa gömlu ijósin verið látin halda sér og nýbyggingar felldar að þeim. Gífurlega miklu af gömlum mun- um hefur verið safnað í bæði söfnin og bíða þeir húsrýmis í nýju safna- byggingum. Lyfjafræðisafnið opnar að fullu i sumar, og ef ekkert tefur standa vonir til að Lækningatækni- safnið geti opnað í nýbyggingunni eftir 2-3 ár. Sjá nánar á bls.18 borð. Eftir klukkustundar yfir- heyrslu eru þeir látnir lausir og oft ekki réttað í máli þeirra, þar sem tilfellin eru svo mörg að Bandaríkja- menn hafa ekki undan,“ sagði hann. Jóhann sagði að hann þekkti dæmi, frá austurríska félaginu Austrian Air, þar sem 27 farþegar í sömu vélinni fóm ólöglega inn í Bandaríkin. „Þegar félög þurfa að greiða nær fímm milljónir í sektir eftir eitt flug, þá er nú varla mikill hagnaður af þeim flutningum," sagði hann. Norðfirðingar með 10% loðnukvótans Neskaupstao. NORÐFIRÐINGAR ráða nú yfir tæplega 10% af loðnukvótanum eða um 75.000 tonnum árlega miðað við meðalúthlutun aflakvóta. Síldar- vinnslan hefur gengið frá kaupum á 50% í nótaskipinu Hilmi SU 171 og verður öllum loðnuafla hans landað í Neskaupstað eins og reyndar tvö síðastliðin ár. Síldarvinnslan gerir einnig út loðnuskipið Börk NK 122, en hann er með um 5% af loðnukvótanum, þegar heimildir af Beiti NK 123 hafa verið færðar yfír á hann. Beit- ir er nú gerður út sem frystiskip. Hilmir hefur einnig um 5% af loðnukvótanum og hefur Síldar- vinnslan því tryggt sér ráðstöfun- arrétt yfír um 75.000 tonnum af loðnu á meðalvertíð. Með því er rekstur fiskimjölsverksmiðju Síld- arvinnslunnar betur tryggður en áður. Til loka október hafði 66.828 tonnum af loðnu verið landað í Nes- kaupstað á þessu ári. Hilmir hefur verið gerður út af samnefndu hlutafélagi og verður svo áfram, en skipið þó skráð í Neskaup- stað. Sama áhöfn verður á skipinu, en Norðfirðingar mun sitja fyrir með ráðningar í þau pláss, sem kunna að losna. Hilmir hefur auk loðnu- veiða verið gerður út á rækju, sem fryst er um borð. Hilmir er 642 tonn að stærð, smíðaður á Akureyri 1980 og er með burðarmestu loðnuskipum landsins. - Ágúst. ♦ ♦ ♦ Neistar en ekki blys ÞYRLA Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir voru kvaddar út um kl. 8 í gærmorgun vegna torkennilegra ljósa sem sáust í Gróttu. Lögreglan í Reykjavík varð einn- ig vör við ljósaganginn og var talið að skotið hefði verið upp neyðar- blysi. í ljós kom að engin hætta var á ferðum og var ljósagangurinn rakinn til þess að háspennulínur sem liggja út í Gróttu höfðu slegist saman í rokinu og orsakað neista- flug. Snæfellsnes Rúta fýkur á hliðina ÞRJATIU manna rúta fauk útaf þjóðveginum rétt fyrir ofan Búðaraf- leggjara á Snæfellsnesi um kl. 8.30 á laugardagsmorgun. Ekki urðu slys á ökumanni og einum farþega i rútunni. Ökumaður bifreiðarinnar, sem er frá sérleyfis- og hópferðabílum Helga Péturssonar.hf., var á leiðinni frá Ólafsvík til Reykjavíkur þegar roka feykti rútunni út af veginum rétt ofan við Búðarafleggjara og fór hún á hliðina. Einn farþegi var í rútunni ásamt ökumanninum en hvorugur þeirra slasaðist. Ökumann- inum tókst að ná sambandi við bónd- ann á næsta bæ í gegnum farsíma eftir að slysið átti sér stað og kom hann fljótlega til hjálpar tvímenning- unum. Ekki var farið að huga að skemmdum á rútunni um hádegisbil í gær enda vonskuveður á nesinu en ljóst var að allar rúður voru heil- ar í henni. Stikkfrí ►Hvemig er tekið á afbrotum unglinga sem eru ósakhæfir vegna aldurs? Er þörf fyrir unglingadóm- stól eða nægir núgildandi skipan mála?/10 Norðurlönd eru okkar uppáhald ►Fréttaritar Morgunblaðsins könnuðu rætur útlendingahaturs í Evrópu. Þeir sátu fund með spænskum nýnasistum, ræddu við ráðgjafa Le Pen og heimsóttu ung- verskan skóla í SIóvakíu./14 Heimur út af fyrir sig ►Af dvöl fólks í lokuðu lífhvolfí í Arizona./16 Saf nasvæði rís í Nesi ►Nesstofa á Seltjamarnesi er nú rekin sem hluti af Þjóðminjasafni íslands og þar var í sumar opnað lækningaminjasafn. En það var aðeins byijunin á safnasamstæðu og svæði til útivistar./18 Guðni rektor ►Kaflar úr endurminningum Guðna Guðmundssonar rektors Menntaskólans í Reykjavík./20 Dansað í háloftum ►Þorsteinn E. Jónsson flugmaður ritar endurminningar sínar./ 30 Ein er upp til fjalla ►Blaðamaður kannaði ijúpnalönd en sá engan fugl./32 ► 1-32 MANÍA Lifandi hljóðfæri ►Sigurður Demetz Fransson hef- ur kennt mörgum af bestu söngv- urum þjóðarinnar./l Svavarhugsarupp- hátt ►Svavar Gests, tónlistarmaður og hljómplötuútgefandi hefur skráð æviminningar sínar á bók./6 Stormur strýkur vanga ►Ólafur Haukur Símonarson hef- ur búið frásögn afa síns, Guðjóns Símonarsonartil prentunar en Guðjón var víðkunn aflakló./lO X-manía ►Mynd Spike Lee um blökku- mannaleiðtogann Malcolm X hefur vakið geysilega athygli./12 Himnasending ►Björn Jörundur Friðbjörnsson, bassaleikari hlómsveitarinnar Ný- danskrar í spjalli um kvikmynda- leik sinn og tónlistina./ 14 ► FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Dægurtónlist 20b Leiðari 24 Fólk i fréttum 22b Helgispjall 24 Myndasögur 24b Reykjavíkurbréf 24 Brids 24b Minningar 26 Stjömuspá 24b íþróttir 42 Skák 24b Útvarp/sjónvarp 44 Bíó/dans 25b Gárur 47 Bréf til blaðsins 28b Mannlifsstr. 8b Velvakandi 28b Kvikmyndir 18b Samsafnið 30b INNLENDAR FIi .ÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRETTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.