Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1992 42 KÖRFUKNATTLE1KUR Stelpumar ættu aðhafa þetta án mín - segir Anna María Sveinsdóttir, fyr- irliði ÍBK, sem leggurskóna á hilluna og fer í barnseignarfrí ANNA MARÍA Sveinsdóttir körfuknattleikskonan kunna úr Keflavík hefur nú leikið sinn síð- asta leik með ÍBK að sinni. Síð- asti leikur Önnu Maríu var gegn ÍR f Seljaskóla á mánudaginn og lauk honum með öruggum sigri Keflavíkurstúlkna sem þar unnu níunda sigur sinn í röð og skor- aði Anna María 11 stig í leikn- um. Anna María verður nú að segja skilið við körfuknattleikinn um sinn þar sem hún er ófrísk, raunar komin tæpa 5 mánuði á leið og sagðist hún í samtali við Morgunblaðið vænta sín í apríl. ^^æplega efast nokkur um sem til I þekkir, að Anna María hafi verið jafnbesti leikmaður ÍBK-liðsins ■■■■ þau ár sem hún hefur Bjöm leikið með liðinu og Blöndal að hún hafi átt einn skrifanfrá mestan þátt í vel- Kellavik ' gengni þess. ÍBK-lið- ið hefur nú hampað íslandsmeistar- atitlinum 4 sinnum á 5 árum auk þess sem liðið hefur þrívegis á sama tíma orðið bikarmeistari og enn er ekkert lát á velgengni ÍBK-liðsins sem ekki hefur tapað leik það sem af er keppnistímabilinu. Sem dæmi um styrk Onnu Maríu, þá er hún auk þess að vera stigahæst frá upphafi, með flesta meistaraflokksleiki, bestu vítanýtinguna og flesta landsleikina. En alls á Anna María að baki um 180 meistaraflokksleiki með ÍBK og í þeim hefur hún skorað um 2.900 stig. Fædd og uppalin í Keflavík Anna María er fædd og uppalin í Keflavík og sagði hún að áhugi sinn hefði fljótlega beinst að íþróttum. Anna María er yngst þriggja systra og sú eina sem hefur lagt íþróttimar fyrir sig með keppni í huga. „Ætli ég hafi ekki byijað að iðka íþróttir þegar ég var 11 eða 12 ára og hafði getu til. Fyrstu árin lék ég fótbolta og handbolta auk körfuboltans en síðustu 3 árin hef ég einbeitt mér eingöngu að körfuboltanum. Ég man að ég lék minh fyrsta meistaraflokks- leik fyrir ÍBK árið 1984 þegar ég var 15 ára og var þetta í fyrsta sinn sem ÍBK sendi lið í keppni í meistara- flokki kvenna. Leikið var í 2. deild og mótheijar okkar voru stúlkumar úr Menntaskólanum á Egilsstöðum, sem við unnum. Okkur gekk vel þennan vetur og náðum að vinna okkur upp í 1. deild þar sem við höfum verið síðan.“ Arið 1988 var Anna María mikið í sviðsljósinu, því það ár unnu ÍBK- stúlkumar íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn og þær létu ekki þar við sitja því þær urðu einnig bikarmeist- arar. Anna María skoraði flest stig allra í 1. deild þennan vetur og hún var kjörin besti leikmaður deildarinn- ar af leikmönnum sjálfum. Þá var hún einnig kjörin íþróttamaður Keflavíkur þetta ár fyrir sinn þátt í velgengni liðsins. Hún kvaðst muna sérstaklega vel eftir síðasta leiknum í mótinu þetta ár. „Þetta var leikur gegn ÍR í Seljaskóla og hreinn úr- slitaleikur um hvort liðið hreppti ís- landsmeistaratitilinn. Þetta var 'hörku leikur sem endaði með sigri okkar og það var ákaflega ánægjuleg tilfinning þegar dómarinn flautaði til leiksloka og ljóst var að við höfðum unnið meistaratitilinn í fyrsta sinn. Það fór því vel á því að síðasti leikur minn að sinni fyrir ÍBK var gegn sama liði á sama stað og ekki spillti það fyrir að sigur vannst í leiknum." Anna María hefur leikið 25 landsleiki. Hvemig finnst henni að kvennakörfuboltinn á íslandi standi í dag? „Við höfum ekki sótt gull í greipar stærri þjóða og oftast tapað leikjum okkar gegn þeim með mikl- um mun. En aftur á móti hefur okk- ur gengið vel þegar við höfum leikið gegn smærri þjóðum og get ég í um þeim leikjum sem hún fengi tæki- færi til. „Mín reynsla er sú, að það er miklu erfíðara að sitja á bekknum en að taka þátt í sjálfum leiknum og því á ég eftir að finna fyrir.“ En skyldi ekki verða erfitt að fylla skarð Önnu Maríu í ÍBK-liðinu? „Við höfum verið með áberandi besta liðið í vetur og ég hugsa að stelpumar ættu nú að hafa þetta af án mín og ég tala nú ekki um þegar að Björg Haf- steinsdóttir kemur aftur [frá KR]. Flestar stelpumar í liðinu eru þó frekar smávaxnar og því gæti orðið erfitt fyrir þær að ná fráköstum. En á móti því vegur að góð breidd er í liðinu og stelpurnar geta allar skor- að.“ Anna Marfa Sveinsdóttir við vinnu sína í bókasafni Holtaskóla í Keflavík. Morgunblaðið/Björn því sambandi bent á smáþjóðaleik- ana. Þar hefur okkur gengið vel og á tveimur smáþjóðaleikum þar sem við vomm meðal keppenda unnum við til silfur- og bronsverðlauna. Það hafa verið miklar framfarir hér á landi í kvennaboltanum á síðust ámm og við eigum áreiðanlega eftir að bæta árangur okkar á erlendum vett- vangi.“ Ætlar að koma aftur á næsta keppnistímabili Anna María er stigahæst körfuboltakvenna hér á landi frá upphafi. Hér skýtur hún að körfu Haukastúlkna í bikarúrslitaleiknum 1990. Anna María sagði að þó svo að hún leggði skóna á hilluna nú um stundarsakir þá væri hún staðráðin í að hefja keppni aftur næsta haust og hún myndi verða með liðinu í öll- Tók tvö ævintýraleg skot og fékk bfl í verðlaun Af öllum þeim skotum á körf- una sem Anna María hefur tekið um dagana segir hún skotin tvö í Keflavík árið 1988 eftir- minnilegust þegar hún hitti tví- vegis í körfuna frá miðlínu vallar- ins — og fékk bíl í verðlaun. í urslitakeppninni þetta ár gekkst KKÍ fyrir keppni meðal áhorfenda um að sá sem hitti tvisvar í körfuna í þremur tilraun- um frá miðju fengi bíl í verðlaun. í hálfleik voru dregin út númer á seldum miðum og viðkomandi áhorfendum gefinn kostur á að vinna sér inn bíl með þvt að hitta í körfuna. í úrslitakeppninni höfðu nokkrir fengið að reyna sig og af tilburðum þeirra virtist þetta vonlaust verk. En þá var miðanúmer Önnu Maríu dregið út og henni tókst það sem virtist ómögulegt. „Það var búið að draga út annað númer en sá sem átti það gaf sig ekki fram og því var dregið aftur og þá kom mitt númer upp. Ég man að hugsunin hjá mér snerist um hvemig ég ætti að drífa á körfuna og tók því hálfgert handboltaskot. Skot- ið heppnaðist, boltinn small í körf- una og ég reyndi því að leika þetta eftir aftur og það heppnað- íst. Ég verð nú að játa að þetta eru og verða eftirminnilegustu körfumar sem ég hef sett.“ Því má bæta við að Laszlo Nemeth sem þá þjálfaði KR-inga sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrir úr- slitaleikinn gegn ÍBK að hann þakkaði sínu sæla fyrir að Anna María væri ekki í karlaliði ÍBK. Ívíking til ír- lands, en heim eftir einn leik ÁRIÐ1990 skipuðust málin þannig að Önnu Maríu var boðið að leika með frska liðinu Brunell frá Cork, og hún sló til. Anna María segir: „Þannig var að ungverski þjálfarinn Laszlo Nemeth sem hafði þjálfað KR og íslenska landsliðið þekkti eitt- hvað til hjá þessu liði og það var fyrir hans milligöngu að mér var boðið að koma út og leika með því. Ég var auðvitað spennt að reyna eitthvað nýtt og fór út með því hugarfari að verða betri leikmaður. En ég varð fyrir miklum vonbrigðum því að þetta var ekki í neinni lík- ingu við það sem ég hafði ímyndað mér. Liðið hafði náð að vinna sig upp úr 2. deild árið áður og mér fannst vanta allan metnað í leik- menn þess og stjómendur. Það var til dæmis aðeins æft tvisvar í viku á meðan hin liðin æfðu fjórum til fimm sinnum í viku. Það fór því svo að ég lék aðeins einn leik með Brunell. Við lékum gegn besta liði deildarinnar og máttum sætta okkur við að tapa leiknum með 40 stiga mun. Mér gekk vel í þessum eina leik, var stigahæst með 15 stig - en þetta átti einfaldlega ekki við mig og ég er sannfærð um að Kefla- víkurliðið myndi sigra þetta lið í dag.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.