Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1992 UTLENDINGAHATUR I EVROPU ERIIOKKAR UPPAHALD PdII Þórhallsson tók soman ÚTLENDINGAHATUR, kynþáttaofsóknir, nýnasismi — Evrópa á því herrans ári 1992. Sá staður í Evrópu er vandfundinn þar sem gamall draugnr hefur ekki gengið aftur. Hátt í tvö þúsund árás- ir hafa verið gerðar á útlendinga í Þýskalandi það sem af er árinu, á Spáni féil fyrsta fórnarlamb kynþáttahaturs í áraraðir. Jörg Haider stjórnmálaleiðtogi í Austurríki safnar undirskriftum gegn útlendingum; hann og Le Pen í Frakklandi eru taldir fulltrú- ar nýs nasisma, í þetta sinn með mannlegri ásjónu en fyrr. Graf- reitir gyðinga eru vanhelgaðir víða um meginlandið, jafnt í Sví- þjóð sem Strassborg. Dómsmálaráðherra Italíu segist sjá gamal- kunnugt mynstur í ofbeldisverkunum, árásunum sé stýrt frá Þýskalandi en öryggislögreglan þar í landi er á öðru máli, hægri- öfgamenn séu það margklofnir. „Saman renna tveir hættulegir straumar: Hluti unga fólksins er ofbeldishneigðari en fyrr og hugmyndafræði nasista er ekki tabú Iengur,“ segir í leiðara Frankfurter Allgemeine Zeitung. NORDURLðND dómar í málum hægriöfgamanna hafa þótt vægir. í mörgum borgum og héruðum Þýskalands hafa útlendingar og aðr- ir minnihlutahópar fyllst angist og hætta sér vart út á götu. í samtali fréttaritara við formann útlending- aráðs Bonn-borgar dr. Chaabaanni, sagði hann að margir erlendir borg- arar keyptu sér nú hnífa og loftbyss- ur til sjálfsvarnar. íbúar flóttamannabúða í Þýska- landi skiptast nú á að standa vörð. Blaðamaður breska dagblaðsins The Daily Telegraph heimsótti um miðja viku Brodowin-flóttamannabúðirnar í austurhluta Þýskalands: Ali Sayid Tvær tyrkneskar stúlkur og amma þeirra brunnu inni í bænum Mölln i Slésvík-Holt- setalandi. Brennuvargarnir hafa játað glæpinn. Morðið hefur vakið Þjóðverja og raunar heimsbyggðina alla til umhugsunar um hvert þýskt samfélag stefni. Frá Bayreuth í Þýskalandi. Nýnasistar eða ráðvilltir unglingar? Götuskilti í Slóvakíu eru víða á tveimur tungumálum. Hér hef- ur verið strikað yfir ungverska heitið. Ungir ítalskir fasistar Iþetta sinn látum við ekki leiða okkur til slátrunar, við grípum til vopna og veitum mót- spyrnu," skrifaði þekktur blaðamaður af gyðingaætt- um, Ralph Giordano, í bréfi til Kohls kanslara. I síðustu viku fékk hann svar: nafnlaus bréfritari' sendi honum morðhótanir og tók fram að hann, Giordano yrði borinn til grafar í Auschwitz þar sem ,júðar eins og hann“ ættu heima. Hægriöfgamenn í Þýskalandi hika ekki lengur við að láta skoðanir sín- ar í ljósi í orði og verki. Síðustu þrjú árin hafa verið sagðir hlutir á opinberum vettvangi sem hefðu ver- ið óhugsandi fyrir nokkrum árum. Jafnt hárgreiðsludömur sem hátt- settir stjórnmálamenn virðast leyfa sér að tala í hatursfullum tóni um gyðinga, sígauna og útlendinga yfir- leitt. Krúnurakaðir ofbeldisseggir taka svo að sér að framkvæma það sem heiðvirðir góðborgarar hvöttu tiL A þessum þremur árum eru fórn- arlömb útlendingahaturs í Þýska- landi orðin þijátíu, þar af 17 á þessu ári. Hinir föllnu eru í flestum tilfell- um flóttamenn sem fengu pólitískt hæli í Þýskalandi en einnig sumir sem leyfðu sér að vera á annarri skoðun en nýnasistamir og loks nokkrir drykkjumenn og flækingar sem ekki féllu að hugmyndum um „hreint" Þýskaland. Minningar um nasistatímann kvikna. Ekki líður sá dagur í Þýskalandi að ekki séu gerðar árásir á flótta- mannahæli, að jafnaði eru þær fjór- ar til fimm á dag. Ofbeldisverk sem beinast gegn útlendingum eru talin hátt í tvö þúsund á þessu ári. íkveikj- ur og gijótkast teljast vart frétt- næmar lengur nema þegar einhver lætur lífið eins og tyrknesku fóm- arlömbin þijú í bænum Mölln fyrir hálfum mánuði. Geysifjölmennar mótmælagöngur hafa ekki megnað að laga ástandið. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa sofið á verðinum og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.