Morgunblaðið - 18.12.1992, Page 12

Morgunblaðið - 18.12.1992, Page 12
MOKCjUIs'jjLADip F,ÖST!UDAGUR lg. p]jSEMBKK 199.2 m_______________________ Nýjar bækur ■ Carola heitir bók eftir Joan Grantsem Steinunn S. Briem þýddi og erþetta önn- urútgáfa. í kynningu útgefanda segir: „Joan Grant var einhver merk- asti miðill Breta á þessari öld. Bækur hennar um dulræn fyrir- bær m.a. Carola og Vængjaður Faraó, eru heimsþekktar og einstakar í sinni röð. Höfundur lýsír reynslu sinni af fyrra lífi á Ítalíu miðalda þar sem hún er stúlkan Carola sem sér sýnir og öðlast dulræna reynslu sem aðrir skilja ekki.“ Útgefandi er Bókaforlagið Birtingur. Verð 2490 krónur. ■ Hendur ljóssins heitir bók eftir Barböru Brennan. Mannslíkaminn er umlukinn orkusviði og mótast öll lífs- reynsla okkar gegnum það, þar með talið andlegt og líkamlegt heilsufar okkar. Það er vegna þessa orkusviðs sem við höfum möguleika á að heila okkur sjálf. Hendur ljóssins er einhver ítarlegasta samantekt og skýr- ing sem til er á bók um heilun. Bókin býður upp á algjörlega nýjan þankagang um heilsufar og sjúkdóma. Hún skýrir hvem- ig orkusvið okkar vinnur, hvernig það lítur út, hvað veld- ur truflunum, heilun og á hvem hátt orkusviðið tengist ástvin- um og vandamönnum. Einnig kennir bókin hvemig má lesa þennan orkuhjúp og túlka. Dregin eru fram í bókinni margvísleg sjúkdómstilfelli ólíkra einstaklinga og því lýst hvemig þeir hafa hlotið heilun, með þeim árangri að læknis- fræðilegar rannsóknir bera því vitni. Höfundurinn Barbara Ann Brennan, sem er eðlifræðingur að mennt og fyrrverandi starfs- maður Bandarísku geimferða- stofnunarinnar NASA, hefur umfangsmikla menntun og þekkingu á sviði heilunar og er heimskunn fyrir störf sín að heilun. Útgefandi er Bókaforlagið Birtingur og er bókin í flokki Nýaldarbóka. Verð 3.490 krónur. ■ Boðberar Ijóssins heitir bók eftir Terry Lynn Taylor í þýðingu Önnu Maríu Hilm- arsdóttur. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Þessi einstaka bók fjallar um engla. Henni er ætlað að minna okkur á að þeir em ætíð reiðubúnir til þess að veita okk- ur allt það besta. Sérhver stund og athöfn í lífi okkar á sér sinn engil sem við getum leitað til. Við þurfum að læra að tengjast englunum og þekkja þá til þess að geta nýtt okkur aðstoð þeirra í iífinu. Bókin kennir okkur hvemig við getum leitað til engla sem veitir okkur vemd, andlega leiðsögn, gleði og heil- un eftir því sem þörf krefur." Útgefandi er Bókaforlagið Birtingur og er bókin í flokki Nýaldarbóka. Hún er 195 bls. og kostar 2.490 krónur. Allt í besta lagi Bókmenntir Anna G. Ólafsdóttir Andrés Indriðason. Allt í besta lagi. 167 bls. Ég verð að viðurkenna að efi læddist að undirritaðri þegar hún tók sér nýútkomna unglingabók eftir Andrés Indriðason í hönd og gerði sér grein fyrir því að sagan ætti að gerast haustið 1957. Gat verið að nútíma unglingar hefðu einhvern áhuga á að vita hvernig kynslóð foreldra þeirra upplifði unglingsárin? Væri ekki nær að nálgast ungling- ana í gegnum þeirra eigin kynslóð? Spurningar eins og þessar komu upp í hug minn þegar ég handlék bók- ina. Ég þurfti þó ekki að lesa lengi til að gera mér grein fyrir því að ranghugmyndir hefðu varðað götu mína. Auðvitað skiptir ekki máli hvenær sögupersónur lifa heldur hvort þær em vel úr garði gerðir og áhugaverðar. Þannig er því ein- mitt farið í sögunni Allt í besta lagi. Höfundurinn lokar ekki augum fyrir því að unglingar sjötta áratugarins eru ólíkir jafnöldmm sínum í dag. Engu að síður eru þeir sannir og auðvelt að fá samúð með þeim. Skiptir þá ekki máli hvort lesandinn er bam eða fullorðinn því af lestrin- um má ekki ráða að sagan hafi að- eins verið skrifuð fyrir unglinga. Ytri umgjörð verksins er komið til skila með leikandi léttum hætti og er vel til þess fallin að víkka heildarsvip sögunnar og vekja for- vitni. Af mörgu má nefna fyrstu fegurðarsamkeppni karla í Tívolí, braggahverfí og Tommy Steel æði svo ekki sé minnst á tungumálið, ólíkt orðfæri og sjaldheyrð orð eins og altann, balkon og fortó. Allt í besta lagi segir frá nokkrum viðburðaríkum dögum í lífi Þorkels Guðjónssonar, 16 ára Reykvíkings, haustið 1957. Hann býr með foreldr- um sínum og leigjanda þeirra í braggahverfí vestur í bæ. Systir hans, fjórum ámm eldri, er nýlega flutt að heiman og býr í óhamingju- samri sambúð með glímukappa norð- ur á Raufarhöfn. Snemma verða þó þau þáttaskil í lífi hennar að hún slítur sambúðina og hverfur á vit foreldra sinna í bænum. Fast á hæla henni kemur fyrrum sambýl- ismaður hennar og verður viðvera þeirra til að koma róti á heimilislíf- ið. A sama tíma kynnist Þorkell kerskri stelpu, Ingu Dóru, og verður fyrir því óláni að finna peningaveski sem hann veit ekki hvað hann á að gera við. Allir þessir atburður verða til þess að á tímabili virðast öll sund lokuð en eins og titill sögunnar ber með sér endar hún vel. Allt verður í besta lagi. Andrési hefur að mínu viti tekist afar vel upp með persónusköpun. Krakkarnir tveir, Þorkell og Inga Dóra, eru ljúfir og skemmtilegir án þess að vera væmnir. Andrés Indriðason Við sjáum í hug Þorkeli og kynn- umst honum því betur en Ingu Dóru. Hann er ljúfur og tilfinninganæmur, yfírvegaður um leið og hann á í vandræðum með að skilgreina nýjar tilfinningar og þrár sem bærast innra með honum. Sama gildir um Ingu Dóru og verður til þess að sí- felldur misskilningur ríkir á milli þeirra. Inga Dóra er hvatvís og lifandi og þannig ólík mörgum kvenpersón- um í unglingasögu þar sem karlar eru í aðalhlutverki. Hún á það til að vera hvöss, segir það sem henni býr í brjósti og sér stundum eftir orðum sem hún hefur látið falla. Kosturinn er hins vegar sá að hún er tilbúin að taka orð sín til baka. Aukapersónur eru líka vel úr garði gerðar. Þær eru dregnar skýrum dráttum án þess að varpa skugga á aðalpersónurnar. Þarna standa upp úr Lína, systir Þorkels, fyrrum sam- býlismaður hennar, Bambi, og Danni, leigjandi. Allt manngerðir sem standa lesandanum ljóslifandi fyrir hugskotssjónum og við hittum á hveijum degi. Ekki er hægt að skilja svo við söguna að ekki sé minnst á hversu orðfærið er leikandi og textinn skemmtilegur. Yfírleitt er gaman- semin aðeins ljúf en stundum leynist í henni dálítil hæðni sem verður til þess að erfítt verður að leyna brosi. Dæmi um það er lýsing á glímukapp- anum og fyrrum sambýlismanni systur Þorkels, Bamba, þegar hann hefur endanlega gert út af við boxar- ann og Atlasmanninn Danna: „Eftir drykklanga stund steig Jó- hannes Björnsson [Bambi] aftur fram á sjónarsviðið. Það var mikill völlur á honum þó hann bæri þess merki að hafa staðið í ströngu: Hár- ið var eins og hænurass í vindi, skyrtan krukluð og önnur ermin fok- in af. Á upphandleggnum blasti við áberandi rautt hjarta með pílu í gegn. Mamma var letrað undir með bláu.“ (Bls. 97.) Að ofansögðu ætti að vera ljóst að óhætt er að mæla með Allt í besta lagi við alla bókaunnendur. Fullorðnir, engu síður en þeir yngri, ættu að hafa gaman af henni ekki síst vegna þess að hún segir frá lif- andi og trúverðugu fólki, alls konar fólki. Breytist hugarvíl í brotna fugla Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Kristín Ómarsdóttir: Svartir brúðarkjólar Útg. Mál og menning 1992 Þetta er fyrsta saga Kristínar Ómarsdóttur en hún hefur á síðustu árum sent frá sér leikrit, ljóð og smásögur sem hafa vakið eftirtekt. Listmunasýn- ing í Kópavogi Listmunasýning var haldin í húsi Kiwanismanna, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi, sunnudaginn 13. desember. Ákveðið hefur verið að vera með aðra slíka sýningu sunnudaginn 20. desember. Á sýningunni 13. desember voru sýndir meðal annars munir frá Sel- fossi, kertastjakar gerðir af Sverri Tryggvasyni; handmálaðar silki- slæður og bindi, gerð af Valgerði Björnsdóttur; málverk, kort og fleira unnið af Sigrúnu Sveinsdótt- ur; jólaplattar eftir Gerði Guð- mundsdóttur; keramik og postulíns- munir frá ýmsum aðilum. Einnig voru þama trémunir og fleira til sýnis og sölu. Og í fréttatilkynningu segir, að vegna þess hve vel tókst til, er ákveðið að endurtaka þetta næst- komandi sunnudag og þá bætast væntanlega fleiri listamenn í hóp- inn, þannig að margt nýtt verði að sjá. Fólk er hvatt til að koma og fá sér ókeypis kaffi og kökur. Mér hefur þótt hún sýna nýstárleg efnistök sem hún væri þó ekki með á hreinu, líkt og hún væri að feta sig áfram í leit. Það á sama við hér. Og eins og oft gerist þegar er verið að leita getur ýmislegt óvænt komið í ljós. Sagan segir einkum frá tveimur fjölskyldum, Selmu og ömmu henn- ar annars vegar og Sólveigu og dætrum hennar þremur og hvemig hugsanir/langanir/örlög/gerðir þessa fólks og fleiri fléttast saman. Öll eru þau á einhvern hátt ráðvillt og leitandi, ástarþurfi og þó oft smeyk við að gefa af sér tilfinning- ar hvort sem þær eru huglægar eða ekki. Mér þykir liggja að sumu leyti sem þetta fólk holdgerist ekki í sögunni, eru einhvers konar mynd- ir, kannski klippimyndir sem höf- undur færir til að vild, breytir um lögun á. Eina persónan sem mér Nýjar bækur í kynningu útgefanda segir: „Linda Vilhjálmsdóttir (f. 1958) vakti athygli ljóðaunnenda fyrir tveimur árum með fyrstu bók sinni, Bláþræði. Skáldskapur Kristín Ómarsdóttir fannst lifna var Fjóla, höfundur virtist hafa einna mest gaman að fást við hana. Umhverfið - sem ég held að eigi að vera pláss einhvers staðar úti á landi varð mér aldrei nálægt og kannski ekki að því stefnt hjá höfundi. í stað þess að kalla þetta sögu - því það er hún varla í venjulegum skilningi - er þetta langur prósi eða margir stuttir. Kannski sambland af prósa, leiktilsvörum með ljóð- rænu ívafi. Sterkar lýsingar koma Útgefandi er Mál og menn- ing. Bókin er 31 bls., prentuð í G. Ben. prentstofu hf. Hún kost- ar 1.690 krónur. fyrir einkum í ástum kvenna, hitt er fjarlægara, oft eins og leikur höfundar með orð, hugmyndir og uppsetningu. Stundum er sem Kristin fái hreinlega alltof margar hugmyndir og ætli sér að koma þeim öllum frá sér í einu lagi svo það virkar eins og þær þjóti um stjómlitlar. Hún er ófeimin við að nota sniðug orð en hættir til að ofnota þau svo þau týnast eða áhrifamagn þeirra dofnar. Mér fínnst myndmál sögunnar vera ráðandi en í textanum ríkir ekki ósvipað ástand og í samskipt- um persónanna sem Kristín leiðir fram; einlægni og tilgerð takast á- „Naivur" stíll hennar sem hún hefur töluvert lagt upp úr að þroska með sér í skrifum undanfarin ár er oft og einatt sjarmerandi en það er líkt og hún hafi ekki alltaf vald á honum fremur en hugmyndunum; snýst upp í að verða þreytandi. Bókin er forvitnileg tilraun að leiða fram persónur sem finna að samskipti þeirra eru ringluð og brengluð og þar sem enginn virðist vita hver hann er eða hvers hann má vona eða hvert leiðin gæti legið. Þetta er spennandi tilraun og þó heildar- áhrifin rofni einum of oft er hún að ýmsu allrar virðingar verð. Linda Vilhjálmsdóttir Ljóðabók eftir Lindu Vilhjálmsdóttur Út er komin (jóðabókin Klaka- hennar er tilfinningaríkur, háðsk- börnin eftir Lindu Vilhjálms- ur og tregafullur í senn og form- dóttur. skyn hennar er einstakt.“ Slysavarnafélag Islands Gjöf á Gjöf, til bjargar mannslífum Útsölustaðir á höfuðborgarsvæðinu eru: Flestir stórmarkaðir, bókaverslanir, blóma- búðir, útsölustaðir Lottós, bensínstöðvar Olís og skrifstofa SVFÍ. SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS, sími 627063.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.