Morgunblaðið - 06.12.1992, Side 41

Morgunblaðið - 06.12.1992, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1992 41 Stofnandi Habitat breytir um stefnu <Ucf>El œg árpænnœú: ao ffléten (IDipIk London. Reuter. TERENCE Conran, breski innanhúshönnuðurinn, sem stofnaði fyrirtækið Habitat, hefur lýst því yfir að hann hyggist breyta um áherslur. í stað þess að einbeita sér að fjöldaframleiðslu á hagstæðu verði, líkt og hingað tíl, ætlar hann framvegis að höfða til hinna efnameiri, með framleiðslu sinni. Conran kom Habitat á laggim- ar árið 1964 og nutu hús- gögn fyrirtækisins, sem byggðu á fum og hressilegum litum, auk borðbúnaðar, mikilla vinsælda meðal millistéttarfólks. Velgengn- in var gífurleg. Frá því að vera ein búð á Fulham Road í London varð Habitat að risavöxnu fyrir- tæki sem Conran gerði að almenn- ingshlutafélagi á níunda áratugn- um. Fyrirtækið keypti upp fjöl- mörg önnur fyrirtæki, s.s. Mot- hercare, Richards, Heals og Blaz- er, og árið 1985 sameinaðist loks Habitat smásölurisanum British Home Stores í fyrirtækið Storeho- use. Conran yfirgaf Storehouse árið 1990. Þá var efnahagskrepp- an farin að segja til sín í minni sölu og fyrirtækið átti erfitt með að standa undir kostnaðinum vegna útþenslu síðasta áratugar. Undanfarin ár hefur fyrirtækið verið rekið með tapi þrátt fyrir mikla hagræðingu í rekstri. Ný- lega keypti sænska fyrirtækið IKEA, sem fram að því hafði ver- ið einn helsti keppinautur Habitat, Habitat-keðjuna. Conran segir það hafa valdið sér miklum vonbrigðum, að sá draumur hans, að selja góð hús- gögn á góðu verði til fjöldans, hafi ekki rætst sem skyldi. Kennir hann „kanahópi frá Bloomingda- les“ um hvernig fór en það fyrir- tæki keypti hlut í Habitat í lok síðasta áratugar. „Þeir höguðu sér eins og þeir væru í'tískuiðnaði en ekki sölu húsbúnaðar," segir Conr- an. Habitat er nú undir franskri stjórn og segist hann vera ánægð- ur með að hinir mýju stjórnendur virðist ætla að fylgja hinum upp- haflegu markmiðum fyrirtækisins; góðar vörur á góðu verði. Segir hann það koma til greina að ráð- gjafar hans verði leitað varðandi reksturinn. Sjálfur rekur hann nú tvær búð- ir, í London og París, með rándýr- um húsbúnaði auk nokkurra há- gæða veitingastaða. Aform sín segir hann fremur hógvær, hann hafi hug á að opna nokkrar versl- anir til viðbótar hér og þar í Evr- ópu auk þess sem að á næsta ári mun hann opna að nýju hinn fræga veitingastað Quaglino’s í London. -------♦ ♦ 4-------- AKRANESKIRKJA Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 14 í dag, sunnu- dag. Vænst er þátttöku fermingar- barna og foreldra þeirra. Aðventu- kvöld í fjölbrautarskólanum kl. 20,30. ■ABSTFDMDBR UTFLUTNINGSRABS á Hótel Sögu, sal A þriðjudaginn 8. desember 1992 kl. 14:00 -17:00 Dagskrá fundarins: 13:45 Skráning 14:00 Samkeppnisaðstaða gjaldeyrisaflandi atvinnugreina, Sigurður B. Stefánsson hagfrœðingur, framkvœmdastjóri Verðbréfamarkaðs lslandsbanka. 14:30 Á að stofna fríverslunarsvæði á íslandi? Þröstur Ólafsson hagfrœðingur, aðstoðarmaður utanríkisráðherra. 15:00 Kaffi. 15:30 Aðgerðir Dana til að fá Bandaríkjamenn og Japani til að fjárfesta í Danmörku. J0rgen Tranberg, forstöðumaðurfjárfestingarskrifstofu danska utanríkisráðuneytisins. 16:00 Niðurstöður skoðanakönnunar um viðhorf Islendinga til gjaldeyrisaflandi atvinnugreina. Stefán Olafsson prófessor, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Islands. 16:30 Umræður. Aðgangur að fundinum er ókeypis, en óskað er eftir að þátttakendur tilkynni þátttöku til Útflutningsráðs í síma 688777. ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS /SLENSKT VE/TÁ GOTT Lágmúla 5, pústhólf 8796 1 28 Reykjavlk, sími 91 -688777 Samfelld dagskrá alla dagana Fáið upplýsing AV ar í síma 98-34700 HÓTEL ÖDK HVERAGERÐI — SIMI: 98-34700 — FAX 98-34775 Paradís — rctt handan aið hæðwa Helgina 1 2. til 1 3.desember. JONAS BRAGI JONASSON kennirSTEINT GLER. NámskeiSiS er opiS öllum VerS kr. 6000.- meS efni. My n d men n ta skól i verkstæði gallerí Listhúsi í Laugardal Engjateigi 17-19 Skrifstofan eropin má n . - fös. kl. 1 1 - 1 6 uppl.og innritun í síma 30840 Glæsilegir frottesloppar rjr\ • i í* • r\ •••!• Tilvalin jolagjol Náttföt og serkir í úrvali 5% staðgreiðsluafsláttur Póstsendum samdægurs tískuverslun Kringlunni, sími 33300. ÚLPUR GALLAR adidas MIKIÐ ÚRVAL FRÁBÆRT VERÐ CAP G.Á.PÉTURSSON HF. NÚTlÐINNl, FAXAFENl 14 SÍMI 68 55 80

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.