Morgunblaðið - 18.12.1992, Side 22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992
22
Æviskrár barnabókahöfunda
Békmenntir
Erlendur Jónsson
SKÁLDATAL. 194 bls. Elísabet
Þórðardóttir, Guðríður Gísladótt-
ir og Ingibjörg Sæmundsdóttir
tóku saman. Lindin. Reykjavík,
1992.
Um leið og hópur greinir sig frá
öðrum verður hann að fá sínar bók-
menntir. Með barnaskólum og síðar
barnaheimilum urðu til bamabók-
menntir. Poppið og ungiingatískan
krafðist unglingabókmennta. Og
með kvennahreyfingunni komu svo
kvennabókmenntir. Skáldatal þetta
nær yfir alla íslenska barna- og ungl-
ingabókahöfunda sem hafa sent frá
sér tvær bækur eða fleiri. Að öðru
leyti er ekki farið í manngreinarálit.
Heimildir eru í sumum dæmum
fengnar frá höfundum sjálfum, ann-
ars úr ýmsum uppsláttarritum,
Kennaratali, Æviskrám samtíðar-
manna og þar fram eftir götunum.
Getið er bóka hvers höfundar og síð-
an blaðaumsagna um hverja bók. í
eftirmála er svo gerð grein fyrir verk-
inu sem heild. Barnabókahöfundar
eru afar sundurleitur hópur.
Sumir hafa eingöngu samið fyrir
böm, aðrir í bland við annað. Eitt
eiga þeir þó nánast sameiginlegt.
Langflestir hafa samið sögur fyrir
bömin, aðeins fáir ljóð eða leikrit.
Bamabók er níutíu og níu prósent
bamasaga. En þar skiljast líka leiðir
með höfundunum. Varla gefur að líta
óiíkari bókmenntir en sögur Sigur-
bjöms Sveinssonar, Stefáns Jónsson-
ar og Ármanns Kr. Einarssonar svo
dæmi séu tekin. Af þeim byggði Sig-
urbjöm sennilega mest á eigin
reynslu en Ármann Kr. Einarsson
minnst. Ármann hefur mikið verið
þýddur á önnur tungumál sem sann-
ar að íslenskar bamabækur geta
höfðað til ungra lesenda með fjarlæg-
um þjóðum.
Stundum getur verið álitamál hvað
telja skuli til barna- og unglinga-
bóka. Ekki er t.d. fjarri lagi að flokka
megi Pilt og stúlku þar á meðal þótt
hún væri hvorki samin né gefín út
sem slík. Svo er þó ekki gert í Skálda-
tali þessu. Hins vegar eru Litbrigði
jarðarinnar talin þar með, en slíkt
má telja hæpið þótt þar sé að vísu
sagt frá unglingum.
Um æviágrip höfnda segir í eftir-
mála: »Leitast er við að rekja í stuttu
máli uppruna, menntun og starfsfer-
il hvers einstaklings. Þessi umfjöllun
er misítarleg, enda margir tregir að
gefa upplýsingar um sjálfa sig.«
Það er sennilega vegna fámennis
þjóðarinnar og persónulegrar ná-
lægðar að skrásetjarar bóka af þessu
tagi láta oftar en ekki stjómast af
duttlungum þeirra sem leggja til efni.
Sum æviágripin eru þarna óeðlilega
stutt og sýnt að höfundar hafa enga
samvinnu viljað hafa við skrásetjara.
Onnur em á hinn bóginn ítarleg um
of. Þannig hafa slæðst með athuga-
semdir sem tengjast efninu ekki
neitt; koma jafnvel hálfspaugilega
fyrir sjónir í fræðiriti af þessu tagi.
f eftirmála segir dr. Sigrún Klara
Hannesdóttir að upphaf ritsins megi
»rekja til kennslu minnar í barnabók-
menntum í bókasafns- og upplýs-
ingafræði við Háskóla íslands«.
Ritið mun því vafalaust koma
bókavörðum að góðu gagni, svo og
öðrum sem velja bömum lesefni.
Hitt er vafasamara að yngstu lesend-
umir muni sjálfír hafa af því veruleg
not.
Bifre i( ia eig lendur
LÁTIÐ EKKI BÍLINN FARA í JÓLAKÖTTINN
0H anná .Ísí1'0' 0Hanná
■— BÓN OG I* HÁGÆÐAVÉLBÓN
'^SSSSSS BÍLAÞVOTTASTÖÐ ^mmmmmmmmm
(*1) Tjöruþvottur, sápuþvottur, háþrýstiþvottur, (*2) Bónar bílinn þinn á aðeins
undirvagnsþvottur, freyðibón, 15 mín. eins og um handbón
vax og þurrkrun. væri að ræða.
Verð: Fólksbílar kr. 990,- Verð: kr. 1.990,-
Jeppar kr. 1.090,-
BON- OG BILAÞVOTTASTOÐIN HANNA ER:
CV) FULLKOMIN, FLJÓT, EN UMFRAM ALLT VANDVIRK BÍLAÞVOTTASTÖÐ
CZ> NOTAR EINGÖNGU UMHVERFISVÆN EFNI, SEM GERIR ÞAÐ AÐ VERKUM
AÐ BÍLLINN HELDUR GLJÁA SÍNUM.
C2> NOTAR MJÚKA KLÚTA í STAÐ NÆLONBURSTA
CZ> ALLIR HELSTU BÍLAFRAMLEIÐENDUR HEIMS S.S. MERCEDES BENZ,
BMW, TOYOTA, GM, FORD, AUDI o.fl., NOTA SAMSKONAR VÉLAR VIÐ
ÞVOTT Á NÝJUM BÍLUM
Opið frá kl. 8 — 22 eftirtalda daga:
18/12,19/12, 20/12, 21 /12, 22/12 og 23/12.
Opið frá kl. 10—14 24/12
s LOKAÐ 25/12 og 26/12
0Hanná
^^mmmmmmmmmm BÓN OG
k
BÓNOG
BÍLAÞVOTTASTÖÐ
ÞÓRÐARHÖFÐA 1 ,SÍMI 683885,
GEGNT NESTI BÍLDSHÖFÐA OG VIÐ HLIÐ BÍLAHALLARINNAR.
Nýjar
bækur
■ Út eru komnar tvær harð-
spjaldabækur fyrir yngstu
börnin. Þær heita Líkaminn
okkar og í sveitinni.
í kynningu útgefanda segir:
„„Líkaminn okkar er fjörlega
myndskreytt bók þar sem börn-
in geta fræðst um sig sjálf, til
dæmis fengið að vita hvert
maturinn sem þau borða fer,
að hveiju hjartað slær og hvers
vegna þau verða að anda. Jó-
hann Borgadóttir þýddi.
í sveitinni er bók með
skemmtilegum vísum um lífið
í sveitinni, sem Óskar Ingi-
marsson þýddi. Spjöldum bók-
arinnar má krækja saman svo
að úr henni verður lítill bónda-
bær sem gaman er að leika sér
að.“
Utgefandi er Iðunn. Verð
980 og 598 krónur.
H Út eru komnar fjórar
harðspjaldabækur fyrir
yngstu börnin þær heita
Leikir, Við mataborðið, I
baði og Háttatími.
Hver bók er tíu spjöld með
myndum og texta sem Kristján
frá Djúpalæk stældi úr ensku.
Útgefandi er Myndabóka-
útgáfan. Verð 250 krónur
hver bók.
■ Draugurinn í skólanum
heitir bók eftir Virginiu Ir-
onside sem Magnea Matthías-
dóttir þýddi.
í kynningu útgefanda segir
m.a.: „Edlhressir og ærslafullir
nemndur Skógarskóla eru að
koma aftur í skólann að loknu
jólaleyfi. En undarleg atvik
hafa gerst og Mörður skóla-
stjóri veit ekki hvað hann á að
taka til bragðs, síst af öllu þeg-
ar stolt skólans, nýja náttúru-
fræðihúsið hrynur til grunna.
Krökkunum líst ekki á blikuna
en þeir komast brátt að því að
það er ekki heiglum hent að
kljást við ógnvald Skógar-
skóla.“
Útgefandi er Iðunn. Verð
1.288 krónur.
■ Tvær bækur um köttin
Pésa rófulausa eru komnar
út. Þær heita Pési rófulausi
eignast vin og Pési rófulausi
og snjókarlinn. Sigrún Árna-
dóttir þýddi söguna.
í kynningu útgefanda segir:
„„Þetta eru bráðskemmtilegar
sögur um köttinn Pésa sem
varð fyrir því óhappi þegar
hann var lítill kettlingur að
rotta beit af honum rófuna.
Hinir kettimir í bænum stríða
honum óspart og Pési rófulausi
lendir í ótal ævintýrum, en
hann er fjömgur og kátur því
að hann veit að sá hlær best
sem síðast hlær.“
Útgefandi er Iðunn. Verð
790 krónur hvor bók.
■ Bænabók barnsins er
komin út. í hennir eru morg-
un- og kvöldbænir, borðvers,
ferðabæn og ýmis barnavers
ásamt heilræðum Hallgríms
Péturssonar. Gyða Karls-
dóttir tók bókina saman.
í kynningu útgefanda segir:
„„Bænabók bamsins er falleg
og vönduð bók sem geymir
bænir, vers og heilræði sem
verða hveiju barni leiðsögn um
lífið. Henni er ætlað að vera
börnum og foreldrum hvatn-
ingu til að biðja, því að góð
bænavers em eins og veganesti
til framtíðar."
Útgefandi er Iðunn. Soffía
Árnadótti gerði myndskreyt-
ingar. Bókin er prentuð í
Prentbæ hf. og kostar 1.280
krónur.