Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 48
lerii tíminleið niei jílipístin PÓSTUR OG SÍMI KJÖRBÓK Landsbanki íslands Banki allra landsmanna MORGUNBLAÐID, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Jólin nálgast Morgunblaðið/RAX Jólin nálgast og óþolinmæðin eykst hjá yngstu kynslóðinni. Jólasveinar eru komnir í allar helstu verzlanirnar og þeir vekja mikinn áhuga eins og vera ber. Jólaverzlunin er komin í fullan gang og margar búðir hafa opið í dag, sunnudag. Veittist að stúlku meðhnífi MAÐUR réðst að ungri stúlku í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins og veitti henni áverka méð hnífi. Stúlkan hlaut grunn sár á nokkrum stöðum lík- amans af völdum hnífsins og hlaut fleiri áverka í átökunum. Hún var flutt á slysadeild en er ekki alvarlega slösuð. Maðurinn réðst skyndilega á stúlkuna er hún var stödd á mótum Laugavegs og Klapparstígs. Hún þekkti hann ekki. Mikil leit fór fram að manninum með aðstoð stúlkunn- ar um nóttina en hún hefur ekki borið árangur. Stúlkan, sem er átján ára göm- ul, var að koma úr miðbænum um fjögurleytið aðfaranótt laugardags- ins, þegar maðurinn vatt sér að henni og veitti henni áverkana. Eftir því sem næst verður komist tókst stúlkunni að flýja undan manninum eftir átök á milli þeirra. Þaðan hélt hún á aðalstöð lögregl- unnar á Hverfísgötu og kærði árás- ina. Málið er komið til Rannsókn- arlögreglu ríkisins. Samkomulag í ríkissljórninni um ríkisfjármálin Minni niðurskurð- ur í félagsmálunum Vextir í húsnæðiskerfinu ekki hækkaðir í bráð RÍKISSTJÓRNIN náði á fundi sínum í gær samkomulagi um hvernig haga skyldi nýrri tekjuöflun ríkissjóðs og hvar skera skyldi niður ríkisútgjöld. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins verður skorið minna niður í malaflokkum félagsmálaráðu- neytisins en áformað hafði verið. Akveðið var að vextir í hús- næðiskerfinu myndu ekki verða hækkaðir í bráð. Þá verður skorið minna niður í landbúnaðarmálum en áformað hafði ver- ið. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að fullkomið samkomu- lag sé í ríkissijórninni. urstöðu ríkisstjórnarinnar hófust strax að loknum ríkisstjómarfund- inum í gær og var þeim ekki lokið er Morgunblaðið fór í prentun síð- degis. DAGAR TIL JÓLA Elliðaár 2,1% hækkun á veiðileyfum BORGARRÁÐ hefur samþykkt 2,1% hækkun á veiðileyfum í Ell- iðaám sumarið 1993. Verð á veiðileyfi árið 1993 verður 14.700 krónur en var 14.400 krónur sumarið 1992. í tillögu og greinargerð Raf- magnsveitu Reykjavíkur að leigu til Stangveiðifélags Reykjavíkur og verði veiðileyfa í Elliðaám, er lagt til að veiðileiga verði 6.160.000 milljónir árið 1993 og verð veiði- leyfa verði 14.700 krónur á dag fyrir hveija stöng. Leigan var 6.040.000 milljónir árið 1992 og hækkar samkvæmt því um 2% milli ára. Var fómarlamb aðstæðna Ríkisstjómin hugðist leggja fyr- ir Alþingi í gær þrjú tekjuöflunar- fmmvörp, sem samstaða var um á ríkisstjórnarfundinum. í fyrsta lagi verður flutt frumvarp um skattamál, en þar kemur m.a. fram að virðisaukaskattur verði lagður á húshitun um áramótin, afnota- gjöld sjónvarps og útvarps, blöð, tímarit og bækur um mitt ár og loks á ferðaþjónustu og hótelgist- ingu í árslok 1993. Þetta er breytt röð frá því sem áður var áformað, en til stóð að virðisaukaskattur kæmi einnig á afnotagjöld út- varþs- og sjónvarpsstöðva um ^ r^sstu áramót. öðra lagi verður flutt frum- varp um tekjustofna sveitarfélaga. í þriðja lagi verður flutt frumvarp, sem snertir ýmsa þætti í heilbrigð- ismálum. Ekki fékkst staðfest í gær hvort þar væri um að ræða ný þjónustugjöld í heilbrigðiskerf- inu. í niðurskurðartillögum þeim, sem ríkisstjómin varð sammála um, er gert ráð fyrir mestum nið- urskurði í heilbrigðis- og trygg- ingakerfínu. Hins vegar verður minna skorið niður en áformað var í landbúnaði og félagsmálum. Áður var rætt um að skera niður 250 milljónir í landbúnaðarmálum og 350 milljónir í málaflokkum félagsmálaráðuneytisins. . Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sagðist eftir ríkis- stjómarfundinn vera sæmilega sátt við niðurstöðu málsins miðað við aðstæður, þótt aldrei yrðu allir sáttir við aðgerðir af þessu tagi. Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði í samtali við blaða- menn eftir ríkisstjómarfundinn að fullkomin sátt væri í ríkisstjóm- inni. Hann sagði að ýmsu hefði verið breytt frá upphaflegum til- lögum, en vildi ekki tjá sig um það nánar. Þingflokksfundir Alþýðuflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins um nið- - segir annar hinna handteknu við Kringluna LOGREGLAN hefur staðfest að annar mannanna sem handteknir voru við Kringluna í gær hefur verið látinn laus og snertir rann- sókn málsins að engu leyti. Hann var fórnarlamb aðstæðna þegar félagi hans var handtekinn með sínum. „Eg vil aðeins að það komi fram að ég stend ekki í svona löguðu og vil gjaman að mannorð mitt verði hreinsað af slíkum ásökun- um,“ sagði Sigurður Ólafsson, en mynd af handtökunni birtist í Morgunblaðinu í gær. Sigurður sagðist hafa heimsótt kunningja sinn, þann er fíkniefnin fundust á, um hádegisbilið. Þeir hefðu ekið um bæinn sér til dægra- styttingar og hefði kunningi hans brugðið sér frá inn í nokkur hús en Sigurður verið eftir í bílnum. Því næst óku þeir að Kringlunni og fóru þar inn. „Ég stóð í þeirri meiningu að við værum að fara með gleraugu í viðgerð. Mér er sagt að hann 20 grömm af amfetamíni í fórum hafi hitt einhvern mann þar inni. Þegar við komum út bíður okkar lögregluhandtaka, óeinkennis- klæddir lögreglumenn með tal- stöðvar. Okkur er ýtt upp að bílnum og hendur settar aftur fyrir bak. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið og stóð þarna eins og glóp- ur, en eins og sést á myndinni í Morgunblaðinu, hafði hann vit á því að beygja sig niður og skýla sér, en ég stóð þarna eins og sauð- ur. Ég vil að það komi fram að heima hjá mér fundust hvorki fíkni- efni né vopn,“ sagði Sigurður. Hann sagði að hann hefði verið yfírheyrður af lögreglunni og saga hans hefði verið sannreynd á með- an hann beið á lögreglustöðinni. Sigurður Ólafsson. Síðan hefði lögreglan ekið með hann heim um nóttina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.