Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B
280. tbl. 80. árg.
SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
MYVATNIVETRARSKR UÐA
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
Stjórnarskrár-
breytingu hafnað
RÚSSNESKA fulltrúaþingið felldi í
gær, laugardag, tillögu um breytingu
á stjórnarskránni sem hefði skert völd
Borís Jeltsíns Rússlandsforseta veru-
lega. Til að tillagan næði fram að ganga
þurftu að minnsta kosti 694 þingmenn
af 1.040 að gjalda henni jákvæði sitt
en hún fékk aðeins 609 atkvæði, að
sögn fréttastofunnar Itar-Tass.
Hraðakstur á
innkaupakerru
UNGUR maður frá Fakse í Danmörku
varð nýlega fyrstur Dana til að vera
kærður fyrir gáleysislegan akstur á
innkaupakerru í
stórmarkaði.
Maðurinn mun
hafa verið hald-
inn mikilli
streitu þegar
hann ók inn-
kaupakerrunni
á ofsahraða á
sjötuga konu
sem var að beygja sig eftir vöru á einni
hillunni. Konan féll á gólfið og meidd-
ist ekki en kærði hraðaksturinn til lög-
reglunnar. Þar sem umferðarlögin ná
ekki til aksturs á innkaupakerrum í
stórmörkuðum verður maðurinn sóttur
til saka fyrir líkamsárás og fær að öll-
um líkindum mildan dóm, að sögn
danska dagblaðsins Politiken.
Umdeild herferð
gegn þungunum
í BANDARÍKJUNUM hafa menn mikl-
ar áhyggjur af því að æ fleiri stúlkur
á táningsaldri verða þungaðar og yfír-
völd í Baltimore
hafa nú gripið
til þess ráðs að
bjóða ungum
stúlkum ókeypis
getnaðarvörn.
Þessi ákvörðun
á örugglega eft-
ir að valda mikl-
um deilum, einkum vegna þess að að-
ferðin við þungunarvörnina er mjög
umdeild. Hún felst í þvi að sex hylkjum
með gervihormón, sem kemur í veg
fyrir egglos, er komið fyrir undir hör-
undinu á upphandlegg stúlknanna.
Þessi aðgerð tekur um tíu mínútur og
skipta þarf um hylki á fimm ára fresti.
Þeir sem hafa gagnrýnt þessa aðferð
segja að hún valdi tíðum og óregluleg-
um klæðaföllum, auk þess sem hún
veiti enga vörn gegn alnæmi.
„ Atkvæðagreiðsla aldar-
innar“ í Sviss um EES
Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
FYRSTU spár um úrslit „atkvæðagreiðslu aldarinnar“, eins og þjóðaratkvæðagreiðsl-
an um aðild Sviss að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hefur verið kölluð, munu liggja
fyrir í dag, sunnudag, klukkan þijú - eða klukkan tvö að íslenskum tíma. Úrslitin
eru tvísýn. Andstæðingar aðildar höfðu lengi vel betur en stuðningsmenn eru taldir
hafa unnið á undanfarna daga. Endanleg niðurstaða kosninganna mun liggja fyrir
um kvöldmatarleytið.
Baráttan hefur verið geysihörð. Stuðn-
ingsmenn segja velferð Sviss í húfi en and-
stæðingar telja þjóðina geta spjarað sig
þótt hún standi utan við sameiginlegan
markað Evrópuríkja. Stórum atvinnurek-
endum er mjög í mun að Sviss verði með
í EES og margir hafa skrifað starfsmönnum
sínum bréf og skorað á þá að kjósa „Já“.
Fyrir helgina kom í ljós að póst- og síma-
stofnunin er í þessum hópi. Yfirmenn ríkis-
stofnunarinnar sendu öllum starfsmönnum
bréf og minntu á að utanríkisviðskipti Sviss
hefðu bein áhrif á rekstur hennar. Það
væri henni því til góðs ef þjóðin samþykkti
aðild að EES. Það tíðkast ekki að ríkisstofn-
anir blandi sér í þjóðaratkvæðagreiðslur.
Athæfi yfirmanna póst- og símastofnunar-
innar hefur mælst illa fyrir og kann að
hafa öfug áhrif en ætlast var til. Svisslend-
ingar vilja ekki láta segja sér fyrir verkum.
Efnahagsástandið í landinu er svartara
en oft áður. 120.000 manns, eða 3,9% þjóð-
arinnar, eru atvinnulausir og hallinn á §'ár-
lögum er yfir 3 milljarðar svissneskra franka
(129 milljarðar ÍSK). Andstæðingar EES
óttast að skattar hækki, fjöldi atvinnulausra
aukist og laun lækki ef útlendingar frá
öðrum EES-ríkjum, þar sem atvinnuleysi
er mun hærra en í Sviss, fá að keppa við
Svisslendinga um störfin í landinu. Fjár-
málaráðherrann lýsti því loks yfir á fámenn-
um fundi í fjalladal nokkrum dögum fyrir
kosningar að efnahagslíf þjóðarinnar myndi
njóta góðs af EES. Hann hafði haft svo
hljótt um sig í kosningabaráttunni fram að
því að talið var víst að hann væri á móti
EES þótt ríkisstjómin sem heild styddi aðild.
Svisslendingar eru næst stærsti við-
skiptavinur Evrópubandalagsins (EB) á eft-
ir Bandaríkjamönnum og á undan Japan.
Aðildarríki EES munu varla útiloka slíkan
viðskiptavin þótt hann samþykki ekki fjöl-
þjóðasamning þeirra, En reyndir samninga-
menn Svisslendinga munu örugglega öðlast
enn meiri reynslu ef þjóðin kýs að standa
utan við EES.
Sjá „Aldagömul sérstaða ...“ á bls. 4.
1
Hvernig
er tekið á
afbrotum
unglinga
sem eru
ósakhæfir
vegna ald-
urs
STIKKFRI
ÚTLENDINGAHATUR í EVRÓPU
NORDURLÖND
ERII OKKAR
UPPÁHALD
14
Morgunblaðið
kannar rjúpnalöndin
en sér engan fugl!
EIIM
ER UPP TIL
32 FJALLA
LIFANDI
HLJÓÐFÆRI