Morgunblaðið - 06.12.1992, Side 15

Morgunblaðið - 06.12.1992, Side 15
 flölögun nýrra ís- lendinga áfalialaus „EG þekki ekkert dæmi ofbeldis hér á landi, sem beinist sérstak- lega að innflytjendum. íslendingar hafa líka Iagt mikla áhersiu á að fólk aðlagist samfélaginu hér og þvi hefur sú staða ekki komið upp að þeim finnist sér ógnað af innflytjendum," sagði Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í ReyKja- vík. lagði síðasta spilið á borðið, tæmdi vodkaglasið og hélt út í náttmyrkrið með vinum sínum. Þrír ungir Tyrkir höfðu tekið að sér að standa vörð um búðirnar um nóttina. Fyrrver- andi sumarbúðum ungkommúnista nærri pólsku landamærunum hefur verið breytt í flóttamannahæli. Þar hafast við nærri hundrað manns sem áður bjuggu í Eberswalde-búðunum sem brunnu til kaldra kola á dular- fullan hátt um síðustu helgi. Nóttin líður tíðindalaust. Tyrkirn- ir þrír rekast ekki á neina aðra en tvö þýska öryggisverði og hundinn þeirra. Þegar Ali sest aftur við spila- borðið segir hann: „Ég veit ekki hvað við myndum gera ef skallhöfð- arnir kæmu. En a.m.k. kæmu þeir okkur ekki að óvörum." Ali ólst upp í Búlgaríu en þar var honum bannað að tala móðurmál sitt og hann varð að bera slavneskt nafn. Hann skildi eftir bíl og íbúð í leit að frjálsara lífi. í sjónvarpsherberginu leika börn- in sér langt fram eftir kvöldi og láta sér fátt um atburði síðustu daga finnast. Óttinn við árás drukkinna ólátaseggja með kylfur og Molotov- kokkteila gagntekur foreldrana. „Ég þori ekki að hleypa krökkunum út lengur," segir Fatima Nerov, 27 ára gömul, Tyrki frá Búlgaríu, sem greiddi of fjár til þess að henni yrði smyglað inn í Þýskaland ásamt dótt- ur og syni. Eins og vænta má greinir fræði- menn mjög á um það hverjar séu orsakir ofbeldisverkanna í Þýska- landi. Margir benda á vanmáttuga löggæslu í austurhlutanum og fé- lagslega upplausn auk ofbeldisdýrk- unar á öllum sviðum þjóðfélagsins. Allt of mikil einföldun sé að stimpla alla ofbeldisseggina sem nýnasista. Unglingabijálæði geti birst í mörg- um myndum en geti líka horfið jafn- skjótt. Kynþáttahatur birtist í Frakklandi á mun óljósari hátt en í ná- grannalandinu Þýskalandi. Of- beldi er sjaldgæfara og duldara. Hverfa verður aftur til ársins 1988 til að finna morð sem vakti þjóðarat- hygli og tengist uppgangi hægri- öfgastefnu. Þá drápu tveir liðsfor- ingjar í hernum araba. Þeir reyndust báðir stuðningsmenn Þjóðfylkingar Le Pens. Gyðingar hafa upp á síð- kastið sætt ofbeldi og grafreitir þeirra verið vanhelgaðir. A þriðju- daginn var ráðist inn í bænahús í Strassborg, rótað í bókum, húsgögn brotin og ýmis ókvæðisorð um gyð- inga máluð á veggi. En hverjir eru það sem styðja Þjóðfylkinguna í Frakklandi? Leið- togi flokksins er Jean-Marie le Pen sem fyrst var kosinn á þing árið 1956 fyrir Flokk hægrisinnaðrar al- þýðu. Hann var þá 27 ára gamall, yngsti þingmaður Frakklands á þeim tíma. Lengi vel náði Þjóðfylkingin einungis til fárra kjósenda og hafði aðeins 1% fylgi. Arið 1984 jókst fylgið snögglega þegar flokkurinn fékk 11% atkvæða í kosningum til Evrópuþingsins. Þjóðfylkingin hefur fast fylgi meðal lægri stétta þjóðfé- lagsins, hjá fólki sem er illa sett vegna atvinnuleysis. Sumir styðja flokkinn af söknuði eftir konungs- veldinu gamla. í þriðja lagi má nefna hershöfðingja á eftirlaunum og fyrr- verandi samstarfsmenn þýskra nas- ista í seinni heimsstyrjöldinni. Enn- fremur má nefna unga öfgasinna; krúnurökuð ungmenni og ýmsa nýn- asistahópa, araba- og gyðingahat- ara. Samskonar hópar eru í Þýska- landi og Benelux-löndunum. Le Pen hefur reynt að sverja þessa síðastt- öldu fylgismenn af sér vegna þess hve illu orði þeir hafa komið á flokk- inn. Raddir hafa verið uppi um sam- band Þjóðfylkingarinnar við moon- ista. Ekki má gleyma börnum vel stæðra foreldra sem aðhyllast hefð- bundin samfélagsleg gildi. Laga- og stjórnmálafræðinemar eru áberandi. Þeir vinna mikið hugmyndastarf og undirbúa valdatöku óumdeilanlegs foringja. Stofnaður hefur verið sérstakur skóli fyrir fylgismenn Þjóðfylkingar- innar. Fréttaritari Morgunblaðsins spjallaði við Bruno Chauviere fyrr- verandi þingmann og einn af aðal- Omar Smári sagði, að hann hefði fyrir skömmu setið fund lögreglumanna frá öll- um löndum Evrópu í Bruss- el. „Við ræddum sérstaklega um breytingamar í Austur-Evrópu og fólksflutninga af þeim sökum, svo og breytingar þær, sem { vændum eru í Evrópu, þegar fólksflutningar milli landa verða ekki takmarkaðar nema að litlu leyti. „Vandinn, sem íbúar meg- inlandsins búa við, er sá, kyn- þættir og þjóðarbrot, sem koma sér fyrir í öðrum löndum, halda hópinn og varðveita sína tungu og menningu. íbúunum, sem fyr- ir eru, fmnst sér ógnað að mörgu leyti og ekki síst þar sem atvinnu- ástandið er bágborið. Lögreglu- niennirnir voru sammála um, að ástandið nú bæri keim af því ástandi, sem ríkti skömmu fyrir síðustu heimsstyijöld og hafa af þvi þungar áhyggjur. Það skiptir Islendinga miklu að fylgjast vel með þeirri þróun.“ Hólmfríður Gísiadóttir hefur séð um svokölluð nýbúanámskeið hjá Rauða krossinum fyrir erlent fólk á íslandi. Hún segist hafa kannað það fyrir nokkrum árum hvort böm frá Víetnam hefðu orðið fyrir aðkasti f skólum. í stuttu máli sagt hefði niðurstað- an verið sú að svo væri ekki. „Það er mín staðfasta trú að for- dómar fari hér þverrandi með auknum ferðalögum fólks, með því að heimurinn hefur minnkað með bættum samgöngum, með því að hér eru landsmenn af ýmsum uppruna. Fjöldi barna hefur verið ættleiddur hingað af svæðum þar sem annar iitarhátt- ur ríkir. Þar með gera íslenskir foreldrar þessi börn að sínum og sýna í verki að þeir. séu ekki for- dómafullir. Nefna má alla þá ís- lensku karlmenn sem hafa gifst konum af öðrum uppruna, til dæmis frá Suðaustur-Asíu. Síðan hefur heimurinn breyst með til- komu sjónvarpsins. Við erum með þeldökkt fólk inni í stofu hjá okkur eins og fyrirmyndar- föðurinn einu sinni í viku sem er orðinn besti vinur okkar allra. Með því að kynnast öðrum á þennan hátt komumst við frum- byggjamir hér vonandi að því að aðrir hafa sína kosti og galla alveg eins og við,“ sagði Hóim- fríður. Viðmælendur Morgunblaðsins vom sammála um að aðlögun nýrra íslendinga gengi í stómm dráttum áfallalaust. Forsvars- menn Félags nýrra íslendinga, Hope Knútsson og George Gros- man, þekktu einstaka dæmi þess að hróp væru gerð að þeldökku fólki eða Asíukonum. Einnig væru dæmi um að erlend börn væru uppnefnd á meinlegan hátt. Hope sagði að hér væri ákveðin tortryggni í garð útlendinga, að hluta til vegna þess hve samfé- lagið væri einsleitt. Þolið væri því minna en annars staðar og það væri eðiilegt. Grosman sem er tékkneskur gyðingur sem búið hefur í Kanada, Bretiandi og Ísrael auk ísiands kvað Íslend- inga hvorki betri né verri en aðr- ar þjóðir hvað varðaði afstöðuna til útlendinga. Þeir fordómar sem útlendingar mættu hér væm sak- lausir; hér fyrirfyndist óupplýst óvild í garð útlendinga ef svo mætti að orði komast á meðan víða erlendis markaðist fjand- skapur { garð innflytjenda af því að þar væri um stóra hópa að ræða sem skæru sig úr. Grosman sem hefur búið hér um nokkurra ára skeið sagði að einungis einu sinni hefði verið ráðist á sig með ókvæðisorðum vegna þess að hann væri gyðingur. Spjöll hafa verið unnin á grafreit gyðinga í Lyon í Frakklandi. A FUNDIMEÐ SPÆNSKUM NÝNASISTUM RÆTTVIÐ UNGAN RÁÐGJAFA LE PENS í FLÓTTA- MANNABÚ- ÐUMÍ ÞÝSKALANDI UNGVERSKUR SKOLASTJÓRI í SLÓVAKÍU ÓTTAST OFSÓKNIR stjórnendum Þjóðfylkingarinnar. Hann sagði sig úr flokknum á sínum tíma vegna þess að hann sætti sig ekki við starfsaðferðir og kenningar hans. Hann segir að úrsögninni hafi verið illa tekið. Honum hafi verið hótað öllu illu og m.a. fékk hann líkkistur sendar í pósti. Chauviere segir að ungliðahreyf- ing flokksins skiptist í tvennt. Ann- ars vegar „litlu deildina" sem kemur saman í Chateau de Neuvy sur Bar- angeon, kastala uppgjafa einræðis- herra frá Miðafríkulýðveldinu, Bo- kassa að nafni, í suðvesturhluta Frakklands. Barnaskóli þessi sé ekki nefndur því nafni opinberlega því pólitískir menntastofnanir af þessu tagi séu ekki leyfðar í Frakklandi. Skólastjóri er Roger Holeindre, fyrr- verandi liðsforingi í franska hernum. Til að fá inngöngu verða börnin að geta rakið ættir til fransks her- manns sem barist hefur í stríði. Markmið með kennslunni er að ala upp hugdjarfa hermenn. og sanna föðurlandsvini. Krafist er skilyrðis- lausrar hlýðni við forihgjann. í „stóru deildinni“ eru ungmenni fimmtán ára og eldri. Pólitíska inn- rætingin er þar meiri. Mein Kampf eftir Hitler er vinsæl kvöldlesning þótt ekki sé hún á námsskránni. Chauviere segir að samtals sé þarna um hundrað ungliða að ræða sem hlotið hafi ströngustu þjálfun. Aðspurður um samstarf skallhöfða og Þjóðfylkingarinnar sagði Chauvi- ere að lífverðir Le Pens kæmu úr hópi krúnurakaðra. Fréttaritari talaði við ungan mann sem starfar í ungliðahreyfingu Þjóð- fylkingarinnar.'hann vildi ekki láta nafns síns getið. Hann hefur lokið námi í stjórnmálafræði í Strassborg og er einn af ráðgjöfum fiokksfor- ingjans, Le Pens. „Við lesum fræði Drieu la Rochelle og Charles Maur- ras en sérstaklega Roberts Brass- illachs. Við teljum Frakkland vera sérstakt og að það gegni menningar- legu alheimshlutverki. Nýlendu- tíminn var uppgangsskeið Frakk- lands...Það er ekki til jafnrétti í Frakklandi, jafnrétti er ekki mögu- leiki vegna þess að fólk er ekki jafnt að upplagi...Okkar höfuðandstæð- ingar eru mótmælendur, gyðingar, frímúrarar, kynbiendingar og litaðir innflytjendur í Frakklandi. Hug- myndir og lífsvenjur þessa fólks rugia einingu ríkisins...Norðurlöndin eru okkar uppáhald. Norðurlandabú- ar eru bræður okkar, aðrir Evr- ópubúar eru frændur okkar...Stofn- inn á Norðurlöndum er mun hreinni en okkar. Karl Lang, foringi Þjóð- fyikingarinnar í Norður-Frakklandi eyðir því öllum sumarleyfum sínum á Norðurlöndum." Ungi maðurinn sagðist ekki geta mælt með því of- beldi sem beitt væri í Þýskalandi til að hrekja innflytjendur brott. En það væri skiljanlegt. „Fólk úr mismun- andi menningarheimum getur aldrei lifað til lengdar saman i friði. Lausn- in er auðvitað sú að innflytjendur hverfi á braut.“ Hann sagðist ekki gera ráð fyrir að Þjóðfylkingin kæm- ist nokkurn tíma til valda í Frakk- landi. En hugmyndir hennar ættu eftir að verða ofan á. Morð á dóminíkanskri konu í síð- asta mánuði vakti mikinn óhug á Spáni og ótta við að hægriöfgastefna væri þar á uppleið eins og víðar í álfunni. Fréttaritari Morgunblaðsins sneri sér til Fern- ando Delgado Martinez, blaðafull- trúa innanríkisráðuneytisins í Madrid. Hann sagðist ekki líta á nýfasistaflokka á Spáni sem neina sérstaka ögrun, þeir væru smáir og hefðu ekkert fjöldafylgi. Auk þess ýttu þeir yfirleitt ekki undir ofbéldi heldur lifðu og hrærðust f söknuði eftir Franco-tímanum. Ofbeldið að undanförnu megi rekja til skall- höfða, sem vissulega geti reynst hættulegir, en þó tæpast alvarleg ógnun við samfélagsfriðinn. Það orð hefur þó farið af Cedade, eina raunverulega nýnasistaflokkn- um á Spáni, að hann sé fylgjandi valdbeitingu til að koma á þjóðfé- lagsbreytingum. Fréttaritari Morg- unblaðsins sótti fund hjá Cedade. Mátti þar sjá allskonar fólk, ungt og gamalt, konur og karla og að því er virtist úr öllum þjóðfélagshópum. ________________% Einhveijir tugir voru viðstaddir, sjálfsagt hátt í fimmtíu manns. Á meðan fólkið var að safnast saman var andrúmsloftið notalegt, ekki ólíkt einhveiju samkomuhúsinu í sjávarþorpi, nema hvað myndir af Adolf Hitler og hakakrossfánar hengu uppi á veggum. Fréttarit sam- takanna og aðrar bókmenntir um nasismann, lágu á borðum. Meiri alvörubragur komst á fund- inn þegar ræðuhöldin hófust. Fluttar voru tvær ræður. Önnur var um nasismann í heild sinni og leitaðist ræðumaður við að sýna fram á að hér væri ekki um stjórnmálastefnu að ræða heldur heimspeki, heimssýn eða jafnvel lífsmáta. Hann minntist ekki einu orði á kynþáttahatur, hvað þá útrýmingu eða ofsóknir, heldur talaði mikið um að núverandi stjórn- skipun Vesturlöndum gengi ekki upp, hún væri ranglát. Hann gætti þess þó að gagnrýna ekki lýðræðið sem slíkt. Hann sagði að nasistar nútímans hefðu engan hug á að taka þátt í stjórnmálum en með hegðun sinni gætu þeir haft áhrif til góðs í þjóðfélaginu. Hann sagði að sú hug- mynd að nasistar ýttu undir ofbeldi væri fráleit. Fréttaritari komst þó ekki hjá því að taka eftir nokkrum vígalegum ungum mönnum í her- mannabuxum og stígvélum sem stóðu meðfram veggjum salarins með krosslagðar hendur. Hinn ræðumaðurinn, sem er for- ingi samtakanna — lítill maður með snyrtilegt skegg — talaði um Adolf Hitler. Hann lagði mikla áherslu á að Hitler hefði verið mikill dýravinur og þótt vænt um börn. Að ræðuflutningi loknum skapað- ist aftur þessi samkundustemmning. Viðstaddir settust að spjalli í litlum hópum. Fréttaritari komst þá að því að margir af viðstöddum höfðu lesið íslenskar fornbókmenntir og voru furðuvel að sér í þeim — t.d. La saga de Nial og Textos mitologicos de Edda. Töldu þeir sögurnar vel í anda nasismans, án þess að geta útskýrt það nánar. Flestir voru einn- ig vel að sér í mannkynssögu, sér- staklega heimsstyijöldinni síðari. Vissu þeir allt um innrásina í Pól- lánd, og kom vitneskja þeirra heim og saman við þekkingu fréttaritara, en samt tókst þeim einhvern veginn að komast að þeirri niðurstöðu að Pólveijar hefðu átt upptökin. Tókst ekki að komast til botns í rökum þeirra þrátt fyrir að lagðar væru við hlustir. Skyndilega hljómuðu Valkyijur Wagners úr hátölurum og skömmu síðar leystist samkundan upp. Fréttaritari Morgunblaðsins í Prag spáir því að Ungveijar verði næstu fórnarlömb útlendinga- haturs í Mið-Evrópu. Andúðin í garð ungverska minnihlutans í Rúmeníu, Tékkóslóvakíu og Serbíu fari vax- andi. 3,5 milljónir Ungveija eiga heimkynni í nágrannaríkjum Ung- veijalands. Skýringin er sú að landa- mæri voru dregin með þessum hætti eftir fyrri heimsstyijöldina er aust- urrísk-ungverska keisaradæmið leið undir lok. Ungveijarnir vara við því að nú séu að hefjast kerfisbundnar ofsóknir gegn þeim sem auðveldlega geti leitt til hættulegs uppgjörs um landamæri Ungveijalands. Fréttaritari var á ferð í bænum Samorin í Slóvakíu. Ótti gagntekur Ungveijana sem þar búa. Öll vega- skilti eru á tveimur tungumálum, slóvakísku og ungversku, en víða hefur verið málað með svörtu yfír ungversku stafína. í menntaskóla bæjarins ríkir sérkennilegt ástand. Slóvakar og Ungveijar ganga inn um sömu aðaldyr en í andyrinu skipt- ist nemendahópurinn, Slóvakarnir fara í vinstri álmu og Ungveijarnir í þá hægri. „Annað er ekki hægt,“ segir skjólastjórinn Laszlo Kovacs, sem einnig er formaður ungverska menningarfélagsins í bænum. „Spennan er mikil í samskiptum þjóðanna og það verður að kenna hvorum í sínu lagi. Þótt Við Ungveij- ar séum í meirihluta hér í Samorin þá þorum við ekki að syngja þjóð- sönginn okkar fyrir allra eyrum. Vladímír Meciar leiðtogi Slóvakíu hefur gefið skýrt til kynna að við séum annars flokks borgarar.11 Sæmundur Halldórsson í Honn, Þórdís Ágústs- dóttir ( Norður-Frakklandi, Itngnar Bragason í Madrid og Rune Bech í Prag lög-ðu til efni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.