Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1992 t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRHILDUR HÓSEASDÓTTIR, áður til heimilis að Hverfisgötu 58, Hafnarfirði, sem lést í sjúkrahúsinu Sólvangi laugardaginn 28. nóvember sl. verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 8. desem- ber kl. 13.30. Jóhannes Hallgrímsson, Sigþór Jóhannesson, Aðalheiður Jónsdóttir, Hallgrímur Jóhannesson, Vilborg Jóhannesdóttir, Benóný Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, , UNA SÍMONARDÓTTIR frá Hofstaðaseli, Hlíðarvegi 47, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 7. desember kl. 13.30. Anna,Guðmundsdóttir, Árni Sigurðsson, Una Árnadóttir, Jóngeir Sigurðsson, Sigrún Árnadóttir, Andri Árnason, Guðmunda Árnadóttir, Ólafur Ellertsson og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, B. DANÍEL HJARTARSON, frá Knarrarhöfn, Snorrabraut 35, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. desember kl. 15.00. Auðunn Björnsson, Ingunn H. Björnsdóttir, Erlingur Kristjánsson, Vigfús Björnsson, Guðrún Sigursteinsdóttir, Gunnar Björnsson, Guðlaug Björnsdóttir, Svavar Garðarsson, barnabörn og langafabörn. t Útför eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður og afa, KRISTINS STEINGRI'MSSONAR frá Tjaldanesi, er lést 28. nóvember fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8. desember kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir, sem vildu minnast hans, láti heimahlynningu Krabbameinsfélags fslands njóta þess. Una Jóhannsdóttir, Steinunn J. Guðmundsdóttir, Yvonne Johansson, Eggert Kristinsson, Sesselja Gunnarsdóttir, Ólöf Sigurlfn Kristinsdóttir, Ari Jóhannesson, Steinunn Gríma Kristinsdóttir, Pétur Einarsson, Boga Kristfn Kristinsdóttir, Bjarni Ingvarsson, Kolbrún Rut Stephens og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRÓA JÓNSDÓTTIR frá Hvoli í Ölfusi, Heiðmörk 60, Hveragerði, er lést 30. nóvember sl. verður jarð- sungin frá Kotstrandarkirkju þriðjudag- inn 8. desember kl. 14.00. Sætaferðir frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.30. Guðmundur Gottskálksson, Jórunn Gottskálksdóttir, Friðgeir Kristjánsson, Salvör Gottskálksdóttir, Vilhelm Adolfsson, Guðrún Ásta Gottskálksdóttir, Kristján Jónsson, Gizur Gottskálksson, Elín Kr. Sigfúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður og ömmu, INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR. Júlinus G. Jóhannesson, Jóhanna R. Jóhannesdóttir, Erling Jóhannesson, Alfhild Nfelsen, börn og barnabörn. Una Símonardótt- ir - Minning Fædd 1. júlí 1904 Dáin 27. nóvember 1992 Hún Una frænka okkar kvaddi þennan heim að kvöldi 27. nóvem- ber-sl., 88 ára að aldri. Hún fæddist að Hofstaðaseli í Skagafirði þann 1. júlí árið 1904, yngst 5 barna þeirra hjóna Önnu Bjömsdóttur og Símonar Bjöms- sonar. Foreldrar hennar skildu síðar og flutti Una, þá 10 ára gömul, ásamt móður sinni og systkinum, Birni og Margréti, að Lóni í Viðvík- ursveit til seinni manns Önnu, Þórð- ar Gunnarssonar. Þá höfðu tvær systur hennar látist úr barnaveiki. Bjöm dvaldist með þeim að Lóni uns hann fór til náms í Bændaskól- anum á Hólum og síðan til fram- haldsnáms við landbúnaðarháskól- ann í Kaupmannahöfn. Margrét fór fljótlega í kaupavinnu og var lítið á Lóni. Hún fór til Kaupmannahafn- ar um líkt leyti og Bjöm bróðir hennar, lærði þar m.a. fatasaum, auk þess sem hún stundaði þar vinnu. Grun hef ég um að hún hafi, eftir getu, létt undir með Bimi bróð- ur sínum og kemur það vel heim og saman við trygglyndið sem þau systkinin sýndu hvert öðm alla tíð. Þær systur voru óvenju samrýndar og töluðust daglega við í síma með- an heilsa beggja leyfði. Á Lóni eignaðist Una tvo hálf- bræður, Gunnar, föður undirritaðr- ar, og Sturlu, sem dó á öðm ári. Þegar Gunnar var tæpra 16 ára dó móðir þeirra, Anna. Þá tók Una við bústjóm og hélt feðgunum heimili allt til þess er hún flutti til Siglu- Qarðar árið 1938 ásamt manni sín- um, Guðmundi Magnússyni, og Gunnari bróður sínum en Þórður afi okkar bjó áfram á Lóni til dauða- dags. Á Siglufírði fæddist þeim Unu og Guðmundi einkadóttirin Anna. Árið 1941 flytja þær mæðgur til Reykjavíkur en Guðmundur hafði farið nokkm áður suður til vinnu. Fluttu þau þá í lítið húsnæði við Holtsgötu. Oft rifjaði hún upp árin á Holtsgötunni, mannlífið og vin- skapinn sem þar var stofnað til og entist jafnt og aldur þeirra er í hlut áttu. Þaðan fluttu þau í hús sem þau byggðu sér við Nýbýlaveginn í Kópavogi, ein af fmmbyggjunum þar. Anna giftist er fram liðu stundir og hóf búskap ásamt manni sínum, Áma Sigurðssyni, við Snorrabraut- ina í Reykjavík. Trúlegt er að vega- lengdin á milli Kópavogs og dóttur- innar í Reykjavík hafi ráðið því örðu fremur að þau hjónin seldu húsið sitt við Nýbýlaveginn og fluttu að Ásvallagötu 1 í Reykjavík þar sem þau leigðu hja Ara Am- alds. Frá þeim stað em fyrstu minn- ingar mínar af Unu frænku. Nokkr- um ámm síðar keyptu þau einbýlis- hús við Sogaveg ásamt dóttur sinni og tengdasyni, sem þá áttu orðið tvær dætur af þrem. Alla tíð síðan hafa þau búið undir sama þaki, lengst af þijár kynslóðir og um tíma fjórar. Ég man fyrst eftir Unu frænku minni á Ásvallagötu 1 en fyrstu heilsteyptu minningarnar em frá heimsóknum á Sogaveginn. Þeim fylgdi mikil tilhlökkun því Una var gædd afburða frásagnargáfu sem litla frænkan fékk óspart að njóta fýrir svefninn á kvöldin. Mér er líka ofarlega í minni kátínan sem ávallt fylgdi henni en hún hafði óvenju létta lund og gott skopskyn. Það var hennar aðal einkenni ásamt ein- stakri góðmennsku og ræktarsemi. Ég hef ekki aðra manneskju þekkt sem fannst svo sjálfsagt að hugsa alltaf fremur um aðra en sjálfa sig. Að móður sinni látinni hélt hún heimili fýrir bróður sinn og fóstra, í stað þess að fara og skoða sig um í heiminum og mennta sig eins og eldri systkini hennar. Til þess hafði hún þó vissulega hæfileika. En: „Hugur einn það veit, er býr hjarta hans nær, einn er hann sér um sefa;“ segir í Hávamálum og svo mun hafa verið um Unu frænku. Hún stóð ætíð bjargföst við hlið manns síns og helgaði sig þeim sem henni voru kærastir. Aldrei kvart- aði hún og segði hún af erfíðleikum eða hugarangri í lífi sínu þá var það aðeins ef það mætti verða við- mælandanum til lærdóms. I um- gengni við hana var ekki neitt kyn- slóðabil til. Yngsta kynslóðin laðað- ist að glaðværðinni og gæskunni en raunsæið og víðsýnin voru slík að viðhorf okkar fóru betur saman, þótt hálf öld skildi okkur að, en viðhorf margra jafnaldra. + Ástkær og elskulegur sonur okkar, bróðir, unnusti, faðir og barnabarn, LÚÐVÍK HAFSTEINN GEIRSSON, Ásbúð 36, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðju- daginn 8. desember kl. 15.00. Guðrún Bjarnadótti Geir Lúðvíksson, Björg Geirsdóttir, Þórður Þórisson, Svandis Geirsdóttir, Arnar Hjaltested, Jóna Bjarnadóttir, Sirrý Björt Lúðvíksdóttir, Guðrún Edda Þórðardóttir, Lúðvík Hafsteinn Geirsson, Arnbjörg Sigtryggsdóttir, Elfsabet Hjartardóttir. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar-, tengdaföður, afa og langafa, SIGURBJÖRNS BJÖRNSSONAR, Aðalgötu 56, Ólafsfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækningadeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Ármannia Kristjánsdóttir, Kristín Björg Sigurbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson, Óskar Þór Sigurbjörnsson, Sofffa M. Eggertsdóttir, Ásta Sigurbjörnsdóttir, Gunnar Sigurbjörnsson, Guðrún Sigurbjörnsdóttir, Sigurlfna Sigurbjörnsdóttir, Hermann Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hún reyndist bróður sínum sem besta móðir og okkur systrunum hefur alltaf fundist við eiga athvarf hjá henni og annað heimili. Hún hafði aldrei fýrr, á öllum sínum 88 árum, legið á sjúkrahúsi er hún veiktist um miðjan septem- ber. Hún þráði að komast heim í faðm dóttur sinnar og þá ósk fékk hún uppfýllta um nokkurra daga skeið í október. En afcur syrti í ál- inn og nú átti hún ekki aftur- kvæmt. Á deild 12G á Landspítalan- um naut hún frábærrar aðhlynning- ar og umhyggju starfsfólksins sem við ættingjarnir erum mjög þakklát- ir fyrir. Anna og dætur voru auk þess við hlið hennar mestan vöku- tímann, allt til hinstu stundar. Sól ég sá, svo þótti mér, sem ég sæi göfgan guð; henni ég laut hinsta sinni alda heimi í. (Úr Sólarljóðum) Una frænka var sól í lífi ætt- ingja sinna og vina. Sólin hefur nú hnigið til viðar en geislar hennar hafa tekið sér bólfestu í dóttur hennar og dótturdætrum sem allar halda merki hennar á lofti með góðvild sinni og trygglyndi. Með henni er gengin góð kona og mikilla mannkosta. Það er ein- kennilegt að hugsa til þess að hún eigi ekki oftar eftir að sitja í uppá- halds stólnum sínum á Hlíðarvegin- um. Við söknum hennar öll sárt en minningin um einstaka konu mun ylja okkur um ókomna tíð. Helgir englar komu úr himnum ofan, og tóku sál hans til sín; í hreinu lífí hún skal lifa æ með almáttkum guði. _ (Úr Sólarljóðum) Anna Kristín Gunnarsdóttir, Birna Þóra Gunnarsdóttir. Ég vil með fáeinum orðum minn- ast Unu Símonardóttur sem látin er í nokkuð hárri elli. Margir hafa haft á orði þegar kynslóðabil er til umræðu, að nú- tíma þjóðfélagsmynstur geri lítt ráð fyrir sambýli og samgangi kynslóð- anna, og skýra bilið, sem kannski er þó meira í orði en á borði, með þessum aðskilnaði. Þetta kemur mér til hugar þegar ég lít til þeirra ára er við Una bjugg- um undir sama þaki, eftir að við Sigrún komum okkur fyrir á Hlíðar- veginum og hófum búskap. Kom þá strax fram hve mikil gæðakona Una var, skilningsrík og skapgóð. Það var endalaust hægt að spjalla um heima og geima, eri þó ekki síst skagfirska, en þangað lét hún jafnan hugann reika, þegar færi gafst. Ófáir kaffibollar runnu niður ásamt viðeigandi bakkelsi meðan Una lýsti bamabrekum eða skólagöngu í Skagafirði og ekki var laust við að af og til tísti í henni af ánægju, enda var henni aldrei tregt um hlátur. Ekki hafði hún minna gaman af að ræða um afrek eða afglöp frænda sinna í pólitík- inni. Líklega er spjall kynslóðanna núorðið fátíðara en æskilegb er, en bilið umrædda var lítt eða óþekkt fýrirbæri hjá stórfjölskyldunni á Hlíðarveginum, þar sem segja má að á þessum tíma hafi Una verið miðpunkturinn. Vissi hún jafnan allt um alla, þeirra ferðir og kom- ur, og var ótæmandi fréttabrunnur meðan hún stóð við pottana, hellti uppá eða bakaði pönnukökur. 0g ekki minnkaði hennar hlut- verk eftir að bamabörnin komu í heiminn eitt af öðru og fjórða kyn- slóðin kom á heimilið. Fengu þau nokkur þess að njóta að hafa „löngu“ sem uppalanda að ein- Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.