Morgunblaðið - 18.12.1992, Page 20

Morgunblaðið - 18.12.1992, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992 Rithöfundur sem grætur í sjónvarpinu Bókmenntir Jón Stefánsson Synnflve Sfle: Út í hönd. Steinar J. Lúðvíksson þýddi. Fróði hf. 1992. Synneve Soe er þekkt í Dana- veldi. Hún stjórnar vinsælum sjón- varpsþætti, skrifar skáldsögur og 29. nóvember síðastliðinn virti danskur almenningur naktan bak- hluta hennar fyrir sér á forsíðu Ekstra bladet. A bak sitt hafði Soe látið skrifa gírónúmerið á banka- reikningi sem stofnaður var til stuðnings alnæmissjúklingum. Og öðru hvoru kemst Soe á forðsíður allra blaðanna þegar hún grætur í sjónvarpsþáttum sínum eða segir eitthvað hneykslanlegt. Synnove Soe gerir sem sagt ýmislegt til að vekja athygli á sér. Út í hönd er önnur skáldsaga Soe sem kemur út á íslensku. Sögusviðið er veitingahúsið Út í hönd í New York og fjallar um 27 ára gengilbeinuna Coco sem dreymir um frægð og frama í kvik- myndum. Nokkrir fastagesta veit- ingahússins koma við sögu; Dick, drykkfelldur útbrunninn leikari; myndlistarmaðurinn Fab, sem not- ar móður sína sem fyrirsætu; Yest- erday, hommi sem lifir á peningum móður sinnar, og Marrow, ungur heimilislaus drengur sem starfs- fólk og fastagestir Út í hönd taka upp á arma sína. Þegar sagan byijar er Coco orðin svartsýn á að fá hlutverk og vonleysið sækir á. En loks uppsker hún ávöxt erfiðis síns; hún fær aðaihlutverkið í stór- mynd og þegar sögunni lýkur er hún á góðri leið með að verða stjama á himni kvikmyndanna. Skyndileg frægðin rýfur samband hennar við Marrow, sem hún hafði tekið miklu ástfóstri við. Og þegar Coco finnur hann aftur gerir hún sér ljóst að ekkert geti orðið eins og áður; hún þarf að fórna gamla lífinu fyrir hið nýja. Ég verð að viðurkenna að það kom mér á óvart hversu skemmti- legur höfundur Synnove Soe er. Hún er engin spámaður, ekki verð- andi nóbelsverðlaunahafi, en henni tókst að vekja áhuga minn á lífi Synnflve Soe fólksins á veitingastaðnum Út í hönd. Hún segir ágætlega frá, á það til að vera ljúfsár en oftast er stíllinn hraður og nokkuð kröft- ugur. Kynlíf og umræða um kynlíf er áberandi í bókum hennar og góð er Soe þegar hún lýsir ófullnægj- andi skyndikynnum, skemmtilega háðsleg þegar kemur að karlmönn- um sem fela getuleysi sitt bak við vín og rembingslega framkomu. Eftirminnilegustu persónur sög- unnar eru hinn útbrunni Dick og Yesterday. Sá fyrrnefndi er slomp- aður en kurteis heimsmaður dags daglega, en þegar lækkar verulega í flöskunni hrynur heimsmaðurinn af honum og eftir stendur blindfull- ur og beiskur maður, fullur af karlrembu: „Kerlingar hafa það allt of gott. Þær ríða sig á toppinn. Uldni sveppurinn, sem þær hafa milli fótanna, sogar í sig bæði frægð og peninga örar en ryksuga sogar í sig skítinn. Ég þori að veðja!“ Hann benti út í salinn. „Það er ekki ein einasta kerling hér í veit- ingasalnum sem ekki greiðir fyrir málsverðinn með drætti." (78) Líf Yesterdays gengur út á það að sofa hjá frægum mönnum, eða mönnum sem eiga eftir að vera frægir. Og hann segist passa vand- lega upp á að skrá alla niður sem hann sefur hjá: Þetta á auðvitað að vera þannig að maður slái um sig með þekktu nöfnunum, mönnum sem maður hefur verið með, og helst þarf maður að gera það meðan þeir eru frægir ella slær svona sjálfsævi- saga aldrei í gegn. (107) En af einhvéijum ástæðum verð- ur Soe hálf vandræðaleg þegar kemur að Fab og myndlist hans; öll umræða um list er yfirborðsleg, næstum klisjukennd. Sambandi Marrows og Coco er hins vegar lýst á nærfærnislegan hátt og skil- ur eftir sig örlítinn köggul í hálsin- um. Steinar J. Lúðvíksson þýðir bók- ina og hefði mátt vanda betur til. Of víða skín danskan í gegn og stundum er orðalagið klúðurslegt. Á blaðsíðu 16 kemur blómasali inn í Út í hönd og sér að það „voru ekki komnir aðrir..." Hér hefði vitanlega átt að standa, það voru ekki aðrir komnir. Á bls. 21 er Coco „boðið í viðtal við uppáhalds- framleiðandann“ sinn. Ég hef hins vegar vanist því að mæta í viðtal hjá einhveijum. Á einum stað klór- ar Dick sér „taugaveiklunarlega" í skegginu og áður hafði hann lýst fortíð sinni á eftirfarandi hátt: „Það var á þeim tímum sem ég þurfti ekki einu sinni sjálfur að hneppa buxnaklaufinni ef ég nennti því ekki.“ Stundum, til dæmis í fjórða kafla, fékk ég á tilfinninguna að það hefði einfald- lega gleymst að lesa hluta af þýð- ingunni yfir; Þ-stíllinn svonefndi veður uppi: „... þegar sú staðreynd blasti við að það var orðið svo álið- ið dags að það var of seint...“ (65) „Það er það besta við það að þegar þekktir menn drepast þá er hægt að skrifa hvað sem er.“ (75) Ég er ekki að segja að þýðingin sé ólæsileg, en óneitanlega dregur þýðingarkeimurinn úr þeirri skemmtum sem Út í hönd getur veitt. Kápumyndin er frekar fráhrind- andi. Og sjálfsagt hefði verið að kynna Soe með fáeinum orðum. See, sem er ögrandi klædd á bak- síðu bókarinnar en með undarlegt óöryggi í augnaráðinu, óöryggi sem stingur í stúf við ímyndina. Bara fáein orð hefðu dugað; til dæmis að Synneve Soe er þrítugur danskur skáldsagnahöfundur. Og afar vinsæl í heimalandinu. Fimm íslenskar skáldkonur munu lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, sunnudaginn 20. desember kl. 15.00. Eftirtaldar skáldkonur lesa úr verkum sínum: Linda Vilhjálmsdótt- ir, Klakabörn; Kristín Ómarsdóttir, Svartir brúðarkjólar; Þórunn Valdi- marsdóttir, Júlía; Vilborg Dagbjarts- Nýjar bækur ■ Saga leiklistar á Akureyri 1860-1992 er komin útíritun Haraldar Sigurðssonar. Leikfélag Akureyrar varð 75 ára á þessu ári og gefur í því tilefni út þetta ritverk Haraldar, sem nær yfir flesta leiklistartil- burði á Ákureyri í 132 ár. í kynningu útgefanda segir, að þar sé getið allra leikrita sem Leikfélag Akureyrar hefur svið- sett, þeirra einstaklinga sem þar hafa komið við sögu, einnig gestaleikja og sýninga annarra félaga á svæðinu - eða allt frá fyrstu leiksýningum á Akureyri til afmælissýningar á íslands- klukkunni vorið 1992. Frá aldamótum fylgir nær hveiju leikriti hlutverkaskrá, Ijósmyndir og úrdráttur úr leik- listargagnrýni blaðanna. Helstu frumkvöðla leiklistar á Akureyri er sérstaklega getið. Rúmlega sex hundruð ljósmyndir eru í rit- inu. Útgefandi er Leikfélag Ak- ureyrar. Verð 5.950 krónur. H Orlagavindar heitir bók eftir Kristján Jóhannsson. A bókarkápu segir: „Bók þessi hefur að geyma þijár sögur. Þegar örlagavindar blása er lang lengst og viðamest, eiginlega stutt skáldsaga. Hinar tvær eru Skugginn í húsinu og Jólastjarn- an. Sögur þessar eru að stofni til skrifaðar fýrir um 30 árum eins og sést víða á umhverfis- og atburðalýsingum, en höfund- ur endurskoðaði og breytti sög- unum nýlega." Útgefandi er Víðerni sf. Bókin er 130 bls. og kostar 700 krónur. dóttir, Klukkan i turninum; Vigdís Grímsdóttir, Stúlkan í skóginum. Upplesturinn verður í litla salnum á annarri hæð Hlaðvarpans og hefst kl. 15.00. Boðið verður upp á jóla- kaffi og ijómapönnukökur frá Betri stofu Hlaðvarpans. Og í fréttatil- kynningu segir, að þetta sé gott tækifæri til að eiga notalega jóla- stund í Hlaðvarpanum. Tímamótarit um stjörnuspeki eftir Gunnlaug Guðmundsson Fjallar m.a. um: Öll stjörnumerkin. Plánetur í merkjum. Rísandi og Miðhimin. Plánetur í húsum. Afstöður milli pláneta. Verð kr. 1.200,- Stjörnuspekistöðin, Laugavegi 59, s. 10377. Nauðsynleg bók fyrir áhugamenn um stjörnuspeki! Fimm skáldkonur lesa upp í Hlaðvarpanum LAUGAVEGI 13 - SÍMI (91) 625870 GLÆSILEGAR GJAFAVÖRUR í MIKLU ÚRVALI Falleg glös úr endurunnu gleri, skálar, vasar, könnur, matar- og kaffistell og margvíslegur húsbúnaður bæði hand- málaður og handunninn í miklu úrvali. OPIÐ MÁNUDAGA - FÖSTUDAGA KL. 10.00 -18.00 Á LAUGARDAGINN KL. 10.00 - 22.00 • Á SUNNUDAGINN KL. 13.00 -17.00 QÓKEYPIS 271 BÍLASTÆOI í TRAÐARKOTI VID HLIDINA Á HABITA T-HÚSINU ALLAN DESEMBER-MÁNUÐ! AUGLÝSINGASTOFA BRYNJARS RAGNARSSONAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.