Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1992 21 Forsöngvari á skemmtun Fram- tíðarinnar, málfundafélags MR. Fyrir aftan má sjá Lúðvík Al- bertsson og Guðmund Agústsson. einum eða tveimur út með látum, gáfust þeir upp og hófu lestur. Ég hefði treyst um helmingi pilt- anna til að standast þriðjubekkjar- próf í ensku í Menntaskólanum um vorið. Loks er birt hér brot úr kaflanum „Forgangsmálið" en þannig hefur rektor MR ævinlega litið á kennsl- una í Menntaskólanum í Reykjavík: sem forgangsmál í lífi hans og starfi. Fleygt út — og inn aftur — Eru einhvetjir nemendur þér eftirminnilegri en aðrir — ef við tökum ekki með þá sem gáfu þér mannasiðakverið forðum? — Nemendur eru orðnir svo margir eftir 41 árs kennslu að ég gæti auðvitað talið upp tugi eða hundruð. Ég treysti mér þó ekki til að gera það og helst vil ég ekki minnast á neina, því að ég vil ekki móðga neitt af þessu ágæta fólki með því að gleyma að geta þess. Hvort sem þú trúir því eða ekki þá er ég í raun friðsemdarmaður og hef alltaf kunnað ákaflega vel við mig í rólegum bekkjum. En það er nú bara þannig, að maður man betur eftir átökum en friðsemd, og þess vegna hef ég aðeins minnst á strákana í fjórða bekk B árið 1951, en ekki á rólega fólkið í C bekkn- um, eins og til dæmis prófessor Arnljót Björnsson eða Magnús Thoroddsen lögmann. Auðvitað gæti ég minnst á nem- endur mína frá ýmsum árum. Það voru til dæmis Geirarnir í 6—B veturinn 1970—71, Haarde alþing- ismaður og Waage prestur í Reyk- holti. Geir Haarde var inspector scholae, alltaf mættur í tímum, allt- af í góðu skapi, tók stríðni vel og svaraði vel fyrir sig. Geir Waage var líka ágætur námsmaður, en svolítið óvenjulegur: Á sama tíma og obbinn af nemendum hafði eng- in samskipti við hárskera, var hann stuttklipptur með snyrtilegt yfir- skegg og harðkúluhatt. Það þurfti heldur betur kjark til þess ama. Síða hárið var furðu lífseigt. Veturinn 1978—79 sátu tveir fom- máladeildarmenn beint fyrir fram- an mig í 6. bekk B og þótti mér þeir vera loðinbarðalegir í meira lagi. Hafði ég um það mörg og stór orð og taldi bæði gamaldags og ljótt. Kom þar ræðu minni í eitt skiptið að ég skyldi borga fyrir þá klippingu. Ekki voru undirtektir miklar. Svo kom að því einn daginn að ég tilkynnti að nú væri ég á leið til hárskera og að þeir skyldu koma með mér. Annar tók mig á orðinu, hinn ekki, og auðvitað stóð ég við loforðið. En ég man að stráksi vildi láta taka svo mikið af hárinu, að ég var farinn að tvístíga og spurði ítrekað hvort ekki væri nóg klippt. — Mér er sagt að þú eigir til að vera nokkuð ör... — Ég man eftir skondnu tilviki sem gæti verið til marks um það. Einhverntíma var ég á leið heim í mat, kom gangandi settlega niður stigann frá skrifstofunni uppi á þriðju hæð og sá þá pilt vafrandi á ganginum. Ég þekkti kauða, hann hafði fallið á millibekkjarprófi vorið áður og sat aftur í bekk. Ég varð þetta litla reiður, rauk á piltinn og spurði hvern fjandann hann væri að þvælast úti á gangi þegar hann ætti að vera í tíma. Svo þreif ég í öxlina á honum, opnaði dymar, ýtti honum inn og hrópaði til kennarans að þessi mað- ur ætti að sitja í öllum tímum. Svo lokaði ég dyrunum og gekk til míns heima, móður mjög. Þegar ég kom aftur skólann eft- ir matinn voru menn nokkuð kank- vísir á svipinn. Þá kom í ljós að kennarinn hafði verið nýbúinn að fleygja pilti út fýrir að trufla kennslu og því hafði það sögulega atvik gerst, að manni var fleygt út og inn í sama tímanum. AMERISK RUM VELDU AÐEINS ÞAÐ BESTA MEST SELDU RÚMDÝNURNAR í U.S.A. Marco, Opið laugardag frá kl. 10-16 og sunnudag frá kl. 13-16 húsgagnaverslun Langholtsvegi 111. Sími 680 690 SVEFNSOFAR ■ NICE Stærð: 175x100 x 80 Útdreginn: 130 x 195 Verð: 57.500 kr. GOÐANDAG -eftirgóða nótt ■ REBECCA Stærð: 136x90x73 Útdreginn: 130 x 200 Verö: 37.500 kr. PAULINE Stærð: 165 x 80 x 86 Útdreginn: 120 x 195 Verð: 51.500 kr. Fallegu svefnsófarnir og svefnstól- arnir frá Lystadún - Snælandi eru góðir daga sem nætur. Þeir eru 4 sannkölluð híbýlaprýði og þægi- legir að sofa á. Hönnunin er glæsi- leg og fjölbreytt, form og litir marg- víslegir. Stærðirnar eru mismunandi svo auðvelt er að fá sófa eða stól sem hentar vel í allar stærðir herbergja. Svefnsófi frá Lystadún - Snælandi er tilvalinn í gestaher- bergið eða sjónvarpskrókinn og unglingarnir kunna vel að meta ggiNA þægindin að því að hafa bæði rúm og sófa til umráða. Og til að lífga upp á tilveruna enn frekar er til mikið úrval af púðum í fallegum litum. Svefnsófi frá Lystadún - Snælandi tryggir þér góðan dag eftir góða nótt. ■JOSEPHINE Stærð: 130 x 80 x 86 Útdreginn: 130 x 190 Verð: 32.500 kr. Stærð: 157x70x70 Útdreginn: 135 x 190 Verð: 34.000 kr. ■ SESAM Stærð: 145 x 85 x 70 Útdreginn: 140 x 190 Verð: 56.000 kr. ellfli •ess LYSTADÚN-SNÆLAND hf REBECCA-svefnstóll Stærð: 71x90x73 Útdreglnn: 65 x 200 Verð: 23.000 kr. Skútuvogi 11 124 Reykjavík • Sími 814655 / 685588 Sendum í póstkröfu um land allt ’ OnMf; '4 r I() ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.