Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1992 Snorri í „stjórnstöóinni". Snorri bendir ó verksum- merki í snjónum, þarna hafði rjúpa hafió sig til flugs... eftir Guómundur Guðjónson. Myndir Ámi Sæberg „EIN ER upp til fjalla, yÚ húsa fjær ...“ byrjar landsþekkt Ijóð, „Óhræs- ið“, sem fjallar um smælingja einn sem rjúpa kallast og er ár hvert bitbein veiðimanna og þeirra sem geta ekki án rjúpna verið á jólunum annars vegar og þeirra sem eru á móti fugladrápi yfírleitt hins veg- ar. Veradunarsinnum hefur vaxið nokkuð fískur um hrygg í vetur, þvi það hefur verið mál manna að minna hafí verið inn ijúpu en áður og yfírlýsingar sérfræðinga um að skotveiðar hafí ekki áhrif á stofninn hafa ekki þótt byggðar á grunni rannsókna nema að takmörkuðu leytí. Hvað varðar „Óhræsið" þá er fjóst að ijúpan er sannariega „yli húsa fjær“, en ein er hún ekki á fjöllum, þvi hún er þar í félagsskap hundr- uða skotveiðimanna. Ef til vill gefur reynsla skotveiðimanns sem elt hefur ijúpuna svo árum skiptir bestu myndina af því hvert ástand stofnsins er. Einn slíkur maður er Snorri bóndi Jóhannesson á Auga- stöðum i Reykholtsdal sem hefur um árabil skotíð ijúpuna víða um Borgarfjörðinn, ekki síst inni á Oki og á Kaldadal sem eru mikil ijúpna- lönd frá gamalli tið. Morgunblaðið tók hús á Snorra á dögunum og fór með honum til ijúpna eina dagstund. Augastaðir eru efsti bær Reykholtsdals. Menn eru komnir vel inn í landið á þessum slóð- um og vetrarríki er þar meira en neðar gerist. Engu að síður ríkir þama engin afdala- mennska og heimilisfólkið er vel upplýst þó að einangrunin geti verið meiri á vetrum en gengur og gerist í hinum gróskumiklu dölum Borgar- fjarðarhéraðs. „Blessaðir veriði, það tekur því varla að fara og gá, þetta er svo dautt. Ég er rétt búinn að skjóta hundrað ijúpur, þar af helm- inginn fyrsta veiðidaginn inni í Oki. Ég var voðalega heppinn þá, var staddur í skellóttri urð í ljósaskiptun- um og þá fóru allt í einu ijúpur að þeytast inn í urðina, tvær til þijár saman, hvaðanæva að. Síðan hefur þetta rétt verið kropp og það er svo lítið af fugli að það er augljóslega eitthvað í ólagi með stofninn," segir Snorri er gengið er í bæinn. Það má reyna það______ Næsta spumingin hlýtur að vera sú hvort að veiðimanninum sjálfum þyki vera ástæða til að friða fuglinn þótt sérfræðingar Ijái ekki máls á því að reyna það. „Þvf ekki að reyna það,“ segir Snorri og heldur áfram: „Þess- ir fuglafræðingar okkar eru góðra gjalda verðir og ég geri mér grein fyrir því að þeir vinna við þrenging- ar. Rannóknir kosta tíma og fé, en það síðamefnda er ekki fyrir hendi. Þeir em menntaðir erlendis og þurfa síðan að heimfæra það nám upp á hérlendar tegundir. Megnið af þeim litlu rannsóknum sem hafa verið gerðar á ijúpunni em að auki gerðar í Hrísey, þar sem afrán er í algeru lágmarki. Þar em ekki refir og minkar að höggva, skörð í fuglana. Þetta er því ekki dæmigert ijúpna- land. Fræðingamir gefa þau rök m.a. fyrir því að veiðar hafi ekki áhrif á stofninn, að 80 prósent af stofninum falli hvort eð er, en ég get ekki fyrir mína parta séð hvaða rök hníga að því að við skotveiði- menn skjótum engan fugl af hinum 20 prósentunum. Þar fyrir utan, þá er veiðiálagið orðið svo yfirgengilegt að engu tali tekur. Það er ekki ein- ungis að skotveiðimönnum hefur fjölgað, heldur hefur tæknin haldið innreið sína í veiðiskapinn og þar sem ijúpan átti sér áður marga griðar- staði, þar sem menn náðu ekki til hennar, em engir lengur. Meira að segja á Hveravöllum er fullbókað í svefnpokaplássin allar helgar og ekki veitir af manni í fulla vinnu að dæla bensíni á alla jeppana og vélsleðana að ekki sé minnst á fjórhjólin. Hvergi er álagið meira heldur en á Suðvest- urlandi, þar sem ijúpan hefur alla tíð safnast einna mest fyrir." Snorri segist auk þessa vera orð- inn leiður mjög á öllu pexinu um það hvar megi veiða og hvar ekki. „Við emm að tala um afrétti, almenninga og heimalönd, margir bændur vilja ekki skyttur á jarðir sínar og hafa þar allan rétt. Aðrir leyfa það og það færist meira að segja í vöxt að hóp- ar veiðimanna taki á leigu einstakar jarðir og greiði bændum fyrir. Ég get ekki séð að það sé of mikið mál að það verði tekið saman einu sinni fyrir allt, til dæmis með þeim hætti að gefið yrði út veiðikort sem skytt- ur gætu nálgast í veiðiverslunum. Á kortunum væri litmerkt hvar mætti veiða og hvar ekki, hvar væri selt, hvar væm almenningar, hvar afrétt- ir og allt það. Fá þetta á hreint einu sinni fyrir allt og koma í veg fyrir það endalausa þvarg sem fram fer á hveiju einasta ári og endar í sumum tilfellum með hreinum illindum." Það var og. Út að leita... Nú var komið vel fram yfir hádegi og ljóst að dagsbirta myndi ekki vara nema í svo sem tvær til þijár klukkustundir til viðbótar. Menn öxl- uðu því sín skinn og héldu til ijúpna. Nokkru fyrir innan Augastaði em kjarrivaxnar hlíðar og sagði Snorri þær hið besta ijúpnaland, „alveg sérstaklega í svona veðri, sunnan- og suðvestanátt með éljum, þá kem- ur hún héma í skógaijaðarinn“, sagði skyttan. Jeppinn festist og varð ekki losaður. Ekki einu sinni með dráttar- vél í kvöldrökkrinu. Snorri hélt nú að það væri í lagi, bílinn færi ekkert og stæði nú undir nafninu „fast- eign“. Göngutúrinn varð því til muna lengri en til stóð og færi var afleitt. Göngumenn hröpuðu stöðugt niður Morgunblaðió kannar rjúpna- löndin en sér eng- an fugl! úr sköflum, í allt að beltisstað og vom að bijótast upp úr pyttunum. Það gekk á með dimmum éljum, en skyggni var nokkuð gott engu að síður. Það var gengið og gengið, en það var engin ijúpa og Snorri ítrekaði stöðugt að þetta væri ekki einleikið. Samferðarmenn hans, undirritaðir, sögðu honum af atvinnuskyttu einni sem er búin að skjóta meira en upp í stórar pantanir og hefur verið að fá 15 til 25 fugla í hverri ferð. Sá segist reyndar „alltaf vera heppinn", en það hafi engu að síður komið sér á óvart hve mikið væri af fugli mið- að við það sem heyrðist alls staðar frá. „Það er líka hægt að gera 80 til 100 ijúpna túr í bílastæðið við Leifsstöð!" var svar Snorra. Á tveimur stöðum fann hinn harðsnúni flokkur ijúpuspor í snjón- um. Til samanburðar má geta þess að á fjórum stöðum komum við að tófusporum. Á öðmm staðnum hafði ijúpan greinilega hafið sig til flugs. Ummerkin í snjónum minntu á er bömin em að búa til engla í nýfölln- um snjó. En það er sama hvort stað- ið er í skotveiðum eða stangveiðum, það er haft fyrir satt að þvi minni sem veiðin er, því fleiri veiðisögur em dregnar upp. Hér em nokkur sýnishom af því sem fleygt var: Kempa ein veiddi um allan Borg- arfjörð fyrr á öldinni. Eftir því sem elstu menn muna var margfalt meira af ijúpu á landi hér en í þá gömlu góðu daga. Kempa þessi er nefnd Kristófer og sagt er að hann hafí dag einn verið að veiða á Holtavörðu- heiði og gengið alveg þokkalega. í ljósaskiptunum kom hann að ijúpna- hóp sem taldi einhvers staðar á milli 200 og 300 fugla. Kristófer fór yfir búnað sinn og sá sér til skelfingar að hann átti aðeins eitt skot eftir í byssunni. í sömu andránni var hann að hugsa um það hvað það væri gaman ef hann gæti náð öllum þess- um ijúpum. Og þar sem Kristófer kallaði ekki allt ömmu sína sá hann að ekki var öll nótt úti þótt hann hefði aðeins eitt skot í fómm sínum, en ijúpumar teldu nærri 300. Haft er eftir Kristófer sjálfum að hann hefði gert sér lítið fyrir og laumast inn í miðjan hópinn, tekið sér stöðu og um leið og hann hleypti af veif- aði hann byssunni í allar áttir. „Ég drap þær allar,“ sagði kempan. Menn ráða hvort þeir .trúa svona tröllasögum, en það er alltjént gaman að þeim. Sönn saga er þó til um skyttu sem veiðir mikið á okkar dög- um og hefur skotið 11 ijúpur í einu skoti. Sá kom að ijúpnahópi þar sem fuglamir gengu í einfaldri röð með- fram barði. Hann laumaðist út til hliðar þannig að hagladrífan dreifðist yfir breitt svæði og ellefu lágu í valn- um! Svo var það sagan um veiðifélag- ana sem gengu alltaf saman til ijúpna og höfðu þann háttinn á, að annar gekk á undan hinum og sá aftari sá um að skjóta en sá fremri um að bera aflann. Og þeir höfðu það þannig að sá með byssuna skaut ekki nema fuglinn flygi yfir félaga sinn. Þeir vildu nefnilega helst hafa það þannig að ijúpan dytti beint ofan í töskuna á baki félagans. - Og svo var það karlinn á Kjalar- nesinu sem komst ekki til ijúpna vegna veðurs og það styttist til jóla. Loks rofaði til í bylnum og karlinn arkaði af stað. Er hann var kominn nokkuð frá bústað sínum skall enn á glórulaus éljagangur og nú var um að gera að tapa ekki áttum. Með lagni fann hann rafmagnsstaur og þá vissi hann hvert hann átti að halda. Hann fylgdi staurunum til síns heima á ný og þurfti ekki að hafa áhyggjur af ijúpnaskorti, því þó hann hefði engan fugl séð meðan ratljóst var, þá tíndi hann upp 18 ijúpur sem höfðu flogið á raflínuna í bylnum! Og þannig var haldið áfram, ekki síst yfir vöflum og ijúkandi kaffi er Snorri bóndi ó Augastöðum. í hús var komið. Snorri segir okkur að hann hafi séð snæuglu að vetrar- lagi síðasta ár. Fuglinn hefði komið fljúgandi utan úr auðninni og sest á girðingarstaur. „Ég hljóp inn í hús til að sækja myndavél, en er ég kom aftur út var uglan horfln. Þetta var tignarleg sjón. Og haustið þar áður flaug ein lengi á undan okkur í leit- unum. settist alltaf á hóla og gaf okkur gætur," segir Snorri og það styttist í kveðjustundina. Á leiðinni til dyra verður okkur þó starsýnt inn í opið herbergi og Snorri tekur við sér og leiðir okkur þangað. Það berst lágvær niður úr herberginu og þegar inn er komið kastar tólfunum. Það er eins og kom- ið sé beint inn í James Bond kvik- mynd, inn í stjómstöð erkibófa sem skipuleggur heimsyfirráð. Það eru tölvur og móðurtölvur og síritar upp um alla veggi og undarlegir sjónauk- ar og linsur auk skjalasafna á borð- um. Við horfum í spum á þennan tækjakost. Það væri ekkert tiltöku- mál að sjá slíkt samsafn á einhverri rannasóknarstofunni, en á afskekkt- um sveitabæ nærTellt inni á öræfum? í ljós kemur að nokkrir japanskir visindamenn hafa síðustu árin verið að mæla breytingar á segulsviði jarð- ar m.a. með athugunum á norðurljós- um. Á Augastöðum er ein þriggja stöðva á íslandi, hinar eru á Mánár- bakka og í Æðey. Síðan eru þijár stöðvar á Suðurskautinu. Þetta byrj- aði fyrir milligöngu Rannsóknar- stofnunar Háskólans og átti í fyrstu að standa í þijú ár, en Japanirnir voru svo ánægðir með gang mála að það hefur stfellt verið bætt við árum og nú eru þau orðin sjö. Á haustin koma þeir japönsku og dvelja nokkra daga á Augastöðum, sofa á daginn, en stunda mælingar og rann- sóknir á nóttunni. Þetta er nú orðið meira en gott og við kveðjum í sömu mund og dagsbirtan svíkur endanlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.