Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1992 Horft í norður eftir hinni gömlu heimreið að Nesstofu. Traðimar verða göngustíg- ur að safninu skv. yfirlitsuppdrætti Reynis Vilhjálmssonar. Fjósið lengst til vinstri verður aðalbygging Lækningaminjasafnsins með þriggja bursta nýbyggingu, sem kemur í stað skúranna og hlöðunnar. Til hægri sést Lyfjafræðisafnið í byggingu, líka nýbygging við gamalt fjós. Arkitekt beggja safna er Þorsteinn Gunnarsson. Lækningaminjasafn, (horft til norðurs) Vesturtún ÚTIHÚSIN VERÐA LYFJAFRÆÐISAFN OG LÆKNINGA- MINJASAFN eftir Elínu Pólmadóttur NESSTOFA á Seltjarnarnesi er ein af fáum söguleg’um húsaminjum íslendinga. Allir íslendingar þekkja þetta hvíta fallega steinhús, sem er svo víða að glæsilegt heim að líta. Þar reisti Bjarni Pálsson, fyrsti landlæknir íslendinga, sér bústað 1763. Þaðan veitti hann öllum landsmönnum læknis- hjálp og starfrækti apótek með útvegun lyfja. Nesstofa er nú rekin sem hluti af Þjóðminjasafni íslands og þar var í sumar opnað lækningaminjasafn. En það er aðeins byrjun- in á safnasamstæðu á svæði til útivistar. Lyfjafræðibygging er risin þar sem áður voru útihús. Eru lyfjafræðingar að taka húsið í notkun með lítilii sýningu til bráðabirgða um þessa helgi í tilefni 60 ára afmælis félags síns 5. desem- ber. Og búið er að teikna byggingu undir framtíðar lækn- ingaminjasafn, líka í og við önnur gömul útihús. Gæti kom- ið í gagnið 1994-1995. Þessar þrjár safnabyggingar munu þannig mynda heild á sama reitnum, sem búið er að gera af yfirlitsuppdrátt. Þessi glæsilegu söfn munu í framtíðinni draga að gesti um leið og boðið er upp á að njóta útsýnis og útivistar. il þess að koma upp húsinu, sem nú er risið þarna, efndu lyfjafræðingar og apótekarar fyrir nokkrum árum til sér- stakrar stofnun- ar undir nafninu Lyfjafræðisafn og hafa unnið ötullega að mál- inu síðan, m.a. með mikilli sjálf- boðavinnu. Þor- steinn Gunnars- son arkitekt teiknaði húsið og hann hefur nú einnig gert teikningar fyr- ir byggingarnefnd Lækningaminja- safnsins, sem ætlunin er að verði aðal safnhúsið. Nesstofa verður þá miðpunktur og til kynningar á tíma Bjama Pálssonar. í Nesi var á síð- ari árum tvíbýli og hafði hvort býli fjós og hlöðu í túninu, annars vegar norðan við og hins vegar neðar og sunnan Nesstofu. Útihús beggja stóðu lægra og hefur þess verið gætt að nýbyggingar muni ekki skyggja á gamla húsið til að sjá. í báðum tilfellum em gömlu fjósin notuð sem hluti af safnbygging- unni, en byggt við þau og nýbygg- ingar felldar að því gamla. Opnað nýtt hús Lyfjafræðisafnsins Vegna 60 ára afmælisins hefur mikið kapp verið lagt á að ljúka Lyljafræðisafnshúsinu til þess að geta tekið það formlega í notkun um þessa helgi á 60 ára afmæli Lyfjafræðingafélags Islands, sem stofnað var 5. desember 1932. En 5. desember 1771 tók líka kandi- datspróf í Kaupmannahöfn Bjöm Jónsson, sá sem fyrstur íslendinga varð til að læra lyfjafræði og varð fyrsti Iyfsalinn í Nesi eftir að lyfsal- an var greind frá landlæknisemb- ættinu 1772. Honum var þá fenginn til umráða helmingurinn af jörðinni og helmingur af Nesstofu. Þá má geta þess að það var 4. desember 1672 sem kom út fyrsta tilskipun í Danmörku um lækna og lyfsala, réttindi þeirra og skyldur, sem giltu hér á landi allt fram til 1930. Þetta kom m.a. fram í viðtali við þau Ingi- björgu Böðvarsdóttur, Axel Sigurðs- son og Kristínu Einarsdóttur, stjóm- arformann Lyfjafræðisafnsins, en þau eiga ásamt Áslaugu Hafliða- dóttur og Erling Edwald sæti í stjórn Lyfjafræðisafns. Tók Kristín fram, að þau Ingibjörg og Sverrir Magnús- son, sem lést 1990, hefðu verið hugmyndasmiðir og driffjöðrin í þessu máli öllu. En margir hafa lagt hönd á plóginn. Allt þetta ár hafa sjálfboðaliðar verið við vinnu í bygg- ingunni einu sinni til tvisvar í viku, 100 manns lagt þar eitthvað af mörkum. En Lyfjafræðisafnið er sjálfseignarstofnun sem lyfjafræð- ingar standa að og hefur verið aflað fjár með gjöfum og eftir ýmum leið-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.