Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1992
Gárur
ejtir Elínu Pálmadóttur
Sigga 1 Undralandi
Lísa í Undralandi
stækkaði 'og
minnkaði og passaði
skyndilega ekki inn í
umhverfið. Komst þar
ekki fyrir eða þá náði
ekki upp á nægta-
borðið. Vissi aldrei
hvaðan á sig stóð
veðrið. Þannig fer fyr-
ir mörgum íslenskum
Siggum hvernig sem
þær rembast við að
gera samviskusam-
lega allt sem lögin
heimta og samfélagið
ætlast til. Þær reglur
eru þvílík krossgáta
með óvæntum breyt-
ingum og uppákom-
um, svo að mörgum
íslenskum þegni líður
eins og Lísu. Er alltaf
að reyna að fá sér
sopa til að minnka eða að stækka,
en passar samt alltaf jafnilla í
þetta Undraland. Tökum dæmi:
Ung kona með þijú böm býr
uppi á Kjalarnesi, þar sem böm
hennar ganga í skóla. Til að geta
sinnt þeim stundar hún vinnu
sína heima. Tekur að sér bókhald
og skattauppgjör fyrir nokkur
fyrirtæki og einstaklinga. Hefur
komið sér þannig fyrir með tölvu
og bókhaldsform, prentara, fax-
tæki og allt sem til þarf og gerir
þetta fært. Hún sækir eða fær
til sín gagnapakkana af höfuð-
borgarsvæðinu. En hún hefur
líka bókhald fyrir landsbyggðar-
fólk, svo sem á ísafirði og Vest-
mannaeyjum, og sækir þá skjala-
pakkana á flugvöllinn. Faxtækið
er til þæginda. Hægt að fá án
tafar faxað til sín fylgiskjal sem
kann að vanta. Og eins geta við-
skiptavinir fengið faxað plagg
sem þeir þurfa. Þetta er semsagt
flink kona, sem kann að vinna
og er fær í sínu fagi. Við þetta
er hún í hálfs dags starfi meðan
bömin eru í skólanum. Manni
finnst nú kannski að þetta sé
óskafyrirkomulag — og samfé-
laginu þóknanlegt.'
Að sjálfsögðu greiðir slík kona
sína skatta, er mjög nákvæm í
framtali sínu. Skatturinn er nærri
40% og hún hefur vitanlega per-
sónuafslátt sem aðrir. Ofan á það
er henni svo gert með lögum að
greiða 6,2% í tryggingagjald. Þar
sem hún reiknar sér hálfa vinnu
greiðir hún nær 5 þúsund krónur
á mánuði í þetta tryggingagjald
eða nálægt 60 þúsund krónum á
ári. Væri það heilsdagsstarf
mundi hún greiða helmingi
meira. Þetta gjald rennur m.a. í
atvinnuleysistryggingasjóð. Nú
era samdráttartímar, sem koma
víða niður. Ef þessi kona missir
atvinnuna þá á hún samt ekki
rétt á neinum atvinnuleysisbót-
um. Þótt hún hafi árlega greitt
í atvinnuleysistryggingasjóð fær
hún ekkert úr honum. Hún stend-
ur bara uppi án nokkurs.
Ef þessi kona hefði fólk í vinnu
mundi það fá atvinnuleysisbætur.
Með einni lagabreytingunni í árs-
byijun 1991 var sett á trygginga-
gjald í stað launaskattsins, sem
var mun lægri. Hvað ætli þessi
62 þingmenn hafi verið að að
hugsa? Er svona starfsemi óæski-
leg? Og þá hvernig? Vont að fólk
skapi sér vinnu heima og geti
haldið fyrir börn sín heimili sem
ekki er tómt á daginn? Vont að
fólk nýti sér nútímatækni til að
vinna á eigin vegum úti á landi
og fjarri stærri vinnustöðum í
þéttbýli? Með framtaki og kunn-
áttu er slíkt orðið hægt. Þá kem-
ur löggjafinn og vinnur gegn
þessu. Svona fólk hefur ekki rétt-
indi ef vinnan dregst saman eða
leggst af, þó því sé gert að
tryggja sig gegn slíku. Að auki
er svona einyrkjum gert að greiða
skatt af ákveðnum viðmiðunar-
Iaunum þó svo að vinnan slakni
einhvem mánuðinn og tekjumar
minnki. Von að fólk hugsi sig
um tvisvar áður en það tekur
svona áhættu.
Að vísu em þeir til sem vísvit-
andi kjósa að taka áhættuna og
greiða engar tryggingar. En það
er allt annar handleggur. Blaða-
mannafélagið hefur t.d. varað þá
félaga sína við sem ráðið hafa
sig sem lausamenn eða verktaka
hjá atvinnurekanda, sem vill
borga eitthvað hærri laun og
losna við að greiða launatengd
gjöld fyrir hann. Reiknast því til
að maður þurfí að hafa 40%
hærri laun til að vega á móti
réttindunum. Sama mun hafa
tíðkast víða í hárgreiðslunni, þar
sem fólk hefur leigt sér stól á
stofu og orðið þannig verktakar.
í veikindum eða við samdrátt
stendur þetta fólk uppi allslaust.
Má segja að það geti sjálfu sér
um kennt. En löggjafínn og ríkis-
valdið hefur tekið hinn í spenni-
treyju, látið hann greiða trygg-
ingu án réttinda. Þrengt að hon-
um eða ekki gert honum fært
að ná upp á matarborðið, eins
og henni Lísu í Undralandinu.
Og þeir geta enga björg sér veitt
fremur en hún Lísa. Þetta er lög-
fest misrétti.
Þetta er tilsvarandi af löggjaf-
anum eins og meðferðin á líf-
eyrisþeganum, sem gert er að
greiða í lífeyrissjóði í áratugi og
fær ekkert út úr því umfram þá
sem ekkert hafa greitt. Ég hefí
verið að velta fyrir mér af hveiju
svona margt bara nokkuð skyn-
samt fólk setur svona í lög.
Lærður erlendur stjórnspek-
ingur skrifaði að þing settu yfír-
höfuð lög með tvennum hætti.
Annaðhvort með því að horfa
fram með yfirsýn og reyna að
koma réttlátu skipulagi á fram-
tíðarsamfélagið. Hins vegar með
því að lifa í nú-inu og bregðast
við eftirá til að laga samfélagið
að því sem orðið er. Þeir smíði
jafnan lög til að láta undan há-
væmm þrýstingi aðgangsharðs
fólks á einhveiju takmörkuðu
sviði. Aðrir verða svo bara að
hafa það. Þannig verði þessi
óskapnaður til. Hvort ætli eigi
nú við hér? Ætli hafi bara vantað
leiðtoga með yfirsýn. Eða í áttina
við það sem Jónas frá Hriflu orð-
aði svo með sínum hætti: „Við
höfum nóg af fólki, okkur vantar
bara menn.“
Vilja endur-
skoða frumvarp
umjarðalög
STJÓRN Sambands ungra sjálf-
stæðismanna skorar á landbún-
aðarráðherra að endurskoða
fyrirliggjandi frumvarp tíl
breytinga á jarðalögum, segir í
ályktun frá Sambandi ungra
sjálfstæðismanna.
Ennfremur segir í ályktuninni:
„Hræðsla við fjárveitingar útlend-
inga má ekki leiða til þess að ís-
lendingum verði gert erfítt fyrir
að kaupa sér bújarðir. Skýtur
skökku við að sett séu skilyrði um
4 ára starfsreynslu við landbúnað
áður en jarðarkaup em heimiluð
eða að samþykki jarðarkaupa megi
binda þeim skilyrðum að kaupand-
inn búi í 5 ár á eigninni eða í
næsta nágrenni.
Lagaákvæði sem þessi bitna
hvað harðast á bændum þar sem
þeim er gert erfíðara en ella að
selja eignir sínar og einnig á ungu
fólki sem áhuga hefur á að hefja
búskap. Bent skal á að ef vilji
stendur til þess að selja „girðing-
ar“ á þessu sviði em nú þegar
ýmis ákvæði í jarðalögum s.s. for-
kaupsréttur sveitarfélaga auk þess
sem selja má skilyrði um nýtingu
viðkomandi jarðar og forkaupsrétt
ríkisins.
(Fréttatilkynning)
ST. 20—35
VERÐFRÁKR.
1.590,-
ÞRJÁR GERÐIR
ST. 36-41
VERÐFRÁKR.
2.390,-
LITUR: SVART
ST.41-46
VERÐKR.
2.190,-
LITUR: SVART
PÓSTSENDUM
2
§
p ifrjpitfjl ¥
Metsölublað á hverjum degi!
5
OvenjuletSj^^
Lykill að
Hótel Örl
s P \ K I
ff §í # t § f »■
I V R I K
A 13 II Ó I I [ ö R ÍÝ
ilifi
n n R Ii Ji R G I N R . I
M ;?
HVKRAOKIini ■ SlMI: . FAX: S8.S477-
I bodi eru 4 misiiiiiiiandi lyklar:
INDAGS HELGAR
1 nótt (2 dagar) alla
daga vikunnar
Kr. 11.000,-
fyrir 2
2 nætur (3 dagar) f
miðri viku
Kr. 17.800,-
fyrir 2
/ss/y//
2 nætur (3 dagar)
föstud. til sunnud.
Kr. 21.800,-
fyrir 2
4 nætur (5 dagar) f
miðri viku
Kr. 29.800,-
fyrir 2
Innifalið ilyklum: Glsting, morgunverður af
hlaðborði og þrfréttaður veislukvöldverður, auk
aðgangs að öllum þægindum hótelsins svo sem
jarðgufubaði, útisundlaug, heitum pottum,
þrekæfingasal, tennisvelli,
nlu holu golfvelli o.fl.
Einnig stendur til boða ýmls
sérþjónusta, svo sem snyrti-
og hárgreiðslustofa,
nuddstofa, hestaleiga,
bilaleiga, stangveiði og
margt fleira.
Gjafaiykiarnir gilda allt árið 1993)
Gjafalyklarnir eru til sölu í Jólagjafahúsi okkar í
Kringlunni eða í síma 98-34700 og þú færð
lykilinn sendan heim.
Sendum í póstkröfu - VISA-EURO raðgreiðslur.
HÓTEL ÖDK
HVERAGERÐI — SÍMI: 98-34700 — FAX 98-34775
Pvca.ik—rítt kanda.i( tt-iS (vælita j