Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1992 10 Hvernig er tekið á afbrotum unglinga sem eru ósakhæfir vegna aldurs? Er bðrf fyrir unglinga- domstol eða næg- ir núgildandi skipan mála? eftir Guðna Einarsson TALSVERT fleiri ungmenni hafa komið við sögu inn- brota í Reykjavík það sem af er þessu ári en allt árið I fyrra. Kærum vegna búðahnupls ungmenna hef- ur einnig fjölgað undanfarin ár, aukin árvekni kaup- manna kann að skýra hluta þeirrar þróunar. Ungmenni eru ósakhæf til 15 ára aldurs og því „stikkfrí“ í dóms- kerfinu, barnaverndarnefndir hafa afskipti af málum þeirra til 16 ára aldurs. Afbrot þessa aldurs- hóps eru því tekin öðrum tökum en hinna eldri. Ýmsir, þeirra á meðal foreldrar afbrotaunglinga, telja þörf á unglingadómstóli sem hefði lögsögu í mál- efnum barna og unglinga. Aðrir álíta málin í góðum farvegi, einungis þurfi að efla þá starfsemi sem fyrir er með auknum fjármunum og fleiri úrræðum. Allir eru sammála um nauðsyn þess að tekið sé á æsku- glöpum og afbrotum unglinga þannig að afbrota- ferillinn taki skjótan enda - strax í upphafi. Hún er fjögurra barna móðir og nær ráðþrota. Eitt bam- ið, 14 ára drengur, á ti/eggja ára afbrotaferil að baki og fjölskyldan hefur gert allt sem í hennar valdi stendur. Þau eru ekki „vandamálafólk", hafa örugga atvinnu, búa í eigin húsnæði og engin vandræði með hin börnin. Afbrotalisti sonarins lengist sífellt, búðahnupl, ávisanafals og innbrot. Móðir drengsins telur brýnt að stofn- aður verði unglingadómstóll hér á landi. Hún segir slíka dómstóla til í mörgum löndum og hafi þeir víða reynst vel. Dómamir eru kveðnir upp svo fljótt sem auðið er og kveða á um „refsingar“ af ýmsu tagi. Þar má nefna samfélagsþjónustu, þátt- töku í viðgerðum eftir skemmdarverk eða að hinn brotlegi er dæmdur til að sækja ráðgjöf eða fara á upptöku- heimili. „Flestir foreldrar afbrota- unglinga gefast upp að lokum. Það er svo erfítt að standa í þessu. Hér er um líf og vejferð ungra einstakl- inga að tefla. Ég er orðin þreytt á baráttunni, en vil halda henni áfram þar til ég sé einhveija glætu,“ segir móðir afbrotaunglingsins. Eins og málum er háttað í dag hefur hún það ráð að fylgjast sífellt með drengnum, hvort sem hann er viðloðandi heimil- ið eða á unglingaheimili. „Þá er von um að maður geti gripið inn í ef eitt- hvað er í undirbúningi." Sumar þjóðir hafa mætt afbrotum unglinga með stofnun sérstakra unglingadómstóla. í Morgunblaðinu birtist hinn 12. 11. grein,. Afbrot unglinga, sem sagði frá ráðstöfunum sem gerðar voru í bæjarfélagi í Bandaríkjunum til að draga úr af- brotum unglinga. Á tíu árum tókst að fækka unglingaafbrotum niður í fímmtung þess sem þau voru í upp- hafi. Settur var á stofn unglingadóm- stóll sem fjallaði um mál afbrota- manna undir tvítugsaldri. Safnaði dómarinn um sig fjölda sérfræðinga, flestum úr hópi kennara. Dómarinn lagði áherslu á að taka á fyrsta broti af festu, því hann taldi það yfírleitt vera ákall eftir hjálp. Dómari þessi heldur því fram að flestum ungling- um megi hjálpa ef tekið er á málum nógu snemma. Gangur mála hér á landi Afbrot unglinga eru tekin sömu tökum og önnur afbrot að því er lýt- ur að rannsókn máls og uppljóstrun þess, að sögn Jóns Arnar Guðmunds- sonar hjá forvarnardeild Lögreglunn- ar í Reykjavík. „Þegar um búða- hnupl ungmenna er að ræða kemur lögreglan í verslunina, tekur skýrslu og fær nafn og heimilisfang þess brotlega. Haft er samband við for- eldrana, þetta er skráð sem lögreglu- mál, en engin frekari refsing fylgir. Þegar unglingurinn hefur náð 15 ára aldri fara afbrotin hugsanlega að hafa áhrif á dóma, ef afbrotaferlinum linnir ekki.“ Jón segir foreldra yfír- leitt vilja fá að vita af því ef börn þeirra eru staðin að hnupli. Sam- kvæmt barnavemdarlögum ber að tilkynna bamavemdarnefnd um yfír- heyrslu yfir bafni eða ungmenni und- ir 16 ára aldri. Fulltrúi barnarvemd- araðila á að vera viðstaddur yfir- heyrsluna til að gæta hagsmuna barnsins. Snjólaug Stefánsdóttir, yf- irmaður Unglingadeildar Félags- málastofnunar Reykjavíkur, segir að því miður hafí oft orðið misbrestur á að fulltrúar bamaverndaraðila væru við yfirheyrslur. í haust voru gerðar skipulagsbreytingar til að tryggja að ekki stæði upp á bama- verndaryfirvöld í Reykjavík að mæta. „Við höfum falið Utideild að sinna þessu verkefni, enda auðveldara fyr- ir starfsmenn hennar að mæta við yfirheyrslur með skömmum fyrir- vara, heldur en okkur sem erum meira og minna bókuð allan daginn. Ef um kynferðisafbrot eða vímuefna- mál er að ræða eru starfsmenn Ungl- ingadeildar viðstaddir yfirheyrsluna. Ég tel að viðvera okkar hafí verið til góðs fyrir framgang mála. Að yfirheyrslu lokinni reynum við að fylgja krökkunum heim og tala við foreldra þeirra.“ Lögreglan skráir öll afbrot og nýjar skýrslur eru bomar saman við afbrotaskrána. „Við athugum hvort unglingurinn hefur komið við sögu afbrota áður og þá hversu oft,“ seg- ir Jón Amar. Hann segir að stundum megi lesa á milli línanna að ungling- urinn sé að vekja á sér athygli og beinlínis kalla eftir hjálp. „Ég tel vel athugandi að fjölga þeim úrræðum sem barnavemdarnefndir gætu Iátið unglingana hlíta. Það þarf líka að grípa fyrr inn í málin.“ Skýrslur um mál unglinga undir 15 ára aldri eru sendar til barnaverndamefndar, frumrit af afbrotaskýrslu unglinga á 16. ári er sent til Ríkissaksóknara og afrit til bamaverndarnefndar. Grétar Sæmundsson rannsóknar- lögreglumaður, sem meðal annars fæst við rannsókn ávísanamála þar sem unglingar koma við sögu, telur þörf á að efla fræðslu í skólum í því skyni að forða börnum frá að leiðast út í afbrot. Hann telur að einelti geti rekið unglinga inn á ógæfu- brautir. Þannig hefjist oft vítahring- ur neikvæðra samskipta sem reynist erfitt að rjúfa. „Það þarf ekki mikið að gerast til að krakka sé útskúfað úr vinahópi. Það vill enginn þekkja þann sem misstígur sig. Við vitum að allir múkkarnir ráðast á þann vængbrotna. Þarna þarf að fræða unglingana um mikiivægi þess að félögunum sé fyrirgefið og að þeir fái að vera áfram í hópnum.“ Urræði barnaverndaraðila Unglingadeild Félagsmálastofn- unar fer yfír lögregluskýrslur sem henni berast og þegar um endurtekin brot er að ræða, eða brot þykja mjög alvarleg, er forráðamönnum ungl- ingsins skrifað bréf og þeir boðaðir í viðtal ásamt unglingnum.' „Við byij- um hugsanlega með minniháttar stuðning í samvinnu við skóla ungl- ingsins," segir Snjólaug Stefánsdótt- ir. „Ef það skilar ekki árangri er skipaður tilsjónarmaður, einhver full- orðinn sem hittir unglinginn tvisvar í viku og á að vera honum og fjöl- skyldunni til stuðnings. Tilsjónar- maðurinn reynir að gera eitthvað uppbyggilegt með unglingnum og kynna honum heilbrigða tómstunda- iðju. Þessir krakkar hafa oft fá og lítil áhugamál, eru komin í gengi þar sem andfélagsleg hegðun er mest áberandi. Þetta hefur oft skilað ágætis árangri. Unglingaathvörf eru notuð fyrir félagslega einangruð böm. í unglingaheimilinu í Efsta- sundi getur lögreglan vistað krakka í sólarhring og þar fer einnig fram fjögurra vikna rannsóknarvistun. Þá er reynt að rannsaka unglinginn og aðstæður hans í kjölinn. Ef aðstæður krefjast getum við sent unglinginn í 15 daga vistun í Efstasundi. Sumir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.