Morgunblaðið - 18.12.1992, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992
Náttúran hrópar
og viðskiptin kalla
Bókmenntir
Jón Özur Snorrason
Óskar Guðmundsson.
Og náttúran hrópar og kallar.
Ævisaga Gulla Bergmanns, 252
bls.
Iðunn, 1992
Það færist í vöxt að fólk á besta
aldri gefi út ævisögu sína. Ástæður
þess eru ekki kunnar en líklega er
það þáttur í sjálfsmynd okkar að
vilja sjá ævina skráða á bók til að
stuðla að lengra lífí. Guðlaugur
Bergrnann hlýtur að teljast til slíkra
persóna því hann er aðeins fímmtíu
og fímm ára að aldri þegar ævi-
minningar hans sjá dagsins ljós.
Reyndar stendur hann á krossgöt-
um í lífi sínu og með ævisögu sinni
reynir hann að staðfesta sig í tilver-
unni. Þrátt fyrir það getur ævi
hans á engan hátt talist óvenjuleg.
Hann hefur alið aldur sinn á ís-
landi og sinnt störfum sínum af
dugnaði og áhuga, stundað veiði-
mennsku og kvennafar og verið
brautryðjandi í verslunarháttum.
Hann telst til þekktra íslendinga
enda um árabil meðal umsvifa-
mestu athafnamanna. í þessari bók
er líklega flest tínt til úr ævi Gulla
og fáu sleppt sem máli skiptir.
Gulli er fæddur í Hafnarfirði
árið 1938 en ólst að mestu upp á
Selfossi og í Reykjavík. Faðir hans
var bakari sem kom undir sig fót-
unum á Selfossi á stríðsárunum en
honum skrikaði fótur með aukinni
velgengni. Gulli lýsir fjölskyldu
sinni af næmleik og skilningi en
bæði faðir hans og eldri bróðir urðu
drykkjumenn. Umburðarlyndi og
skilningur í þeirra garð er áberandi
enda er Gulli þannig persóna að
Bókmenntir
Sigurður Haukur Guðjónsson
Höfundur: Sigurgeir Magnússon.
Kápumynd og teikningar: Sigur-
lína Kristinsdóttir.
Hönnun kápu: Hlynur Sævars-
son.
Setning: Guðrún Karlsdóttir.
Prentvinnsla: Borgarprent.
Bókband: Flatey.
Utgefandi: Höfundur.
Alltaf eykst hjartsláttur minn,
er ég fæ nýja bók um hesta í hend-
ur. Eftirvæntingin er svo mikil.
Hvað sér höfundur, hvað hrífur
hann til skrifta? Og hvað fann ég?
Jú, frásagnir sem glöddu og gleðja,
elta mig og það er vegna þess, að
bókin er skrifuð af lotning fyrir
þessu „meistaraverki skaparans“;
brennandi spurn um, hvað við
stöndum og hvert við stefnum?
Þetta er því mjög góð bók, eins og
framhalda af Horfnum góðhestum.
Þó er æði munur á. Höfundur þeirra
bóka reið, stundum, skáldfáknum á
slíku flugskeiði, að kostir hans
færðust yfír á önnur hross, gaf
þeim vængi, sem eigendur höfðu
aldrei komið auga á eða vitað af.
Sigurgeir aftur á móti setur punkt,
þar sem ég hefði viljað fá að vita
miklu meir. Kannske er þetta kost-
ur góðra bóka, því leifturmyndir eru
áskorun til lesandans um að kynna
sér efnið nánar. En þá hvar? EG
hefði svo sannarlega viljað, á stund-
um, að höfundur hefði dvalið lengur
við lýsingu á þeim gæðingum er
hann nefnir til leiks. Tökum sem
dæmi Goða í Vallanesi. Lýsing Sig-
urgeirs af honum kallað fram mynd
í huga mér af undrafjörhesti, sem
eg eignaðist. Blandan var furðuleg,
hann lætur fátt buga sig heldur
brosir og tekst á við vandamálin
af festu.
Hreyfanleiki og lífsgleði setja
svip sinn á ævi Gulla enda snýst
hún að stórum hluta um frelsið,
jafnt í viðskiptum sem í einkalífi.
Hér eru sögð ævintýri frá bernsku-
árum og hvernig þau hafa fylgt
honum alla ævi, sagt er frá sam-
skiptum hans við foreldra sem
stundum gátu reynst erfið, frá at-
burðum í sveitinni þar sem náttúra
hans til kvenna vaknaði, hljóm-
sveitarbransanum, árekstrum í
skóla, frá rokkinu, sölumannsárun-
um, kaupmennskunni og afstaða
hans til vímuefna kemst til skila.
Málefni Hafskipa og Arnarflugs fá
drjúga umfjöllun, einnig sportveiði-
mennskan og að lokum bjartsýn
afstaða til lífsins í anda nýrrar ald-
ar. Þegar á heildina er litið eru það
viðskiptin og náttúran sem einkum
hafa sett svip á líf Gulla Berg-
manns og um leið er ljóst að hann
er sáttur við sjálfan sig og tilver-
una enda er flest í góðu lagi.
Gulli er ráðrík persóna þótt hann
sé maður sátta og samlyndis. Hann
á tiltölulega auðvelt með að setja
sig í spor annarra og skilur innviði
ólíklegustu persóna. Þannig býr
hann yfir þekkingu og innsæi sem
fleytir honum yfir marga erfíða
hjalla. Umburðarlyndi, fórnfýsi,
grallaraskapur, vinnusemi og stað-
festa einkenna hann en þó er eins
og þetta leysist dálítið í sundur
þegar kemur að þeim kafla í ævi
hans þegar hann lifði tvöföldu lífi.
Þá á hann ákaflega erfítt með að
taka réttar ákvarðanir og alvara
og þunglyndi marka líf hans rún-
um. Hjá honum virðist það reyndar
fara saman að fylgja sínum innri
manni jafnt í kvennamálum sem í
Hreinn og Nökkvi í móðurætt, en
var hins vegar hálfbróðir Fannars
að föður, svo þar kom Hvassafells-
blóðið inn. Frekjufjör og ærsl kiðs-
ins í einum og sama hestinum.
Svona leikur skaparinn sér á stund-
um.
Lýsing Sigurgeirs af Óðu-
Rauðku og eigenda hennar snart
mig djúpt. Kannske fyrir það, að
eg safna frá sögnum af vitdýrum,
en annað getur líka valdið: Sem
unglingur eignaðist eg dótturson
hennar. Menn kölluðu hann van-
skapaðan btjálæðing, en í mínum
huga ekki dýr, heldur gleðivængur,
sem eg hefi alltaf verið að leita síð-
an, þó skynsemin segi, að mér hafi
af vinum verið sendir gæðingar
meiri og betri, ég tala nú ekki um
fegurð. Á nákvæmlega sama hátt
fínn ég, að fjörhestur hefir snortið
Sigurgeir. Aftur og aftur minnist
hann á hið ólgandi fjör sem orð fá
ekki fangað, aðeins tár á vanga
þess er nýtur. Hann minnist á Blæ
frá Langholtskoti. Eitt sinn sá eg
hann á Murneyrum dæmdan í ann-
að sætið. Hermanni rann í skap.
Eigandi og hestur héldu útí mó og
fóru mikinn. Svo kom að verðlauna-
afhendingu. Völlur riðinn í heiðurs-
röð. Þeirri sjón gleymi eg aldrei.
Útgeislun Blæs var slík, að ég grét
af meðaumkun með þeim er fyrir
framan reið.
Hvað eftir annað minnist Sigur-
geir á hve dómurum farist illa, þá
fjörhestar eru leiddir til dóms. Víst
eru dæmin of mörg, en gleyma
skulum við ekki því, að það er hrein
móðgun við íjörhest að eigandinn
rétti öðrum tauminn, hafi þeir náð
takti saman, eg á við takti hjartna.
Aldrei skal það gert og allra sízt,
þá vinur hefír lagt sig fram um að
gera eiganda sínum til hæfis. Slíkt
viðskiptum.
Segja má að Gulli sé samnefnari
fyrir fjölda karlmanna sem finna
stolt sitt fólgið í kvennafari af því
tagi sem lýst er á síðum þessarar
bókar, því þrátt fyrir afsakanir á
framhjáhaldi skín alltaf í gegn sú
reisn sem fylgir því að hafa átt
vingott við margar konur, annars
væri varla verið að segja frá því.
Siðferðismat Gulla getur stund-
um verið dálítið einkennilegt og
stungið í stúf við annars geðþekkan
náunga. Hér skal aðeins minnst á
það hvernig hann notfærir sér ein-
feldni arabísks farandsala á Kan-
aríeyjum og nær af honum verð-
mætri vöru fyrir lítinn pening sem
skilur hann eftir með tárin í augun-
um.
Samfélagssýn Gulla í lokaköflum
bókarinnar er nokkuð athyglisverð.
Hann telur að tvær valdaklíkur
takist á um völdin. Reyndar hefur
svipuð mynd birst annars staðar
en hér er hún dregin upp á skáld-
legan og skemmtilegan hátt. Leið
hans inn á kontór valdsmanna virðr
ist þó greið og menn hlusta á það
sem hann hefur fram að færa.
Samt gerist ekkert og niðurstaðan
er sú að íslenskur iðnaður standi á
brauðfótum. Eftir standa fjár-
magnseigendur með vasa úttroðna
af peningum og gera lítið annað
en að lána öðrum fé til fram-
kvæmda á vöxtum sem á endanum
leggj allar framkvæmdir í rúst.
Svona er nú komið fyrir gangvirki
samfélagsins. Þeir sem vilja fram-
kvæma og koma hreyfingu á hlut-
ina standa illa að vígi. Slíkt er hlut-
skipti Gulla og fjölda annarra at-
hafnamanna á íslandi. Undir lok
ævisögunnar stendur Gulli í
Karnabæ frammi fyrir helstu for-
svarsmönnum íslensks iðnaðar en
Sigurgeir Magnússon
er ógeðsleg nauðgun.
Sigurgeir bendir mjög réttilega
á fæddan fálmtöltara og ber saman
við tilbúið klámtölt, mýktarlausa
eftiröpun. Hesta unnendum sárs-
auki; hesti kvöl; eiganda montþúfa.
Höfundur fer vítt um svið. Hann
ræðir um örlagahesta; afrekshross;
stóðhesta; góðhest; hrossaræktend-
ur og höfuðsnillinga reiðlistar, svo
eitthvað sé nefnt. Sár þótti mér
samanburðurinn við þýzka ræktun.
Stíllinn er léttur, fjörlegur, líkist
rabbi við stall. Lipurð hins talaða
máls hæfir slíkri bók vel, eins og
vinur sé að tala í eyra.
Myndir eru afburðavel gerðar,
hreinar gersemar margar. Hafði
ekki hugmynd um að þessi dverg-
hagi væri til. Myndirnar eru því
bókarprýði. Próförk er ekki nógu
vel lesin, en prentverk allt vel unn-
ið. Höfundur á þakkir fyrir verk sem
gleðja mun margan hestamanninn,
hrífa aðra til kynna við þessar
undraverur. Kærar þakkir.
Guðlaugur Bergmann
þær brosa bara að honum og kveða
upp þann úrskurð að saumastofan
hans sé ekki túskildingsvirði. Að-
stæðurnar bjóða ekki upp á annað
en hlátur. Slíkt hlýtur að segja tölu-
vert um ástand efnahagsmála á
þessu landi.
Óskar Guðmundsson hefur fært
í letur skemmtilega frásögn.
Reyndar veit maður aldrei hver er
raunverulegur hlutur skrásetjarans
en líklega e hann stór. Stíllinn er
eðlilegur og laus við rembing og
sjálfsagt fer það Gulla vel að tjá
sig á einföldu og skiljanlegu máli.
Málfar er yfirleitt til fyrirmyndar
og frásögnin líður eðlilega og
átakalaust áfram. Þó verður ekki
hjá því komist að minnast á hvim-
leiða málvenju sem virðist vera að
skjóta rótum víðar en á síðum þess-
arar bókar. Að varpa einhverju
fyrir róða er merkingarleysa. Það
er þó gert á tveimur stöðum í sög-
unni. „Barnatrúnni varpaði ég fyrir
róða“ bls. 48 og „Sem betur fer
var öllum slíkum hugmyndum
varpað fyrir róða.“ bls. 123. Rétt-
ara er þegar menn leggja eða láta
fyrir róða annarsvegar og varpa
fyrir borð hinsvegar í þeirri merk-
ingu að yfírgefa eithvað eða sleppa
hendinni af einhveiju.
í heild er ævisaga Gulla Berg-
manns fagmannlega unnin bók.
Hún er skemmtileg og fróðleg
heimild um samtíma okkar.
í TILEFNI af 750. ártíð Snorra
Sturlusonar 23. september 1991
ákvað ríkisstjórn Islands að efna
til styrkja sem kenndir yrðu við
nafn hans. Menntamálaráðuneyt-
ið gaf út reglur um styrki Snorra
Sturlusonar 24. júní sl. Þar segir
að styrkirnir skulu árlega boðnir
erlendum rithöfundum, þýðend-
um og fræðimönnum til að dvelj-
ast á Islandi í því skyni að kynn-
ast sem best íslenskri tungu,
menningu og mannlifi. Af tveim-
ur jafnhæfum umsækjendum
skal að jafnaði sá hljóta styrk
sem er frá hinum fjarlægari
löndum, frá Austur- og Suður-
Evrópu, Asíu, Afríku, Rómönsku
Ameríku og Eyjaálfu. Styrkirnir
verða veittir í þijá mánuði hið
minnsta og miðast við greiðslu á
ferðakostnaði styrkþega og dval-
arkostnaði innanlands.
Stofnun Sigurðar Nordals aug-
lýsir styrkina og tekur á móti um-
sóknum. Styrkirnir voru auglýstir
í fyrsta sinn í ágúst sl. með umsókn-
arfresti til 1. nóvember. Rúmlega
hundrað umsóknir bárust frá þijá-
tíu og einu landi. í úthlutunarnefnd
styrkjanna eiga sæti Ulfar Braga-
son forstöðumaður Stofnunar Sig-
urðar Nordals, tilnefndur af stjórn
stofnunarinnar, Vésteinn Ólason
prófessor, tilnefndur af Bók-
menntafræðistofnun Háskóla ís-
lands og Ingibjörg Haraldsdóttir
rithöfundur, tilnefnd af Rithöfunda-
sambandi íslands.
Nefndin hefur lokið úthlutun
styrkjanna fyrir 1993. Eftirtaldir
höfundar fræðirita og þýðendur
hljóta styrki að þessu sinni, til
þriggja mánaða hver:
Dr. Olga A. Smirnickaja, þýðandi
Ljósvíking-
ar leggja
land und-
ir fót
Verða á ferð
um Suðurland
næstu daga
LJÓSVÍKINGAR, hópur
ungra listamanna í ritlist
og tónlist leggja land undir
fót í svokallaðri desember-
hátíð, sem þeir segja í
fréttatilkynningu að nái
hámarki föstudaginn 18.
desember eða í dag, en þá
verða þeir í Listhúsinu í
Laugardal klukkan 20,30.
Síðast var hópurinn á Sólon
Islandus.
Þeir, sem fram koma eru
Einar Kárasson, Vigdís
Grímsdóttir, Ólafur Gunnars-
son, Kristín Ómarsdóttir, Ari
Gísli Bragason, Steinunn Ás-
mundsdóttir, Birgitta Jóns-
dóttir, Sveinn Óskar Sigurðs-
son, Þórarinn Eldjárn, Nína
Björg Árnadóttir, Snorri Sig-
fús Birgisson, Bryndís Halla
Gylfadóttir, Páll Eyjólfsson,
Laufey Sigurðardóttir, Rúnar
Óskarsson o. fl.
Hópurinn mun síðan koma
fram í Selfosskirkju 19. des-
ember, í Laufafelli á Hellu 20.
desember, í Hveragerðiskirkju
21. desember, í Fríkirkjunni í
Reykjavík 23. desember, á
Hressó 29. desember og á
Sólon Islandus 30. desember.
Allar þessar samkomur
hefjast klukkan 20,30.
og prófessor við Moskvu-háskóla,
einkum til að fást við rannsóknir á
þróun íslenskra miðaldabókmennta
á 12. og 13. öld, sérstaklega sam-
band bókmennta á latínu og ís-
lensku.
Dr. Andrew Wawn, kennari við
Leeds-háskóla á Englandi, til að
kanna frekar samband og samvinnu
íslenskra og breskra fræðimanna á
19. öld, m.a. að þýðingum á Noregs-
konunga sögum.
Dr. Thomas Krömmelbein, fræði-
maður við Freie Universitát í Berl-
ín, til að rannsaka handrit Snorra-
Eddu.
Jon Gunnar Jorgensen, þýðandi
og fræðimaður við Óslóarháskóla,
til að vinna að nýrri útgáfu á Yngl-
inga SÖgU. (Fréttatilkyniiing)
------
Gilfélagið Akureyri
Desembervaka
í Listagili
framlengd
Desembervakan í Listagilinu,
Akureyri, hefur verið framlengd
til 30 desember.
í fréttatilkynningu frá Gilfélag-
inu segir, að þeim hafi borist fjöl-
margar óskir frá fólki sem ekki
hafi komist þangað vegna veðurs
undanfarna daga. Ennfremur segir
að myndlistarsýningin sé opin virka
daga kl. 14-21.30 og um helgar kl.
14-19. Fyrirhugaðar uppákomur
milli jóla og nýárs verða auglýstar
nánar síðar. Einnig hefur drætti í
listaverkahappdrætti verið frestað
til 30. desember.
Fram um veg
Styrkir Snorra Sturlu-
sonar veittir í fyrsta sinn