Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1992 BÚSETI Hvaö er Búseti? Búseti er húsnæðissamvinnuféiag, stofnað 26. nóvember 1983. Félagið hefur það að markmiði sínu að byggja og reka íbúðir fyrir félagsmenn sína. Búsetar fá úthlutað íbúð eftir þeirri röð sem þeir ganga í félagið. Hægt er að skrá einstaklinga í félagið símleiðis. Inntökugjald er kr. 2.700.-, sem gildir jafnframt sem númeragjald það árið. Fyrsta sunnudag hvers mánaðar kemur auglýs- ing frá Búseta á fasteignasíðu Morgunblaðsins. Þar eru auglýstar nýjar og eldri íbúðir sem lausar eru til úthlutunar hverju sinni, og/eða aðrar upp- lýsingar sem koma þarf á framfæri við félags- menn. Takið eftir: Við erum flutt frá Laufásvegi 17 og komin vestur í bæ. Erum nú á Hávallagötu 24, á horni Hávallagötu og Hofsvallagötu, rétt fyrir neðan Landskots- spítala. Skrifstofa Búseta, Hávallagötu 24, er opin frá kl. 9 til 16. Sími 25788. LOKAÐ í HÁDEGINU. Símsvari eftir lokun. MUNIÐ NÚMERAGJÖLDIN (félagsgjöidin). GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA, VISA/EURO. Þú getur hringt inn greiðslukortsnúmer þitt og greitt þannig númeragjaldið. Aðeins skuldlausir félagsmenn geta sótt um íbúð. ENGAR ÍBÚfNR TIL ÚTHLUTUNAR í ÞESSUM MÁNUÐI. íbúðir verða næst auglýstar í Morgunblaðinu þann 3. janúar 1993. BÚSETI Hamragörðum, Hóvallagötu 24,101 Reykjovík, sími 25788. wosderbn Undrahaldarinn frá er kominn aftur Hvítur, svartur - A+B skálar lymFaíi Laugavegi 26, s. 13300 - Kringlunni 8-12, s. 33600. y LUNDÚNABRÉF Hörmungarfíklar og menningarkimar STRAX og stigið er fæti á enska grund, nánar tiltek- ið á flugvöllinn, rifjast upp að England er gamalt nýlenduveldi og fyrrum heimsveldi. Þeir sem sinna hreingerningum, skoða vegabréfin og skottast um í alls konar störfum virðast allir koma frá Indlandi og Pakistan. Sumir bera myndarlega vefjarhetti. Fyrstu áhrifín af Lundúnarheimsókn blasa við í neðanjarðarlestinni á leið frá flugvellinum og inn í bæ: Mikið er allt skítugt og niðurnítt. Ef augun eru spegill sálarinnar, þá er sjónvarps- skjárinn spegill þjóðarsálarinnar. Sjónvarpið gefur altént svipmynd af því hvernig tekið er á málum og hvað efst er á baugi í hugum fólks. Á morgnana er til dæmis umræðuþáttur, sem heitir Kilroy og er víðfrægur. Alla vega þekkti táningurinn í fjöl- skyldunni hann, því í enskutímum í haust voru þeim kynntir enskir fjölmiðlar og fengu þá að sjá tvo Kilroy-þætti. Annar fjallar um það uppátæki að stinga göt á skrokkinn á sér og setja hringi í. í þáttinn mætti fólk með hringi í eryum, nefí, tungu, tönnum og vörum, sem það sýndi og sagði frá. Einn var að eigin sögn með hring í pungnum, en lét sér nægja að segja frá honum. Hinn þátturinn fjallaði um hvort hægt væri að nauðga karlmönnum. Kvöld- ið fýrir þáttinn hafði manni verið nauðgað og stjórn- endur þáttarins voru ekki seinir á sér að ræða málið með tilheyrandi reynslusögum. Stjórnandinn fær hóp af fólki, tíu til fimmtán manns, til að mæta og ræða eitthvert efni, sem það hefur á einhvern hátt tengsl við. Þátturinn sem ég sá fjallaði um ástandið á Norður-írlandi, örugglega hvorki sá fyrsti né síðasti um það efni. Þarna sat kona, sem hafði misst son sinn í sprengjutilræði í Lundúnum. Önnur kona hafði lent í sprengjutil- ræði, þar sem maður hennar missti fæturna og fleiri viðstaddir höfðu fengið að kenna á hörmungunum á einn eða annan hátt. Svo voru þarna írar, sem búa í Englandi og finna fyrir tortryggni heimamanna í sinn garð vegna þjóðernis síns. Stjórnandinn sveif á milli gestanna og lagði fyrir þá beinskeyttar spurningar um lífsreynslu þeirra og pínu. Hann spurði konuna, sem misst hafði son sinn, hvernig það hefði verið að missa hann. Hún sagðist ekki geta haft um það orð. Hann var ekki ánægður með svarið og bað hana að lýsa því nánar. Hún endurtók að hún gæti ekki skýrt það betur, en hann lét sig ekki. Kona við hlið hennar spurði þá stjórnand- ann hvort hann skildi ekki að hún hefði misst son sinn. Þá loksins lét hann sig og varpaði sér á næsta mann. Og hvað gera áhorfendur? Þeir sitja og klökkna, svitna og fölna yfír lífsreynslu aðspurðra. Lífs- reynslu sem flestir hræðast, en vilja samt heyra um. Vissulega má segja að það sé gott að koma þessu á framfæri, að fólk geri sér grein fyrir harmi þeirra einstaklinga, sem búa að baki nafnlausra frétta um hrakningar og skelfíngu, eða að viðkvæm efni, sem legið hafa í láginni séu krufin til mergjar. En svo- kallaðir umræðuþættir af þessu tagi vekja samt alltaf upp í mér sjóðbullandi reiði, þegar ég sé stjóm- andann, sem nálgast fórnarlömbin tilfínningastýfður með glerkennt, kalt blik í augunum. Honum er al- veg sama um viðmælendur sína. Það eina sem hann sækist eftir eru krassandi frásagnir, sem koma gæsahúðinni út á áhorfendum. Ég verð ofsareið, því það hvarflar ekki eitt andar- tak að mér að þessari miðlun sé ætlað að varpa ljósi á nokkurn skapaðan hlut, til að upplýsa um vanda- málin, þó markmiðin séu kannski göfug í orði, né að hún sé hugsuð á forsendum þeirra sem Iáta til leiðast að segja frá. Hún er hugsuð út frá því sem stjómendur íjölmiðla vita, nefnilega að ekkert hittir fólk eins fyrir og að sjá og heyra fórnarlömb segja frá. Venjulegt fólk, sem hefur lent í einhveiju „frétt- næmu“. Og þeir vita að áhorfendur njóta þess á einhvern Ijúfsáran hátt að hrylla sig og setja sig í spor þess. Þarna sitja áhorfendur límdir við skjáinn, úthella tilfinningum sínum, reiðast, býsnast, hneykslast eða hvaða tilfinningar það nú eru, sem efnið vekur og átta sig ekki á að útspekúleraðir fjölmiðlamenn hafa þá að leiksoppi. Gerir úr þeim það sem kalla mætti „hörmungarfíklar". Áhorfendur verða fíknir í þessar sterku tilfínningar sem krassandi sjónvarps- efni vekur með þeim. Og þeir þurfa æ sterkari skammt til að „hrífast". Um leið verður öll umræða á öðrum forsendum en ofangreind samsuða hundleið- inleg, því fólk sækist ekki eftir upplýsingum, heldur tilfinningum. Vandamálin vekja ekki áhuga, ekki upplýsingar eða fræðsla varðandi þau, heldur tilfinn- ingarnar, sem þau vekja. Uppákomur eins og þessi, umræðuþáttur undir því yfirvarpi að verið sé að ræða málin, er ekkert sérenskt fyrirbæri. Þær eiga sér hliðstæður í flestum löndum í einni eða annarri mynd. Þegar gesturinn rífur augun frá sjónvarpsskjánum til að beija augum hið raunverulega líf á götum úti, koma aðrar hliðar þjóðlífsins í ljós. Reyndar má kannski deila um hvað af Lundúnum er einkenn- andi fyrir England og hvað er eingöngu dæmigert fýrir borgina. Það er með Lundúnir eins og aðrar höfuðborgir að borgin ber ekki síst svip af sjálfri sér. Þó Bretar hafí orð á sér fyrir fastheldni og íhaldssemi hafa þeir verið undarlega Iéttúðugir hvað varðar nýbyggingar í borginni. Þegar augunum er rennt yfír hana frá einhverri brúnni er auðvelt að skilja að Karl Bretaprins hafí ekki getað á sér setið að gefa nútímabyggingarlist smá ádrepu. Fínlegt 18. og 19. aldar yfirbragð borgarinnar hefur gjör- samlega verið kafsiglt af nýlegum og hrikalegum steypuklossum, sem ýmist teygja sig yfir stór flæmi eða hátt í loftið. En húsin eru aðeins skelin utan um stórborgarlíf- ið. Frá því að koma úr borg eins og Kaupmanna- höfn, sem virðist full af gömlu fólki, er hressilegt að ganga um miðborg Lundúna, ekki síst að kvöldi til að sjá allt þetta unga og glaðlega fólk. Sjá krakk- ana og unga fólkið ganga í fötum, sem eru öðru- vísi en eldra fólkið gengur í, heyra ávæning af tón- list þess, sjá flugsýn bækurnar, sem það les. Með öðrum orðum að fá nasasjón af ungmennamenning- unni, sem Lundúnir urðu frægar fyrir á sjöunda áratugnum, þegar táningar urðu allt í einu að sér- stökum þjóðfélagshóp með sinn eigin menningar- heijn. í borginni gefur að líta allt það nýjasta nýja, sem nútímamenning býður upp á, við hliðina á því gamla. Gamlar og nýjar bækur, gömul og ný listaverk áf öllu tagi. Þessi blanda gamals og nýs er ógnarsterk fyrir viðkvæmar sálir. Þeir eru margir menning- arkimarnir á stað eins og Lundúnum. Sigrún Davíðsdóttir Hlaut þýskan fræði- og vísindastyrk HALLDÓR E. Sigurbjörnsson, lögfræðingur, hlaut nýlega fræði- og vísindastyrk Max- Panck-stofnunarinnar fyrir er- lendan og alþjóðlegan einka- málarétt. Halldór E. Sigurbjörnsson, lög- fræðingur, hlaut nýlega fræði- og vísindastyrk Max-Planck-stofnun- arinnar fyrir erlendan og alþjóðleg- an einkamálarétt í Hamborg, Þýskalandi. Styrknum, sem m.a. felur í sér rannsóknaraðstöðu, skal varið til rannsókna á íslenskum og alþjóðlegum einkamálarétti. Halldór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1981, lagaprófi 1988 og meistara- prófi í samanburðarlögfræði (MCL) frá California W. School of Law, San Diego, Bandaríkjunum, 1992. Við sfðastnefndan skólann lagði hann stund á nám í saman- burðar-, hugverka- og megingrein- um alþjóðaréttar s.s. evrópuréttar. Nám og rannsóknir á sviði alþjóða einkamálaréttar stundaði hann þar undir handleiðslu Dr. Chims Kims, virts sérfræðings á sviði alþjóðlegs einkamálaréttar, einkum Áustur- landa. Halldór hefur m.a. unnið sem dómarafulltrúi sýslumanns Norð- ur-MúIasýslu, f.h. ýmissa lög- manna og verið við starfsnám hjá Department of the Alternate Public Defender, San Diego. Halldór er sonur Jónhildar Hall- dórsdóttur, forstöðumeinatæknis Halldór E. Sigurbjörnsson og er kvæntur Sigríði Láru Ás- bergsdóttur, sem lýkur BA-námi í alþjóða samskiptum frá San Diego- háskóla í desember nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.