Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 30
æ MORGIJjsí?)uAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 199? jfrr;.- Hijia'M-SP jáí '.r .ff w)■ viv)r";4-J'r' 11.1 i-»t_rr ■■ >.!■ Ji’. i Dansað í háloftunum Þrjár Spitfire- vélar úr 111. flug- sveitinni á varðflugi við Dover. Dansað í háloftunum nefnast endurminningar Þorsteins E. Jónssonar flugmanns, sem Setberg gefur út. Þorsteinn ritar sögu sína sjálfur, en hún nær frá æskuárum og þar til hann hættir sem orustuflugmaður í Konunglega brezka flughernum eftir heimsstyrjöldina. Hér á eftir verða birtir tveir kaflar úr bók Þorsteins, sá fyrri er um ævintýri hans og dansks-kanadísks vinar, Simonsens, er þeir hafa lokið þjálfun sinni sem orustuflug- menn og sá síðari er frá heimsókn í Buckingham-höll, þeg- ar Þorsteinn er heiðraður af Georg VI. Bretakonungi. Orustu- flugmaÖur ritar endur- minningar sínar Þorsteinn Jónsson fyrir framan Spitfire-orustuflugvél með fallhlíf um öxl. Fagran sunnudagsmorgun bauð deildarstjórinn okkur Sæma að taka sína vélina hvor og fara í loftið og æfa ein- vígi. Eftir mikinn hamagang höfð- um við „skotið hvor annan niður“ nokkrum sinnum, og var okkur far- ið að leiðast þessi leikur. Vegna þess hve veðrið var gott ákváðum við þó að fljúga um og njóta útsýnis. Við flugum samflug með strönd- inni og- komum yfír lítinn bæ, sem Naim heitir, og hefur ljómandi fal- lega baðströnd. Margt fólk var þar að spóka sig í sólskininu, og ég gaf Sæma vísbendingu um að ég ætlaði niður að skoða þetta betur. Það var einhver galsi í mér og mér þótti tilvalið að skemmta fólkinu ofurlít- ið. Ég nálgaðist ströndina á mikilli ferð og flaug í nokkurra feta hæð yfír sjónum, stefndi síðan upp á við og velti vélinni. Mér til ánægju sá ég að Sæmi fylgdi mér eftir. Nú endurtókum við þetta, en í staðinn fyrir veltuna héldum við áfram upp í bakfallslykkju og velt- um síðan úr henni, og höfum sjálf- sagt talið okkur sýna mikla leikni! Við hefðum betur látið þetta nægja, en nú vaknaði með mér ertni. Gaman væri að stríða bað- strandarfólkinu dálítið með því að fljúga lágt eftir endilangri strönd- inni og þyrla upp sandinum. Varla hafði ég hugsað þessa hugsun til enda þegar ég hratt henni í fram- kvæmd. Þegar ég var kominn lang- leiðina eftir ströndinni tók ég eftir manni, sem stóð þar og hallaði sér fram á göngustaf. Mér til skelfíng- ar sá ég að hann var klæddur ljós- bláum einkennisbúningi RAF, og ekki bætti það úr skák að hann virtist borðalagður upp að olnboga og var með heilmikið af spæleggi á húfuderinu. Allt þetta meðtók ég þær 1-2 sekúndur sem það tók mig að fljúga fram hjá honum, en nú leizt mér ekki á blikuna. Ég til- kynnti Sæma í talstöðina að bezt væri fyrir okkur að hypja okkur í burtu. Við flugum samsiða í átt til flug- vallarins og innan skamms kom kallið frá stjómstöðinni sem ég hafði óttazt: „Gringo gulir, lendið tafarlaust!" Þegar við ókum að dreifísvæðinu beið okkar flugsveitarforinginn og var heldur brúnaþungur. „Það var hringt frá höfuðstöðv- unum í Invemess og ykkur er skip- að að fara þangað á fund flugmar- skálksins sem stjómar flugdeildar- svæði okkar. Ekki veit ég hvað þið hafið gert af ykkur, en það hlýtur að vera meira en lítið úr því að hann vill að þið komið strax og það á sunnudegi. Það er bezt að þið takið Tiger Mothinn. Gangi ykkur vel!“ Sérhver flugsveit hafði til um- ráða litla flugvél í snatt, og voru þær oftast af gerðinni Tiger Moth eða Miles Magister og áttum við nú að fljúga í Tiger Moth-vél flug- sveitarinnar til borgarinnar Inver- ness sem var um 100 kílómetra fyrir vestan okkur, en þar voru höfuðstöðvar flugdeildarinnar. Heldur vom þeir niðurlútir flug- mennimir tveir, sem kvöddu sveit- arforingjann sinn. Við sáum fram á að þetta gæti jafnvel verið endir- inn á flugferli okkar. Nú, ekki þýddi að vera með neitt volæði; við yrðum bara að taka því með karlmennsku sem að höndum bæri. Við skunduðum út í Tiger Mothinn, Sæmi í framsætið og ég í það aftara, og settum stefnuna á Invemess. Framundan var um hálf- tíma flug í logni og heiðskíru veðri, og okkur fannst því engin ástæða til annars en að njóta flugsins. Auðvitað var langskemmtilegast að fljúga lágt og við létum það eftir okkur; við hefðum líklega hvort eð var engu að tapa. Við flugum yfír skóglendi, haga og akra og nutum hraðans sem helzt verður vart við í lágflugi. Komið á ökmnum var fullvaxið og stutt var í uppskeru, og ég ögraði Sæma, sem flaug vél- inni, og fékk hann til að fljúga svo lágt að hjólin drægjust í gegnum komið. Sæmi lét ekki segja sér það tvisvar, og honum tókst þetta með slíkum ágætum að sjá mátti rákim- ar eftir hjólin eftir endilöngum akrinum. Þetta endurtókum við svo á næsta akri, en skyndilega og okkur til skelfingar uppgötvuðum við að framundan var fiölþættur símastrengur, sem við höfðum ekki svigrúm til að forðast. Það var engu líkara en flugvélin næmi staðar þegar hún flaug á vírana, en okkur til mikils léttis missti hún ekki flug- ið. Svo heppilega vildi til, að enginn vírinn hafði vafízt um skrúfuna en okkur leizt þó ekki á það sem við sáum. Víða mátti sjá djúpar skorur í vængina eftir víra og utan um hægri vængina (Trger Moth er tví- þekja) var víraflækja og aftan úr henni sveiflaðist langur strengur. Jæja, nú voru góð ráð dýr. Við yrðum að minnsta kosti að losna við vírinn áður en við lentum í Inver- ness, því að hann væri allt of áber- andi. Við ákváðum að ég færi út á væng til að réyna að losa flækjuna, en eftir að ég var kominn með báða fætur út úr stjómklefanum sáum við fram á að vírinn væri of utar- lega ti! þess að ég næði að losa hann. Ég var ekki beint í neinni hættu, þar sem ég var með fallhlíf, en það myndi líklega ekki bæta málstað okkar að þurfa að útskýra hvers vegna ég hefði ákveðið að koma svífandi þannig til móður jarðar á fund markskálksins. Var nú ekki um annað að ræða en að fínna einhvem blett þar sem við gætum lent til að fiarlægja bannsettan vírinn. Eftir skamma stund fundum við álitlegan bithaga sem okkur fannst reynandi að lenda á. Að vísu vom nautgripir á víð og dreif á honum en okkur tókst að þræða á milli þeirra. Yfirborðið reyndist hrjúfara en okkur hafði sýnzt og vélin skoppaði heilmikið, en ekkert brotnaði. Við flýttum okkur að fiarlægja vírinn, en ástand flugvélarinnar olli okkur áhyggjum; djúpir skurðir í vængkantana og dúkurinn víða rifínn. Nú, ekki dugði að gráta yfír þessu, við urðum bara að vona að við gætum lagt flugvélinni á afvik- inn stað á Invemess-flugvelli svo að yfirvöldin kæmu ekki auga á skemmdirnar fyrr en eftir fund okkar með marskálknum. En nú upphófst nýtt vandamál þar sem kýmar á túninu söfnuðust í kringum vélina af mikilli forvitni, og sumar voru jafnvel famar að sleikja hana. Illa gekk að reka þær burtu því að þær komu alltaf til baka, og ekki þorðum við báðir að sitja í flugvélinni með hreyfilinn í gangi; þá gátu þær hæglega flækzt fyrir og jafnvel lent í skrúfunni. Við höfðum þann háttinn á að Sæmi sat í vélinni og ók hægt af stað á meðan ég rak kýmar frá, og síðan hljóp ég hann uppi og klifr- aði um borð um leið og hann bmn- aði af stað. Þegar við lentum í Inverness ókum við beint að flugskýli þar sem við sáum nokkra flugliða. Þeir voru að mála skýlið í felulitum, og þar sem flugvélin var einnig prýdd slík- um litum fannst okkur bera vel í veiði. Við hittum þar flugvirkja, sem gat útvegað Iímband, og þegar við komum aftur að vélinni seinna var varla merlqanlegt að nokkuð hefði komið fyrir hana. Við skunduðum yfír að skrif- stofubyggingunni því að illu myndi bezt af lokið, og ekki dygði að láta blessaðan flugmarskálkinn bíða. Við vorum að vonum nokkuð niður- lútir og ræddum það okkar í milli að nú hlytu strípumar og vængim- ir að fiúka og við færum héðan sem flugliðar af lægstu gráðu. A skrifstofunni tók á móti okkur liðþjálfi nokkuð alvarlegur á svip- inn, ei*þó fannst mér eins og bregða fyrir glotti þegar hann sagði: „Jæja, drengir! Þið fáið aldeilis að heyra það frá þeim gamla hérna inni.“ Hann gekk svo að dymm og bank- aði á hurðina og leit svo inn um gættina og sagði: „Flugmennimir eru komnir, sir.“ „Sendu þá inn,“ heyrðum við sagt djúpri röddu. Liðþjálfinn opnaði dymar upp á gátt og við þrömmuðum inn, stillt- um okkur teinréttir upp fyrir fram- an skrifborðið og heilsuðum að her- mannasið. Handan við skrifborðið sat rosk- inn, gráhærður maður með vængi á vinstra bijósti og þar undir voru raðir af silkiborðum til merkis um að hann hefði hlotið mörg heiðurs- merki á löngum ferli. Hann horfði þegjandi á okkur drykklanga stund hvössu augnaráði undan loðnum brúnum og hörkulegur svipur var kringum munninn. Ég fann að ég svitnaði í hálsmálið undan þessu. „Jæja, svo þið emð flugkappam- ir miklu, sem voruð að sýna okkur jarðbundnum vesalingunum hvem- ig snillingar fljúga. Mig langaði til að sjá hvernig slíkir loftfímleika- menn líta út.“ Svo barði hann í borðið og sagði: „Þið eruð varla svo miklir heimskingjar að vita ekki, að þið brutuð fiöldann allan af lög- um og reglum flughersins. í morgun stofnuðuð þið lífi fiölda friðsælla borgara í hættu og trufluðuð guðs- þjónustu svo að ekki mátti heyra prestsins mál. Enginn vafí leikur á því, að það ætti að taka af ykkur vængina og sparka ykkur niður á neðsta þrep.“ Síðan lét hann dæluna ganga með alls konar skammaryrð- um og hótunum, og ég var farinn að óska þess að gólfíð gæti gleypt mig þegar hann hætti skyndilega. Glettnisbros birtist á þessu hörku- lega andliti, hann lækkaði röddina og sagði: „Ég hafði lúmskt gaman af því að horfa á ykkur í morgun,“ en svo bætti hann við og brýndi raustina: „Látið mig aldrei sjá ykk- ur gera þetta aftur! Hafíð þið snætt nokkum hádegisverð?" Og þegar við hristum undrandi höfuðið og gáfum í skyn að svo væri ekki, bætti hann við: „Látið bílstjórann minn aka ykkur í messann og bíða eftir ykkur á meðan þið borðið. Blessaðir, og gæfan fylgi ykkur!“ Og þannig endaði þetta ævin- týri. í staðinn fyrir að vera strípu- lausir afbrotamenn ókum við með mikilli reisn um flugvöllinn að mat- sal liðþjálfa og síðan að flugvél okkar í fánum skrýddum flugmar- skálksbíl! Ekki löngu síðar kvöddum við Sæmi 17. orustuflugsveitina. Sæmi var sendur til eyjarinnar Möltu í Miðjarðarhafinu, og frétti ég síðar, að þar hefði hann látið lífið eftir frækilega frammistöðu. Sjálfur fékk ég ósk mína upp- fyllta og var sendur „suður“. Ég hafnaði í 111. flugsveitinni, sem flaug Spitfíre-vélum og hafði aðset- ur á North Weald-flugvelli skammt fyrir norðaustan London. Með ömmu til kóngsíns Eftir um hálfsmánaðardvöl í þessari sveitasælu fór ég að fínna til eirðarleysis, en þá fékk ég bréf frá flughemum sem skipaði mér að leggja leið mína til Dundee í Skotlandi til að taka stöðu kennara yið lokaþjálfun orustuflugmanna í Nr. 56 O.T.U. (Lokaskóla). Ég hef áður dregið flugkennara í dilka, og enginn vafí leikur á því að sjálfur reyndist ég í flokki þeirra sem ég hafði dæmt áhugalausa í starfínu. Ég þráði að komast í slag- inn aftur og þann sérstaka félags-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.