Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1992 Bjöm Daníel Hjart arson - Minning Fæddur 6. júní 1919 Dáinn 30. nóvember 1992 Einar Guðjóns son - Minning Fæddur 4. júní 1903 Dáinn 27. nóvember 1992 Mánudaginn 7. desember verður til moldar borinn tengdafaðir minn, Bjöm Daníel Hjartarson, til heimil- is á Hafnargötu 42, Keflavík, sem andaðist í Borgarspítalanum í Reykjavík 30. nóvember sl. eftir stutta sjúkdómslegu. Hann var einn af tíu systkinum, sonur heiðurshjónanna Ingunnar Ólafsdóttur og Hjartar Egilssonar frá Knarrarhöfn í Hvammssveit í * Dölum. Þar ólst hann upp hjá for- eldrum sínum til fullorðinsára og stundaði almenn sveitastörf og vegavinnu. Fór síðan suður til Reykjavíkur og hóf störf hjá enska hemum. Lengst starfaði hann sem sölumaður hjá Sig. Þ. Skjaldberg, eða um 30 ára skeið. 4. júlí 1941 kvæntist hann eigin- konu sinni, Vilborgu Vigfúsdóttur kennara frá Kvígsstöðum í Anda- kflshreppi í Borgarfirði, og eignuð- ust þau fimm böm. Þau eru: Auð- unn bókbindari, f. 1940; Ingunn Hjördís húsmóðir, f. 1942, gift Erlingi Kristjánssyni húsasmíða- meistara; Vigfús Grétar bakara- ■^rteistari, f. 1945, kvæntur Guð- rúnu Sigursteinsdóttur hjúkrunar- fræðingi; Gunnar Lúðvík skrifvéla- virki, f. 1947, og Guðlaug leiðbein- andi, f. 1950, gift undirrituðum. Vilborg lést árið 1978 og fluttist Bjöm fljótlega upp úr því til Guð- laugar dóttur sinnar. Arið 1980 kynntist ég Guðlaugu dóttur Daniels, sem þá var flutt til Hafnar í Hornafírði ásamt Daní- el föður sínum, og hófum við okk- ar búskap þar. Upp frá því dvaldi *Ðaníel á heimili okkar til dauða- dags. Daníel vann hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga við fisk- vinnslu og sfldarsöltun um tíu til tólf ára skeið. Hann var hörkudug- legur til vinnu og vel liðinn meðal samstarfsmanna sinna. Það var margt sem ég tók eftir í fari Daníels. Hann var mjög nægjusamur og nýtinn, öllu haldið til haga, en samt var hann mjög rausnarlegur ef hann vildi það við hafa og kom það vel fram ef gesti bar að garði, því hann vildi veita vel, sem sést best á því að þegar hann og Vilborg bjuggu í Dalshúsi í Reykjavík var mikill gestagangur þár og oft þröng á þingi, en alltaf var nóg pláss fyrir alla sem komu og hýstu þau margan unglinginn, sem stundaði skólanám í Reykja- vík. Daníel stundaði smá búskap með vinnu sinni í Reykjavík, enda dýravinur mikill. Daníel átti sínar erfiðu stundir í lífinu enda dulur að eðlisfari, en stutt var í húmorinn og gleðina. Okkur Daníel varð vel til vina og töluðum við oft mikið saman og komst ég þá að því að hann var trúaður maður og trúði því að til væri annað og meira líf. Að endingu vil ég þakka tengda- föður mínum samverustundimar Og allt sem hann var okkur hjónun- um og sonum okkar, og mun ég geyma minningu hans uns fundum okkar ber saman að nýju. Guð blessi minningu Daníels Hjartarsonar. Svavar Garðarsson. Á morgun, mánudaginn 7. des- ember, verður til moldar borinn frá Fossvogskirkju Bjöm Daníel Hjart- arson. Hann var fæddur að Víg- hólastöðum í Laxárdal, sonur hjón- anna Ingunnar Ólafsdóttur og Hjartar Egilssonar sem lengst af bjuggu í Knarrarhöfn í Hvamms- sveit. Þau eignuðust tíu böm og var Björn Daníel fimmti í röðinni. Daníel, eins og hann var venju- lega kallaður, kvæntist frænku minni Vilborgu Vigfúsdóttur frá Kvígsstöðum í Andakfl árið 1941. Leið ungu hjónanna lá eins og svo margra suður á mölina. Þar stofnuðu þau heimili á stríðsárun- um, bjuggu fyrst í leiguhúsnæði en festu síðan kaup á litlu húsi í Blesugróflnni. Dalshús heitir það og því fylgdi svolítill landskiki, nógu stór til að hafa nokkrar skepnur. Bæði vom þau dýravinir og hneigð fyrir búskap. Þegar hér var komið sögu hafði fjölskyldan stækkað, tvö elstu bömin fædd, Auðunn og Ingunn Hjördís, en Vigfús Grétar var á leiðinni. Seinna bættust Gunnar Lúðvík og Guðlaug í hópinn. í Dalshúsi bjuggu þau í nærri 18 ár, komu undir sig fótunum og eignuðust góða nágranna. Svo lá leiðin niður í bæ. Daníel vann í nær 30 ár hjá heildverslun Sig. Þ. Skjaldberg á Laugavegin- um. Hefur honum e.t.v. þótt langt að sækja vinnu innan úr Blesugróf. Þegar okkar vegir lágu saman bjó fjölskyldan í Skipholti 6. Þau hjónin tóku mig í fæði og húsnæði er ég hóf menntaskólanám í Reykjavík, 16 ára gömul. Ekki höfðu þau þó yfír sérlega miklu húsplássi að ráða, enda bömin öll heima nema Auðunn, sem hafði stofnað heimili, en Hinrik systur- sonur Daníels bjó einnig hjá þeim. Það sannaðist á þeim máltækið að þar sem hjartarúm er, þar er einn- ig húsrúm. Aldrei varð ég vör við þrengsli. Á heimilinu ríkti mikil glaðværð en einnig vinátta og gott samkomulag. Daníel og Bogga vom ákaflega gestrisin, enda mik- ið um gestakomur og oft gengu hjónin úr rúmi fyrir næturgestum. Það var ekki nein skýr verkaskipt- ing milli þeirra Boggu og Daníels. Hann gekk að heimilisverkum eftir þörfum, hvort sem það vora þvott- ar, matseld eða annað. Þau vora samtaka í að halda gott heimili þar sem öllum gat liðið vel. Þarna bjó ég næstu þijá vetur og átti mitt annað heimili þar síðan. Eins og gefur að skilja era margar góð- ar minningar frá menntaskóla- áranum og einhvern veginn finnst mér þær flestar tengjast á einn eða annan hátt fjölskyldunni í Skipholti 6. Það fæst seint fullþakkað sem gert er af góðum hug og sannri óeigingirni, og ég var lánsöm í meira lagi að fá að eyða ungl- ingsáranum á þessum stað. Og þó ég væri flutt frá þeim Boggu og Daníel gerðu þau það ekki enda- sleppt við mig. Þau tóku mig til sín rétt þegar stúdentsprófín vora að byija, þá nýkomna af sjúkra- húsi. Daníel gekk úr rúmi fyrir mér, Bogga hjúkraði og ég skreiddist í prófin eitfc af öðra uns öllum var lokið. Enda hefur mér alltaf fundist þau eiga meira í stúd- entsprófínu en ég sjálf. En nú er Daníel, þessi hrausti, glaðlyndi maður allur. Síðustu árin bjó hann hjá Guðlaugu dóttur sinni, Svavari tengdasyni og sonum þeirra, Frey og Daníel. Bogga lést árið 1978. Blessuð sé hennar minn- ing. Að heilsa og kveðja, það er lífs- ins saga. Og nú þegar kveðjustund- in rennur upp er mér efst í huga ákaflega mikið þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Daníel og hans góðu fjölskyldu. Öllum að- standendum votta ég innilega sam- úð og óska þess að Daníel eigi góða heimkomu. Ragnheiður Þorgrímsdóttir. Hann afi er dáinn. Okkur lang- ar að minnast hans í fáum orðum. Þær era margar góðar minning- arnar sem við eigum um afa. Hann kom ungur að aldri fyrst til Reykjavíkur, þá rétt um tví- tugt. Ætlunin var að læra jám- smíði og lauk .hann sveinsprófi í þeirri iðn 1925 frá Vélsmiðjunni Hamri. Það er ekki hægt að minnast afa án þess að minnast einnig hennar ömmu; Ingigerðar Egg- ertsdóttur, en hún lést 8. júní 1991. Afí og amma kynntust í Reykja- vík árið 1924 og áttu þau kynni eftir að endast ævilangt. Þremur áram seinna gengu þau í hjóna- band, nánar tiltekið þann 9. júlí 1927, og byijuðu búskap á Berg- þóragötunni. Fluttu afí og amma svo á Egilsgötu 16 árið 1935, þá með tvö börn og það þriðja á leið- inni. Þar bjuggu þau síðustu 55 árin og er það þaðan sem við systk- inin eigum svo margar góðar minningar. Við voram lánsöm að búa í nálægð við afa og ömmu og í mörg ár bjuggu þijár kynslóðir saman í húsinu. Þrátt fyrir að við flyttum um set upp í Hlíðar vora þær tíðar ferðimar á Egilsgötuna. Margt var nú brallað saman á Egilsgötunni enda húsið stórt svo og garðurinn sem var óspart notaður, svo ekki sé minnst á sandkassann sem afí smíðaði handa bamabörnunum. Afi og amma vora óþreytandi í því áð sinna okkur krökkunum, hvort sem það var að setja plástur á skrámur eða hugga ef eitthvað bjátaði á. Ekki má gleyma bíltúranum sem voru famir í bílnum hans afa, þá ekki síst upp í sumarbústað við Elliðavatn sem okkur þótti þá vera langt upp í sveit. Smurði amma oft nesti til fararinnar og svo var keyrt af stað. Löngu bfltúrarnir með afa og ömmu vora þó austur fyrir fjall; nánar tiltekið að Hvammi undir Eyjaíjöllum, þar sem afí hafði alist upp hjá fóstur- foreldram sínum þeim Magnúsi Sigurðssyni hreppstjóra og Þuríði Jónsdóttur ljósmóður. Þetta þóttu okkur miklar ævintýraferðir. Hjá afa og ömmu var gott að vera, oft var setið lengi inni í eld- húsi og spjallað um gamla tímann á meðan við krakkamir mauluðum kex og kringlur með mjólkinni og amma hellti uppá kaffí með gamla laginu. Bæði höfðu þau frá mörgu að segja frá sínum yngri áram þegar lífsbaráttan var oft hörð. Yfir bílskúrnum á Egilsgötunni hvíldi ákveðinn fevintýrablær í augum okkar krakkanna. Neðri skúrinn fullur af allskyns hlutum sem spennandi var að skoða og afi vildi ekki henda enda var hann af þeirri kynslóð sem vön var að nýta hlutina vel. Efri skúrinn var aftur á móti vinnuaðstaða afa eftir að hann lét af störfum. Þá var talað um að „fara út í bílskúr", en það þýddi að þá átti að fara að „bardúsa" eitthvað, búa eitthvað til. Til að spara nú ömmu sporin kom afi fyrir bjölluhnapp inni í eldhúsi og bjöllu úti í bílskúr svo að hægt væri að ná í afa t.d. í kaffi eða símann. Þótti okkur mikið til bjöll- unnar koma og fengum við oft að ýta á hnappinn. Nú eru jólin skammt undan og era nokkur ár síðan síðasta jóla- boðið var haldið hjá afa og ömmu, en þau vora fastur liður í tilver- unni og þeim gleymum við aldrei. Það er erfítt að sætta sig við það að sjá þau aldrei meir, en þannig er gangur lífsins; kynslóðir koma og fara og ný kynslóð tekur við. Við viljum þakka afa og ömmu fyrir samfylgdina. Hvíl í friði. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Sigþrúður, Einar, Rannveig og Ingigerður. Einar Guðjónsson járnsmíða- meistari var fæddur 4. júní 1903 að Vesturholtum undir Eyjafjöll- um. Foreldrar hans voru hjónin Rannveig Einarsdóttir og Guðjón Sigurðsson er þar bjuggu. Ónnur börn þeirra hjóna voru: Jón, Þórunn, Dýrfínna og Sigurð- ur, auk tveggja dætra er létust í frambemsku. Einar var yngstur þeirra systkina. Þegar Einar var nokkurra vikna gamall lést faðir hans. Rannveig brá þá búi og var Einar settur í fóstur hjá föðurbróð- ur sínum Magnúsi Sigurðssyni hreppstjóra og konu hans Þuríði Jónsdóttur ljósmóður í Hvammi undir Eyjaijöllum. Þar ólst Einar upp við mikið ástríki þeirra sæmd- arhjóna. Átján ára gamall fór Ein- ar til Vestmannaeyja og vann þar + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns og föður, GUÐNA DANÍELSSONAR, Melaheiði19, Kópavogi. Sérstakar þakkir til félaga úr söngfélaginu Drangey og Skagfirsku söngsveitinni. Svava Guðjónsdóttir, Björgvin Þór Guðnason og fjölskylda. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, - j ARNBJARGAR EINARSDÓTTUR fyrrverandi húsmóður, Lækjarhvoli, Fáskrúðsfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Uppsölum, Fá- skrúðsfirði, og sjúkrahúsinu í Neskaupstað svo og allra sem veittu henni aðstoð og umönnun í veikindum hennar. Fyrir hönd annarra aðstandenda. Ólafur Þórlindsson. Amerísku sófarúmin — komin aftur — Verð m/ dýnu kr.36.400,- afbverð. Marco húsgagnaverslun Langholtsvegi 111, sími 680 690 Opið í dag frá kl. 13-16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.