Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1992 25 MORGUNBLAÐIÐ 'SUNNUDAGUR'6. DESEMBER' 1992------------------------------------------------------- JlfargmiHattfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Til hvers var •• brúin yfir Olfusár- ósa byggð? Sl. fímmtudagskvöld sam- þykkti almennur borgara- fundur á Stokkseyri ályktun, þar sem mótmælt er ákvörðun forráðamanna Ámess hf. að leggja niður alla fískvinnslu á Stokkseyri og flytja iiana til Þorlákshafnar. Ennfremur krafðist borgarafundurinn þess að leitað yrði leiða til að hnekkja ákvörðun fyrirtækisins og leita til dómstóla, ef nauðsynlegt væri. í Morgunblaðinu í gær er haft eftir sveitarstjóra Stokks- eyrarhrepps að til greina komi að krefjast lögbanns á flutning- inn. Hvað er hér að gerast? Ámes hf. varð til við sameiningu tveggja sjávarútvegsfyrirtækja á Stokkseyri og í Þorlákshöfn. Til þess að hrinda þessari sam- einingu í framkvæmd og endur- skipuleggja rekstur hins sam- einaða fyrirtækis var ráðinn nýr framkvæmdastjóri, sem náð hafði frábæram árangri í rekstri annars staðar á landinu. Af fréttum undanfamar vikur og mánuði hefur mátt sjá, að ötul- lega hefur verið unnið að ný- sköpun í rekstri hins sameinaða fyrirtækis. Eins og Morgunblaðið hefur margsinnis bent á, háttar svo til sums staðar á landsbyggð- inni, að auðvelt er fyrir fólk að fara á milli staða til vinnu og í mörgum tilvikum er leiðin ekki lengri en úr Breiðholti í Granda. Á því svæði, sem Ámes hf. starfar var lagt í kostnaðarsama framkvæmd við byggingu brúar yfír Ölfusárósa og þar er nú beinn og breiður vegur á milli Þorlákshafnar, Stokkseyrar og Eyrarbakka og Selfoss og þar með Suðurlandsundirlendis. Brúin veldur því, að auðvelt er fyrir fólk að fara á milli þessara staða til vinnu og það er líka auðvelt að flytja físk á milli. M.ö.o. ber að líta á brúna, sem fjárfestingu þjóðfélagsins í sjáv- arútvegi með sama hætti og jarðgöngin á Vestfjörðum verða að teljast sameiginleg fjárfest- ing landsmanna i sjávarútvegi. Ef þessi rök væra ekki fyrir hendi, hefði ekki verið tilefni til að byggja brú yfír Ölfusárósa. Slík mannvirki era ekki reist fyrir sunnudagsbíltúra. Einu gildir hvort Árnes hf. hefði tekið ákvörðun um að flytja alla fískvinnslu til Stokks- eyrar eða Þorlákshafnar. í báð- um tiilvikum er auðvelt fyrir fólk á hvorum staðnum sem er að sækja vinnu á hinn staðinn. Þeir, sem ætla að beijast gegn hagræðingu af þessu tagi á þeim forsendum, sem þama er um að ræða, eru að vinna lands- byggðinni og byggðastefnunni mikið ógagn. Það er einfaldlega ekkert vit í þeirri afstöðu, sem tekin var á almennum borgara- fundi á Stokkseyri á fimmtu- dagskvöldið. Blómleg atvinnustarfsemi á vegum hins sameinaða fyrir- tækis á eftir að koma íbúum bæði Stokkseyrar og Þorláks- hafnar til góða. Það er mikil skammsýni hjá Stokkseyringum að ætla að beijast gegn þessari endurskipulagningu fyrirtækis- ins og þeir munu ekki fínna hljómgrann fyrir þeim kröfum. Til hvers var brúin yfír Ölfus- árósa byggð fyrir fé skattborg- ara í landinu, ef ekki til þess að greiða fyrir slíku samstarfí á milli fámennra byggðarlaga, sem öllum verður til hagsbóta? JAKOB JÓH. SMÁRI lætur sig ekki muna um að taka upp í kver sitt, Hundrað beztu ljóð á íslenzka tungu (1924), úr Víglundar- rímum Sigurðar Breiðfjörðs, t.a.m.: Engir menn því orkað fá og aldrei heldur munu kunna, að halda kvenna hjörtum frá honum, sem þær vilja unna. Og í Núma-rímum segir — og tekur Einar Benediktsson það upp í Úrvalsrit Sigurðar Breiðfjörðs, 1894: En þar sem slagur eyðir ýtum, andlitsfagur í réttan tíma kemur dagur á hesti hvítum; héðan vagar blóðfull gríma. Sólin gyllir, sveipuð rósum, sæl með snilli jarðar móinn, heimur fyllist himna ljósum, húmið viilist niður í sjóinn. -------(7. rima) Hver orti eiginlega með þessum brag fyrir daga Sigurðar Breið- fjörðs, mætti ég spyija? Og hvað skyldu mörg góðskáld rómantísku stefnunnar hafa tekið við merki þessa ljóðstfls? Við höfum ekki far- ið varhluta af honum, frekaren af snilld Jónasar Hallgrímssonar. í ávarpi Sigurðar Breiðfjörðs fyrir Ljóðasmámunum má sjá hann von- ast til, að eitthvað af vísum hans eigi eftir að verða svo heppnar, ein- sog hann kemst að orði, „að ávinna sér þokka hinna betri manna“. Þóað Jónas sæi ekkert nema holtaþoku- vælið hefur hið bezta í Breiðfjörð áunnið sér þennan þokka — og mun ávallt gera; á sama hátt og hið bezta í skáldskap Gunnars Gunn- arssonar og einnig Guðmundar Friðjónssonar sem Einar Benedikts- son setti honum til höfuðs. Dr. Valtýr Guðmundsson réðst í Eimreiðinni af augljósum pólitísk- um og persónulegum ástæðum, einsog oftast er hér á landi á Hrann- HELGI spjall ir Einars Benedikts- sonar árið eftir að bókin kom út, 1914. Þessi „dómur“ er að vísu vart umtals verð- ur, en á þó heima í innskoti þessu. Dr. Valtýr líkir ljóðum Einars við „mál- skrúðsmbldveður", spyr hvemig þögn svansins geti verið lík hljómi eða hörpufilætti (en það er einmitt eitt helzta einkenni vondra gagn- rýnenda að snúa útúr orðum mik- illa skálda, ég held oftar af skiln- ingsskorti og tilfinningasljóleika en illmennsku), fjargviðrast útaf mót- sögnunum sem séu óteljandi og býsnast yfir því að skáldið tali um „himins opna bók“ og spyr hvenær sú bók sé „opin“ og hvenær „lokuð“. Dr. Valtý var flest betur gefíð en láta persónulega andúð ekki hlaupa með sig í göngur, með þess- um hætti. Þessi ágæti og að mörgu leyti hugmyndaríki háskólakennari og stjórnmálaleiðtogi reisir sér í raun og veru níðstöng með þessum dómi einsoggagnrýnendum er eink- ar Iagið gegnum tíðina, en verst er þó að Einar Benediktsson átti sjálfur eftir að gera hið sama með greininni um Gunnar Gunnarsson áratug síðar. Dr. Valtýr getur ekki einu sinni skilið þá líkingu „að gera hjarta guðs að „smiðju" frumeldsins þarsem „segullinn kviknar“.“ Er þá „segullinn" eldur? spyr hann. Þá hlýtur „allt þiggur svip og afl við hans borð“ að merkja: „að allir fái svo gott og mikið að borða hjá guði að það setji „svip“ á menn(!) (sbr. kátur er fullur köttur)“ — og „miður viðkunnanlegt að láta „stjamanna hvel“ vera „kom í guðsblóði". „Það var ljótt að maður fékk ekki um leið að vita hveijar af þeim eru rauðu blóðkomin og hveijar hin hvítu," segir dr. Valtýr. Sannleikurinn verði að fá að njóta sín, og hann sé sá, “að fáir menn eða engir nauðga íslenzkunni og misþyrma um þessar mundir eins og einmitt E.B.“. Hann sé ekki skáld!! Svona skrifa menn einungis um andstæðinga sína og óvini. En gæta þess ekki, að tíminn gerir þá hlægi- lega. Hér er valtýingurinn að ráð- ast á landvamarmanninn, það er alltogsumt(!) En fyrst ég minnist á þetta á annað borð get ég víst ekki látið hjá líða að gera svona ómerkilegu karpi dálítið meiri skil, þvíað það getur dregið dilk á eftir sér. Skömmu fyrir aldamót birtist í Fjallkonunni að mig minnir „rit- dómur“ um fyrstu ljóðabók Guð- mundar Friðjónssonar á Sandi. „Kolskeggur" stóð undir dómnum. Að honum stóðu ungir stúdentar sem þurftu að skemmta sér á ann- ars kostnað og vinna sér e.t.v. inn einhveija aura. En sáust semsagt ekki fyrir. Dómurinn var heldur vel skrifaður og æringjamir bjuggu til vísur sem þeir eignuðu ýmsum þekktum leirskáldum einsog Hann- esi stutta og þóttust sýna framá að Guðmundur Friðjónsson hefði orðið fyrir áhrifum af þeim. Guðmundur sagði Kristjáni Al- bertssyni síðar, að hann, óreyndur og einangraður alþýðumaður, hefði tekið mark á því sem stóð í dómn- um, „því að mér þótt hann heldur vel ritaður og sæmilega sannfær- andi“. Hann sagði Kristjáni að þessi skrif æringjanna hefðu stöðvað sig í mörg ár „og drápu mig í raun og veru sem skáld um alllangt skeið“. En gleymum því ekki að þá fyrst hafa sumir höfundar glatað sjálfum sér þegar þeir hafa farið að skrifa fyrir gagnrýnendur sína. T. Wolfe má nefna. Enn aðrir með því að fara að skrifa fyrir lesendur sína. Án sjálfsvirðingar missir skáldið sjónar á köllun sinni. Og stopult lófaklapp er valtast vina. „En það geta ekki allir svarað fyrir sig með fallbyssum" segir Ingmar Bergman. M. (meira næsta sunnudag.) Stór-Þýska- land EFTIR SAMEIN- ingu austur- og vesturhluta Berlín- ar er hún orðin ein helsta stórborg Evrópu og miðstöð mikillar menningar. Fyrir þá sem komu til borgarinnar meðan henni var enn skipt er sú þróun sem þar hefur orðið hið mesta ævintýri og staðfest- ing á þyí að heimurinn hefur tekið á sig nýja mynd, sú kalda og gráa veröld. kom- múnismans sem við blasti austan járntjalds er nú að taka á sig mannlegri mynd og fagnaðarefni að fylgjast með því hvemig einræðisstefnan hefur hrunið þótt hún skilji að sjálfsögðu eftir sig djúp sár og erfíð viðfangs. Þrátt fyrir breytingamar má enn fínna eftirstöðvar þess andrúms sem hvíldi yfír borginni meðan þar réðu ríkjum blindir ofstækismenn sem prédik- uðu eitthvað sem þeir kölluð „vísindalegan sósíalisma" en var ekkert annað en heldur óvísindaleg mannfyrirlitningarstefna hat- urs og ofbeldis. En breytingin er samt gífurleg. Það er eitt af mestu ævintýmm sem þeim get- ur hlotnast sem hefur upplifað Austur- Berlín undir ráðstjóm að geta nú gengið um hana óhindrað, notið þeirrar gömlu menningar sem hvarvetna blasir við, ekki síst í húsagerðarlistinni við Unter den Linden þar sem Humbolt-háskólinn er til húsa, gamla listasafnið og dómkirkjan svo að einhveijar byggingar séu nefndar. Við finnum samt að andinn er öðm vísi austan Brandenborgar-hliðs en vestan og þyngra yfír öllu enda era vandamálin mikil þar eystra og ný blasa að sjálfsögðu við. Sagt hefur verið að Vestur-Þjóðveijar hafí með sameiningunni tekið upp á arma sína nokkrar milljónir fátæklinga og nú talið að atvinnuleysi í Austur-Þýskalandi sé um 11%. En Þjóðveijar eru duglegt fólk og þess sér hvarvetna stað að þeir hyggjast byggja upp land sitt undir þeim einkunnarorðum sem em hvað minnis- stæðust af mörgum merkilegum hugmynd- um Willy Brandts en hann sagði, Það sem saman á, vex saman. Þessa sér greinileg merki í Berlín og augljóst að sameinað Þýskaland siglir hraðbyri inn í nýja veröld þar sem reynt er að halda niðri arfleifð marxismans þó að margir óttist að einræði þeirra í Austur- Þýskalandi sé nú góður jarðvegur fyrir nýtt einræði, svo mjög sem fólki þar eystra hefur á undanfömum ámm verið innrætt pólitísk einstefna og andúð á frelsi og lýð- ræðislegum hugsunarhætti. Það er enda augljóst að verstu kynþáttaóeirðimar hafa átt sér stað þar sem arfleifð marxistanna er enn nærtækasta minningin. Enginn veit hver þróunin verður en maður þarf ekþi lengi að tala við þýskt fólk til að fínna áhyggjur af upphlaupum skríls og ómenna sem leggja áherslu á hatur á öðra fólki og ofbeldi gagnvart þeim sem em á öndverðum meiði eða af öðru þjóðemi. Þessi skrflslæti vekja upp óþægilegar minningar sem Þjóðveijar vilja vera lausir við. En fögnuðurinn yfír sameiningu Þýska- lands yfírgnæfír þó allar áhyggjur og svo er unnið að því öllum ámm að eyða tor- tryggni gagnvart ríkjum sem landamæri eiga að Stór-Þýskalandi. Evrópubandalag- ið á dijúgan þátt í þeirri þróun hvað sem menn segja um það að öðm leyti og taka ýmsir jafnvel svo djúpt í árinni að þeir fullyrða, að það sé ekki síður friðarbanda- lag þjóðanna á þessu svæði en Atlantshafs- bandalagið var á Atlantshafssvæðinu. Á þetta var lögð áhersla þegar forsætisráð- herra Póllands kom nýlega í opinbera heimsókn til Þýskalands, en Þjóðveijar hafa mikinn áhuga á því að landið eignist aðild að Evrópubandalaginu og verði þann- ig þátttakandij þeirri friðsamlegu upp- byggingu sem einkennir fríverslunarsvæði Evrópu. í þessu sambandi er ekki úr vegi að huga að nýrri grein eftir Helmuth Kohl um Evrópuhugsjónina sem birtist í viku- blaðinu The Europoean, en þar segir kansl- arinn m.a.: „Þjóðveijar búa við frið, sem staðið hefur lengur en nokkm sinni frá því um miðja síðustu öld. Síðara heims- stríð hófst þegar 21 ár var liðið frá því fyrra og það fyrra hófst þegar 43 ár vom liðin frá stofnun þýska ríkisins 1871. Nú hefur friður ríkt í landi okkar í 47 ár og við emm viss um, að svo verður áfram. Þessa fullvissu okkar getum við að miklu leyti þakkað Evrópubandalaginu. Gemm okkur engar grillur um, að þjóð- emisstefnan sé loksins dauð í Evrópu eða hana sé aðeins að fínna á Balkanskagan- um. Ég efast um, að þessi illi fortíðar- draugur, sem leitt hefur svo miklar þján- ingar yfír Evrópu á þessari öld, hafí verið útlægur ger um alla framtíð. Víða í austurhluta álfunnar er þjóðemis- stefnan aftur farin að láta á sér kræla, umburðarleysið, hrokinn. Jafnvel Vestur- Evrópa er ekki ónæm fyrir tilhneigingum af þessu tagi. Jafn erfítt er að sitja undir þeirri fullyrð- ingu, sem nú má víða heyra, að Þýskaland sé orðið of stórt og of valdamikið og því verði „að halda aftur af því“ með einhvers konar samtökum. Svar okkar við þessu er einfalt: Annað þýska lýðveldið, Sambandslýðveldið Þýskaland, stefnir að æ nánara samstarfí við Evrópuþjóðimar. Ekki er um að ræða annan skynsamlegri kost. Rétt er, að margir óttast miðstýrða Evrópu og þeir spyija sem svo: Verðum við áfram Þjóðveijar, Bretar, ítalir eða Frakkar í sameinaðri Evrópu? Svar mitt og svarið, sem Maastricht- sáttmálinn gefur, erú skýr: Rætur okkar munu áfram standa í móðurmoldinni, í átthögunum, við verðum áfram Þjóðveijar, Bretar, ítalir og Frakkar — en á sama tíma verðum við Evrópumenn. Við verðum að gera fólki það ljósara en nokkra sinni fyrr, að Evrópa er til fyr- ir það. Maastricht táknar lýðræðissinnaða Evrópu, sem er náin þegnum sínum, virðir þjóðemi þeirra og menningu. Með Ma- astricht höfum við ekki lagt homstein að evrópsku ofurríki, sem upprætir öll sérein- kenni, heldur að Evrópu, sem byggir á reglunni um „einingu í margbreytileika“.“ Sunnar í álfunni hefur ekki tekist að lægja þjóðerinisöldur eins og við höfum orðið vitni að á Balkanskaga og austar í álfunni er ótryggt ástand. Enginn virðist ráða við þjóðemisvandamál sem upp hafa komið eftir hmn Sovétríkjanna og virðast Rússar standa ráðþrota andspænis þeim átökum sem nú eiga sér stað á suðurlanda- mæmm þeirra. Það er kannski ekkert óeðlilegt þó slík vandamál komi upp eftir jafn langa yfírdrottnun og raun ber vitni, því enginn skyldi ganga að því gmflandi, að það var ofbeldi kommúnismans sem límdi þessar ólíku þjóðir saman sem nú berast á banaspjót, án þess þar hafí verið iðkuð sú mannúðarstefna sem ein getur orðið til ræktunar og skilnings í samskipt- um ólíkra þjóða. ÞETTA LEIÐIR hugann að ástand- inu í Mið-Austur- löndum þar sem hatur, ofbeldi og ótti ríða húsum. Þar eins * og víðar fléttast deilur um landrými og þjóðemi inní trúarbragðaofstæki sem hef- ur loðað við mannkynið frá aldaöðli og fer síður en svo minnkandi ef að líkum lætur. Þannig getur togstreita um tvær litlar systur hætt í einni andrá að vera forræðis- deila en snúist upp í þjóðemishroka og trúarbragðaofstæki sem á ekkert skylt við þann kærleika sem kenndur er við forsjón- ina og er raunar andhverfa hans. ísrael er að vísu eina lýðræðisríkið í löndum fyrir botni Miðjarðarhafs og það ber að virða. Að þessari lýðræðiseyju ligg- ur úthaf alræðis- og einræðisherra sem styðjast ekki við vilja fólksins heldur óvíga heri sína. Helsti tákngervingur þeirra nú er Saddam Hussein, forguðaður í írak þrátt fyrir miskunnarleysi, mannfyrirlitn- ingu og illsku sem þekkir helst engin tak- mörk. Það er skiljanlegt að ísraelum standi stuggur af því hugarfari sem slíkir ofstæk- ismenn byggja á stjómmálalega afstöðu sína. Hitt er ekki eins skiljanlegt hvemig gyðingar koma fram við Palestínumenn. Þeir ættu öðmm fremur að skilja land- lausa þjóð sem á undir högg að sækja og Landrými REYKJAVIKURBREF Laugardagur 5. desember Hellirinn Við Fnjóská er raunar tvístmð í allar áttir. Palestínu- menn era betur menntaðir en aðrir arabar og þeir era lausari við heittrúarhatur en margir trúbræður þeirra. Þá era þeir einn- ig sumir kristnir en aðrir hafa tekið gyð- ingdóm. Þessi þjóð á rétt á því að vera ekki ofsótt með þeim hætti sem raun ber vitni. Hún á rétt á landrými eins og aðrar þjóðir og það er raunar með öllu óskiljan- legt að Israelar skuli ekki fyrir iöngu hafa áttað sig á því að það gæti verið þeim þó nokkur styrkur að hafa í næsta nágrenni við sig menntaða og vel upplýsta þjóð sem gæti orðið öðram arabaríkjum einhvers konar fyrirmynd. En þessu er ekki að heilsa. Ein ástæðan er sú hve Palestínuara- bar hafa verið óheppnir með leiðtoga. Þeir em þekktir hryðjuverkamenp og hafa fremur ýtt undir trúnaðarbrest en skiln- ing. ÍSRAELSMENN hafa orðið fyrir margvíslegum áföllum á undan- fömum missemm og gamlir vinir þeirra em farnir að tortryggja afstöðu þeirra eins og hún birtist gagnvart Palestínumönnum og hemumdum svæðum. Það er engu lík- ara en þeir hafí tileinkað sér lífsviðhorf höfuðandstæðingsins, þýska nasismans, sem æpti á landrými og réttlætti allar hugmyndir sínar um hatur og ofbeldi með þessu hugtaki. Menn geta smitast af óvin- um sínum og andstæðingum og það er stutt úr ótta í hatur. ísraelsmenn hafa rekið fangabúðir sem minna á ofsækjendur þeirra. Þar em nafnlausir en merktir Pa- lestínumenn. Menn gera sér ekki óvini að vinum með þeim hætti, þvert á móti. ísra- elsmenn ættu fremur að vinna að því að veita Palestínumönnum landrými sem þeir gætu ræktað og unað glaðir við. Þannig — og einungis þannig — gætu þeir eign- ast vini á viðkvæmum landamærum. Gyð- ingar og arabar geta búið saman í friði. Sambúð gyðinga og Egypta undanfarin ár er sönnun þess og raunar fyrirmynd þeirrar framtíðar sem umheimurinn óskar þessum þjóðum. En vegurinn að þeirri framtíð verður ekki varðaður hatri, ofbeldi og mannfyrirlitningu. Það er engu líkara en þeir menn sem hafna eðlilegum sam- skiptum við aðrar þjóðir eða þjóðabrot og hafa helst áhuga á því að fara með her á hendur þeim hafi búið í helli Platóns og aldrei séð úr honum annað en skugga þess vemleika sem blasir við utan dyra. Þessir menn era fangar eigin þröngsýni og fordóma, hlekkjaðir við gamlar hug- myndir og fomeskjulega afstöðu til um- hverfís síns og annars fólks. Sumt af þeirri grimmd sem við sjáum í kringum okkur nú um stundir er sprottið af ótta, því að hann getur ekki síst leitt af sér þau ranglátu viðbrögð sem fólkið á Balkan- skaga hefur orðið að búa við. Eða þeir sem búa á suðurlandamæmm Sovétríkjanna gömlu. Og fýrst hellir Platóns var nefndur er ekki úr vegi að minna hér á að uppvakn- ing nasismans á að sjálfsögðu rætur að rekja til þeirra þröngu og neikvæðu gilda sem nefnd vom. Nasisminn var að sjálf- sögðu ekkert annað en mannhatursstefna. Barátta um arfleifð sem var misskilin eða öllu fremur misnotuð — og ívafíð ótti og ranglæti. Við sjáum þetta í afstöðu tyrk- neskra heittrúarmanna til málstaðar Sop- hiu Hansen og við sjáum þetta í skrflslátun- um í Rostok. En það má þá einnig minna á samræður Sókratesar og Þrasýmakkosar í fyrstu bók Ríkisins eftir Platón en þar er fjallað um kjarnann í öllu lífí mannsins, gmndvallaratriðin: Hvemig eigum við að lifa lífínu? En það hlýtur að vera fmmfor- senda allra umræðna um þjóðfélagið og þjóðfélagsmál. Sókrates spyr Þrasýmakkos: “Hver er afstaða réttlætis gagnvart ranglæti? Því var víst haldið fram að ranglætið sé mátt- ugra og sterkara en réttlætið. En nú, sagði ég, býst ég við að það sé hægðarleikur að sýna fram á að þar sem réttlætið sé dygð og viska, sé það líka sterkara en ranglætið, enda sé hið síðamefnda fávísi. Enginn myndi draga þetta í efa. En ég vil ekki afgreiða málið með þessum ein- falda hætti, Þrasýmakkos, heldur vil ég líta á það frá nýju sjónarhorni: fellstu á að það ríki væri ranglátt sem reyndi að kúga önnur ríki undir sig með ranglæti eða hefði þegar gert það og hefði undirok- að þau? Tvímælalaust, svaraði hann. Og ein- mitt þetta mundi besta ríkið helst gera, það rflci sem fullkomnast væri í ranglætinu. Mér er ljóst að þetta var þín afstaða í málinu, sagði ég, en ég er að gaumgæfa þá hlið þess sem nú kemur fram: Getur ríki sem orðið er drottnari annars haldið þessum mætti sínum án réttlætis eða hlýt- ur það að gera það með réttlæti? Ef réttvísin er viska, sagði hann, eins og þú sagðir áðan, hlýtur það að gera það. En hafí ég rétt fyrir mér, gerir ríkið það með ranglæti. Ég er djúpt snortinn, Þrasýmakkos, sagði ég, að þú skulir svara mér svona vel í stað þess að láta þér nægja að kinka kolli eða hrista höfuðið. Ég er að gera þér til hæfis, svaraði hann. En elskulegt af þér. Gleddu mig nú enn og segðu mér hvort þú teljir að ríki, her, bófaflokkur, þjófar eða einhver annar hóp- ur manna sem í sameiningu hafa ein- hveija rangsleitni í hyggju, geti komið ætlunarverki sínu í framkvæmd ef þeir sýna hver öðrum rangsleitni. Áreiðanlega ekki, svaraði hann. En ef þeir væm ekki ranglátir? Gengi þeim þá ekki betur? Vissulega. Ástæðan er ugglaust sú, Þrasýmakkos minn.að ranglætið elur af sér sundmngu, hatur og deilur, en réttlætið samlyndi og vináttu - eða hvað? Segjum það, ekki ætla ég að fara að andmæli þér, sagði hann. Þú stendur þig prýðilega, öðlingur. En segði mér: Ef ranglætið vekur hatur hvar sem það kemur, leiðir það þá ekki til hat- urs og sundrungar bæði meðal fijálsbor- inna manna og þræla og gerir þá ófæra um að vinna saman, hafí það stungið sér niður meðal þeirra? Vissulega. En ef það stingur sér niður hjá tveimur mönnum? Verður þá ekki ágreiningur og fíandskapur á milli þeirra innbyrðis og á milli þeirra og hinna réttlátu? Jú, svaraði hann. En, djásnið mitt, taki nú ranglætið sér bólfestu hjá einum manni, ætli það glati þá mætti sínum eða helst hann samur og jafn? Mátturinn helst samur og jafn, sagði hann. En nú virðist ranglætið búa yfír ein- hveijum þvílíkum mætti sem gerir allt sem hefur fengið það í sig - borgríki, þjóð, her eða hvað annað það er - fyrst ófært um að starfa af einhug vegna sundmngar og ágreinings, og síðan að óvini bæði sjálfs sín og líka réttlætisins og alls sem er and- stætt ranglætinu. Er ekki svo? Einmitt. Og ég býst við að ranglæti sem komist hefur í einstkling sé eðli sínu trútt og hafí alla þessa sömu verkan: hann verður fyrst ófær til verka, þar sem hann er sjálf- um sér sundurþykkur og ósamhljóða, því næst óvinur bæði sjálfs sín og hinna rétt- vísu - eða hvað? Jú.“ (Lærdómsrit Bókmenntafélagsins) Við erum hellisbúar og alltaf þegar ein- hver segir okkur tíðindi utan hellismunn- ans fyllumst við tortryggni. Við þekkju hellinn og lögmál hans. Sá sem reynir að breyta þeim þarf oftast á öllum sínum styrk að halda. Hellisbúinn veit allt um sannleikann. Hann veit allt um réttlætið og hann veit allt um guðdóminn. Og ef einhver kemur og reynir að hagga vitn- eskju hans, reynir að benda á að sannleik- ur hans er lygi, réttlæti hans ranglæti og guðdómur hans einhvers konar kraftur úr dýrslegri veröld hellisbúans þá má hann eiga von á því að óþyrmilega sé á honum tekið og hann má þakka fyrir ef hann er ekki drepinn eins og Sókrates eða Kristur. Að þessu leyti hefur veröldin lítið breyst og við skulum ekki telja okkur trú um að mannskepnan sé orðin svo fullkomin að úr hennar átt megi ekki vænta hvers sem er. Andrúm hellisbúans fylgir okkur. Við fínnum það á næstu grösum, það er í arf- leifð nasismans, það er í arfleifð kommún- ismans og það er í heittrúar- og þjóðemis- stefnum víðsvegar um veröldina, ekki síst í Þýskalandi, á Balkanskaga, við suður- landamæri Sovétríkjanna og austur í Asíu, þar sem andófsmenn era drepnir með köldu blóði og jafnvel kveðinn upp dauðadómur yfír rithöfundi fyrir árás á guð!! Það er heldur nöturlegt að sönglið í satan skuli enn geta stolið senunni, rétt eins og ekk- ert hafí gerst frá galdrabrennum. Og raun- ar finnum við þetta andrúm alls staðar þar sem maðurinn er hlekkjaður fangi eig- in fordóma — innan við hellismunnann. Eða: draumur skuggans eins og sagt hefur verið. Mynd: Haukur Snorrason „ Að þessu leyti hefur veröldin lít- ið breyst og við skulum ekki telja okkur trú um að mannskepnan sé orðin svo fullkom- in að úr hennar átt megi ekki vænta hvers sem er.“ v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.